Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í LEIÐARA Morg- unblaðsins fimmtudag- inn 11. október sl. var vísað til fundar Jafn- réttisráðs og því haldið fram að það bil sem mældist á launum kynjanna að teknu tilliti til vinnutíma, starfsald- urs o.fl. yrði ekki skýrt „með neinu öðru en því að vinnuveitendur meti störf og hæfileika kvenna minna en karla“. Vandséð er hví svo ætti að vera. Í sama leiðara segir þó einnig að ef verkaskipting og ábyrgð á heimilunum verði jafnari hafi mikilvægri undirrót launamunarins verið eytt. Þarna er komið að kjarna málsins. Mismunandi val kynjanna á mennt- un og störfum, vinnutími og starfs- reynsla eru allt þættir sem hafa áhrif á launa- mun og hægt er að taka tillit til með vísindaleg- um hætti í rannsóknum á launamun kynjanna. Sem dæmi má nefna ný- lega og ítarlega rann- sókn sem samtök at- vinnulífsins í Danmörku gerðu, í samstarfi við dönsku hagstofuna, þar sem allt að 80% af mældum launamun kynjanna voru skýrð með slíkum hlutlægum, mælanlegum þáttum. Rannsóknin náði til 400 þúsund manns á al- mennum vinnumarkaði í Danmörku og fjallað var um hana á fréttavef SA (sa.is) hinn 4. október sl. Hérlendis hefur aldrei verið gerð jafn ítarleg rannsókn á hugsanlegum skýringum á mældum launamuni kynjanna, en hér á landi búa engir yfir jafn viða- miklum tölfræðilegum gögnum og þeim sem lágu til grundvallar þessari dönsku rannsókn. Þrátt fyrir gríðar- legt umfang og um margt athyglis- verðar niðurstöður rannsóknarinnar var engu að síður einhver launamun- ur eftir óútskýrður. Þar eru á ferðinni áhrif persónubundinna og félagslegra þátta sem ekki verða lagðir til grund- vallar í tölfræðilegum rannsóknum. Það er ennþá félagslegur veruleiki að ábyrgðin á heimilunum hvílir víða í ríkari mæli á konum en körlum. Það eru aðstæður sem atvinnurekendur geta með engu móti borið ábyrgð á þrátt fyrir þá auknu áherslu sem lögð er á að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur og fjöl- skylduábyrgð. Ef tveir starfsmenn eru jafn hæfir en annar býr við meiri sveigjanleika en hinn heima fyrir, og hefur þar með meiri möguleika til þess að leggja sig fram í þágu fyr- irtækisins, má ætla að sá hinn sami sé fyrirtækinu verðmætari starfskraft- ur. Á meðan ábyrgð á heimilunum hvílir í meira mæli á konum en körl- um má þess vegna ætla að karlarnir hafi betri tækifæri til að bera meira úr býtum. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist varðandi jafnrétti karla og kvenna er þetta enn félagslegur veru- leiki sem atvinnurekendur geta lítil sem engin áhrif haft á. Jafnari ábyrgð á heimilunum Nýju lögin um fæðingar- og for- eldraorlof munu vafalaust leggja grunn að því að karlar axli aukinn hluta fjölskylduábyrgðarinnar. Yngri menn hafa aukinn áhuga á því að verja meiri tíma með fjölskyldum sín- um og axla aukna fjölskylduábyrgð. Fleira þarf þó að koma til. Nægjanlegt framboð á dagvistunarrými er t.d. for- senda fyrir atvinnuþátttöku flestra foreldra yngri barna. Það er því mik- ilvægur hlekkur í samhæfingu at- vinnu- og fjölskyldulífs. Það er mat SA að jafnari ábyrgð kynjanna á heimilunum muni jafna heildartekjur þeirra á vinnumarkaði. Sú afstaða samtakanna hefur ítrekað komið fram í ræðu og riti. Slík sam- félagsþróun getur þó vart talist á ábyrgð einstakra atvinnurekenda. Þeir hafa engan hag af því að mis- muna fólki eftir kyni eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Hagur fyr- irtækjanna er einfaldlega sá að hafa sem best starfsfólk og umbuna því á grundvelli þeirra verðmæta sem það skilar fyrirtækjunum. Laun