Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 76
MIKIL þörf hefur verið fyrir vistun barna frá bágstöddum heimilum í Reykjavík og hafa Félagsþjónustan og barnaverndaryfirvöld breytt áherslu í þjónustu við þessi börn og fjölskyldur þeirra. Vistheimili og einkaheimili, sem tekið hafa við börnunum til lengri og skemmri dvalar, eru nánast fullnýtt og eftir að öðru af tveimur vistheimilum á veg- um borgarinnar var lokað í sumar stendur til að fjölga einkaheimilum og bæta við úrræðum. Er það liður í að draga úr stofnanaþjónustu við börnin. Ein algengasta ástæða þess að börn eru tekin til vistunar er fíkni- efnaneysla foreldra þeirra og dæmi eru um allt niður í nokkurra daga gömul börn sem yfirvöld þurfa að hafa afskipti af. Á síðasta ári komu 99 börn á þau tvö vistheimili sem borgin rak þá, á Laugarásvegi og í Hraunbergi, en því síðarnefnda var lokað í júní sl. Fjöldi barnanna jókst um 27% milli ára og var nýtingin á hvoru heimili fyrir sig nærri 90%. Er það einnig nokkur aukning á milli ára. Meðal- dvalartími barnanna hefur verið 45 dagar en algengt er að börn dvelji á heimilunum í sjö mánuði, einkum þau er ekki snúa heim til foreldra sinna. „Eftir að skrifstofa barnaverndar- nefndar var opnuð höfum við því mið- ur fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir úrræðum fyrir börn sem eiga for- eldra í fíkniefnaneyslu eða öðrum vanda. Við erum reglulega að upplifa það að þurfa að koma börnum fyrir, jafnt að nóttu sem degi. Við sinnum börnum upp að 18 ára aldri og erum stundum að vista þau mjög ung. Þeg- ar hægt er reynum við að koma yngstu börnunum fyrir á einkaheim- ilunum. Við reynum að láta börnin ekki dvelja lengur á vistheimilinu en þörf krefur en því miður eru dæmi um að þau séu þar of lengi að okkar mati. Í langflestum tilvikum fara börnin þó aftur til foreldra sinna,“ segir Guðrún Frímannsdóttir, fram- Hátt í 100 börn af bágstöddum heimilum þurftu vistun í fyrra Fíkniefnaneysla for- eldra helsta ástæðan  Fleiri börn/38–39 kvæmdastjóri barnaverndarnefndar Reykjavíkur, í samtali við Morgun- blaðið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur áhyggjur af réttarstöðu barna á landsbyggð- inni og telur hana óviðunandi. Börnin þar búi ekki við sömu aðstöðu og jafnaldrar þeirra í Reykjavík, sem sé eina sveitarfélagið sem reki vist- heimili fyrir börn. Bragi ætlar á næstunni sem eft- irlitsaðili að óska skriflega eftir upp- lýsingum frá Reykjavíkurborg um stöðu þessa málaflokks. DÝPSTU borholu á háhitasvæði hérlendis, holu Jarðlindar ehf. á Trölladyngju, var hleypt upp í gær. Júlíus Jónsson stjórnarformaður aðstoðaði Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við að skrúfa frá krananum og við það steig gufu- mökkur hátt í loft upp. Borholan verður mæld á næst- unni en aðstandendur verkefnisins, Hitaveita Suðurnesja og sveit- arfélögin á sunnanverðu höf- uðborgarsvæðinu, binda miklar vonir við árangurinn. Áætlað er að hægt verði að framleiða 15 mega- wött af rafmagni með gufunni og reisa um það bil 70 MW virkjun eft- ir borun annarrar holu á svæðinu. Morgunblaðið/RAX Borholu hleypt upp  Hægt að framleiða/18 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MIKIÐ af nýju skrifstofuhús- næði í Reykjavík hefur ekki verið tekið í notkun og ekki verið leigt út eða selt, að sögn fasteignasala. Þannig er farið um hús Eyktar byggingaverk- taka við Borgartún, hús á horni Laugavegar og