Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingatækni í sjávarútvegi Rekjanlegar sjávarafurðir Upplýsingatækni ísjávarútvegi erheiti ráðstefnu og sýningar sem efnt verður til á Hótel Loftleiðum kl. 13 föstudaginn 19. októ- ber nk. Að sögn Stellu Mörtu Jónsdóttur sem unnið hefur að undirbún- ingi ráðstefnunnar verða þar kynntar vörur og að- ferðir sem taldar eru geta skapað grundvöll fyrir betri rekstraraf- komu sjávarútvegsfyrir- tækja. Á hvers vegum er ráð- stefnan haldin og um hvað verður fjallað? „Ráðstefnan er haldin á vegum Maritech, dótt- urfyrirtækis Tölvu- mynda, sem er í forystu í þróun og sölu á viðskiptahug- búnaði fyrir sjávarútveg. Fjallað verður um upplýsingatækni í sjávarútvegi. Ástæða þess að við höldum ráðstefnuna er að við viljum miðla nýjustu vörum okk- ar og samstarfsaðila okkar til viðskiptavina okkar og sjávarút- vegsgeirans í heild. Þess vegna tekur ráðstefnan bæði á okkar eigin vörum og annarra, svo sem rekstrarþjónustu frá Skyggni og skráningarbúnaði frá Boðvaka, og þá mun Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra flytja opn- unarerindi um mikilvægi upplýs- ingatækni fyrir þróun og fram- tíð sjávarútvegs, svo dæmi séu nefnd. Þátttaka okkar í evrópsku samstarfsverkefni, TraceFish, verður einnig á dagskrá, en TraceFish snýst um rekjanleika í sjávarútvegi. Munum við þann- ig fjalla um spurningar eins og hvort fjalla þurfi um rekjanleika á Íslandi og hvernig hægt sé að útfæra hann.“ Hvað er rekjanleiki og hvern- ig snertir hann Íslendinga? „Rekjanleiki, í þessu sam- bandi, er að geta tryggt að ef galli kemur upp í vöru megi komast að uppruna hennar og öllu vinnsluferli. Þannig geta ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki inn- kallað minnsta mögulega magn með sem minnstum tilkostnaði á eins skömmum tíma og hægt er ef upp koma vandamál með vör- una. Frá og með árinu 2005 kveða evrópsk lög svo á um að allir matvælaframleiðendur verði að geta tryggt að mögu- legt sé að rekja allar vörur til uppruna síns.“ Hver eru tengsl upplýsinga- tækni og sjávarútvegs og byggj- ast þau frekar á rannsóknum en viðskiptaferlinu? „Þau byggjast á hvoru tveggja, rannsóknum og við- skiptaferlinu. WiseFish, sem er okkar aðalvara, er viðskiptahug- búnaður sem hefur verið sér- sniðinn að þörfum sjávarútvegs- ins og þessi þróun er byggð að vissu leyti á rannsóknum. Til dæmis erum við með vöru sem heitir Wis- eFresh og er notuð til þess að mæla fersk- leika fisks en Rann- sóknarstofnun fiskiðn- aðarins kom að þróunarvinnunni. Þar sem Wise- Fish byggist líka á Navision- viðskiptahugbúnaði er þetta full- komlega samtengt kerfi þar sem unnt er að sjá afraksturinn sam- stundis. Til dæmis er sérstakt kerfi sem tekur á gæðamálum og annað sem tekur á sölu- málum. En þar sem söluferlið í sjávarútvegi er frábrugðið hefð- bundnu söluferli nær klassískur viðskiptahugbúnaður ekki alltaf yfir þetta söluferli.“ Er upplýsingatækni mikilvæg fyrir frekari þróun íslensks sjávarútvegs? „Já, því að með góðu yfirliti yfir upplýsingar og rekstur fyr- irtækis er hægt að taka réttar ákvarðanir. Það er líka mikil- vægt að geta tekið ákvarðanirn- ar hér og nú og þurfa ekki að bíða þar til atburðurinn er lið- inn. Það er líka mikilvægt að geta gert áætlanir og öll áætl- anagerð byggist á því að hafa sterka upplýsingatækni. Þá hef- ur það líka mikil áhrif að geta forðast tvískráningar í ferlinu með því að geta tengt sjálfvirk- an búnað, hvort sem það eru flokkarar eða önnur mælitæki, beint við viðskiptahugbúnaðinn.