Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Okkur systur langar að minnast Huldu á Rauðkollsstöðum með lítilli kveðju. Við nutum þeirra forréttinda að fá að vera í sveit hjá þeim Kjartani. Allt byrjaði þetta á því að pabbi var að keyra ykkur konurnar í sveit- inni og hann sagði þér að hann ætti sjö ára stelpu sem langaði mikið að fara í sveit, og spurði hvort hún mætti vera hjá ykkur Kjartani í viku. Ekki stóð á því að sjálfsagt væri að leyfa Brynju að koma en vikan varð að heilu sumri. Við systurnar urðum alls þrjár, sem sóttum fast að fá að vera hjá ykkur Kjartani á sumrin og í flestum skólafríum. Hjá þér lærðum við systurnar marga góða siði sem við búum að alla ævi, þú kenndir okk- ur t.d. að biðja bænir og að hrein- skilni borgar sig ávallt. Þrátt fyrir annir í sveitinni gafstu þér alltaf tíma spila við okkur systur, spjalla og gefa okkur góð ráð varð- andi lífið, og hefur þú gefið okkur öll- um ráð í strákamálum og þar lástu ekki á skoðunum þínum frekar en í öðrum málum. Allar áttum við bú uppi í Kolli og hafðir þú alltaf tíma til að koma til okkar í drullukaffi og drullukökur skreyttar sóleyjum. Það þótti viðburður að fara í Borgarnes eða út á Vegamót, þá fórum við í bað og betri fötin og hlökkuðum við ávallt til þessara ferða. Á haustin vildum við breyta mömmu svo hún gerði eins og þú. Við meira að segja fengum hana til að baka aðrar sortir á jól- unum og eru sírópskökurnar nú ómissandi. Að koma til ykkar Kjart- ans um jól var ævintýri líkast, mikið var skreytt í sveitinni, jólaskraut hangandi í loftinu og alls staðar sem því varð við komið, og reyndum við líka að fá mömmu til að skreyta eins hjá okkur í Breiðholtinu, en það var ekki eins og á Rauðkollsstöðum. Eftir að þið selduð jörðina og flutt- uð í Borgarnes fannst okkur alltaf jafnskrítið að keyra framhjá Rauð- kollsstöðum án þess að koma þar við, þótt við hefðum komið við í Borgar- nesi, og á þessi bær alltaf eftir að eiga stóran sess í hjarta okkar. Við HULDA TRYGGVADÓTTIR ✝ Hulda Tryggva-dóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 27. febrúar 1927. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu aðfara- nótt 26. september og fór útför hennar fram í kyrrþey. erum þér innilega þakklátar fyrir þann góða tíma sem við átt- um með þér elsku Hulda okkar. Þú skilur eftir stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Elsku Kjartan, Þórey, Erla, Doddi og fjöl- skyldur, við og fjöl- skyldur okkar sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur, megi algóð- ur guð ykkur styrkja í sorg og söknuði. Minning um góða vinkonu lifir. Kveðja, Brynja, Helga og Gréta Hilmarsdætur. Hulda á Rauðkollsstöðum er látin og hefur jarðarför hennar farið fram í kyrrþey að hennar eigin ósk. En það var aldrei lognmolla í lífi Huldu og við brottför hennar stendur tím- inn ekki kyrr, heldur fikrar sig til baka. Sem barn vissi ég ekki fyrst hvílíkur kvenskörungur var á ferð. Mér gafst gæfa til að skyggnast dýpra. Foreldrar mínir fluttust með 7 börn á næsta bæ við Rauðkollsstaði í Eyjahreppi. Hreppurinn var lítill, en ábúendur þá á hverjum bæ og hvar- vetna nokkur börn. Nema á Rauð- kollsstöðum. Þar bjó ungur vel met- inn hreppstjóri sem hafði fengið til sín ráðskonu úr Reykjavík. Og engan smávegis kvenmann. Hún fór sem hressandi andblær um hryssingslega sveit. Þau Kjartan felldu hugi saman, fyrst og fremst þeim sjálfum til gæfu og blessunar, en sú gæfa átti eftir að hafa áhrif