Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Upplýsingatækni í sjávarútvegi
Rekjanlegar
sjávarafurðir
Upplýsingatækni ísjávarútvegi erheiti ráðstefnu og
sýningar sem efnt verður
til á Hótel Loftleiðum kl.
13 föstudaginn 19. októ-
ber nk. Að sögn Stellu
Mörtu Jónsdóttur sem
unnið hefur að undirbún-
ingi ráðstefnunnar verða
þar kynntar vörur og að-
ferðir sem taldar eru
geta skapað grundvöll
fyrir betri rekstraraf-
komu sjávarútvegsfyrir-
tækja.
Á hvers vegum er ráð-
stefnan haldin og um
hvað verður fjallað?
„Ráðstefnan er haldin
á vegum Maritech, dótt-
urfyrirtækis Tölvu-
mynda, sem er í forystu í
þróun og sölu á viðskiptahug-
búnaði fyrir sjávarútveg. Fjallað
verður um upplýsingatækni í
sjávarútvegi. Ástæða þess að við
höldum ráðstefnuna er að við
viljum miðla nýjustu vörum okk-
ar og samstarfsaðila okkar til
viðskiptavina okkar og sjávarút-
vegsgeirans í heild. Þess vegna
tekur ráðstefnan bæði á okkar
eigin vörum og annarra, svo sem
rekstrarþjónustu frá Skyggni og
skráningarbúnaði frá Boðvaka,
og þá mun Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra flytja opn-
unarerindi um mikilvægi upplýs-
ingatækni fyrir þróun og fram-
tíð sjávarútvegs, svo dæmi séu
nefnd.
Þátttaka okkar í evrópsku
samstarfsverkefni, TraceFish,
verður einnig á dagskrá, en
TraceFish snýst um rekjanleika
í sjávarútvegi. Munum við þann-
ig fjalla um spurningar eins og
hvort fjalla þurfi um rekjanleika
á Íslandi og hvernig hægt sé að
útfæra hann.“
Hvað er rekjanleiki og hvern-
ig snertir hann Íslendinga?
„Rekjanleiki, í þessu sam-
bandi, er að geta tryggt að ef
galli kemur upp í vöru megi
komast að uppruna hennar og
öllu vinnsluferli. Þannig geta ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki inn-
kallað minnsta mögulega magn
með sem minnstum tilkostnaði á
eins skömmum tíma og hægt er
ef upp koma vandamál með vör-
una. Frá og með árinu 2005
kveða evrópsk lög svo á um að
allir matvælaframleiðendur
verði að geta tryggt að mögu-
legt sé að rekja allar vörur til
uppruna síns.“
Hver eru tengsl upplýsinga-
tækni og sjávarútvegs og byggj-
ast þau frekar á rannsóknum en
viðskiptaferlinu?
„Þau byggjast á hvoru
tveggja, rannsóknum og við-
skiptaferlinu. WiseFish, sem er
okkar aðalvara, er viðskiptahug-
búnaður sem hefur verið sér-
sniðinn að þörfum sjávarútvegs-
ins og þessi þróun er byggð að
vissu leyti á rannsóknum. Til
dæmis erum við með
vöru sem heitir Wis-
eFresh og er notuð til
þess að mæla fersk-
leika fisks en Rann-
sóknarstofnun fiskiðn-
aðarins kom að
þróunarvinnunni. Þar sem Wise-
Fish byggist líka á Navision-
viðskiptahugbúnaði er þetta full-
komlega samtengt kerfi þar sem
unnt er að sjá afraksturinn sam-
stundis. Til dæmis er sérstakt
kerfi sem tekur á gæðamálum
og annað sem tekur á sölu-
málum. En þar sem söluferlið í
sjávarútvegi er frábrugðið hefð-
bundnu söluferli nær klassískur
viðskiptahugbúnaður ekki alltaf
yfir þetta söluferli.“
Er upplýsingatækni mikilvæg
fyrir frekari þróun íslensks
sjávarútvegs?
„Já, því að með góðu yfirliti
yfir upplýsingar og rekstur fyr-
irtækis er hægt að taka réttar
ákvarðanir. Það er líka mikil-
vægt að geta tekið ákvarðanirn-
ar hér og nú og þurfa ekki að
bíða þar til atburðurinn er lið-
inn. Það er líka mikilvægt að
geta gert áætlanir og öll áætl-
anagerð byggist á því að hafa
sterka upplýsingatækni. Þá hef-
ur það líka mikil áhrif að geta
forðast tvískráningar í ferlinu
með því að geta tengt sjálfvirk-
an búnað, hvort sem það eru
flokkarar eða önnur mælitæki,
beint við viðskiptahugbúnaðinn.“
Um hvað mun þitt erindi á
ráðstefnunni fjalla?
„Ég flyt erindi um nýjan hug-
búnað, WiseDevelopment, sem
við markaðssetjum á næstunni.
WiseDevelopment er fyrir þá
sem vilja stjórna vöruþróunar-
ferli sínu og er hér einkum um
að ræða matvælaiðnaðinn og
sjávarútvegsfyrirtæki sem full-
vinna vöru sína fyrir neytendur.
