Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 67 Buxnadagar fim-fös-lau-sun 20% afsláttur af öllum buxum FRÁBÆR KRINGLUKASTSTILBOÐ OPIÐ FIMMTUDAG TIL KL. 21.00 Í KRINGLUNNINÝTT KORTATÍMABIL NÝR sjónvarpsþáttur um Súpermann, eða Ofurmennið eins og hann hefur kallast á íslensku, hóf göngu sína í vik- unni vestanhafs. Í þáttunum er blá- klædda hetjan sýnd í nýju ljósi því þeir segja frá lífi hans á táningsaldri, þegar hann er enn að uppgötva hæfileika sína. Fyrsti þátturinn segir frá því hvernig hann kom fyrst til jarðar árið 1989, eignaðist foreldra og ólst upp í smá- bænum Smallville, en þættirnir bera nafn bæjarins. Clark Kent er tólf ára þegar farið er að fylgjast með honum. Þá er hann venjulegur, heldur klaufsk- ur ungur piltur sem þarf að þola strangt uppeldi hjá tökuforeldrum sín- um. Faðir hans leyfir honum ekki einu sinni að stunda ruðningsbolta samhliða náminu. Það er Tom nokkur Welling sem leik- ur Ofurmennið, sem fyrst um sinn held- ur að hann sé venjulegur unglingur með sín unglingavandamál. Fljótlega fer þó að renna upp fyrir honum að hann er enginn venjulegur strákur og vandamálin fara að snúast í kringum það hvernig hann á að beisla þessa nýju krafta sína og halda þeim leyndum. Ofurmenni á gelgjuskeiðinu Ofurmennið þurfti greinilega ekkert að glíma við fílapensla á unglingsárum sínum. Nýr sjónvarpsþáttur um Súpermann ÞÁ er komið að öðrum lið í Vetrar- dagskrá Hljómalindar og ekki nema vika frá þeim fyrsta! Í þetta skiptið heimsækir landið The Dismember- ment Plan, athyglisverð sveit frá Bandaríkjunum sem m.a. hefur unn- ið sér til frægðar að hafa hitað upp fyrir ofurrokkarana í Pearl Jam. Sveitin hefur verið starfandi í heil níu ár og er nálgun hennar við jað- arrokkið mjög frumleg svo ekki sé nú meira sagt. Fjórða breiðskífan, Change, er rétt í þessu að hoppa inn í búðir þannig að tónleikarnir verða löðrandi í spennandi nýjabrumi. Eitt stykki langlínusamtal til Washington og á línunni er Travis Morrisson, söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari. „Ég er mjög spenntur yfir því að vera að koma til landsins,“ segir Travis. „Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að fara í hljómsveit, öll þessi ferða- lög. Þetta er eins og að vera í hern- um – bara betra.“ Plata sveitarinnar hefur verið ausin lofi og sögð einkar frumleg. Travis er þakklátur og segir auð- mjúklega: „Við reynum, við reyn- um.“ Hann er svo beðinn um að lýsa tónlist sveitarinnar og gerir hann það á nokkuð skondinn hátt. „Ef ég væri að tala við samstarfs- menn móður minnar myndi ég segja „rokk“ og reyna svo að skipta um umræðuefni. Ef ég væri að tala við jafnaldra sem vissi svona la-la mikið um tónlist myndi ég segja „rugl- ingslegt rokk með hipp-hoppáhrif- um eða Fugazi blandað við Prince“. Ef ég væri að tala við einhvern sér- fræðing væri hann líklega með það á hreinu hvernig tónlist við værum að spila þannig að ég þyrfti ekki að út- skýra það mikið fyrir honum.“ Í rokkheimum teljast það jafnan forréttindi ef menn geta lifað af því að spila tónlist. Meðlimir Dismemb- erment Plan eru í heppnara lagi. „Já, þetta er svona næstum því það eina sem við gerum,“ segir Travis. „Við þurfum ekki að vinna önnur störf lengur og það er búið að vera þannig í eitt og hálft ár. Það kemur þó fyrir að stökkvum í ein- hver störf í stuttan tíma til að raka inn smávegis aur. Ég vann í um mánuð í sumar t.d. Bandið dugar svona til að borga reikningana en ekki meira en það.“ Mikið fjör Sveitin túraði með Pearl Jam og ber Travis sveitinni vel söguna. „Við spiluðum í svona hálftíma á undan þeim en þeir spiluðu í tvo og hálfan tíma. Jeff Ament bassaleikari er víst aðdáandi okkar. Við þekktum þá ekki neitt. Þeir eru mjög opnir og fylgjast mjög vel með því sem er að gerast í neðanjarðarrokkinu. Það eru alls konar sveitir sem hafa hitað upp fyrir þá og það var mjög gaman að taka þátt í þessu. Ég varð mikill Pearl Jam aðdáandi í kjölfarið.“ Hljómsveitin starfar í Wash- ington og Travis segir mikið fjör í tónlistarlífinu þar. „Það er alltaf þannig,“ segir hann. „Tónlistarmenningin hérna fæðir sig eiginlega sjálf og það spretta sí- fellt upp ný bönd. Það sem gerir það m.a. annars gott að búa hér er að hérna þrífst alþjóðleg menning vel. Ég ólst upp hérna og þykir bara vænt um borgina mína.“ Tvennir tónleikar The Dismemberment Plan munu leika á tvennum tónleikum hérlend- is. Þeir fyrri fara fram á Vídalín við Ingólfstorg í kvöld en þeir síðari í Norðurkjallara MH á föstudags- kvöld. Upphitunarsveitir á fyrra kvöldinu verða Sofandi og Ensími en á síðara kvöldinu verða það Fídel og Mínus. Bæði kvöldin hefjast kl. 21 og er miðaverð á hvort kvöld 1.200 kr. Bandið borgar reikningana The Dismemberment Plan er áhugaverð bandarísk sveit sem spilar á Vetrardagskrá Hljómalindar í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Travis Morrison, einn liðsmanna sveitarinnar. Ljósmynd/Dave Holloway The Dismemberment Plan: Þeir félagar hafa áætlanir um vissar sundurlimanir hér á landi. The Dismemberment Plan á Íslandi arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.