Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALFREÐ Þorsteinsson ritaði broslega grein í Morgunblaðið á laugardaginn. Í greininni líkir hann sjálfum sér af lítilli hógværð við for- ingja og frumkvöðla Sjálfstæðis- flokksins, menn eins og Jón Þorláks- son, Geir Hallgrímsson, Bjarna Benediktsson og fleiri. Það er gott að hafa ekki minnimáttarkennd en stór- mennskuæði er sennilega ekki skárra. Alfreð stillir upp fyrirtækinu Lína.net ehf. til jafns við framfara- mál eins og uppbyggingu sjálfstæð- ismanna í veitumálum borgarinnar og þá ekki síst hinni einstöku hita- veitu okkar sem var stórvirki á heimsvísu. Langt er til jafnað. Borg- arfulltrúann dreymir um stórafrek og aðdáun en uppsker háð og spott enda á ekki annað skilið. Greinin op- inberaði raunveruleikalos og aumk- unarverðan staðreyndaflótta sem við öllum blasir. Fjáraustur af al- mannafé í fyrirtækið Lína.net ehf. er siðlaust sukk sem við sjálfstæðis- menn höfum marglagt til að hætt verði við nú þegar enda af og frá að það sé hlutverk borgarinnar að stofna og starfrækja fyrirtæki í sam- keppnisrekstri. Tölvutengingar um raflínur Helgi Hjörvar lofaði í síðustu kosningum að tölvutengja alla borg- arbúa um raflínur og flaug úr 22. sæti á síðasta kjörtímabili í 1. sæti í prófkjöri R-listans. Kjós- endum hans fannst ber- sýnilega ekki ónýtt að fá mann í borgarstjórn sem gat boðið hraðari og ódýrari tölvutengingu en áður hafði þekkst inn á hvert heimili. Utan um þetta verkefni var fyrir- tækið Lína.net ehf. stofn- að. Það er dótturfyrir- tæki Orkuveitu Reykjavíkur sem er borgarfyrirtæki. Ná- kvæmlega ekkert varð úr efndum. Tölvutæknin, sem mærð var í kosn- ingabaráttunni, var ekki til og R-listinn sat uppi með stór fjárútlát, svikin loforð og tilgangslaust fyrirtæki. Nú voru góð ráð dýr og allt sett í gang til að bjarga andliti stofnendanna. Seint hefðu þeir þor- að að játa á sig óða- gotið. R-listinn, með borgarstjórann í broddi fylkingar, fór út á fyrirtækjamark- aðinn með vasa fulla af peningum og inn- kaupanet til að kaupa fyrirtæki sem sam- eina mætti Línu.net ehf. til að finna því fyrirtæki ný verk- efni. Þrjú fyrirtæki voru keypt í hend- ingskasti og lítt gætt að verðmiðanum enda pólitísk framtíð frambjóðenda R-listans að veði. Borgarbúar borg- uðu brúsann. Nokkurra daga gamalt fyrirtæki, Irja hf., var keypt á heilar 250 millj- ónir króna. Varla var blekið þornað á kaupsamningnum þegar R-listinn krafðist 225 milljón króna afsláttar á kaupverðinu fyrir gerðardómi. Í fát- inu hafði kötturinn verið keyptur í sekknum. Ekki var fallist á að veita slíkan afslátt enda er það grundvall- aratriði að mönnum ber að standa við gerða samninga, vitleysislega sem skynsamlega. 250 milljóna króna fyrirtækið er nú bókfært á 500 þúsund krónur og hafa því verið af- skrifaðar um 224,5 milljónir króna. Björgunaraðgerðir dugðu skammt Björgunaraðgerðir dugðu Línu.- neti ehf. skammt og nú er svo komið að fyrirtækið hefur beðið lánar- drottna sína um greiðslufrest og bið- lund en viðskiptamenn þess hafa flestir talið sig vera að skipta við borgarfyrirtæki. Á fyrstu 6 mánuð- um ársins tapaði fyrirtækið krónu fyrir hverja krónu sem velt var. Því miður mun fyrirtækinu reynast erf- itt að rétta úr kútnum enda hefur stjórn þess gert hver mistökin á fæt- ur öðrum. Þar situr greinarhöfund- urinn kotroskni, Alfreð Þorsteins- son, í sæti stjórnarformanns og Helgi Hjörvar er varaformaður stjórnar. En R-listinn er ekki enn af baki dottinn. Síðasta „snjallræðið“ er að mynda nýtt félag, dótturfélag Lín- u.nets ehf., um rekstur Irju hf. (nú er það kallað Tetralína) og selja dótt- urfyrirtækið, eða öllu heldur dóttur- dótturfyrirtækið, síðan móðurfyrir- tækinu, Orkuveitu Reykjavíkur, á sama verði og Lína.net ehf. keypti það á – verði sem þessir sömu menn kröfðust úrskurðar gerðardóms um að væri allt of hátt! Með þessum hætti eru borgarfulltrúar R-listans enn og aftur að reyna að bjarga Línu.net ehf. og um leið að reyna að bjarga eigin skinni. Eftir situr að um 400 milljónir króna eru færðar úr sjóðum borgarinnar til fyrirtækis í samkeppnisrekstri. Það að láta Orkuveitu Reykjavíkur kaupa það sem hún átti fyrir lýsir því vel hversu brenglað siðferði R-listans í Reykja- vík er orðið. Nauðsynlegt er að fá úr því skorið hvort yfirfærslur af þessu tagi standist lög. Línur eru skýrar Á öllum sviðum hafa sjálfstæðis- menn í borgarstjórn bent á betri leiðir. Sé það rétt, sem haldið er fram, að litróf stjórnmálanna sé orð- ið einlitt á það ekki við um borgar- stjórn. Þar eru línur skýrar. Borg- arfulltrúar R-listans sækjast markvisst eftir því að ná völdum í at- vinnu- og fjármálalífinu í gegnum setu sína í borgarstjórn og gengur herfilega að greina á milli opinbers rekstrar og einkarekstrar. Lína.net ehf. er dæmi um það. Siðlaus stefna Júlíus Vífill Ingvarsson Lína.Net Það að láta Orkuveitu Reykjavíkur kaupa það sem hún átti fyrir lýsir því vel, segir Júlíus Vífill Ingvarsson, hversu brenglað siðferði R-listans í Reykjavík er orðið. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.