Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 57

Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 57 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Biblíulestur og fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20 í umsjá sóknarprests. Orð postulans „allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk- an gjörir“ verða höfð að leiðarljósi við íhugun orða ritningarinnar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10- 12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim- ilinu kl. 14-16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Ath. breyttan tíma. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn. Fræðsla: Agi, ástrík leiðsögn. Hall- veig Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Upplestur, söngstund, kaffispjall. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunn- ar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar kl. 12-12.10. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14. Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, tollfulltrúi og fíkniefna- hundaþjálfari, kemur í heimsókn ásamt fíkniefnahundinum Bassa. Þjónustuhópur Laugarneskirkju, kirkjuvörður og sóknar- prestur annast stundina. Kl. 17.30-22 sálgæslunámskeið Teo van der Weele „Hjálpað með blessun“. (Sjá síðu 650 í textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf aldraðra nk. laug- ardag 20. október kl. 14. Farið verður í skoðunarferð í verslunarmiðstöðina Smáralind. Kaffiveitingar í kaffiteríu Perl- unnar. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dóm- kirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Bolli og Sveinn. Reykjavíkurprófastsdæmi og leikmanna- skóli kirkjunnar. Boðið verður upp á Bibl- íulestra þar sem tekin verða fyrir ákveðin þemu í Biblíunni og þau sett í samhengi við prédikunartexta kirkjuársins. Sjö dagsverk. Fjallað verður um sköpun heimsins samkvæmt fyrstu Mósebók. Átta skipti í Breiðholtskirkju kl. 20-22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10-12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttar veitingar eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og Bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30-12 í um- sjón Lilju, djákna. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.-9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur- um í dag kl. 14.30-16.30 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM fundur fyrir stráka á aldrinum 9-12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20– 21. Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 21.00. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir! Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10- 12 ára kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10-12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10-12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15-14.30. Landakirkja. Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf FRÉTTIR FYRSTA Arkarmótið fór fram 12.– 14. október á Hótel Örk. Mótið var haldið af Hótel Örk, Guðlaugi Sveinssyni, Stefáni Garðarssyni, Sveini Rúnari Eiríkssyni og Brids- sambandi Íslands. Bridssamband Íslands kom að mótinu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu heims- meistarar í brids. Arkarmótið skipt- ist í tvö mót, tvímenning annars veg- ar og sveitakeppni hins vegar. Tvímenningurinn byrjaði föstudag- inn 12. október og var spilaður Monrad barómeter með þátttöku 38 para. Lokastaðan varð: Helgi Sigurðss. – Helgi Jónss. +265 Jón Baldurss. – Þorlákur Jónss. +190 Ólafur Láruss. – Rúnar Magnúss. +151 Guðjón Bragas. – Vignir Haukss. +128 Ísak Ö. Sigurðss. – Erlendur Jónss. +126 Guðm. Halldórss. – Hlynur Angantýss.