Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁÆTLAÐ er að borholan á Trölla- dyngju á Reykjanesi sé svo aflmikil að hún geti framleitt um 15 megavött af rafmagni. Samsvarar það raf- magnsþörf allra Garðbæinga svo dæmi sé tekið. Holunni var hleypt upp í gær og verður hún mæld á næstu vikum. Jarðlind ehf. lét bora háhitaholuna á Trölladyngju í sumar. Félagið er í meirihlutaeigu Hitaveitu Suðurnesja en Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogur, Bessastaðahreppur og Jarðboranir hf. eiga minni eignar- hluti. Holan er 2.307 metra djúp og er dýpsta borholan á háhitasvæði hér á landi. Holunni var hleypt upp í gær við hátíðlega athöfn og steig upp mikill gufustrókur þegar Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra skrúfaði frá krananum. Er þar með orðið til nýtt kennileiti á Reykjanesskaganum. Holan verður látin blása á næst- unni og afköst hennar mæld. For- svarsmenn Jarðlindar og Hitaveitu Suðurnesja binda miklar vonir við háhitasvæðið. Kom það fram í ávarpi Júlíusar Jónssonar, stjórnarfor- manns Jarðlindar og forstjóra Hita- veitu Suðurnesja hf. „Það er von okkar að þetta verði upphafið að ein- hverju miklu, kannski eins og Svartsengi,“ sagði Júlíus en tók fram að það kæmi ekki í ljós fyrr en með niðurstöðum mælinga hver afköstin yrðu. Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóri hitaveitunnar, telur að borhol- an muni skila 270 til 280 gráða hita og verða mjög gjöful. Þá virðist vera minni selta í henni en í borholunum í Svartsengi svo að útfellingar og tær- ing ætti að verða minna vandamál. Fram kom hjá Albert á hluthafa- fundi Hitaveitu Suðurnesja á dögun- um að með því að bora aðra holu ætti að verða unnt að reisa þarna um það bil 70 megavatta virkjun. Verið er að kortleggja svæðið, sprungur, jarðskjálfasögu og viðnám og verður ný hola staðsett að svo búnu. Ákvörðun hefur þó ekki verið tekin um borun. Hugmyndin er að nýta orkuna til iðnaðar. Dýpstu háhitaholu landsins hleypt upp á Trölladyngjusvæðinu og lofar hún góðu Hægt að fram- leiða 15 MW af rafmagni Trölladyngja Morgunblaðið/RAX Miklir gufustrókar stigu til himins á Trölladyngjusvæðinu í gær þegar háhitaholunni var hleypt upp. KAREN Sturlaugsson og verslunin Ný-Ung fá menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna, fyrir árið 2001. Menningar- og safnaráð Reykja- nesbæjar úthlutar árlega menning- arverðlaununum Súlunni, annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis. Nefnin ákvað á fundi sínum í vikunni hver ætti að fá verð- launin fyrir árið í ár. Karen Sturlaugsson, aðstoðar- skólastjóri Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og stjórnandi lúðrasveitar skólans, fær verðlaunin sem einstak- lingur. Lúðrasveitin vann til verð- launa á landsmóti skólalúðrasveita sem Tónlistarskólinn hélt í sumar. Verslunin Ný-Ung fær verðlaunin sem fyrirtæki en eigendur þess keyptu listaverk eftir Erling Jónsson og settu upp fyrir utan söluturn sinn. Verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn í Kjarna fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 18. Karen og Ný-Ung fá menning- arverðlaun Reykjanesbær HÖND í hönd er yfirskrift foreldra- ráðstefnu sem fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar stendur fyrir 10. nóvember næst- komandi. Tilgangurinn er að vekja foreldra til umhugsunar um for- eldrahlutverkið og ábyrgð þess. „Foreldrahlutverkið er eitt stærsta hlutverk sem nokkur ein- staklingur tekur sér fyrir á lífsleið- inni og því teljum við ekki úr vegi að því sé gert eins hátt undir höfði og kostur er,“ segir í upplýsingum sem Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri hefur sent út um fyrirhugaða ráð- stefnu. Foreldrar og sérfræðingar munu ræða ýmis mál og góður tími verður fyrir umræður og fyrirspurnir. Ráðstefnan verður í Kirkjulundi, nýju safnaðarheimili