Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 28
ERLENT
28 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSRAELSKUR ráðherra var skot-
inn til bana á hóteli í Jerúsalem í
gærmorgun og róttæk hreyfing Pal-
estínumanna lýsti morðinu á hendur
sér. Að sögn hreyfingarinnar réð
hún ráðherrann af dögum til að
hefna morðs Ísraela á leiðtoga henn-
ar fyrir tveimur mánuðum.
Óttast er að með morðinu á Reh-
avam Zeevi, 75 ára ferðamálaráð-
herra, hafi hreyfingin blásið að
glæðum vítahrings blóðhefnda og of-
beldis sem staðið hefur í rúmt ár.
Þetta er í fyrsta sinn sem Palest-
ínumenn myrða ísraelskan ráðherra
og búist er við að stjórn Ísraels grípi
til hernaðaraðgerða í hefndarskyni.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, lýsti yfir stríði á hendur
„hryðjuverkamönnum, aðstoðar-
mönnum þeirra og þeirra sem sendu
þá“.
Ætlaði að ganga úr stjórninni
Fyrir morðið á ráðherranum hafði
komið upp ágreiningur innan sam-
steypustjórnar Sharons vegna til-
rauna Bandaríkjastjórnar til að
knýja fram friðarviðræður milli Ísr-
aela og Palestínumanna og treysta
vopnahléssamkomulagið sem náðist
26. september.
Sharon kynnti afstöðu sína til
krafna Palestínumanna á þriðjudag
og kvaðst geta fallist á að þeir stofn-
uðu eigið ríki en með ströngum skil-
yrðum sem leiðtogar Palestínu-
manna hafa þegar hafnað.
Zeevi tilkynnti á mánudag að
flokkur sinn, Þjóðarbandalagið,
hygðist ganga úr
stjórninni vegna þess
að Sharon væri of eft-
irlátur við Palestínu-
menn. Einn af forystu-
mönnum Þjóðarbanda-
lagsins tilkynnti þó í
gær að hann hefði hætt
við að ganga úr stjórn-
inni.
50 vegnir
af ásettu ráði
Heimastjórn Palest-
ínumanna fordæmdi
morðið og kvaðst ætla
að standa við vopna-
hléssamkomulagið.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, skýrði Terje Larsen, sendi-
manni Sameinuðu þjóðanna, frá því
að hann hefði fyrirskipað að tilræð-
ismennirnir yrðu handteknir.
Ísraelar hafa orðið 50 manns að
bana í árásum sem gerðar hafa verið
á Palestínumenn er sakaðir hafa
verið um hryðjuverk í Ísrael.
Heimastjórn Palestínumanna
kvaðst hafa varað Ísraela við því að
slíkar árásir gætu magnað átökin.
Mustafa Zibri, leiðtogi Alþýðu-
fylkingarinnar fyrir frelsun Palest-
ínu, PFLP, er þekktastur þeirra
sem Ísraelar hafa ráðið af dögum.
Hann beið bana þegar flugskeyti var
skotið á skrifstofu hans í bænum
Ramallah á Vesturbakkanum 27.
ágúst.
PFLP lýsti morðinu á Zeevi á
hendur sér í gær og kvaðst hafa
myrt hann til að hefna
drápsins á leiðtoga
hreyfingarinnar. Hún
birti myndbandsupp-
töku af þremur byssu-
mönnum með grímur
sem stóðu við stórt
veggspjald með mynd
af Zibri. Einn þeirra
las yfirlýsingu þar sem
gefið var til kynna að
hreyfingin hygðist
myrða tvo Ísraela til
viðbótar.
Sharon sagði fyrr í
vikunni að hann hygð-
ist ekki binda enda á
mannvígin þrátt fyrir
vopnahléssamkomulagið og harða
gagnrýni Bandaríkjastjórnar. Þrír
félagar í Hamas, hreyfingu her-
skárra Palestínumanna, voru ráðnir
af dögum í vikunni og Ísraelar sögðu
að einn þeirra hefði skipulagt árás á
dansstað í Tel Aviv sem kostaði 22
ísraelsk ungmenni lífið.
