Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 57
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 57 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Biblíulestur og fræðsla í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20 í umsjá sóknarprests. Orð postulans „allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrk- an gjörir“ verða höfð að leiðarljósi við íhugun orða ritningarinnar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10- 12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheim- ilinu kl. 14-16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björns- dóttir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Ath. breyttan tíma. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn. Fræðsla: Agi, ástrík leiðsögn. Hall- veig Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Upplestur, söngstund, kaffispjall. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunn- ar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar kl. 12-12.10. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14. Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, tollfulltrúi og fíkniefna- hundaþjálfari, kemur í heimsókn ásamt fíkniefnahundinum Bassa. Þjónustuhópur Laugarneskirkju, kirkjuvörður og sóknar- prestur annast stundina. Kl. 17.30-22 sálgæslunámskeið Teo van der Weele „Hjálpað með blessun“. (Sjá síðu 650 í textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf aldraðra nk. laug- ardag 20. október kl. 14. Farið verður í skoðunarferð í verslunarmiðstöðina Smáralind. Kaffiveitingar í kaffiteríu Perl- unnar. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dóm- kirkju og Neskirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Bolli og Sveinn. Reykjavíkurprófastsdæmi og leikmanna- skóli kirkjunnar. Boðið verður upp á Bibl- íulestra þar sem tekin verða fyrir ákveðin þemu í Biblíunni og þau sett í samhengi við prédikunartexta kirkjuársins. Sjö dagsverk. Fjallað verður um sköpun heimsins samkvæmt fyrstu Mósebók. Átta skipti í Breiðholtskirkju kl. 20-22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10-12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða. Léttar veitingar eftir stundina. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og Bibl- íulestur í Gerðubergi kl. 10.30-12 í um- sjón Lilju, djákna. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir og ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.-9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgur- um í dag kl. 14.30-16.30 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM fundur fyrir stráka á aldrinum 9-12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Umræðu- og leshópur starfar í safnaðarheimilinu kl. 20– 21. Biblíu- og trúfræðsla fyrir alla. Kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 21.00. Ath. breyttan tíma. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og fyrirbænir. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimili eftir stundina. Allir vel- komnir! Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10- 12 ára kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10-12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10-12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla á fimmtudögum frá kl. 13.15-14.30. Landakirkja. Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf FRÉTTIR FYRSTA Arkarmótið fór fram 12.– 14. október á Hótel Örk. Mótið var haldið af Hótel Örk, Guðlaugi Sveinssyni, Stefáni Garðarssyni, Sveini Rúnari Eiríkssyni og Brids- sambandi Íslands. Bridssamband Íslands kom að mótinu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu heims- meistarar í brids. Arkarmótið skipt- ist í tvö mót, tvímenning annars veg- ar og sveitakeppni hins vegar. Tvímenningurinn byrjaði föstudag- inn 12. október og var spilaður Monrad barómeter með þátttöku 38 para. Lokastaðan varð: Helgi Sigurðss. – Helgi Jónss. +265 Jón Baldurss. – Þorlákur Jónss. +190 Ólafur Láruss. – Rúnar Magnúss. +151 Guðjón Bragas. – Vignir Haukss. +128 Ísak Ö. Sigurðss. – Erlendur Jónss. +126 Guðm. Halldórss. – Hlynur Angantýss.