á almenn- um vinnumarkaði eru að mestu leyti ákvörðuð með frjálsum hætti á mark- aði. Sú verðmyndun sem þar á sér stað grundvallast á verðmæti vinnufram- lags starfsfólksins, en ekki einhverj- um öðrum annarlegum sjónarmiðum eins og oft er gefið í skyn í umræðu um launamun kynjanna. Launamunur kynjanna og ábyrgð á heimilunum Gústaf Adolf Skúlason Kynjamisrétti Atvinnurekendur hafa engan hag af því, segir Gústaf Adolf Skúlason, að mismuna fólki eftir kyni eða af öðrum ómál- efnalegum ástæðum. Höfundur er forstöðumaður stefnu- mótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins. Í Morgunblaðinu 31.5.2001 birtist grein eftir Maríu Hrönn Gunnarsdóttur með yf- irskriftinni „Eitt af 10 þúsund efnum verður lyf“. Þar rekur hún það ferli sem uppgötvun nýrrar lyfjasameindar þarf að fara í gegnum frá uppgötvun þar til lyf er samþykkt á al- mennan markað. Í þessari umfjöllun minni langar mig stutt- lega að lýsa enn frekar því rannsóknar- og þró- unarferli sem alþjóðleg lyfjafyrirtæki stunda við framleiðslu á nýjum lyfjum og fjalla auk þess um þátt okkar Íslend- inga í því ferli. Ætla má að það taki að meðaltali um 10 ár að koma lyfi á markað, frá uppgötvun efnisins til samþykktar á markaðsleyfi. Mörg lyf eru tilnefnd en aðeins örfá útvalin til að standast þróunarferlið, en á hverju stigi fyrir sig er staldrað við og það metið, hvort halda skuli áfram rannsókn eða ekki. Nýtt lyf þarf að uppfylla þrjú skil- yrði: 1. það þarf að gagnast þeim sjúklingum sem lyfið taka, 2. það þarf að vera öruggt og 3. það þarf að skila hagnaði fyrir fyrirtækið. Rannsókn- arferlið er dýrt ferli og skýrir að stórum hluta verðlagningu lyfja. Lyfjafyrirtæki eru eins og hver önn- ur fyrirtæki að þessu leyti, varan þarf að vera góð til að hún gagnist kaupandanum og seljist. Ferlið hefst á forklínískum rann- sóknum á lyfjafræðilegum eiginleik- um lyfsins, eiturefnaáhrifum, örygg- isþáttum og verkun, en þessar rannsóknir eru framkvæmdar með tilraunum á dýrum. Eftir u.þ.b. þriggja ára þróunar- ferli er sótt um leyfi til klínískra rannsókna á hinu nýja lyfi. Það ferli greinist í fjóra fasa og tekur um sjö ár. Fasarnir fjórir Fasi I – Á þessu stigi eru heilbrigð- ir einstaklingar fengnir til þátttöku og kannað hvernig lyfið hegðar sér í mannslíkamanum. Þetta geta verið 6–12 stakar rannsóknir en í allt eru 50–150 manns rannsakaðir í þessum fasa. Í upphafi eru gefnir lágir skammtar, sem síðan eru smáauknir og áhrif lyfsins á líkamsstarfsemi metin á hverju stigi fyrir sig. Blóð- þéttni lyfsins er mæld, prótínbind- ing, útskilnaður lyfsins, aukaverkan- ir o.fl. Þar sem um heilbrigða einstaklinga er að ræða er ekki verið að athuga lækningar- áhrif lyfsins á einstak- linginn. Fasi II – Á þessu stigi eru gerðar rann- sóknir á sjúklingum, 20–50 manns í hverri rannsókn, á um 100– 200 sjúklingum í allt. Nú eru áhrif lyfsins metin á tiltekinn sjúk- dóm. Áfram eru eigin- leikar lyfsins og hegðun þess í mannslíkaman- um athuguð en nú er það borið saman við niðurstöður rannsókn- anna í fasa 1, hvort lyfið hafi æskilega verkun á ákveðinn sjúkdóm og sé öruggt fyrir sjúklinginn. Einnig eru athugaðar milliverkanir við önnur lyf og jafnvel áhrif lyfsins í sérvöldum hópi. Rann- sóknir á passandi skammtastærð eru gjarna metnar á þessu stigi, þ.e. hvaða skammtur lyfs gefi besta verk- un, með sem fæstar aukaverkanir. Fasi III – Ef lyfið sýnir enn góðar niðurstöður eftir það sem á undan er gengið er kannað hvernig lyfið raun- verulega virkar á stóran hóp sjúk- linga. Venjulega eru um 100–500 sjúklingar í þessum