Binyamin Ben-Eliezer, varnar-
málaráðherra Ísraels, krafðist þess
að Arafat framseldi leiðtoga PFLP
til Ísraels. Hann sagði að Arafat
bæri ábyrgð á morðinu í gær vegna
þess að hann hefði ekki tekið nógu
hart á hryðjuverkamönnum.
Zeevi gisti á Hyatt-hótelinu í
Jerúsalem með eiginkonu sinni.
Hann var á leiðinni í herbergi sitt
eftir að hafa snætt morgunverð á
veitingahúsi hótelsins þegar ráðist
var á hann fyrir utan herbergið.
Hann fékk þrjú skot í höfuðið. Eig-
inkona hans, Yael, kom að honum á
ganginum.
Einn hótelgestanna, bandarískur
prestur, kvaðst hafa heyrt óp eig-
inkonunnar og hlaupið til hennar.
„Ég sá hana krjúpa yfir honum.
Blóðið var úti um allt,“ sagði hann.
Zeevi var látinn þegar komið var
með hann á sjúkrahús.
Zeevi var hlynntur því að öllum
Palestínumönnum yrði komið í
burtu frá Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu og hann hafði fengið marg-
ar morðhótanir. Sem ráðherra átti
hann rétt á lífverði en samráðherrar
hans sögðu hann hafa hafnað þeirri
vernd.
Þegar Zeevi var í Jerúsalem
vegna þingstarfa sinna dvaldi hann
alltaf á Hyatt-hótelinu í austurhluta
borgarinnar til að leggja áherslu á
þá afstöðu sína að öll borgin til-
heyrði Ísraelum og ekki kæmi til
greina að Palestínumenn fengju yf-
irráð yfir Austur-Jerúsalem. Honum
var ráðlagt að skipta öðru hverju um
hótelherbergi en hann vildi það ekki.
Zeevi var áður hershöfðingi og
naut virðingar meðal margra Ísraela
fyrir framgöngu sína í hernum en
margir töldu viðhorf hans einkenn-
ast af kynþáttafordómum. „Ég bar
mikla virðingu fyrir honum þótt við
hefðum ekki verið sammála í stjórn-
málunum,“ sagði Matan Vilnai, vís-
indaráðherra Ísraels, sem var eitt
sinn í fallhlífahersveit undir stjórn
Zeevis.
Lýsti Palestínumönnum
sem „lúsum“
Zeevi fæddist í Jerúsalem. Á ár-
unum 1974–77 var hann ráðgjafi
Yitzhaks Rabins, þáverandi for-
sætisráðherra, í baráttunni við
hryðjuverkamenn. Hann lagðist
gegn friðarsamningi Ísraela við
Egypta árið 1979 og stofnaði hægri-
flokkinn Moledet árið 1988.
Zeevi olli uppnámi í júlí þegar
hann lýsti Palestínumönnum sem
starfa og dvelja án leyfis í Ísrael
sem „lúsum“ og „krabbameini“.
Þótt Zeevi væri ekki talinn á með-
al friðarsinna gekk hann undir
gælunafninu „Gandhi“, sem hann
fékk á unglingsárunum þegar hann
var svo horaður að hann minnti fólk
á Mahatma Gandhi, leiðtoga þjóð-
frelsisbaráttu Indverja.
Hreyfing herskárra Palestínumanna, PFLP, lýsir manndrápi í Jerúsalemborg á hendur sér
AP
Palestínumenn í flóttamannabúðum nálægt Sídon í Líbanon fagna
morðinu á ísraelska ráðherranum Rehavam Zeevi í Jerúsalem.
Jerúsalem. AP, AFP.
Myrti ráðherra
í hefndarskyni
Rehavam Zeevi
AC-130-árásarflugvélin sem
Bandaríkjamenn eru teknir að
beita í Afganistan er vopn sem
fallið er til að valda dauða og
skelfingu. Úr vél- og fallbyssum
flugvélarinnar geta 2.500 skot
streymt á einni mínútu enda er
hún almennt talin eitt öflugasta
vopnið sem fram hefur komið
gegn fötgönguliðum óvinaherja.
