Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 34
BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir. Hljóðfæraleik- arar kvintettsins, þeir Bernharður Wilkinson flautuleikari, Daði Kol- beinsson óbóleikari, Einar Jóhann- esson klarinettuleikari, Joseph Ognibene hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari leika all- ir með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er þeirra aðalstarfsvettvangur. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í kvöld og annað kvöld verður Bernharður í brúnni og stjórnar hljómsveitinni, en félagar hans fjór- ir verða í einleikshlutverki í Sinfóníu concertante í Es-dúr, K. 297B eftir Mozart. Sinfóníu concertante svipar til einleikskonserts að því leyti að teflt er saman hljómsveit og einleik- ara. Í concertante sinfóníum er þó ekki um einn einleikara að ræða, heldur hóp einleikara. Það eru ekki margar concertante sinfóníur til, samdar fyrir blásarahóp, þannig að það hlýtur að vera sérstakur við- burður að heyra þetta verk Mozarts í flutningi þessa hóps. Fimm manna hjónaband Fimmmenningarnir í Blásara- kvintett Reykjavíkur voru léttir í lund eftir æfingu með Sinfóníu- hljómsveitinni í Háskólabíói í gær; og þótt kvintettinn beri aldurinn vissulega vel, varð blaðamaður hreinlega að fá það staðfest að þeir hefðu einungis leikið saman í tutt- ugu ár, en ekki meira; þeir hafa nefnilega verið bæði duglegir og áberandi í íslensku tónlistarlífi og það er svolítið eins og með tölvurn- ar, maður man eiginlega ekki lengur eftir lífi án þeirra. En tvítugir eru þeir. „Ég get staðfest það,“ segir Joseph Ognibene, „mig minnir að fyrir tuttugu og fimm árum hafi ég enn verið í barnaskóla. Í það minnsta kom ég ekki til Íslands fyrr en 1981, og það er aldur Blásara- kvintettsins.“ Joe, eins og félagar hans kalla hann, segir, spurður um það hverju þeir telji sig helst hafa áorkað á þessum tíma, að mesta af- rekið sé sennilega að halda þetta út svona lengi þannig að þetta sé ennþá skemmtilegt. Daði Kolbeinsson tekur undir það. „Það er nú klisja að segja að þetta sé eins og fimm manna hjóna- band en þannig er þetta. Á þessum tíma höfum við lært vel að spila saman, við erum oftast sammála um túlkun, og komum okkur strax á fyrstu árunum upp okkar eigin stíl.“ Bernharður Wilkinson útskýrir þetta nánar. „Við æfðum gríðarlega mikið fyrstu árin og mótuðum mark- visst okkar stíl, sem ég held að fólk taki eftir. Stíll okkar er opnari en margra annarra blásarakvintetta og er einkennandi fyrir þennan hóp. Annars hefur þetta líka oft verið erf- itt; það getur verið félagslega erfitt að vera í sama hópi svona lengi. Það reynir á umburðarlyndi, sveigjan- leika og ekki síst skilning okkar hvers á öðrum. En eftir að þeim áfanga var náð að við erum sammála í grundvallaratriðum um það hvern- ig við vinnum saman og viljum túlka tónlistina, þá er þetta mjög gaman.“ Einar Jóhannesson segir að það komi líka að því að þeir viti um hvaða hluti taki því að deila; það lærist með árunum hvar þau mörk liggi. Hafsteinn Guðmundsson segir árangur Blásarakvintettsins ekki síst liggja í því hve vel honum hefur verið tekið, og það víða. „Það hefur mikið að segja að vinna okkar hefur vakið athygli út um allan heim og það er sannarlega bónus á ánægj- una af þessu starfi.“ Frídeginum eytt með kóalabjörnum Blásarakvintett Reykjavíkur hef- ur margoft farið í tónleikaferðir til útlanda og leikið á jafn fjölbreyttum stöðum og á Svíney í Færeyjum, þar sem leikið var fyrir fimm tónleika- gesti, og svo í Carnegie Hall í New York, einu mesta tónlistarmusteri vestan hafs. Á ferðum sínum eru þeir iðulega beðnir að sinna kennslu og að vera með masterklassa fyrir langt komna blásaranema. „Kennsl- an reynir oft meira á en tónleika- haldið,“ segir Joe, og hinir taka und- ir það. „Í öll þessi ár höfum við aðeins einu sinni tekið okkur frí saman í þessum ferðum. Það var í Ástralíu, og við notuðum tækifærið til að slappa af og skoða kóalabirni og kengúrur.