+122 Ljósbrá Baldursd. – Ásmundur Pálss. +96 Þröstur Ingimarss. – Þórður Björnss. +95 Daníel M. Sigurðss. – Heiðar Sigurj.ss. +93 Helgarnir fengu 150.000 kr. fyrir 1. sæti auk þess sem þeir eru fyrstir til að fá að varðveita Arkarskálina, farandbikar mótsins, í eitt ár. Veitt voru peningaverðlaun fyrir 7 efstu sætin að andvirði 500.000 kr. 23 sveitir tóku þátt í sveitakeppni Arkarmótsins. Spilaðar voru 7 um- ferðir af 8 spila leikjum. Eftir tvísýna baráttu framan af var ljóst að í lokin mundi sigurinn lenda hjá sveit Oklahoma eða sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands. Sveit Oklahoma hafði nokkuð öruggan vinning í lokin og munaði þar tölu- vert um innbyrðisviðureignina auk þess sem sveit Oklahoma gaf aðeins út einn impa í þremur síðustu leikj- unum. Sveit Oklahoma skipuðu Guðlaug- ur R. Jóhannss., Örn Arnþórss., Jón Baldurss. og Þorlákur Jónss. Fengu þeir í sigurlaun 120.000 kr. auk þess að fá til varðveislu í eitt ár veglegan farandgrip. Lokastaðan varð annars þessi: Oklahoma 143 Ferðaskrifstofa Vesturlands 131 Villi JR 124 Björn Þorlákss. 122 Erla Sigurjónsd. 119 Páll Valdimarss. 118 SPRON 110 Múspelzsveitin 110 Alls voru veitt 300.000 kr. í verð- laun fyrir sveitakeppnina. Mótið þótti takast í alla staði vel. Aðstaðan á mótinu var frábær. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Fjórir af heimsmeisturunum mynduðu sveit og sigruðu í sveitakeppni Arkarmótsins. Talið frá vinstri: Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. Sigurvegararnir í tvímenningnum á Arkarmótinu. Talið frá vinstri: Rúnar Magnússon, Ólafur Lárusson, frændurnir Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson, Þorlákur Jónsson og Jón Baldursson. Ágæt þátttaka í Arkarmótinu Íslandsmót í einmenningiMótið verður spilað í Hreyfilshús- inu 3. hæð 19.-20. október. Spila- mennska hefst föstudag kl. 19.00 og lýkur laugardag um kl. 18.00. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Ei- ríksson og keppnisgjald er kr. 2.500. Allir spila sama kerfið, þ.e. einfalt Standard-kerfi og er hægt að nálgast það á skrifstofunni eða fá kerfið sent í tölvupósti. Skráning er í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is, en henni lýkur í dag kl. 17 vegna skipulags mótsins. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar lokið er 13 umferðum í Barómeter 2001 er röð efstu para eftirfarandi. Sigurður Steingrímss. – Vilhjálmur Sig. 117 Björn Árnason – Andrés Ásgeirsson 84 Hermann Friðrikss. – Jón Hjaltason 72 Unnar A. Guðmundss. – Viðar Jónsson 66 Arngunnur Jónsd. – Harpa F. Ingólfsd. 46 Guðrún Jóhannesd. – Kristjana Steingr. 43 Bestu skor 11. okt. sl. Sigurður Steingrímss. – Vilhjálmur Sig. 86 Unnar Atli Guðmundss. – Viðar Jónsson 71 Arngunnur Jónsd. – Harpa Fold Ingólfsd. 67 Guðrún Jóhannesd. – Kristjana Steingr. 44 Fimmtán pör í Norðurlands- móti vestra í tvímenningi Norðurlandsmót vestra í tvímenn- ingi var haldið sunnudaginn 14. okt. á Skagaströnd. Alls mættu 15 pör til leiks og voru spiluð 60 spil með barometer-fyrirkomulagi. Úrslit urðu sem hér segir, 7 efstu pör: Björn Friðrikss. - Björn G. Friðrikss. 99 Erlingur Sverriss. - Unnar A. Guðmundss.43 Guðni Kristjánss. - Eyjólfur Sigurðss. 33 Ingibergur Guðmundss. - Gunnar Sveinss.12 Ágústa Jónsd. - Ingibjörg Guðjónsd. 10 Jón Örn Berndsen - Ásgr. Sigurbjörnss. 9 Benedikt Sigurjónss. - Georg Ragnarss. 2 Spilað um Bermúda- skálina í París Eins og fram hefir komið í þætt- inum var ákveðið að flytja heims- meistaramótið frá Balí til Parísar vegna stríðsátakanna. Mótið hefst sunnudaginn 22.okt. og lýkur 3. nóv. Spilað er um Bermúdaskálina í opn- um flokki, Feneyjabikarinn í kvennaflokki, einnig er spiluð sveita- keppni í öldungaflokki í fyrsta sinn. Allar upplýsingar og úrslit eru á heimasíðu WBF: bridge.gr Evrópumót para 2002 Evrópumót í paratvímenningi og -sveitakeppni verður haldið í Oost- ende í Belgíu 16.