Kringlu- mýrarbrautar í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og hús Þyrping- ar hf. við Skaftahlíð þar sem áður var Tónabær. Fasteignasalar, sem hafa umboð fyrir eigendur tveggja fyrrnefndu húsanna, segja að viðræður standi yfir um sölu eða leigu en ákvarðanir hafi ekki verið teknar. Frá eigna- umsýslu Þyrpingar fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið ákveðið hvaða starfsemi verði í gamla Tónabæ en unnið sé að þeim málum. Guðlaugur Örn Þorsteinsson hjá Leigulistanum ehf. segir að markaðurinn með atvinnu- húsnæði hafi verið í töluverðri lægð a.m.k. síðastliðið hálft ár. Fyrirtæki séu mörg hver að minnka við sig og þúsundir fermetra af verslunar- og skrifstofuhúsnæði hafi komið inn á markaðinn. Þannig hafi á annan tug þúsunda fermetra af skrifstofuhúsnæði komið á skrá hjá Leigulistanum í einni viku nýlega. Fasteignasalar eru sammála um að verslanamiðstöðin Smáralind hafi skapað ákveðna biðstöðu á markaðn- um fyrir verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Með opnun Smáralindar hafi losnað um rými annars staðar sem aðrir séu tregir til að fara inn í fyrr en betur kemur í ljós hver áhrif hinnar nýju verslanamið- stöðvar verða. Mikið af skrif- stofu- húsnæði á lausu  Markaðurinn/C8–9 BIÐTÍMI eftir greiningu og ráðgjöf hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er á bilinu 6 vikur til tólf mánuðir, að því er fram kom í máli Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra á Alþingi í gær. Ræðst biðtím- inn af eðli og alvarleika fötlunar. Ráðherrann boðaði frumvarp um Greiningarstöðina á yfirstandandi þingi og sagði hann að þar myndi verða að finna ítarlegri ákvæði um hlutverk og þjónustu stofnunarinnar en væri að finna í lögum um málefni fatlaðra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði spurst fyrir um málefni stöðvarinn- ar. Kom fram í svari ráðherra að fyrir börn á fyrstu tveimur aldurs- árum með alvarlegar fatlanir væri biðtími eftir upphafsgreiningu 8 til 12 vikur. Biðtími eftir þjónustu ein- stakra sérfræðinga, sem önnuðust yngri börn með almennar þroska- raskanir, væri hins vegar mun lengri. Fyrir eldri börn á forskóla- árum er biðtími til skólaathugunar og til staðfestingar á þroskahömlun 6 til 12 mánuðir, að sögn ráðherrans. Páll sagði að á því sviði stöðv- arinnar, sem hefði með að gera skólabörn og ungmenni með al- mennar þroskaraskanir, auk afleið- inga höfuðáverka, væri biðtími til greiningar og ráðgjafar nú a.m.k. 12 mánuðir. Hreyfihömluð börn nær grunnskólaaldri þurfa hins vegar að bíða 4 til 6 mánuði eftir því að þjón- usta hefjist. Biðtími fyrir yngri börn en þriggja ára með sterkan grun um einhverfu er nú um 3 mánuðir, en 9 til 10 mánuðir fyrir eldri forskóla- börn. Brýnt að fá viðbótarfjármagn til Greiningarstöðvarinnar Fyrirspyrjandi lýsti áhyggjum sínum vegna þessara upplýsinga ráðherra. Sagði Ásta Ragnheiður ljóst að biðlistar hefðu lengst og bið- tíminn aukist. Brýnt væri að til kæmi viðbótarfjármagn til Greining- arstöðvarinnar, svo bregðast mætti við vandanum. Sagði hún einnig ótækt að fjöldi manns fengi enga eða takmarkaða þjónustu en fram hafði m.a. komið hjá ráðherra að fullorðn- um einstaklingum, þ.e. 18 ára og eldri, væri ekki sinnt, og að einstak- lingar með Asperger-heilkenni nytu yfirleitt ekki þjónustu stöðvarinnar. Biðtími eft- ir grein- ingu allt að 12 mánuðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.