Bandarískir embættismenn
segja að mjög hafi verið horft til
þeirra áhrifa sem þessi flugvél
hefur haft á baráttuanda her-
manna óvinarins þegar ákveðið
var að beita henni gegn liðsafla
talibana í Afganistan.
„Þær umkringja skotmarkið.
Hávaðinn er óskaplegur. Og þær
bókstaflega uppræta allt sem fyrir
þeim verður,“ segir Wesley
Clarke, sem stjórnaði herafla Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) í
Júgóslavíu árið 1999. „Fyrir þá
sem eru á jörðu niðri eru þessar
flugvélar eitt það skelfilegasta
sem hægt er að upplifa,“ bætir
hann við.
Gregory Newbold, sem er að-
gerðastjóri herráðs Bandaríkj-
anna, er á sama máli. „Hin sál-
rænu áhrif sem þessar flugvélar
hafa eru mjög mikilvæg í þessu
tilliti.“
Þessar stóru árásarflugvélar
(sem nefnast „gunships“ á enskri
tungu), geta gegnt margvíslegum
hlutverkum. Þeim má t.a.m. fljúga
gegn óvinaflugvélum og þær geta
komið að gagni þegar þörf er á
þungvopnuðum flugvélum í könn-
unarferðir yfir óvinasvæði. Flug-
vélin, sem er fjögurra hreyfla
skrúfuþota, er hins vegar einkum
hönnuð til að vera eins konar
„fljúgandi skotpallur“ og styðja,
einkum, sérsveitir sem þurfa að
vera hreyfanlegar mjög og eru
því léttvopnaðar.
Í slíkum tilvikum flýgur
AC-130-vélin hægt umhverfis
skotmarkið og lætur kúlum rigna
yfir það úr 25 mm Gatling-
vélbyssum og 40 og 105 mm fall-
byssum.
AC-130 er iðulega einnig beitt
gegn landher óvinarins en
sprengjukúlur úr fallbyssunum
eru svo öflugar að þær geta tor-
tímt ökutækjum og heilum bygg-
ingum.
Byssurnar eru tölvustýrðar
þannig að unnt er að halda miði á
skotmarkið á meðan vélin flýgur
umhverfis það.
Beitt í Panama og Júgóslavíu
Flugvélum þessarar gerðar var
beitt árið 1990 þegar Bandaríkin
réðust á Panama til að steypa
Manuel Antonio Noriega herstjóra
af stóli. AC-130-vélarnar lögðu í
rúst höfuðstöðvar varnarmála-
ráðuneytis Panama sem og stjórn-
stöðvar heraflans.
Árið 1999 voru þessar flugvélar
einnig notaðar til að ráðast gegn
fótgönguliði, brynvögnum og stór-
skotaliði Serba.
Þótt vélin geti flogið í allt að
25.000 feta hæð er henni oftast
beitt í lágflugi. Það hefur aftur á
móti í för með sér að þær eru ber-
skjalda gagnvart loftvarnaskot-
hríð. Bandaríkjamenn hafa stað-
fest að loftvarnabyssur Serba hafi
hæft AC-130-vélar í Júgóslavíu.
Ein slík vél fórst yfir Indlands-
hafi árið 1994 er hún var á leið til
Sómalíu til að taka þátt í aðgerð-
um sem Bandaríkjamenn hrundu
af stað í því skyni að binda enda á
blóðuga borgarastyrjöld í landinu.
Önnur var skotin niður í Persa-
flóa-stríðinu árið 1991 yfir Sádi-
Arabíu og fórust allir, 14 manns,
sem um borð voru.
Bandarískir embættismenn vilja
ekki ræða í hversu mikilli hættu
telja verði áhafnir þessar véla nú
þegar þeim er beitt gegn talib-
önum í Afganistan. Þeir taka hins
vegar fram að þær geti haldið sig
í flughæð sem teljast megi sæmi-
lega örugg auk þess sem senda
megi orrustuþotur með þeim til
varnar.
„Fljúgandi skot-
pallur“ lamar
baráttuandann
Washington. The Los Angeles Times.