á ófáar sálir. Hulda setti strax lit á hreppinn. Hún sagði frá því hlægjandi þegar hún fór á fyrsta sveitaballið með Kjartani. Á snyrtingunni heyrði hún konur tala um hvort einhver hefði séð nýju ráðskonuna hans Kjartans. „Ég sneri mér við og sagði: Horfið á hana,“ sagði Hulda frá og hló. Hlátur er mér efst í huga þegar ég rifja upp vináttu foreldra minna og Huldu og Kjartans. Þá var gaman að vera lítil fluga á bak við stól. Sögur flugu um menn og málefni og Hulda og pabbi voru eins og gamlir sagna- þulir, þegar þau rifjuðu upp ýmsar ódauðlegar sögur af sérkennilegum persónum 5. og 6. áratugarins. En alltaf með hlýju og virðingu fyrir meðborgurum sínum og þeim sem minna máttu sín. Fáir sýndu slíka framkomu betur en hjónin á Rauðkollsstöðum. Hulda, kaupstaðarstúlkan sem breyttist í sveitakonu eins og að drekka vatn. Fyllti frystikistuna af heimagerðum bjúgum og slátri, jafnframt kökum og brauði. Alltaf var opið hús hjá þeim ef veg- farendur lentu í villu og óveðri og þar fengu þeir mat og gistingu. Og ekki aðeins þeir sem lentu í erfiðleikum með bíla sína og farartæki, heldur og ekki síður þeir sem höfðu fengið sár á annarri vegferð. Opin hjörtu þeirra tóku á móti öll- um þeim sem þau gátu. Sumum heimilislausum eða einmana, um lengri eða skemmri tíma. Það var eins og allaf væri pláss hjá Kjartani og Huldu á Rauðkollsstöðum. Ég man ekki ártalið, en snemma á sjöunda áratugnum komu þau með litlu telpuna sína, Þóreyju. Það geisl- aði af Huldu þegar sú stutta skreið um og lék í sér í grasinu með systk- inum mínum. Þau voru hamingjusöm hjónin með dóttur sína og öll sín sum- ar- og vetrarbörn. Eitt þeirra, Þórð- ur, ílengdist alla tíð. Doddi blessaður sem eignaðist sitt heimili hjá þeim. Það var mikill samgangur á milli Rauðkollsstaða og Hömluholta, í blíðu og stríðu. Mamma átti eina systur mína í símaherberginu á Rauðkollsstöðum og lá þar á sæng. Naut hún þar umönnunar og nær- færni Huldu. Gantast var með að þau hjónin yrðu bara að eignast hana, fyrst hún hefði fæðst þar. En örlögin láta ekki að sér hæða. Eftir að heimili foreldra minna brann var öll fjölskyldan tekin inn á heimili þeirra meðan annað húsnæði var fundið. Móðir mín gekk þá með yngstu systur mína, Erlu Dögg, og eftir að þær, mamma og- barnið, höfðu báðar greinst með berkla og Erla Dögg var útskrifuð á undan mömmu hver birtist þá með útrétta arma sína nema Hulda á Rauðkollsstöðum. Þau Hulda og Kjartan urðu for- eldrar hennar og Þórey systir. Hulda og Kjartan, ólík en samt svo samhent. Enginn gaf Huldu nema hún sjálf, en Kjartani var hún vel gef- in. Þar fóru sannir höfðingjar í hjarta- lagi og lund, sem hæfðu hvort öðru. Fjölskylda mín þakkar Huldu fyrir það sólskin sem hún gaf á þessari jörð. Kjartan minn. Guð líkni þér að hafa misst þessa konu um stund, missir þinn er mikill. Elsku Þórey og Erla Dögg. Við samhryggjumst ykkur og fjölskyld- um ykkar, en þið vitið að þið áttuð góða móður. Og þegar kærleikurinn er annars vegar eru engin endalok til. Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir. Ég finn fyrir mikilli auðlegð og fátækt í senn. Auðlegð vegna þeirrar gæfu að hafa fengið að kynnast Pétri Sigurjónssyni svo vel, fátækt vegna þess hve snauð orð mín eru til að fá því lýst. Pétur Sigurjónsson húsasmíða- meistari vann alla tíð í Söginni hf. frá stofnun fyrirtækisins. Fyrst hjá föður mínum og síðan bróður mínum Leifi, sem tók við rekstr- inum að föður mínum látnum. Pét- ur starfaði sem yfirsmiður og þeirra hægri hönd í hartnær 50 ár. Þetta gerði hann af einstakri trú- mennsku og stakri vandvirkni. Í tíð föður míns naut Sögin hf. þess trausts að vera falið að sjá um smíði allra glugga Hallgríms- PÉTUR SIGURJÓNSSON ✝ Pétur Sigurjóns-son fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 25. október 1913. Hann lést á Hrafnistu 9. