Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 38
VISTHEIMILI Reykja-víkurborgar fyrir börn,sem starfrækt er viðLaugarásveg, hefur á síðustu vikum og mánuðum verið allt að því fullnýtt. Í sífellt fleiri til- vikum eru foreldrar þessara barna fíkniefnaneytendur og dæmi um að jafnvel nokkurra daga gömul börn þurfi á vistun að halda vegna að- stæðna heima fyrir. Öðru vistheimili við Hraunberg var lokað um miðjan júní sl. og starfsemin sameinuð heimilinu á Laugarásvegi. Ástæðan var aðal- lega sú að Félagsþjónustan í Reykjavík ákvað að breyta um áherslur með því að draga úr stofn- anavistun og fjölga úrræðum á einkaheimilum eða með stuðningi á heimilum viðkomandi fjölskyldna. Þar sem aðstæður eru hvað erf- iðastar, og fullt samráð næst ekki við foreldrana, fara börn í þeim til- vikum frekar á vistheimilið. Borgin hefur verið með tvö einkaheimili til að taka við yngri börnum til skemmri vistunar og til stendur að bæta við tveimur slíkum heimilum. Einnig hafa ættingjar og vinir hlaupið undir bagga í vissum tilvikum. Guðrún Frímannsdóttir er fram- kvæmdastjóri barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur og frá því að skrif- stofa nefndarinnar tók til starfa í byrjun september fyrir rúmu ári hefur eftirspurnin verið mikil, að hennar sögn. „Eftir að skrifstofa barnavernd- arnefndar var opnuð höfum við því miður fundið fyrir mikilli eftir- spurn eftir úrræðum fyrir börn sem eiga foreldra í fikniefnaneyslu eða öðrum vanda. Við erum reglu- lega að upplifa það að þurfa að koma börnum fyrir, jafnt að nóttu sem degi. Við erum að sinna börn- um upp að 18 ára aldri og erum stundum að vista þau mjög ung. Þegar hægt er reynum við að koma yngstu börnunum fyrir á einka- heimilunum. Við reynum að láta börnin ekki dvelja lengur á vist- heimilinu en þörf krefur en því mið- ur eru dæmi um að börnin séu þar of lengi að okkar mati. Í langflest- um tilvikum fara börnin þó aftur til foreldra sinna,“ segir Guðrún. Barnaverndarstofa ætlar að fá upplýsingar frá borginni Barnaverndarstofa hefur fengið ábendingar að undanförnu um að úrræðin í Reykjavík séu ekki næg fyrir þau börn sem þurfa á vistun að halda vegna erfiðleika heima fyrir. Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um stöðuna í Reykjavík á þessu stigi en upplýsir jafnframt að Barnaverndarstofa muni á næst- unni, sem eftirlitsaðili, óska skrif- lega eftir upplýsingum frá Fé- lagsþjónustunni um gang mála í þessum málaflokki og þau úrræði sem eru fyrir hendi. Um stöðuna almennt í landinu segist Bragi hafa áhyggjur af rétt- arstöðu barna sem búa utan Reykjavíkur. Þar séu engin sérstök úrræði fyrir hendi ef koma þurfi börnum tímabundið frá foreldrum sínum eða forráðamönnum vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Hann segir vistheimilin í Reykjavík stundum hafa tekið við börnum af landsbyggðinni en með lokun ann- ars vistheimilisins sé það ekki leng- ur hægt. Bragi segir brýnt að bæta rétt- arstöðu barna þannig að þau búi við sömu skilyrði og jafnaldrar þeirra í Reykjavík. Dregið úr stofnanavistun Í starfsáætlun Félagsþjónust- unnar í Reykjavík fyrir árið 2001 eru breyttar áherslur í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra kynntar. Sem fyrr segir var það hluti af þessari áætlun að loka vistheim- ilinu í Hraunbergi og draga þannig úr stofnanavistun. Í áætluninni koma fram eftirfarandi rök fyrir breytingunni: „Með stofnun sérstakrar skrif- stofu barnaverndarnefndar hefur verið lögð aukin áhersla á ingu í flóknum og erfiðum verndarmálum. Í samræm telst eðlilegt að nýta vist úrræði fyrst og fremst í barnaverndarmálunum og notaðra rýma því fyrirsjáa Með því að fækka vist plássum fyrir börn og nýta göngu fyrir mál sem eru ferðar hjá skrifstofu verndarnefndar er hægt fjármagn til þess að stofna setuúrræði fyrir ungling betur þau einkaheimili s börn til vistunar í skemmr að styrkja opið ráðgjaf borgarhlutaskrifstofunum krafa og áskorun hefur k starfsmönnum borgarhl stofa um aukna ábyrgð í st Með þeim skipulagsbre sem standa fyrir dyrum synlegt að efla og styrkja ina. Könnun á bættri r borgarhlutaskrifstofum s notendur kysu meiri rá þeir fá, að hitta ráðgjafann ar og að aðgengi að hon betra. Einnig hefur þróu efni með einstaklingum se hafa aðstoð til langs tíma borgarhlutaskrifstofu sý aukinnar ráðgjafar. Allt e mikilvægir þættir í ráðgjö arhlutaskrifstofum.