+122 Ljósbrá Baldursd. – Ásmundur Pálss. +96 Þröstur Ingimarss. – Þórður Björnss. +95 Daníel M. Sigurðss. – Heiðar Sigurj.ss. +93 Helgarnir fengu 150.000 kr. fyrir 1. sæti auk þess sem þeir eru fyrstir til að fá að varðveita Arkarskálina, farandbikar mótsins, í eitt ár. Veitt voru peningaverðlaun fyrir 7 efstu sætin að andvirði 500.000 kr. 23 sveitir tóku þátt í sveitakeppni Arkarmótsins. Spilaðar voru 7 um- ferðir af 8 spila leikjum. Eftir tvísýna baráttu framan af var ljóst að í lokin mundi sigurinn lenda hjá sveit Oklahoma eða sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands. Sveit Oklahoma hafði nokkuð öruggan vinning í lokin og munaði þar tölu- vert um innbyrðisviðureignina auk þess sem sveit Oklahoma gaf aðeins út einn impa í þremur síðustu leikj- unum. Sveit Oklahoma skipuðu Guðlaug- ur R. Jóhannss., Örn Arnþórss., Jón Baldurss. og Þorlákur Jónss. Fengu þeir í sigurlaun 120.000 kr. auk þess að fá til varðveislu í eitt ár veglegan farandgrip. Lokastaðan varð annars þessi: Oklahoma 143 Ferðaskrifstofa Vesturlands 131 Villi JR 124 Björn Þorlákss. 122 Erla Sigurjónsd. 119 Páll Valdimarss. 118 SPRON 110 Múspelzsveitin 110 Alls voru veitt 300.000 kr. í verð- laun fyrir sveitakeppnina. Mótið þótti takast í alla staði vel. Aðstaðan á mótinu var frábær. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Fjórir af heimsmeisturunum mynduðu sveit og sigruðu í sveitakeppni Arkarmótsins. Talið frá vinstri: Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. Sigurvegararnir í tvímenningnum á Arkarmótinu. Talið frá vinstri: Rúnar Magnússon, Ólafur Lárusson, frændurnir Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson. Ágæt þátttaka í Arkarmótinu Íslandsmót í einmenningiMótið verður spilað í Hreyfilshús- inu 3. hæð 19.-20. október. Spila- mennska hefst föstudag kl. 19.00 og lýkur laugardag um kl. 18.00. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson og keppnisgjald er kr. 2.500. Allir spila sama kerfið, þ.e. einfalt Standard-kerfi og er hægt að nálgast það á skrifstofunni eða fá kerfið sent í tölvupósti. Skráning er í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is, en henni lýkur í dag kl. 17 vegna skipulags mótsins. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar lokið er 13 umferðum í Barómeter 2001 er röð efstu para eftirfarandi. Sigurður Steingrímss. – Vilhjálmur Sig. 117 Björn Árnason – Andrés Ásgeirsson 84 Hermann Friðrikss. – Jón Hjaltason 72 Unnar A. Guðmundss. – Viðar Jónsson 66 Arngunnur Jónsd. – Harpa F. Ingólfsd. 46 Guðrún Jóhannesd. – Kristjana Steingr. 43 Bestu skor 11. okt. sl. Sigurður Steingrímss. – Vilhjálmur Sig. 86 Unnar Atli Guðmundss. – Viðar Jónsson 71 Arngunnur Jónsd. – Harpa Fold Ingólfsd. 67 Guðrún Jóhannesd. – Kristjana Steingr. 44 Fimmtán pör í Norðurlands- móti vestra í tvímenningi Norðurlandsmót vestra í tvímenn- ingi var haldið sunnudaginn 14. okt. á Skagaströnd. Alls mættu 15 pör til leiks og voru spiluð 60 spil með barometer-fyrirkomulagi. Úrslit urðu sem hér segir, 7 efstu pör: Björn Friðrikss. - Björn G. Friðrikss. 99 Erlingur Sverriss. - Unnar A. Guðmundss.43 Guðni Kristjánss. - Eyjólfur Sigurðss. 33 Ingibergur Guðmundss. - Gunnar Sveinss.12 Ágústa Jónsd. - Ingibjörg Guðjónsd. 10 Jón Örn Berndsen - Ásgr. Sigurbjörnss. 9 Benedikt Sigurjónss. - Georg Ragnarss. 2 Spilað um Bermúda- skálina í París Eins og fram hefir komið í þætt- inum var ákveðið að flytja heims- meistaramótið frá Balí til Parísar vegna stríðsátakanna. Mótið hefst sunnudaginn 22.okt. og lýkur 3. nóv. Spilað er um Bermúdaskálina í opn- um flokki, Feneyjabikarinn í kvennaflokki, einnig er spiluð sveita- keppni í öldungaflokki í fyrsta sinn. Allar upplýsingar og úrslit eru á heimasíðu WBF: bridge.gr Evrópumót para 2002 Evrópumót í paratvímenningi og -sveitakeppni verður haldið í Oost- ende í Belgíu 16.-22. mars 2002. Skráning og allar upplýsingar um mótið á skrifstofunni í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Skráningarfrest- ur er til 31.janúar 2002. Ársþing Bridssambandsins á sunnudaginn 53. Ársþing Bridssambands Ís- lands verður haldið í Hreyfilshúsinu 3.hæð, sunnudaginn 21.október nk., þingið hefst kl. 10.00. Formenn bridgefélaganna eru minntir á að senda inn kjörbréfin sem fyrst, fax 587 9360 Allir svæðaformenn eiga einnig rétt til setu á ársþinginu. Bridsfélag Suðurnesja Sveitarokki er lokið með sigri Randvers Ragnarssonar, Svölu Páls- dóttur og Guðjóns Svavars Jensen. Randver – Svala – Svavar 120 Sigurður Alberts. – Jóhann Benediktss. 114 Gunnar Guðbjörnss. – Kjartan Sævarss. – Gunnar Sigurjónss. 