Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 33 KRINGLUKAST 20% afsláttur af Kringlukastsvörum Yfirhafnir, bolir, peysur og blússur Opið í Kringlunni til kl. 21.00 í kvöld Kringlunni, sími 588 1680, v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Tilboðið er í gildi í báðum verslunum. SAMTÖK um leikminjasafn voru stofnuð fyrr á þessu ári og hefur á þeim stutta tíma komið sér upp skrif- stofuaðstöðu í húsnæði Reykjavík- urakademíunnar við Hringbraut og hafið skráningu gagna inn á Sarp sem er gagnagrunnur Þjóðminja- safnsins. Að sögn Ólafs J. Engilbertssonar leikmyndahönnuðar er hafinn undir- búningur sýningar sem bera mun yf- irskriftina Laxness og leiklistin og mun hún fjalla um tengsl Halldórs Laxness við íslenska leiklist, leikrit hans sjálfs og sýningar í leikhúsun- um á verkum hans. „Sýningin verður sett upp á 1. hæð Þjóðmenningar- hússins og verður með mjög fjöl- breyttu sniði. Þarna gefur að líta leik- in atriði, kvikmyndabúta og alls kyns muni sem tengjast verkum hans á þessu sviði,“ segir Ólafur og leggur áherslu á að við undirbúninginn verði möguleikar margmiðlunar nýttir eft- ir föngum. „Við höfum þegar fengið Rúnar Guðbrandsson leikstjóra til að sjá um leiklistarflutninginn.“ Ólafur hefur að undanförnu stund- að nám í sagnfræði og ritgerð hans til BA-prófs fjallar um leikmyndlist, leikmyndahönnun og brúðugerð, á Íslandi frá 1950. Hann hlaut nýverið styrk frá Listasafni Háskóla Íslands til útgáfu ritgerðarinnar en kveðst ætla að nýta efni hennar til áfram- haldandi rannsókna á MA-stigi og segist Ólafur hafa notið dyggrar leið- sagnar Eggerts Þórs Bernharðsson- ar við rannsóknirnar. „Okkur hafa borist góðar gjafir að undanförnu og ber sérstaklega að nefna að Penninn gaf okkur veru- legan afslátt við kaup á tölvubúnaði sem nauðsynlegur er til skráningar gagna. Þá hefur Magnús Pálsson fært okkur líkön og teikningar af verkum sínum fyrir leikhúsið og einnig færði Gunnar Bjarnason okk- ur líkön og teikningar eftir Lothar Grund en hann starfaði fyrir Þjóð- leikhúsið á 6. áratugnum og var hér búsettur um 10 ára skeið,“ segir Ólaf- ur sem skipar starfsstjórn Leik- minjasafnsins ásamt þeim Jóni Við- ari Jónssyni, Birni Björnssyni, Jóni Þórissyni og Sveini Einarssyni. Ólafur er á förum til Helsinki ásamt Jóni Viðari á árlegan sam- starfsfund norrænna leiklistarheim- ildasafna en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í slíku sam- starfi. „Það er mjög mikils virði fyrir okkur að komast inn á þennan sam- starfsvettvang. Með því fáum við upplýsingar og aðstoð við skipulagn- ingu og uppbyggingu safnsins og höf- um möguleika á að efna til samstarfs um sýningar og sækja um styrki til þess til Evrópusambandsins.“ Að sögn Ólafs er safnið nú þegar í stakk búið til að taka við munum til geymslu. „Við höfum komið okkur upp eldtraustri geymslu þar sem við getum geymt muni sem okkur ber- ast. Við höfum notið stuðnings menntamálaráðuneytisins til að hleypa þessu starfi af stokkunum en nýlega kom Íslandsbanki til skjal- anna með myndarlegu framlagi. Nú erum við að leita eftir fjármagni til að kosta Laxnesssýninguna. Við von- umst eftir að uppfylla skilyrði sem gerð eru til safna svo Leikminjasafn- ið fái rekstrarstyrk af fjárlögum. Það kemur vonandi fljótlega að því,“ segir Ólafur J. Engilbertsson talsmaður Samtaka um leikminjasafn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Líkön af leikmyndum eru oft völundarsmíð. Líkan Steinþórs Sigurðssonar af Spanskflugunni hjá LR 1993. Sýning um Laxness og leiklistina í undirbúningi Nýstofnað Leikminjasafn með mörg járn í eldinum HALLDÓR Guðmundsson, forstjóri Eddu, heldur fyrirlestur í Goethe- Zentrum á Laugavegi 18 í kvöld kl. 20. Þetta er annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð sem ber titilinn „Sýn mín á Þýskaland“. Halldór, sem bjó í Bonn fram á unglingsár og hefur síðan haldið nánum tengslum við land og þjóð, er gjörkunnugur hinum þýska hugsun- arhætti og miðlar af reynslu sinni í fyrirlestrinum sem fluttur er á ís- lensku. Mun Halldór m.a. tala um upplifun sína af viðskiptamiðstöðinni Frankfurt og bókasýningunni miklu þar í borg sem hann hefur sótt sl. 15 ár. Sýn á Þýskaland FYRSTA kvikmyndin sem hinn kunni rússneski leikstjóri Nikita Mikhalkov leikstýrði verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á laug- ardag kl. 15. Myndin heitir Einn af okkur meðal ókunnugra, ókunnugur okkar á meðal og fjallar um atburði í borgarastríðinu í Rússlandi 1918– 20. Skýringar eru á ensku, aðgangur er ókeypis. Mynd Mikhalkovs sýnd í MÍR ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.