Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 61
BALDUR Steingrímsson varði
doktorsritgerð í rafmagnsverkfræði
við Minnesota-háskóla í Minneapol-
is í Bandaríkj-
unum hinn 10.
ágúst síðastlið-
inn.
Í ritgerðinni er
fjallað um tvö
viðfangsefni sem
tengjast því
hvernig hægt er
að koma sem
mestum upplýs-
ingum fyrir – í
það takmarkaða pláss sem
geymslutæki í tölvum hafa yfir að
ráða – þannig að hægt sé engu að
síður að endurvinna geymdu upp-
lýsingarnar á öruggan hátt.
Geymslutæki þessi geta t.d. verið
harðir diskar, segulbönd og geisla-
eða DVD-diskar.
Í fyrra viðfangsefninu er kannað
hvernig hægt er að nota aðlög-
unarhæfar síur eða villuleiðréttandi
kóðun til að bæta fyrir tímabundinn
missi upplýsinga úr innihaldi mót-
tekins merkis frá segulbandsrásum.
Seinna viðfangsefnið tengist þró-
un á hagkvæmum aðferðum til mót-
töku merkja frá ljóstengdum tækj-
um til gagnageymslu, svo sem
geisla- og DVD-spilurum.
Megnið af efni doktorsritgerð-
arinnar er að finna í þremur grein-
um, sem birst hafa eða munu birt-
ast í ritunum IEEE Transactions
on Magnetics og IEEE Transac-
tions on Communications.
Leiðbeinandi Baldurs í dokt-
orsnámi var Jaekyun Moon, pró-
fessor í rafmagnsverkfræði við
Minnesota-háskóla.
Andmælendur í doktorsvörn
Baldurs voru Mostafa Kaveh, pró-
fessor í rafmagnsverkfræði við
Minnesota-háskóla, Mouhamed S.
Alouini, dósent í rafmagnsverk-
fræði við Minnesota-háskóla, og
Paul B. Garrett, prófessor í stærð-
fræði við Minnesota-háskóla.
Baldur fæddist í Reykjavík 8.
október 1973. Hann lauk stúdents-
prófi úr eðlisfræðideild I frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1992. Baldur stundaði nám í tækni-
legri eðlisfræði við Háskóla Íslands
og útskrifaðist þaðan með BS-
gráðu í júní 1996. Haustið 1996 hóf
hann meistaranám í rafmagnsverk-
fræði við Minnesota-háskóla. Í því
námi starfaði Baldur sem aðstoð-
armaður prófessors Stephen Y.
Chou á sviði nanótækni. Meist-
araprófi lauk hann í apríl 1998 og
heitir meistaraprófsritgerðin
„Magnetotransport Simulations of
Microstructures“.
Baldur er sonur hjónanna Fríðu
V. Ásbjörnsdóttur heimilis-
fræðikennara og Steingríms Bald-
urssonar, prófessors emeritus í eðl-
isefnafræði við Háskóla Íslands.
Eiginkona Baldurs er Kyeonglan
Rho sem lokið hefur doktorsprófi í
rafmagnsverkfræði frá Minnesota-
háskóla.
Doktor í rafmagnsverkfræði
Baldur
Steingrímsson
SIGRÚN Pálsdóttir varði dokt-
orsritgerð við sagnfræðideild Ox-
fordháskóla á Englandi 11. maí sl.
Ritgerðin er til-
raun til grein-
ingar á breskri
hugmynda- og
hugarfarssögu
með því að vísa í
þátt íslenskrar
menningar við
mótun hennar.
Hún er framlag
til þeirrar rann-
sóknarhefðar
sem miðar að því að greina menn-
ingu og hugmyndaheim Breta á
19. öld með hliðsjón af áhrifum er-
lendrar menningar, s.s. forn-
grískrar hugsunar, rómversks
menningararfs og þýskrar heim-
speki.