“ Mikil þörf í Reykjavík fyrir úrræði fyrir börn foreldr Fleiri börn v vistuð á einkah Félagsmálayfirvöld í Reykjavík reyna eftir megni að leysa van eru dæmi að börn snúi ekki heim sem til að byrja með er ko Um 100 börn í Reykja- vík þurftu á vistun að halda á síðasta ári vegna erfiðleika for- eldra sinna, að því er fram kemur í umfjöllun Björns Jóhanns Björnssonar. Mikil þörf er á úrræðum og hefur Félagsþjónustan í Reykjavík breytt um áherslur í sinni þjón- ustu og t.d. dregið úr stofnanavistun. 38 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson.  Á síðasta ári komu 99 börn á vistheimilin við Laugarásveg og Hraunberg, 27% fleiri en árið 1999.  Meðalaldur þessara barna var 7 ár; rúm 10 ár við Hraunberg en tæp 4 ár á Laugarásvegi.  Rými er fyrir 7 börn á Laug- arásvegi og jafnmörg pláss voru í Hraunbergi. Fleiri börn hafa verið á þessum heimilum í einu, allt að 10 eða 11 þegar mest hefur verið. Einnig eru rými fyrir for- eldra barnanna ef þör  Nýtingin á hvoru heim ir sig var 88% í fyrra aukning frá 1999 þega ingin var 68% á Lauga og 75% í Hraunbergi.  Meðaldvalartími barna þessum heimilum er í um 45 dagar en dæmi allt að 7 mánaða dvöl, hjá þeim börnum sem fara heim til sín aftur.  Rekstur vistheimilann aði borgarsjóð tæpar 8 ónir króna á síðasta ár Vistun barna í R SÆLGÆTI EÐA GRÆNMETI RÁS 2 OG SVÆÐISÚTVARP Í umræðum um fjárhagsvanda Ríkis-útvarpsins á Alþingi í síðustu vikulýsti Björn Bjarnason menntamála- ráðherra því yfir að rétt væri að kanna hvort hægt væri að breyta Rás 2 í miðstöð svæðisútvarpa með aðsetur á Akureyri. Tillagan hefur vakið athygli þar sem margir telja að hún geti skapað raunhæf- an umræðugrundvöll um framtíð Rásar 2, en áður hafði m.a. verið nefnt að selja hana eða leggja jafnvel niður. Málshefjandi að þessum umræðum á Alþingi var Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri grænna, en sjónir hans beindust að fjárhagsvanda Ríkisútvarps- ins sem hann telur hafa leitt til þess að það „uppbyggingarstarf sem þar hefur verið unnið, t.d. á svæðisstöðvunum, skuli nú vera að koðna niður“. Fleiri en hann hafa orðið til þess að lýsa ugg sínum vegna framtíðar svæðisútvarpanna og sem dæmi má nefna formlega ályktun stjórnar Verkalýðsfélags Húsavíkur sem birtist hér í blaðinu sunnudaginn 23. sept- ember, þar sem stjórnendur RÚV eru hvattir til að efla svæðisstöðvarnar og draga boðaðar aðgerðir um samdrátt. Það er mál út af fyrir sig, að þessir aðilar telja bersýnilega enga ástæðu til að RÚV mæti samdrætti í auglýsingatekjum með sama hætti og önnur fjölmiðlafyrirtæki, og sýn- ir það eitt þá fáránlegu samkeppnisstöðu, sem er á fjölmiðlamarkaðnum. Tillaga Björns Bjarnasonar er hins vegar áhugaverð sem úrlausn á þessum vanda. Svæðisútvarp gegnir mikilvægu hlutverki í dreifðari byggðum landsins sem vettvangur fyrir svæðisbundna fréttaþjónustu og þjóðfélagsumræðu. Sem slíkt er það mikilvægur hlekkur í þjónustu Ríkisútvarpsins sem „útvarps allra landsmanna“, og ef hægt er að efla það í stað þess að draga úr þjónustu þess með því að breyta hlutverki Rásar 2 innan ríkisútvarpsins nú þegar stofnunin á und- ir högg að sækja er vissulega til mikils að vinna. Rás 2 hefur um langt skeið verið um- deild, enda kom hún upphaflega fram sem útspil ríkisrekins ljósvakamiðils þegar ljóst var að afþreyingarútvarp í einkaeign myndi hefja innreið sína hér á landi. Tím- inn hefur leitt í ljós að Rás 2 hefur aldrei tekist að skapa sér sérstöðu á borð við þá sem Rás 1 nýtur sem málsvari íslenskrar menningar og þjóðlífsumræðu í hjörtum landsmanna. Hún hefur nær einvörðungu keppt á þeim markaði sem ljóst er að einkareknar stöðvar eru fullfærar um að sinna. Það er þó að sjálfsögðu aldrei svo að einhverjir dagskrárliðir Rásar tvö hafi ekki skapað sér verðugan sess í