Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALÞJÓÐASAMBAND húmanista beitir sér fyrir alþjóðlegum degi gegn stríði og ofbeldi 19. október nk. Húmanistaflokk- urinn á Íslandi er aðili að þessu sambandi og tek- ur þátt í aðgerð- um þennan dag. Alþjóðasam- bandið hefur sent frá sér ítarlega yfirlýsingu: „Fyrir heim án stríðsátaka og of- beldis, til að byggja upp alheimslega mennska þjóð.“ Í yfirlýsingunni er hryðjuverkaárásin 11. september sl. hörmuð, en jafnframt er því brjálæði mótmælt sem stjórn Bush forseta Bandaríkjanna, með stuðningi ríkis- stjórna Natóríkjanna hefur hrundið af stað með loftárásum í Afganistan. Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta stríð muni hrinda af stað stigvaxandi ofbeldi þar sem hryðjuverkastarf- semi muni ekki lúta í lægra haldi heldur magnast og breiðast út. Húmanistar benda á að í sögu mannkyns hafi stríð aldrei leyst neinn vanda né fjarlægt orsakir þeirra; „að stríð hafa ætíð verið hin mesta uppspretta sársauka og þján- ingar fyrir fólk, og einu „sigurveg- ararnir“ hafa alltaf verið þeir sem hafa efnahagslega og fjárhagslega hagsmuni tengda sölu á vopnum og tækni dauðans“. Það er einnig rakið hvernig valdamönnum hér á jörðu hefur láðst að bregðast við og finna lausnir á vandamálum mannkyns (fá- tækt, hungri, farsóttum, umhverfis- eyðingu, fólksflutningum og átökum af þjóðernis/trúarlegum orsökum). Í yfirlýsingu húmanista er helgi og sérstæði hvers einstaks lífs haldið fram og fortakslausu gildi sérhverr- ar mannveru sem ekkert má setja of- ar né réttlæta að sett sé ofar. Ofbeldi er hafnað í öllum þess myndum (lík- amlegu, sálfræðilegu, efnahagslegu, o.s.frv.), allri tjáningu þess (hryðju- verkum, stríði, mismunun, kynþátta- fordómum) af hvaða ástæðu sem það kann að vera framið (trúarlegri, efnahagslegri, hefndarfullri). Í yfir- lýsingunni er hvatt til: „Að hafna of- beldi og skapa með því siðferðilegt afl sem vísar veginn, þannig að ein- staklingar, hópar eða heilar þjóðir geti sýnt samtíðarmönnum sínum og komandi kynslóðum siðferðilegan styrk sinn og lyfti þannig vitund sinni, sem er eina færa leiðin til að hlú að vaxtarsprotum hinnar „al- heimslegu mennsku þjóðar“.“ Í yfirlýsingu Alþjóðasambands húmanista er lýst þeirri fullvissu að ásetningur milljóna mannvera geti stöðvað brjálæði fárra manna og fært von og lausnir á þessum vanda- málum. Í yfirlýsingunni er fólki boð- ið – „að ganga í lið með okkur til að taka þátt í þessari uppbyggingu, til að brjóta niður múra auðsveiprar þagnar eða innibyrgðrar, gremju- fullrar hneykslunar, til að blása lífi í glæður samskipta og samstöðu og uppgötva, að það að undirbúa jarð- veginn fyrir hið nýja mannkyn er mun auðveldara en „herrar dauðans“ vilja telja okkur trú um“. Jafnframt segir orðrétt: „Það er staðfastur ásetningur okkar, sem við munum ekki afsala okkur; að stöðva þetta stríð, að skapa „heim án stríðs- átaka“, að skuldbinda ríkisstjórnir til að beina fjármunum í úrræði til lausnar á þeim vandamálum sem hrjá 80% íbúa jarðar, í stað þess að veita fjármunum í tækni dauðans.“ Í lok yfirlýsingar sinnar hvetja húmanistar allt fólk til að útbreiða af krafti, á öllum stöðum og með öllum ráðum og til allra sem maður hittir – þennan boðskap: „Já, það er hægt að stöðva stríðið, að grípa inn í hið stig- vaxandi ofbeldi, að byggja brýr fyrir nýtt mannkyn í átt að alheimslegri mennskri þjóð!“ Yfirlýsing Alþjóða- sambands Húmanista er birt í heild sinni á internetinu (www.this.is/ frelsi) Þar gefst jafnframt kostur á því fyrir einstaklinga og samtök að undirrita yfirlýsinguna og sýna þannig stuðning við þann málstað sem hún stendur fyrir. Næsta skref er alþjóðlegur dagur gegn stríði og ofbeldi. Á Íslandi hafa mörg samtök sameinast um uppá- komur í tilefni dagsins. Sett er fram tillaga um einnar mínútu hávaða í skólum og annarsstaðar til að leggja áherslu á þessa baráttu kl. 12.00 á hádegi þennan dag, föstudaginn 19. október nk. Hægt er að þeyta bíl- flautur eða gera skarkala með ein- hverjum hætti til að minna á mót- mæli okkar gegn stríðinu. Kl. 16.30 verður lagt upp í göngu frá Hljóm- skálanum við Tjörnina. Gengið verð- ur til Lækjartorgs þar sem haldinn verður fundur „Gegn stríði og of- beldi“. Ég hvet alla friðelskandi karla og konur að taka þátt í þessum aðgerð- um og sýna þannig vilja sinn í verki. JÚLÍUS VALDIMARSSON, talsmaður Húmanistaflokksins. Gegn stríði og ofbeldi Frá Júlíusi Valdimarssyni: Júlíus Valdimarsson VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.