Ritgerðin skiptist í fimm meg-
inþætti. Fyrsti hluti hennar er að-
ferðafræðilegs eðlis. Í honum er
m.a. reynt að greina mismunandi
forsendur fyrir áhrifum íslenskrar
menningar hvort sem þær er að
finna innan íslensks menningar-
arfs eða hjá viðtakandanum sjálf-
um, þ.e. bresku samfélagi. Annar
hluti fjallar um tungumál og bók-
menntir, bendir á þýðingu ís-
lenskra fræða fyrir þróun texta-
fræði í Bretlandi á síðari hluta 19.
aldar, áhrif íslenskra bókmennta
meðal skálda og rithöfunda, svo og
stöðu þeirra innan háskólasamfé-
lagsins. Í þriðja hluta ritgerð-
arinnar er fjallað um íslenskt mið-
aldasamfélag sem uppsprettu fyrir
þjóðarímynd/sjálfsmynd breskra
menntamanna með áherslu á sigl-
ingar, verslun og heiðin trúar-
brögð. Þá er fjallað um lög og
lagasetningu í íslenska þjóðveld-
inu sem viðfangsefni í breskri
réttarsögu, en þar er lögð sérstök
áhersla á hugmyndir Breta um ís-
lenskan uppruna kviðdóms og
mikilvægi fordæmisréttar. Fjórði
hluti beinir sjónum sínum að skrif-
um Breta um samfélag og menn-
ingu Íslendinga á 19. öld. Hér er
fjallað um þjóð- og mannfræðileg
sjónarmið, viðhorf til framfara og
stéttskiptingar, hugmyndir um
siðmenningu og andlegt líf.
Fimmti og síðasti hluti fjallar um
íslensk stjórnmál sem uppsprettu
pólitískrar umræðu í Bretlandi,
einkum hugmyndir um stjórn-
skipun, pólitískar dyggðir og þjóð-
ernishyggju, en umræða um sjálf-
stæðisbaráttu Íslendinga var háð
af miklu kappi á síðum breskra
dagblaða á tímabilinu og náði auk
þess inn í neðri málstofu breska
þingsins, einkum í tengslum við
umræðu um frumvarp til heima-
stjórnar á Írlandi 1886 og 1893.
Markmið ritgerðarinnar er að
skýra þá miklu togstreitu og þver-
sögn sem einkenndi breskan hug-
myndaheim og benda á samhengið
á milli þeirra hugmynda sem ís-
lensk menning mótaði.
Leiðbeinandi Sigrúnar var dr.
Jose Harris, rannsóknarprófessor
við Oxfordháskóla, en andmæl-
endur við doktorsvörn voru Janet
Howarth, dósent í sagnfræði við
sama skóla, og dr. Andrew Wawn,
dósent við háskólann í Leeds.
Doktorsverkefni Sigrúnar var
styrkt af Rannsóknarráði Íslands,
Hagþenki, Minningarsjóði Björns
Þorsteinssonar og Gjöf Jóns Sig-
urðssonar.
Sigrún er fædd 9. apríl 1967.
Hún lauk stúdentsprófi af nátt-
úrufræðibraut frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð vorið
1987 og B.A. prófi í sagnfræði og
almennri bókmenntafræði frá Há-
skóla Íslands árið 1991. Hún lauk
M.Phil prófi í hagsögu frá Ox-
fordháskóla árið 1995.
Sigrún er dóttir Sigríðar Helga-
dóttur, meinatæknis, og Páls Sig-
urðssonar, starfsmanns Keldna (d.
1997). Maki Sigrúnar er Bragi
Ólafsson, rithöfundur, og á hann
þrjú börn, Hrafnhildi, Konráð og
Hákon.
Doktorspróf í sagnfræði
Sigrún
Pálsd́óttir
GERÐUR Gröndal, sérfræð-
ingur í lyf- og gigtarlækningum,
varði doktorsritgerð sína við Kar-
olinska In-
stitutet í Stokk-
hólmi 12.
september síð-
astliðinn. Leið-
beinendur voru
Ingrid Lundberg
yfirlæknir, Lars
Klareskog pró-
fessor við Karol-
inska-sjúkra-
húsið í
Stokkhólmi, og Kristján Steinsson,
yfirlæknir á Landspítala og Rann-
sóknarstofu í gigtsjúkdómum.
Andmælandi var Tom Huizinga,
prófessor við Háskólasjúkrahúsið í
Leiden í Hollandi.
Í ritgerðinni er fjallað um rauða
úlfa (systemic lupus erythemato-
sus (SLE)) sem er margþátta
sjálfsofnæmissjúkdómur. Orsakir
sjúkdómsins eru enn að mestu
óþekktar, en talið er að um sam-
spil erfða og umhverfisþátta sé að
ræða.