íslensku þjóðlífi, því þar hefur t.d. verið unnið markvisst að kynningu vaxtarsprota í ís- lenskri popptónlist, bæði með viðtölum við tónlistarmenn og frumflutningi verka. Einnig hefur Rás 2 verið farvegur fyrir áhugavert efni frá EBU, Evrópusam- bandi útvarpsstöðva, sem fengur er að. Öllu þessu ágæta efni mætti vel koma fyr- ir innan ramma Rásar 1, sem áhugaverð- um fleti samtímamenningar. Slík tilfærsla væri vel til þess fallin að breikka hlust- endahóp gömlu Gufunnar og auka fjöl- breytni þar í samræmi við framvindu menningarlegrar umræðu og hugmynda- fræði síðustu ára. Með því að gera Rás 2 að virku og öfl- ugu svæðisútvarpi væri hlutverki Ríkisút- varpsins sinnt með sóma sem ekki myndi einvörðunga þjóna dreifðari byggðum heldur einnig þeim á höfuðborgarsvæðinu sem áhuga hafa á svæðisbundnu efni, svo vali hlustenda þyrfti síst að vera þrengri stakkur sniðinn. Ef vel er að uppstokk- uninni staðið gæti dagskrárgerð Rásar 1 einnig orðið sterkari fyrir vikið og höfðað til yngri hlustenda jafnt sem eldri, en það myndi án efa styrkja Ríkisútvarpið í sessi þegar til framtíðar er litið. Í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag vargreint frá því að samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs í ágúst fari hærra hlutfall af útgjöldum heimilanna í kaup á sælgæti en á grænmeti. Þótt þessi munur sé ekki mikill – 1,2 af hundraði í grænmeti og kartöflur og 1,7 af hundraði í sælgæti – er hann sláandi. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs, bendir á að sykur sé tollfrjáls varningur, en grænmeti sæti háum tolli á vissum árstímum. „Slík verðlagsstefna stríðir tvímælalaust gegn hollustusjónarmiðum,“ segir hún. „Hún heldur ekki aðeins uppi verði heldur stuðlar að neikvæðri umræðu og skaðar þannig ímynd grænmetis.“ Í fréttinni er einnig vitnað í Guðmund Ólafsson, lektor við Háskólann í Reykja- vík, sem segir að undir lok síðasta ára- tugar hafi farið að „bera á sérstökum hækkunum sem [eigi] sér enga samsvör- un í þróun erlendis“. Þessar hækkanir hafi átt við um grænmeti og ávexti, brauð og kornmeti, plötur, diska, filmur og margt fleira. Segir Guðmundur að þessar hækkanir virðist eingöngu hafa átt rætur að rekja til markaðsaðstæðna innanlands. Miklar hækkanir hafi verið upp úr 1998 og sérstaklega eftir vorið 1999. Guðlaugur Stefánsson, yfirhagfræð- ingur Samkeppnisstofnunar, segir í fréttinni að verðlag á grænmeti hafi hækkað mun meira en í Evrópulöndum, sem tekin séu til samanburðar. Þar hafi verðlag á grænmeti hækkað mjög lítið og jafnvel lækkað. Af því, sem fram kemur hjá Laufeyju, Guðmundi og Guðlaugi, má ráða að ástæðurnar fyrir verðlagi á grænmeti séu tvíþættar. Álagningarstefna ríkisins á ekki lítinn þátt í því að mörgum líður eins og fara eigi að féfletta þá með stór- tækum þungavinnuvélum þegar þeir nálgast grænmetisborð verslana og krefst hún endurskoðunar. En þeir, sem selja grænmeti, eru ekki fórnarlömb í þessu máli. Hið mikla samráð, sem kom í ljós að var milli stærstu aðiljanna á grænmetismarkaðnum, átti sér ekki stað á forsögulegum tímum. Þegar saman koma aðgerðir ríkis og aðilja á grænmet- ismarkaði stappar nærri að jafnist á við refsiaðgerðir gagnvart þjóðinni. Um leið og hamrað er á því í auglýsingum rík- isstofnana á borð við Manneldisráð að gleyma ekki grænmetinu er verðlags- stefnan eins og á ferðinni sé heilsuspill- andi og mannskemmandi eitur. Sælgæt- isinnflutningur er hins vegar ekki háður verndartollum, enda ekki hafnar tilraun- ir með ræktun sykurreyrs í íslenskum landbúnaði. Fyrir skömmu var greint frá því í Morgunblaðinu að kíló af plómutómötum hefði kostað rúmar tólf hundruð krónur í verslun í Reykjavík. Var verðlagningin útskýrð þannig að hún yrði að vera há vegna þess að svo fáir keyptu vöruna og því þyrfti að henda megninu. En það mætti hæglega snúa þessu við: sennilega er staðreyndin sú að svo fáir kaupa vör- una vegna þess hvað verðlagningin er há. Stundum mætti ætla að í grænmet- ismálum væri stefnan að selja sem minnst fyrir sem mest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.