Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
- Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþing Íslands hf. -
VÍKJANDI SKULDABRÉF LANDSBANKA ÍSLANDS HF.
Flokkur: 1. flokkur 2001
Útgáfudagur: 1. maí 2001
Áv.kr. á fyrsta söludegi: 8,65%
Grunnvísitala: Nvt. 206,5
Vextir: 8,65%
Fyrsti gjalddagi vaxta: 1. nóvember 2001
Fyrsti gjalddagi afborgana: Endurgreiðsla höfuðstóls er ein-
ungis heimil 10 árum frá útgáfu-
degi, 1. maí 2001, að fengnu sam-
þykki Fjármálaeftirlits.
Einingar bréfa: 10.000.000 kr.
Skráning: Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að taka þegar
útgefin skuldabréf að fjárhæð 1.000 m.kr á skrá og
verða þau skráð þann 22. október 2001, enda verði öll
skilyrði skráningar uppfyllt.
Umsjón með útgáfu: Landsbanki Íslands hf., kt. 540291-2259, Laugavegi 77,
155 Reykjavík.
Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til í
skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka
Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík.
Landsbankinn
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli
góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum.
Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er
samanstendur af litakremi og geli sem
blandast saman, allt í einum pakka.
Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þremur
litum og gefur frábæran árangur. Hver
pakki dugir í 20 litanir. Allar leiðbein-
ingar eru á íslensku. 3 augnskuggar
saman. Augnhára-næring.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
Ný
ju
ng
Þýskar förðunarvörur
MARGIR þekktir listamenn koma
fram á fjölskylduhátíð sem haldin
verður á stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins næstkomandi laugardag, 20.
október, kl. 15. Hátíðin er haldin
til minningar um Hafdísi Hlíf
Björnsdóttur og til styrktar rann-
sóknum á heilahimnubólgu, en
Hafdís Hlíf lést 21. júní sl., þá
tæplega 11 ára gömul, úr bráðri
heilahimnubólgu. Allur ágóði af
fjölskylduhátíðinni verður látinn
renna óskiptur í minningarsjóð
um hana.
„Ástæðan fyrir því að við höld-
um hátíðina er sú, í fyrsta lagi, að
safna peningum í sjóð sem móðir
Hafdísar Hlífar stofnaði eftir að
stúlkan lést, og í öðru lagi að
styrkja og hugga kollega okkar,“
sagði Edda Þórarinsdóttir, for-
maður Félags íslenskra leikara, í
samtali við Morgunblaðið en hún
stóð í svipuðum sporum sjálf fyrir
tæpum áratug.
Móðir Hafdísar Hlífar er Sig-
rún Waage leikkona en faðir
hennar Björn Jónsson tölvunar-
fræðingur.
Stofnaði sjóð
„Sigrún spurði fljótlega eftir lát
dóttur sinnar að því hvort til væri
einhvers konar sjóður til styrktar
rannsóknum á þessum sjúkdómi.
Svo var ekki og þá stofnaði hún
bara sjálf slíkan sjóð,“ sagði
Edda, sem átti hugmyndina að há-
tíðinni á laugardaginn. „Ég missti
sjálf barn 1994, reyndar ekki úr
þessum sjúkdómi heldur allt öðr-
um en þá tóku kollegar mínir sig
til, aðallega leikarar við Þjóðleik-
húsið, og héldu svona minning-
arathöfn um son minn og ég man
að það var fátt sem huggaði mig
eins mikið og þetta framtak
þeirra.“
Edda segir málefnið brýnt.
„Það er ekki víst að það komi
mjög miklir peningar inn af hátíð-
inni, en auðvitað erum við um leið
að vekja athygli á sjúkdómnum
sem líklega er ekki vitað nógu
mikið um; við viljum vekja athygli
á að það þarf að taka einhvern
veginn á sjúkdómnum.“
Huggun
Þegar minningarathöfnin um
son Eddu fór fram 1994 var stóri
salur Þjóðleikhússins fullur út úr
dyrum, þar sem m.a. var boðið
upp á atriði úr ýmsum verkum
sem þá voru sýnd í húsinu og
Kristján Jóhannsson óperusöngv-
ari tók einnig lagið.