“ Bernharður segir að í kennslunni erlendis séu þeir oft spurðir að því hvernig þeir fari að því að ná þeim samstillta hljóm sem einkennir leik þeirra. „Það getur verið mjög erfitt að útskýra þetta. Við þekkjum hver annan svo vel; minnsta látbragð, augnatillit eða hreyfing gefur hverj- um öðrum okkar vísbendingar sem við skiljum. Það er ekki hægt að segja fólki að það eigi að líta upp á ákveðnum stöðum eða gera sig skilj- anlegt með ákveðnum hreyfingum, þetta er nokkuð sem lærist í sam- spili hópsins, og í samspili allra hópa. Þetta er reynsla og lærdómur sem við höfum fyrir okkur og aðrir fyrir sig.“ Bernharður tekur sem dæmi verk Mozarts sem þeir leika á tónleikunum. „Daði byrjar einn, ég þarf ekkert að stjórna honum, og ég veit að þeir hinir þekkja hann svo vel að þeir hafa í sér nákvæma skynjun á sínum innkomum á eftir honum. Þeir gera það blindandi og þurfa ekki mig til að segja þeim það.“ Einn vondur dómur Á tuttugu árum hafa gagnrýnend- ur, ekki bara hér heima heldur líka erlendis, keppst við að lofa leik Blás- arakvintetts Reykjavíkur og þar hafa hástemmd lýsingarorð hvergi verið spöruð. En hafa þeir aldrei fengið vondan dóm? Jú eitthvað rámar Bernharð í einn slíkan. „Það var geisladiskur okkar með franskri tónlist. Það var franskur gagnrýn- andi sem kunni bara alls ekki að meta hann, og skrifaði um hann frekar slæman dóm. Sami diskur fékk samt fimm stjörnur í Penguin Guide of Classical CD’s.“ En hvernig áhrif hefur þá þetta mikla lof á kvintettinn. Er ekki erf- itt að standa stöðugt undir miklum væntingum hlustenda og gagnrýn- enda? Joe segist ekkert hugsa um þessar kröfur. „Mér finnst við sjálfir alltaf vera okkar besti gagnrýn- andi.“ „Við fundum nú svolítið fyrir stressi á fyrstu árunum okkar,“ seg- ir Hafsteinn, „en það er að mestu búið núna.“ Bernharður bætir því við að þeir hafi náð miklum áfanga á aðeins einum mánuði fyrir mörgum árum, þegar þeir spiluðu á Charlton tónlistarhátíðinni í Bretlandi, spiluðu fyrir þriðju rás Breska út- varpsins BBC og fengu svo loks til- boð um sinn fyrsta geisladisk fyrir Chandos útgáfufyrirtækið. „Þetta var gríðarlega erfiður tími, en þetta voru sætir sigrar og mikil viður- kenning á því sem við vorum að gera. Einar segir að í dag séu þeir löngu komnir á það stig að þetta sé fyrst og fremst gaman, og byrjunar- spennan farin úr þeim. „Við höfum mjög gaman af því að spila fyrir aðra, og ég held að við höfum aldrei tapað spilagleðinni. Ef svo væri, værum við löngu hættir.“ Daði tekur undir þetta og segir að ánægjan af samstarfinu sé heldur ekki síst fólg- in í því að þetta sé ekki rútínuvinna, heldur sé glíman ný í hvert sinn sem tekist er á við verkefnin. Góður skóli að spila saman Hafsteinn Guðmundsson segir að áður fyrr hafi blásturshljóðfærin jafnvel ekki notið sannmælis í kammertónlist, en þótt blásara- kvintettar séu almennt allt of fáir, þá hafi þeir sýnt að þeir geti spilað góða kammertónlist ekkert síður en til dæmis strengjakvartettar. Joe segir verkalista blásarakvintetta mjög litríkan. „Strengjakvartettarn- ir eru með eldri músík, en blásara- kvintettarnir mest megnis með tón- list frá tuttugustu öld og mjög fjölbreytta. Ég held að ég hafi lært meira um tónlist og samspil í tónlist í þessu starfi en ég gerði í skóla.“ Hafsteinn tekur undir það að kammermúsíkin hafi verið góður skóli og mælir með því að hljóðfæra- leikarar, ekki síst hljómsveitarfólk, taki þátt í kammermúsík af þessu tagi, það hafi bæði uppeldislegt og músíklegt gildi. Þau skipta hundr- uðum verkin sem Blásarakvintett Reykjavíkur hefur leikið á tónleik- um sínum og hljóðritað fyrir geisla- diska. Meira en þrjátíu verk hafa svo verið samin sérstaklega fyrir hópinn. Eitt slíkt, verkið Issa eftir Jónas Tómasson, frumflytja þeir í Japansferð sinni eftir nokkra daga, Blásarakvintett Reykjavíkur heldur upp á afmæli sitt með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld „Höfum leikið tuttugu kíló af tónlist“ Morgunblaðið/Golli Daði, Hafsteinn, Joe og Einar leika með Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Bernharðar Wilkinsons. en þar spila þeir í tilefni af opnun ís- lensks sendiráðs. Nákvæmari tölu en mörg hundruð verk er ekki hægt að kría út úr þeim. „Við teljum þetta í