Rannsóknirnar sem liggja til
grundvallar voru gerðar á íslensk-
um og sænskum sjúklingum með
rauða úlfa og voru samvinnuverk-
efni Karolinska Institutet og
Rannsóknarstofu í gigtsjúkdóm-
um.
Þáttur erfða var metinn með
rannsóknum á fjölskyldum með
ættlægan sjúkdóm (fleiri en eitt
tilfelli í fjölskyldu). Hérlendis hef-
ur verið safnað mikilvægum efni-
viði, eða yfir fjórtán fjölskyldum
með ættlægan sjúkdóm. Þessar
fjölskyldur hafa verið skoðaðar ít-
arlega með tilliti til erfðabreyti-
leika.
Einnig voru athuguð frumuboð-
efni í fjölskyldum með ættlæga
rauða úlfa, aðallega interleukin-10
(IL-10) sem talið er mjög mik-
ilvægt í meingerð sjúkdómsins.
Boðefni þetta fannst í auknu
magni í blóði sjúklinga og ætt-
ingja þeirra. Bendir þetta til
áhrifa erfðaþátta á ákvörðun
þessa boðefnis, að minnsta kosti
að hluta til. Þá var IL-10 og nátt-
úrulegur frumudauðí (apoptosis)
athugaður hjá sjúklingum með
rauða úlfa og einkennalausum
mökum þeirra. Reyndist hvort
tveggja til staðar í auknum mæli í
sjúklingunum jafnt sem mökum
þeirra, sem bendir til samverkandi
áhrifa umhverfis- og erfðaþátta.
Að lokum var tíðni annarra
sjálfsofnæmissjúkdóma athuguð í
fjölskyldum með ættlæga rauða
úlfa. Athyglisvert er að í þessum
fjölskyldum er hækkuð tíðni ým-
issa annarra sjálfsofnæm-
issjúkdóma hjá sjúklingum og ætt-
ingjum þeirra. Má þar nefna
liðagigt, sóra (psoriasis), skjald-
kirtilssjúkdóma, Sjögrenssjúkdóm
og sykursýki. Niðurstöður þess-
arar rannsóknar benda til þess að
ákveðnir erfðafræðilegir þættir
séu sameiginlegir í mismunandi
sjálfsofnæmissjúkdómum.
Gerður Gröndal fæddist í
Reykjavík 1966, lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1986 og kandídatsprófi frá lækna-
deild Háskóla Íslands 1992. Hún
varð sérfræðingur í lyf- og gigt-
arlækningum frá Karolinska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í des-
ember 2000. Gerður er dóttir
hjónanna Gylfa Gröndal rithöf-
undar og Þórönnu Tómasdóttur
menntaskólakennara.
Eiginmaður Gerðar er Þórður
Þórðarson lögmaður og eiga þau
eina dóttur.
Doktorspróf í læknisfræði
Gerður
Gröndal
Á HEIMILISSÝNINGUNNI sem
haldin var helgina 6.-10. september
stóðu Íslensku bókaklúbbarnir fyrir
getraun sem fólst í að svara nokkr-
um laufléttum spurningum. Vinn-
ingar voru í boði og tók fjöldi manns
þátt í getrauninni.
Meðal vinninga var heimilis-
bókasafn að verðmæti 275.000 kr. og
kom sá vinningur í hlut Soffíu Helgu
Valsdóttur. Ferð fyrir tvo til Prag
með Heimsferðum hlaut Steinunn
Guðjónsdóttir. 10 þátttakendur
hlutu ársáskrift á ritröðinni Íslands
þúsund ár og aðrir 10 fengu flísteppi
merkt Íslensku bókaklúbbunum.
Dröfn Þórisdóttir, forstöðumaður Íslensku bókaklúbbanna,
afhendir Soffíu Helgu Valsdóttur heimilisbókasafnið.
Hlaut heimilis-
bókasafn í vinning
BIRGIR Arnar, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins Otto B. Arnar efh.,
gagnrýnir Ríkiskaup og segir að
stofnuninni hafi verið bent á að ör-
yggisfilma í ökuskírteinum, sem nú
er verið að afleggja, hafi ekki hlotið
viðurkenningu. Hann gagnrýnir
einnig nýju ökuskírteinin, sem
framleidd eru í Þýskalandi og nú
er verið að taka í notkun. Birgir
segir að á ökuskírteinunum nýju
verði myndir af skírteinishöfum
svarthvítar og sé það, að hans mati,
mikil afturför.