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 16. október. kirkju, í tíð bróður míns að smíða allar hurðirnar, að þeim látnum héldu þjálfaðir smiðir Sagarinnar hf. áfram starfinu og smíðuðu prédikunar- stól Hallgrímskirkju. Faðir minn og Pétur reistu sér báðir sum- arbústað í landi Mið- fells við Þingvalla- vatn. Bróðir minn Leifur og Pétur byggðu sér saman hús í Safamýri 51 hér í Reykjavík. Áður hafði Pétur búið í kjallaraíbúð á Greni- mel 2, í húsi föður míns. Ég var svo heppin að búa þar líka, við hið fjölskyldu hans þar, í sérherbergi. Þá kynntist ég fyrst sjálf velvild þeirra hjóna. Allt var svo sjálfsagt til að mér liði vel sem verðandri ungri móður. Við Jónína kona Pét- urs vorum báðar ófrískar og áttum að eignast börnin okkar á sama tíma. Ég fékk að kaupa efni með Jónínu og sauma barnaföt alveg eins og þeirra barn átti að fá og allt sem því tilheyrði. Uppi á vegg hékk fagurlega útsaumað vegg- teppi eftir Pétur. Í þessum desem- bermánuði, sinn hvorn daginn eignaðist ég litla stúlku og þau drenginn Jón, sem nú var æðsti yf- irmaður byggingaframkvæmdanna við verslunarhúsnæði Smáralindar, sem verið var að opna. Þarna á heimili Péturs og Jónínu lærði ég fyrstu handbrögðin í umönnun barnanna minna og verð alltaf þakklát fyrir það. – Árin liðu. – Nú seinasta hálfa árið var ég svo heppin að fá aftur að njóta sam- vista við Pétur, er ég hóf störf á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hann dvaldi nær blindur orðinn. Las ég þá nánast daglega upp helstu fréttirnar úr dagblöðunum fyrir Pétur og aðra vistmenn þar. Enn á ný varð þá víðsýni hans og greind augljós, þegar spjallað var að lestrinum loknum um dægur- málin. – Seinna ræddum við svo um þann aðskilnað sem hann vissi að var í vændum, og sem hann tók með æðruleysi. Brosið hans bjarta breiddist yfir andlit hans, er hann vissi af nálægð góðs fólks sem hann vissi deili á. Ég þakka af al- hug Pétri Sigurjónssyni trú- mennsku og öll hans störf fyrir Sögina hf. og fjölskyldu mína. Ég bið guð að blessa ástvinum hans allar góðu minningarnar. Fari hann í friði og friður guðs hann blessi. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Sif Ingólfsdóttir. +, !  "! " !   " " $H!$ #$ &6/4 58  1 > &/ )(I !12/ 1 ! !       )&#*&& - 42 1 4 " *"  4    1 5 0"  4 445 32J4 "  5  <2 = 4 > %"  4 0) 5 5' '*  -  /,    "  2    8!   2  !     8!  "  ! "  "        " 3$$$ +   / & 0  "5<4 ' ! 6  !01 /* 5 30%' 1 4 40' /* 5  < %  4 /* /* 5 ,  =,84  '/* /* 4 /  -01 5   /* 5 )0%04 /* &/* 4 <8 <-5 3 %& "    5   @   /    "  2    8!" 2     !  8   ! " ! " "   "    " 6     (  "   9   ./ ,  !  8(     3 6 ,  ' ! 6  40< %08<5  '/* 8<4 "/0  5 D %  40<4 ,< %   08<4 > 50<8<5    8<5   8 :'/* 4 8<50< 5 !0  > 4 ' '*  ' ' '*  5' ' ' '*   1  !0   5 "004  0 4 >   !2  8!     !  ! " !   " D#$  ":0 5 <0:&/ 7 66 '/* > /-4 D4  475 " > /-5 > %44 30%'> /-4 4<45 4"401 5 5' '*  +,    "!  "  ! "   +$" 9 "$$   001- K >46)5 ! ! 9      ( "  #4"#55& 3 ,  1 5 473 5 37   5  0   3 5 !%/*    4 07 3 4 "0 " &5 80% 3 4 D *   5 ' '* 5' ' '* 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.