Keflavíkur- kirkju, og hefst klukkan 14. Hönd í hönd Reykjanesbær SEX einstaklingar og samtök fá stuðning úr styrktarsjóði menning- ar- og safnaráðs Reykjanesbæjar. Sótt var um styrki sem eru nærri sexfalt hærri en það fé sem nefndin hefur til ráðstöfunar. Menningar- og safnaráð fékk tíu umsóknir um styrki alls að fjárhæð tæplega 5,8 milljónir kr. Hún hefur hins vegar liðlega eina milljón til ráðstöfunar og ákvað að leggja til við bæjarstjórn að því yrði skipt á milli sex umsækjenda. Leikfélag Keflavíkur fékk stærsta styrkinn, 460 þúsund krón- ur vegna leikstjóralauna. Félag myndlistarmanna fékk 200 þúsund kr. vegna námskeiðahalds, fyrir- lestra og viðhalds húseignar. Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur fengu 125 þúsund króna styrk hvor kór. Þá fengu tveir um- sækjendur 50 þúsund króna styrk, annars vegar Davíð Baldursson og Bergur Ö. Gunnarsson vegna tón- listarmyndbands og hins vegar Vil- berg Viggósson til að semja og út- setja píanólög fyrir börn. Einnig sóttu Atli Ingólfsson, Elíza Newman, Sigurður Sævarsson og Norðuróp um styrki en nefndin gat ekki orðið við þeim vegna tak- markaðs fjármagns. Leikfélagið fær hæsta styrkinn Reykjanesbær GRUNNSKÓLINN í Garði er reyk- laus og langflestir nemendur hans segjast ekki heldur neyta áfengis. Nemendur sem rætt var við sögðu að fræðsla á vegum skólans og öfl- ugt félagslíf ættu mestan þátt í reykleysinu. Gerðaskóli í Garði er næstelsti starfandi skóli landsins. Nem- endafjöldi skólans er 220 og gerði skólastjórinn, Einar Valgeir Ara- son, á dögunum könnun á því hversu margir reyktu eða drykkju áfengi. Nemendur svöruðu þessari könnun nafnlaust og kom í ljós að enginn í skólanum reykti en aðeins sjö nemendur svöruðu ekki spurn- ingunni um áfengi, aðrir svöruðu því til að þeir neyttu ekki áfengis. Aðspurður sagði Einar Valgeir að ástæðan fyrir því að þessi ár- angur hefur náðst með nemendur væri að kennarar skólans hefðu markvisst unnið í því að uppfræða og halda nemendum frá reykingum og áfengisdrykkju. Einnig sagði hann nemendur yfirhöfuð skyn- sama krakka sem hefðu ákveðið að ánetjast slíkum efnum ekki. Fræðsla og félagsstarf Inga Lilja Eiríksdóttir, Thelma Dögg Ægisdóttir og Andri Þór Guðjónsson eru í 8.–10. bekk Gerðaskóla. Þau segja mikla fræðslu á vegum skólans eiga stór- an þátt í reykleysi hans ásamt því að félagsmiðstöðin sé með öflugt starf fyrir unglinga. „Það þykir bara ekki flott að reykja og við höfum nóg annað að gera sem er miklu skemmtilegra, þannig að við erum ekki einu sinni að hugsa um þetta,“ segja þau Inga, Telma og Andri. Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga og á föstudögum eru haldin þar diskótek, en það má auðvitað ekki reykja í félagsmið- stöðinni. „Um helgar er síðan for- eldravakt sem fylgist til dæmis með að við förum beint heim eftir diskótekin í félagsmiðstöðinni. Það er samt eiginlega orðið óþarft því við erum yfirleitt búin að fá nóg af því að vera úti alla vikuna svo við erum bara heima með popp og kók um helgar. Það skiptir líka máli að flestir drekka ekki eða reykja og því eru aðrir ekki eins mikið að hugsa um það. Þeir myndu ekkert falla inn í hópinn. Svo hafa íþróttirnar líka áhrif. Það er mikill knattspyrnu- áhugi í Garðinum og við viljum ekki skemma fyrir okkur þar með reykingum eða drykkju,“ segja nemendurnir að lokum og halda aftur hver í sína kennslustund. Gerðaskóli er reyklaus skóli og lítið er um áfengisneyslu Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Þrír nemendur úr áttunda, níunda og tíunda bekk hins reyklausa Gerðaskóla í Garði, Thelma Dögg Ægisdóttir, Andri Þór Guðjónsson og Inga Lilja Eiríksdóttir, ásamt skólastjóranum, Einari Valgeiri Arasyni. Þykir ekki flott að reykja Garður ♦ ♦ ♦ BROSTE - HAUST 2001 Breiðholtsblóm Huggulegt heima.... er heitast í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.