Reiknistofa bankanna framleiðir
debet- og kreditkort fyrir íslenska
bankakerfið með litmyndum með
vélbúnaði sem Otto B. Arnar út-
vegaði og einnig leggur fyrirtækið
til þau hráefni sem lúta að sjálfri
vinnslunni. Birgir segir að áður en
efnt var til útboðs um gerð þeirra
ökuskírteina sem nú er verið að
taka úr notkun, hafi fyrirtækið
bent Ríkiskaupum á að öryggis-
filma sem notuð var í skírteinin
hefði ekki hlotið viðurkenningu. Í
ljós kom síðan að óeðlilega skömm
ending var á skírteinunum og
myndir hurfu af þeim eða dofnuðu
þannig að fólk varð óþekkjanlegt.
„Við útvegum bankakerfinu efni í
bankakortin sem eru laus við öll
vandamál. Myndir í þeim dofna
ekki. Þegar skírteinin voru boðin
út 1997 kom tilboð frá dönsku fyr-
irtæki sem bauð hagstæðasta verð í
heildarpakkann, þ.e. í kortin sjálf
og öryggisfilmuna. Ég hafði sam-
band við framleiðanda vélarinnar
sem átti að nota við framleiðslu
kortanna. Hjá þeim fékk ég þær
upplýsingar að filman, sem var
framleidd af frönsku fyrirtæki,
hefði komið til þeirra til prófunar
og ekki staðist gæðakröfur,“ segir
Birgir. Hann benti Ríkiskaupum á
að filman væri ekki viðurkennd en
fékk þau svör að danski seljandinn
héldi því fram að filman hefði verið
prófuð og gengi í vélina. Fljótlega
eftir að skírteinin voru tekin í notk-
un fór að bera á því að myndir á
þeim voru farnar að dofna. Birgir
ritaði þá dómsmálaráðuneytinu
bréf og lýsti því þar að fyrirtæki
hans byggi yfir tækni og búnaði til
þess að framleiða skírteini með
betri endingu. Birgir segir að ráðu-
neytið hafi ekki svarað bréfinu.
Framleiðsla skírteinanna var
boðin út að nýju og samið við
þýska fyrirtækið Bundesdruckerei
í Þýskalandi sem beitir leysitækni
við framleiðsluna. Þessi skírteini er
nú verið að taka í notkun. Birgir
segir að þetta sé ný tækni sem sí-
fellt sé verið að endurbæta.
Horfið til gamalla tíma
„Myndirnar á skírteinunum
verða svarthvítar. Það er verið að
hverfa aftur til gamallar tíðar með
þessu móti. Reyndar er leysitækn-
in viðurkennd erlendis en ástæðan
fyrir því að Norðurlöndin og Þjóð-
verjar notast við svarthvítar mynd-
ir er kostnaðaraukinn við útgáfu
skírteina með litmynd. Það er ekki
hægt að gera litmynd með leysi-
tækninni ennþá,“ segir Birgir.
Hann bendir á að margir bankar
í Bandaríkjunum hafi sameinað
þessa tvo kosti, þ.e. litljósmynd og
leysitækni. Þá er gerð skuggamynd
af litmyndinni með leysitækni. Sé
reynt að falsa litmyndina er alltaf
til staðar skuggamynd af litmynd-
inni föst inni í kortinu.
„Við buðum þessa tækni í gegn-
um Reiknistofu bankanna en til-
boðið var hærra en þýska tilboðs-
gjafans. Að vísu hafa menn ekki
skoðað verðtilboðið frá réttum
sjónarhóli. Reiknistofa bankanna
bauð upp á að vinna kortin hérna
heima með því að setja upp leysi-
búnað við þeirra vél. Þýska fyr-
irtækið býður kortin og leysisetn-
inguna en þá stendur eftir
kostnaður sem ekki er boðinn út,
sem er allt myndnámið. Nú þarf að
setja upp myndskanna á öllum lög-
reglustöðvum. Þetta var ekki boðið
út en var þáttur í því tilboði sem
Otto B. Arnar lagði fram í sam-
vinnu við Reiknistofu bankanna,“
segir Birgir.
Svarthvítar
myndir í nýju
ökuskírteinunum
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060