kílóum. Ætli nótnastaflinn okkar sé ekki kominn í tuttugu kíló,“ segir Bernharður. Tiltölulega þægur stjórnandi Sinfónía concertante í Es-dúr eft- ir Mozart var samin í París 1778, en þar voru þá margir góðir blásarar. Þar var meðal annars afburðagóður óbóleikari, Ramm að nafni, sem talið er að geti hafa tekið þátt í frum- flutningi verksins. Bernharður er búinn að lýsa því fyrir okkur hve gott er að stjórna félögum sínum, og þeir eru sammála um að það sé gott að hafa mann sem þeir þekkja svo vel á stjórnandapallinum. „Hann er tiltölulega þægur stjórnandi,“ segir Daði og Einar segir að hann sé ólík- ur mörgum öðrum stjórnendum sem geti sumir hverjir verið afar þverir, jafnvel við einleikarana. Það að spila svona saman með, eða á móti, hljóm- sveitinni finnst þeim þó ekki eins og að vera einleikari. Þeir eru dregnir út úr hljómsveitinni til að spila sitt „einleiks“-hlutverk, en þannig er það reyndar oft á tónleikum, því all- ir eru þeir sólóistar innan sinna radda í hljómsveitinni. Prokofijev og Dvorák verða með Önnur verk á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar í kvöld eru Sin- fónía nr. 1 eftir Sergei Prokofijev, klassíska sinfónían, og Sinfónía nr. 8 eftir Antonín Dvorak. Í efnisskrá tónleikanna segir Halldór Hauksson meðal annars: „Árið 1916 ákvað Sergej Prokofij- ev að máta föt Josephs Haydns: „Ég var viss um að ef Haydn væri á lífi á okkar dögum myndi hann semja samskonar tónlist og á sínum tíma, en að nýr þráður myndi þó bætast við vefinn. Mig langaði að semja slíka sinfóníu: sinfóníu í klassískum stíl.“ Síðar sagði Prokofijev: „Þegar hún var farin að hanga saman nefndi ég hana sjálfur Klassísku sinfón- íuna. Í fyrsta lagi af því að það lá beint við, í öðru lagi af prakkara- skap og í þeirri leyndu von að ég myndi að lokum standa uppi sem sigurvegari ef sinfónían yrði í raun klassísk.““ Um sinfóníu Dvoráks segir Halldór meðal annars: „Dvor- ák lagði mikið upp úr því að festast ekki í einu og sama farinu. Hann leitaðist við að semja sinfóníu sem ekki líktist fyrri sinfóníum hans og reyndi að móta tónefni sitt á nýjan hátt. Formið er frjálsara en sam- hengið er tryggt með notkun skyldra mótíva og hrynmynstra. Melódíumeistarinn Dvorák er í ess- inu sínu og sveitamaðurinn Dvorák, sem hvergi leið betur en úti í nátt- úrunni í býli sínu við Vysoká, rissar upp vinalegar sveitasælumyndir með ríkulegum áhrifum frá tékk- neskri alþýðutónlist.“ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar og Blásarakvintetts Reykja- víkur í Háskólabíói í kvöld, hefjast kl. 19.30. Þeir verða endurteknir annað kvöld á sama tíma. Á tuttugu árum hefur Blásarakvintett Reykjavíkur tekist að skapa sér stórt og al- þjóðlegt nafn í músíkheiminum. Kvintettinn er hvarvetna lofaður og prísaður, þótt ein- um gagnrýnanda hafi þótt lítið til leiks hans koma. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við fé- lagana um vinnu og velgengni, í tilefni af af- mæli hópsins og leiks þeirra með Sinfón- íuhljómsveitinni í kvöld og annað kvöld. begga@mbl.is LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTRALSKI rit- höfundurinn Peter Carey vann til bresku Booker- verðlaunanna fyrir árið 2001. Var skýrt frá því í London í gærkvöld en þetta er í annað sinn, sem hann hreppir þessi eftirsóttu verðlaun. Carey fékk verð- launin nú fyrir „Sanna sögu um Kelly-flokkinn“, skáldsögu um ástr- alska útlagann Ned Kelly, en 1988 fékk hann þau fyrir skáldsöguna „Oscar og Lucinda“. Að þessu sinni voru sex skáld- sögur tilnefndar til verð- launanna en þau eru veitt fyrir verk, sem er ritað á ensku og eftir höf- unda í Bretlandi, Írlandi eða ein- hverju samveldis- ríkjanna. Er verð- launaféð rúmar þrjár milljónir ís- lenskra króna. Í nefndinni, sem velur verðlaunahaf- ann, sitja kunnir bókmenntagagn- rýnendur, rithöf- undar og fræði- menn en formaður hennar er Kenneth Baker lávarður. Stofnað var til verðlaunanna 1968 og þau hafa síðan orðið til að vekja athygli á mörgum rit- höfundum og gert suma fræga á einni nóttu. Carey fékk Book- er-verðlaunin Peter Carey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.