rannsóknum og á þessu stigi er hið nýja lyf gjarnan borið saman við hefðbundna lyfja- meðferð (og/eða lyfleysu) með svo- kölluðum tvíblindum rannsóknum. Tvíblind rannsókn er samanburðar- rannsókn milli tveggja eða fleiri lyfja þar sem hvorki sjúklingur né rann- sakandinn veit hvaða rannsóknarlyf sjúklingurinn er að taka á rannsókn- artímanum. Með tvíblindum rann- sóknum næst hlutlaust mat á raun- verulegum áhrifum lyfsins. Niðurstöður rannsókna í fasa III eru síðan lagðar til grundvallar umsókn- ar um markaðsleyfi fyrir hið nýja lyf. Yfirvöld í hverju landi fyrir sig meta niðurstöður fyrirliggjandi rannsókna þegar sótt er um markaðsleyfið. Fasi IV – Hér er átt við þær rann- sóknir sem gerðar eru eftir að lyfið er komið á markað, oftast til að veita markaðssetningu lyfsins fulltingi. Klínískar lyfjarannsóknir á Íslandi Klínískar lyfjarannsóknir í fasa III á vegum erlendra lyfjafyrirtækja hafa verið framkvæmdar hér á landi í samstarfi við íslenska lækna og ann- að heilbrigðisstarfsfólk um árabil og ætla má að á hverjum tíma taki hundruð Íslendinga þátt í slíkum rannsóknum. Þetta samstarf lyfja- framleiðenda við íslenskar heilbrigð- isstéttir og heilbrigðisyfirvöld hefur verið gott og árangursríkt. Klínískar lyfjarannsóknir eru framkvæmdar skv. ICH – GCP staðlinum, sem er fjölþjóðlegur siða-, vísinda- og gæða- staðall og tekur til hönnunar, stjórn- unar, framkvæmdar og tilkynninga- skyldu klínískra rannsókna sem gerðar eru á fólki. Til að lyfjarannsókn sé fram- kvæmd hér á landi þarf samþykki frá vísindasiðanefnd, Lyfjastofnun og Persónuvernd, en markmið þessara stofnana er að tryggja að öryggi sjúklings sé ekki á nokkurn hátt ógn- að með þátttöku í viðkomandi rann- sókn. Þegar slíkt samþykki fæst eru læknar á viðkomandi sérsviði fengnir til samstarfs um framkvæmd rann- sóknarinnar. Sjúklingar sem gefst kostur á að taka þátt í klínískum rannsóknum fá ítarlegar upplýsingar um eðli og tilgang rannsóknarinnar hjá lækninum. Að því búnu skrifar sjúklingurinn undir upplýst sam- þykki sem felur í sér að sjúklingurinn gefur leyfi til að heilbrigðisupplýs- ingar hans séu notaðar í tiltekna rannsókn. Þessi samningur er þess eðlis að sjúklingurinn getur hætt í rannsókninni hvenær sem hann ósk- ar, án nokkurra eftirmála. Meðferðin er sjúklingi að kostnaðarlausu og fær hann afburða heilbrigðisþjónustu meðan á rannsóknartíma stendur. Ávinningurinn Ný lyf koma ekki á markað af sjálfu sér. Ljóst er að með þátttöku í klínískum lyfjarannsóknum erum við þátttakendur í framþróun læknis- fræðinnar sem án efa mun nýtast komandi kynslóðum. Með vísindaleg- um vinnubrögðum og faglegum metnaði er það markmið okkar sem vinnum við klínískar rannsóknir að tryggt sé að lélegt lyf verði ekki sam- þykkt og að góðu lyfi verði ekki hafn- að á grundvelli ófullnægjandi rann- sókna. Klínískar lyfjarann- sóknir – hvers vegna? Helga Harðardóttir Rannsóknarvinna Margar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi í samstarfi Íslend- inga við erlend lyfjafyr- irtæki, segir Helga Harðardóttir, með góðum árangri. Höfundur er rannsóknarfulltrúi hjá AstraZeneca. LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins hefir talað í sjávarút- vegsmálum og svipt gærunni af flokknum. Í leiðara 16. þ.m. kall- ar Morgunblaðið ályktun fundarins ,,þáttaskil“. Með sam- þykkt fundarins hafi ,,verið stigið stærsta skrefið til þessa í þeirri viðleitni að skapa víðtæka sátt um fiskveiðistjórnarkerf- ið“. Þetta hlýtur að vera skrifað fyrir dauf- dumba. Í hverju skyldi ,,viðleitnin“ vera fólgin sem ,,þáttaskilin“ skapa? Í því að festa í sessi gjafakvóta- kerfið, gripdeildarkerfi, þar sem ör- fáum útvöldum er færð aðal auðlind þjóðarinnar að gjöf; í því að varpa fyrir ofurborð hugsjónum gamla Sjálfstæðisflokksins um einkafram- tak og atvinnufrelsi, þar sem engir komast að atvinnugreininni nema hinir útvöldu; í því að leggja til að sjávarbyggðir landsins verði lagðar í eyði og íbúarnir hraktir frá verð- lausum eignum; í því að fylgt verði fram stefnu í sjávarútvegsmálum, sem ganga kann af fiskstofnum dauðum, eins og nær tveggja ára- tuga reynsla bendir til; í því að staðfesta stefnu, sem neyðir menn til glæpsamlegrar umgengni um fiskimiðin; í því að kasta stríðs- hanzka og stofna til þess ófriðar sem aldrei linnir meðan ólögin standa, enda verður engin sátta- hönd boðin meðan þau eru við lýði en öll ráð leyfileg til að brjóta þau á bak aftur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér aldrei að fara neina sáttaleið, og eru ályktanir hans nú ekkert nýnæmi fyrir þá sem sjá í gegnum blekking- arvefinn. Flokksforystan var frá öndverðu ráðin í að þjóna auðvald- inu í þessu máli, enda er flokkurinn nú orðinn flokkur þess. Allt tal um sættir fyrir síðustu kosningar var gegnsær ósannindavaðall, sem að vísu tókst að selja kjósendum með ötulu atfylgi fjölmiðla, flestra, sem hafa kosið að þjóna herrunum, en gleyma skyldum sínum við almenning að segja honum satt og rétt frá. Með þessum ,,þátta- skilum“ telur Morgun- blaðið að sé ,,lagður grunnur að víðtækum þjóðfélagsumbótum, sem eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif á þróun samfélags okkar á næstu áratugum“ og hefur líka kastað sínu sauðskinni. Að sjálfsögðu mun skepnuskap- urinn hafa djúpstæð áhrif. Þau, fyrst og fremst, að menn munu ber- ast á banaspjót sem gerir baráttuna hingað til að blíðuhótum á borð við það sem við tekur. Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða. En þeim, sem halda að íslenzkir sjómenn og fylgifiskar þeirra muni þola svíðingshátt auð- valdsins til lengdar, skjátlast hrap- allega. Þeim mönnum er ekki klígju- gjarnt sem ekki verður bumbult þegar þeir lesa um hið nýja boð lénsherranna að þeir skuli senda íbúum sjávarþorpanna í landinu mútufé til að fá þá til að gera eitt- hvað annað en að sækja sjóinn sinn. Komið hefir endanlega í ljós, að hin svonefnda veiðigjaldsleið er inn- antóm blekking og einskis virði, sett fram til málamynda. Og nú þykjast sægreifarnir hafa ,,stigið gríðarlegt skref í sáttaátt“ með því að fallast á að sjávarútvegurinn greiði eitthvert smánargjald fyrir að fá að fénýta til frambúðar eigur almennings í eigin þágu og stinga síðan af til útlanda með milljarða andvirði í vasanum. Það þarf meiri en litla glám- skyggni til, eða heilaþvott, þegar umbi Davíðs Oddssonar leyfir sér að fara með eftirfarandi sem skila- boð frá ríkisstjórn Íslands: ,,Við skulum leita sátta. Við skul- um taka í útrétta hönd þeirra sem ekki hafa viljað veiðileyfagjald en eru tilbúnir að sættast á það á þeim nótum, sem endurskoðunarnefndin hefur lagt til“!!! Allir heiðarlegir menn munu snúa sér undan þegar þeir uppgötva að ,,sáttahöndin“ er svartaloppa L.Í.Ú., sem hramsað hefir til sín eigur landsmanna. En við stríðshanzkanum er tekið og ekki spurt að vopnaviðskiptum héðan af heldur leikslokum. Stríðshanzkinn Sverrir Hermannsson Höfundur er alþingismaður. Sjávarútvegsmál Þeim, sem halda að íslenzkir sjómenn og fylgifiskar þeirra muni þola svíðingshátt auðvaldsins til lengdar, segir Sverrir Hermannsson, skjátlast hrapallega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.