„Ég veit ekki hvernig hug-
myndin að hátíðinni þá kviknaði,
en hún var algjörlega að frum-
kvæði leikaranna við húsið.“
Allir sem koma að skemmtun-
inni á laugardag á einn eða annan
hátt gefa vinnu sína. Edda segir
að byrjað hafi verið á því að leita
til þjóðleikhússtjóra í því skyni að
fá húsið lánað og það hafi verið
auðsótt mál. „Það voru engar vöfl-
ur á honum frekar en öðrum sem
leitað hefur verið til. Við höfum því
getað valið allt það fólk sem höfum
viljað fá.“
Edda segir að fyrir hendi verði
allt það starfsfólk sem prýði góða
sýningu. „Ásdís Þórhallsdóttir set-
ur skemmtunina á svið, ljósameist-
ari hannar lýsinguna sérstaklega,
sýningarstjóri er að störfum, bún-
ingafólk, hárgreiðslu- og förðunar-
fólk og leikmyndahöfundur hannar
sérstaka leikmynd. Allt þetta fólk
gefur vinnu sína fúslega. Það hefur
ekki þurft að ganga á eftir neinum
og allir raunar fagnað því að fá að
leggja hönd á plóginn.“
Fjölbreytt skemmtiatriði
„Við köllum þetta fjölskyldu-
skemmtun og vildum því hafa fjöl-
breytt skemmtiatriði í boði; eitt-
hvað fyrir alla aldurshópa,“ sagði
Edda.
Meðal þeirra sem koma fram eru
Gunnar og Felix, Solla stirða úr
Latabæ og Gleðiglaumur frá Bláa
hnettinum. Flutt verða atriði úr
söngleikjunum „Sungið í rigning-
unni“, sem verið er að sýna á fjöl-
um Þjóðleikhússins um þessar
mundir, og „Wake me up before
you go go“ sem nemendur í Verzl-
unarskóla Íslands settu upp í vet-
ur. Þá verða sýnd dansatriði frá
Listdansskóla Íslands og Ballett-
skóla Sigríðar Ármann. Flutt verða
nokkur söngatriði þar sem koma
fram Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Örn Árnason ásamt Jóhanni G. Jó-
hannssyni, Jóhanna Guðrún Jóns-
dóttir, Selma Björnsdóttir, Þórunn
Lárusdóttir, Kór Hofsstaðaskóla
og hljómsveitin Sign. „Sú hljóm-
sveit er úr Hafnarfirði og strák-
arnir í henni vildu endilega fá að
koma fram. Sign er reyndar rokk-
hljómsveit, en þegar þeir heyrðu af
andláti Hafdísar Hlífar á sínum
tíma sömdu þeir lag til minningar
um hana og ætla að flytja það á
laugardaginn,“ sagði Edda.
Kynnir hátíðarinnar verður
Margrét Vilhjálmsdóttir. „Sama
kvöld verður einmitt frumsýnd
kvikmynd Ágústs Guðmundssonar,
Mávahlátur, þar sem Margrét
verður í aðalhlutverkinu.“
Miðasala á fjölskylduhátíðina er
hafin í Þjóðleikhúsinu og er miða-
verð 1.000 kr. fyrir alla aldurshópa.
„Þeim sem ekki sjá sér fært að
sækja skemmtunina í Þjóðleikhús-
inu, en vilja láta sitt af hendi
rakna, er bent á Minningarsjóð
Hafdísar Hlífar Björnsdóttur,“
sagði Edda Þórarinsdóttir.
Sjóðurinn er varðveittur í
Landsbankanum, Smáralind, og er
númer umrædds reiknings 0132-
26-18000 og kennitalan 521001-
3130.
Fjölskylduhátíð til minningar um Hafdísi Hlíf Björnsdóttur haldin í Þjóðleikhúsinu
Athygli vak-
in á heila-
himnubólgu
Morgunblaðið/Þorkell
Sigrún Waage með börnum sínum, Sigurði Birni Björnssyni 14 ára og Margréti Kristínu Björnsdóttur 5 ára.
„HEILAHIMNUBÓLGA af völd-
um menigókokka er landlæg hér á
landi,“ segir Haraldur Briem sótt-
varnarlæknir. „Þessi sjúkdómur
stafar hér af bakteríum af gerðinni
menigókokkum B og C. Þetta eru
bakteríur sem finnast í nefkoki
manna og eru mjög útbreiddar. Tal-
ið er að einn af hverjum tíu a.m.k.
gangi með þessa bakteríu á hverj-
um tíma. Þetta smitast með úða-
smiti, hósta og hnerrum. Bakterían
veldur hins vegar sjaldan sjúkdómi
þótt svona margir gangi með hana.