Hingað til hefur ekki verið til
kerfi fyrir þetta vöruþróunar-
ferli og hefur það því verið svo-
lítið afskipt. Nú er hins vegar
kominn hugbúnaður um ferlið
allt frá hugmyndastigi og þar til
varan er fullprófuð og tilbúin í
framleiðslu.“
Hvernig má bæta
rekstrarafkomu sjáv-
arútvegsfyrirtækja?
„Sjálfvirknivæðing í
skráningu og yfirsýn
yfir reksturinn frá
veiðum til sölu afurða
eru lykilatriði í því sambandi.
Með góðu yfirliti yfir reksturinn
eru allar upplýsingar fyrir hendi
og með því að hafa réttu upplýs-
ingarnar tiltækar getur stjórn-
andi betur tekið réttar ákvarð-
anir og tryggt hámarksnýtingu
hráefnisins. Þá er sjálfvirkni í
skráningu líka mikill vinnu-
sparnaður fyrir reksturinn.“
Stella Marta Jónsdóttir
Stella Marta Jónsdóttir fædd-
ist 25. nóvember 1966 í Reykja-
vík. Hún starfar sem vörustjóri
hjá Maritech ehf. og útskrifaðist
með með masterspróf í sjáv-
arútvegsverkfræði frá Álaborg-
arháskóla 1991 og doktorspróf í
verkfræði frá Tækniháskólanum
í Kaupmannahöfn, Danmarks
Tekniske Universitet, árið 1998.
Stella er gift Per Christian
Christensen og eiga þau dæt-
urnar Elisabeth og Emmu Sofie.
Sjálfvirkni-
væðing og
góð yfirsýn
lykilatriði
Ég læt svo senda þér tannburstann og náttfötin, Markús minn, þetta var svolítið snöggsoðið.
STJÓRN Bændasamtakanna kemur
saman í næstu viku þar sem m.a.
verður fjallað um fyrirhugaðar breyt-
ingar á skattkerfinu, sem ríkisstjórn-
in boðaði nýlega. Ari Teitsson, for-
maður Bændasamtakanna, sagðist
óttast áhrif hækkunar tryggingar-
gjalds á bændur, bændur mættu
varla við því að álögur á þá yrðu aukn-
ar. Eftir væri að meta áhrif skatta-
lækkana á landbúnaðinn í heild.
„Það er nýbúið að hækka trygging-
argjald í landbúnaði og sjávarútvegi
og fleiri álögur hafa verið settar á
bændur. Þetta fer að verða spurning
um hvað þanþol bænda er mikið.
Eignarskatturinn sem slíkur hefur
verið óeðlilega hár hjá bændum, eign-
ir þeirra eru metnar hátt, þannig að
við fögnum þeirri lækkun fyrir stóran
hóp okkar. En við horfum aðallega til
hækkunar tryggingargjaldsins, það
er yfirleitt hættulegt fyrir atvinnu-
starfsemina í landinu að vera sífellt að
íþyngja laununum með einhverjum
gjöldum. Þeir sem eru illa staddir
njóta ekki lækkunar eignarskatts svo
mikið en þurfa að borga meira af
launum sínum í ríkissjóð,“ sagði Ari.
Varðandi áhrif lækkunar tekju-
skatts á bændur sagðist Ari eiga von
á að mun fleiri stofnuðu einkahluta-
félög um búreksturinn.
Áhyggjur bænda vegna
hækkunar tryggingargjalds
ÞJÓÐKIRKJAN veltir rúmlega 3,1
milljarði króna á árinu og rúmum
3,3 milljörðum á næsta ári sam-
kvæmt yfirliti um fjármál kirkjunn-
ar sem lagt hefur verið fram á
kirkjuþingi.
Greiðslur úr ríkissjóði fyrir laun
presta og biskupsstofu eru áætlaðar
835 milljónir á næsta ári og
greiðslur í ýmsa sjóði eru nærri 500
milljónir króna. Þá koma um 1.353
milljónir með sóknargjöldum og
tæpar 600 milljónir með kirkju-
garðsgjöldum.
Alls nemur launakostnaður 138
presta, biskupa og prófasta að með-
töldum náms- og veikindaleyfum
666 milljónum króna.
Rekstrarkostnaður prestsemb-
ætta og prófasta- er tæpar 100
milljónir og annað eins fer til rekst-
urs og launa á biskupsstofu.
Áætlað er að kostnaður við
kirkjuþing verði 13,1 milljón króna í
ár og 14,6 milljónir á næsta ári.
Stærstur hluti kostnaðar er þing-
fararkaup, laun starfsfólks kirkju-
þings og dagpeningakostnaður eða
alls um 10 milljónir króna. Aðkeypt
sérfræðiþjónusta kostar í ár tæpar
tvær milljónir en á næsta ári eru
áætlaðar nærri þrjár milljónir í
þann lið.
Velta
kirkjunnar
rúmir þrír
milljarðar