108 Karl Einarss. – Guðjón Óskarss. – Karl G. Karlsson 107 Næsta keppni er þriggja kvölda barómeter. NÝ ÞJÓNUSTA Íslandssíma, kjarnaáskrift svokölluð, þar sem við- skiptavinum býðst að hringja ókeyp- is í fjögur númer innan kerfis fyr- irtækisins til áramóta, er fyrst og fremst ætluð til að vekja athygli á styrkleikum í verðskrá Íslandssíma, þar sem lögð er áhersla á hagstætt verð á milli einstakra hópa, að sögn Péturs Péturssonar, upplýsinga- og kynningarstjóra Íslandssíma. „Tilboðið er hvort tveggja í senn ætlað nýjum og eldri viðskiptavinum fyrirtækisins og í því felst að þeir geta hringt ókeypis í fjögur númer innan kerfisins til áramóta, eða hátt í þrjár klukkustundir á dag,“ segir Pétur. „Með því að taka tilboðinu getur fólk sparað verulega fjármuni og því er jafnframt ætlað að hvetja viðskiptavini Íslandssíma til að benda kunningjum og fjölskyldu- meðlimum á þessa sparnaðarleið, þannig að sem flestir fái notið til- boðsins.“ Í blaðinu í gær segir upplýsinga- fulltrúi Símans, Heiðrún Jónsdóttir, að auglýsing um tilboðið sem birtist í blaðinu á þriðjudag sé villandi og að þar komi ekki fram að eingöngu sé um innankerfis símtöl að ræða. „Bent var á vefsíðu félagsins í aug- lýsingunni og upplýsingasíma þar hægt er að leita svara við öllum spurningum sem kunna að vakna. Í útvarpsauglýsingum kom fram að um ókeypis hringingar í önnur núm- er Íslandssíma er að ræða, það verð- ur einnig gert í blaðaauglýsingum hér eftir. Að sjálfsögðu nær þetta til allra hringinga hérlendis.“ Eftir að tilboðinu lýkur um ára- mótin kosta símtöl í fjögur númer kjarnaviðskiptavina 7,50 kr. á mín- útu á daginn og 5,50 á kvöldin með binditíma. Ekkert stofngjald er í kjarnaáskrift og áskriftargjald er 600 krónur á mánuði. Pétur segir að vilji fólk skipta um eitt eða fleiri þeirra fjögurra númera sem upphaf- lega eru valin til að hringja í, kosti slík þjónusta 300 kr. í hvert skipti. Íslandssími býður ókeyp- is símtöl til áramóta SR. ÞÓRHALLUR Heimisson, prestur í Hafnarfirði, ræðir um hjónabandið og fjölskylduna í safnaðarheimilinu Vinaminni, Akranesi, í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Fyrirspurnir á eftir. Sr. Þórhallur mun fjalla um samskipti kynjanna; vonir, vænt- ingar og vonbrigði – og hvernig má styrkja samskipti og tjáskipti hjóna. Þúsundir Íslendinga hafa sótt fyrirlestra og námskeið sr. Þórhalls vítt og breitt um landið. Heitt á könnunni. Ókeypis að- gangur. Fjölmennum! Sóknar- prestur. Taizé í Háteigskirkju TAIZÉ-kvöldmessur eiga sér þó nokkra hefð í Háteigskirkju. Ung- ir sem aldnir eru velkomnir á fimmtudagskvöldum klukkan átta til þess að eiga saman taizé-stund í Háteigskirkju. Form taizé-messunnar er þó nokkuð frábrugðið því formi sem við eigum að venjast í hefð- bundnum messum. Segja má að þar sé einfaldleikinn í fyrirrúmi. Og það er einmitt þessi einfald- leiki sem margir kirkjugestir telja kost taizé-messunnar. Á heimasíðu Háteigskirkju www.hateigskirkja.is er hægt að fræðast nánar um uppruna taizé- messunnar. Taizé er lítið þorp skammt frá Cluny í austurhluta Frakklands og þaðan berst hefðin út um allan heim, meðal annars í Háteigskirkju. lagsráðgjöf og uppeldisfræðum til kennsluréttinda frá sama skóla. Síðan lauk hann embættisprófi í sálfræði við Lundar-háskóla og sérnámi í fjölskyldumeðferð á veg- um Endurmenntunarstofnunar HÍ. Dagskrá námskeiðsins verður sem hér segir: Kl. 10.15-11: Mann- leg samskipti, t.d. á vinnustað og í skóla. Fyrirlestur og umræður. Kl. 11.15: Sjálfsímynd og sjálfsöryggi. Fyrirlestur og umræður. Léttur málsverður verður í hádegi og síð- an samantekt og umræður kl. 13- 14. Allir eru velkomnir og nám- skeiðið er þátttakendum að kostn- aðarlausu, en vægt gjald, 300 kr., verður tekið fyrir veitingar. Hjónakvöld í Akraneskirkju Akraneskirkja Mannleg samskipti, sjálfsímynd og sjálfstraust SÆMUNDUR Hafsteinsson, sál- fræðingur, heldur námskeið um mannleg samskipti, sjalfsímynd og sjálfstraust í Kirkjulundi, safn- aðarheimili Keflavíkurkirkju, laugardaginn 20. okt. kl. 10-14. Sæmundur er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur. Hann starfaði á sínum tíma sem sálfræðingur Reykjanesbæjar, en er nú fé- lagsmálastjóri í Hafnarfirði. Sæ- mundur lauk BA-prófi í sálfræði frá HÍ og embættisprófi í fé-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.