“ Um hvað mun þitt erindi á ráðstefnunni fjalla? „Ég flyt erindi um nýjan hug- búnað, WiseDevelopment, sem við markaðssetjum á næstunni. WiseDevelopment er fyrir þá sem vilja stjórna vöruþróunar- ferli sínu og er hér einkum um að ræða matvælaiðnaðinn og sjávarútvegsfyrirtæki sem full- vinna vöru sína fyrir neytendur. Hingað til hefur ekki verið til kerfi fyrir þetta vöruþróunar- ferli og hefur það því verið svo- lítið afskipt. Nú er hins vegar kominn hugbúnaður um ferlið allt frá hugmyndastigi og þar til varan er fullprófuð og tilbúin í framleiðslu.“ Hvernig má bæta rekstrarafkomu sjáv- arútvegsfyrirtækja? „Sjálfvirknivæðing í skráningu og yfirsýn yfir reksturinn frá veiðum til sölu afurða eru lykilatriði í því sambandi. Með góðu yfirliti yfir reksturinn eru allar upplýsingar fyrir hendi og með því að hafa réttu upplýs- ingarnar tiltækar getur stjórn- andi betur tekið réttar ákvarð- anir og tryggt hámarksnýtingu hráefnisins. Þá er sjálfvirkni í skráningu líka mikill vinnu- sparnaður fyrir reksturinn.“ Stella Marta Jónsdóttir  Stella Marta Jónsdóttir fædd- ist 25. nóvember 1966 í Reykja- vík. Hún starfar sem vörustjóri hjá Maritech ehf. og útskrifaðist með með masterspróf í sjáv- arútvegsverkfræði frá Álaborg- arháskóla 1991 og doktorspróf í verkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn, Danmarks Tekniske Universitet, árið 1998. Stella er gift Per Christian Christensen og eiga þau dæt- urnar Elisabeth og Emmu Sofie. Sjálfvirkni- væðing og góð yfirsýn lykilatriði Ég læt svo senda þér tannburstann og náttfötin, Markús minn, þetta var svolítið snöggsoðið. STJÓRN Bændasamtakanna kemur saman í næstu viku þar sem m.a. verður fjallað um fyrirhugaðar breyt- ingar á skattkerfinu, sem ríkisstjórn- in boðaði nýlega. Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna, sagðist óttast áhrif hækkunar tryggingar- gjalds á bændur, bændur mættu varla við því að álögur á þá yrðu aukn- ar. Eftir væri að meta áhrif skatta- lækkana á landbúnaðinn í heild. „Það er nýbúið að hækka trygging- argjald í landbúnaði og sjávarútvegi og fleiri álögur hafa verið settar á bændur. Þetta fer að verða spurning um hvað þanþol bænda er mikið. Eignarskatturinn sem slíkur hefur verið óeðlilega hár hjá bændum, eign- ir þeirra eru metnar hátt, þannig að við fögnum þeirri lækkun fyrir stóran hóp okkar. En við horfum aðallega til hækkunar tryggingargjaldsins, það er yfirleitt hættulegt fyrir atvinnu- starfsemina í landinu að vera sífellt að íþyngja laununum með einhverjum gjöldum. Þeir sem eru illa staddir njóta ekki lækkunar eignarskatts svo mikið en þurfa að borga meira af launum sínum í ríkissjóð,“ sagði Ari. Varðandi áhrif lækkunar tekju- skatts á bændur sagðist Ari eiga von á að mun fleiri stofnuðu einkahluta- félög um búreksturinn. Áhyggjur bænda vegna hækkunar tryggingargjalds ÞJÓÐKIRKJAN veltir rúmlega 3,1 milljarði króna á árinu og rúmum 3,3 milljörðum á næsta ári sam- kvæmt yfirliti um fjármál kirkjunn- ar sem lagt hefur verið fram á kirkjuþingi. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir laun presta og biskupsstofu eru áætlaðar 835 milljónir á næsta ári og greiðslur í ýmsa sjóði eru nærri 500 milljónir króna. Þá koma um 1.353 milljónir með sóknargjöldum og tæpar 600 milljónir með kirkju- garðsgjöldum. Alls nemur launakostnaður 138 presta, biskupa og prófasta að með- töldum náms- og veikindaleyfum 666 milljónum króna. Rekstrarkostnaður prestsemb- ætta og prófasta- er tæpar 100 milljónir og annað eins fer til rekst- urs og launa á biskupsstofu. Áætlað er að kostnaður við kirkjuþing verði 13,1 milljón króna í ár og 14,6 milljónir á næsta ári. Stærstur hluti kostnaðar er þing- fararkaup, laun starfsfólks kirkju- þings og dagpeningakostnaður eða alls um 10 milljónir króna. Aðkeypt sérfræðiþjónusta kostar í ár tæpar tvær milljónir en á næsta ári eru áætlaðar nærri þrjár milljónir í þann lið. Velta kirkjunnar rúmir þrír milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.