Ekki er vitað hvers vegna bakt-
erían veldur skyndilega sjúkdómi –
það er verðugt rannsóknarefni.
Sjúkdómurinn er mjög alvarlegur
hvort heldur sem er B eða C gerðin.
Hér á landi greinast um tuttugu
tilfelli á ári og einn af hverjum tíu
sem fær sjúkdóminn deyr.
Til er bóluefni gegn menigó-
kokkasjúkdómi af gerð C, það bólu-
efni sem hefur verið á markaði er
skammvirkt og hefur aðeins dugað
fólki sem er eldra en tveggja ára.
Það hefur ekki verið um að ræða al-
menna bólusetningu af þessu tagi.
Nú er hins vegar komið á markað
nýtt bóluefni gegn gerð C sem
hægt er að gefa fólki á öllum aldri
og líka ungabörnum. Rætt hefur
verið um að taka upp þessa bólu-
setningu í barnabólusetningum á
Íslandi, ákvörðun um þetta mun
liggja fyrir fljótlega, hver sem hún
verður.
Ástæðan fyrir því að heppilegt er
talið að taka þessa bólusetningu inn
í ungbarnabólusetningar er að tíðni
sjúkdómsins er hæst í börnum sem
eru yngri en fimm ára. En tíðni
sjúkdómsins er líka há á aldrinum
fimmtán til átján ára. Allir ættu því
með bólusetningu að vera varðir frá
þriggja mánaða aldri til átján ára
aldurs.
Einkenni þessa sjúkdóms geta
verið í byrjun almenn kvefeinkenni
en síðan getur almenn vanlíðan
fylgt í kjölfarið, ógleði og uppköst,
höfuðverkur og ljósfælni ef viðkom-
andi er kominn með heilahimnu-
bólgu. Mjög mikilvægt einkenni eru
litlar húðblæðingar sem oft eru
ekki stærri en títuprjónshaus en
geta orðið að stórum marblettum.
Þessi einkenni stafa af sýkingu í
blóði og leka úr æðakerfinu. Þegar
svo er komið getur sjúklingur farið
í lost. Þegar sjúklingur er kominn
með heilahimnubólgu ber oft á
hnakkastífleika og hjá yngstu börn-
unum getur mjúki bletturinn ofan á
höfuðkúpunni tútnað út.
Séu þessi einkenni fram komin er
mikilvægt að sjúklingurinn fari sem
fyrst á spítala til rannsóknar og
meðferðar. Meðferðin er fólgin í
gjöf sýklalyfja og einnig þarf að
gefa meðferð við lækkuðum blóð-
þrýstingi ef svo ber undir. Þróunin í
ferli sjúkdómsins getur verið mjög
hröð og því miður verður stundum
ekki vörnum við komið og sjúkling-
urinn deyr.
Enn sem komið er er ekki til
neitt gott bóluefni gegn heila-
himnubólgu af völdum menigó-
kokka B.
Reglan er að allir sem búið hafa
með viðkomandi í nánu umhverfi
viku til tíu dögum fyrir veikindin fá
fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð.
Fyrir kemur að þessi sjúkdómur,
þ.e. menigókokkar B og C, valdi
faraldri. Síðan 1940 hefur þessi
sjúkdómur gengið í þremur stórum
faröldrum, sá síðasti var 1976.
Bólusetningar myndu koma í veg
fyrir slíka faraldra. Til er líka heila-
himnubólga af völdum menigó-
kokka A en hún sést afar sjaldan á
Vesturlöndum en er hins vegar al-
geng í löndum sunnan Sahara, þar
sem hún gengur í stórum faröldrum
árstíðabundið. Til er bóluefni gegn
þeirri gerð af heilahimnubólgu.
Þess má geta að á Íslandi, Bret-
landi og Írlandi er tíðni þessara
sjúkdóma óvenjulega há og Írar og
Bretar hafa nýlega hafið bólusetn-
ingar meðal barna gegn menigó-
kokkasjúkdómi af gerð C.“
Heilahimnubólga
landlæg hér á landi
Til að auglýsa á þessari síðu hafðu
samband við okkur í
síma 569 1111 eða sendu okkur
tölvupóst á augl@mbl.is