-22. mars 2002. Skráning og allar upplýsingar um mótið á skrifstofunni í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Skráningarfrest- ur er til 31.janúar 2002. Ársþing Bridssambandsins á sunnudaginn 53. Ársþing Bridssambands Ís- lands verður haldið í Hreyfilshúsinu 3.hæð, sunnudaginn 21.október nk., þingið hefst kl. 10.00. Formenn bridgefélaganna eru minntir á að senda inn kjörbréfin sem fyrst, fax 587 9360 Allir svæðaformenn eiga einnig rétt til setu á ársþinginu. Bridsfélag Suðurnesja Sveitarokki er lokið með sigri Randvers Ragnarssonar, Svölu Páls- dóttur og Guðjóns Svavars Jensen. Randver – Svala – Svavar 120 Sigurður Alberts. – Jóhann Benediktss. 114 Gunnar Guðbjörnss. – Kjartan Sævarss. – Gunnar Sigurjónss. 108 Karl Einarss. – Guðjón Óskarss. – Karl G. Karlsson 107 Næsta keppni er þriggja kvölda barómeter. NÝ ÞJÓNUSTA Íslandssíma, kjarnaáskrift svokölluð, þar sem við- skiptavinum býðst að hringja ókeyp- is í fjögur númer innan kerfis fyr- irtækisins til áramóta, er fyrst og fremst ætluð til að vekja athygli á styrkleikum í verðskrá Íslandssíma, þar sem lögð er áhersla á hagstætt verð á milli einstakra hópa, að sögn Péturs Péturssonar, upplýsinga- og kynningarstjóra Íslandssíma. „Tilboðið er hvort tveggja í senn ætlað nýjum og eldri viðskiptavinum fyrirtækisins og í því felst að þeir geta hringt ókeypis í fjögur númer innan kerfisins til áramóta, eða hátt í þrjár klukkustundir á dag,“ segir Pétur. „Með því að taka tilboðinu getur fólk sparað verulega fjármuni og því er jafnframt ætlað að hvetja viðskiptavini Íslandssíma til að benda kunningjum og fjölskyldu- meðlimum á þessa sparnaðarleið, þannig að sem flestir fái notið til- boðsins.“ Í blaðinu í gær segir upplýsinga- fulltrúi Símans, Heiðrún Jónsdóttir, að auglýsing um tilboðið sem birtist í blaðinu á þriðjudag sé villandi og að þar komi ekki fram að eingöngu sé um innankerfis símtöl að ræða. „Bent var á vefsíðu félagsins í aug- lýsingunni og upplýsingasíma þar hægt er að leita svara við öllum spurningum sem kunna að vakna. Í útvarpsauglýsingum kom fram að um ókeypis hringingar í önnur núm- er Íslandssíma er að ræða, það verð- ur einnig gert í blaðaauglýsingum hér eftir. Að sjálfsögðu nær þetta til allra hringinga hérlendis.“ Eftir að tilboðinu lýkur um ára- mótin kosta símtöl í fjögur númer kjarnaviðskiptavina 7,50 kr. á mín- útu á daginn og 5,50 á kvöldin með binditíma. Ekkert stofngjald er í kjarnaáskrift og áskriftargjald er 600 krónur á mánuði. Pétur segir að vilji fólk skipta um eitt eða fleiri þeirra fjögurra númera sem upphaf- lega eru valin til að hringja í, kosti slík þjónusta 300 kr. í hvert skipti. Íslandssími býður ókeyp- is símtöl til áramóta SR. ÞÓRHALLUR Heimisson, prestur í Hafnarfirði, ræðir um hjónabandið og fjölskylduna í safnaðarheimilinu Vinaminni, Akranesi, í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Fyrirspurnir á eftir. Sr. Þórhallur mun fjalla um samskipti kynjanna; vonir, vænt- ingar og vonbrigði – og hvernig má styrkja samskipti og tjáskipti hjóna. Þúsundir Íslendinga hafa sótt fyrirlestra og námskeið sr. Þórhalls vítt og breitt um landið. Heitt á könnunni. Ókeypis að- gangur. Fjölmennum! Sóknar- prestur. Taizé í Háteigskirkju TAIZÉ-kvöldmessur eiga sér þó nokkra hefð í Háteigskirkju. Ung- ir sem aldnir eru velkomnir á fimmtudagskvöldum klukkan átta til þess að eiga saman taizé-stund í Háteigskirkju. Form taizé-messunnar er þó nokkuð frábrugðið því formi sem við eigum að venjast í hefð- bundnum messum. Segja má að þar sé einfaldleikinn í fyrirrúmi. Og það er einmitt þessi einfald- leiki sem margir kirkjugestir telja kost taizé-messunnar. Á heimasíðu Háteigskirkju www.hateigskirkja.is er hægt að fræðast nánar um uppruna taizé- messunnar. Taizé er lítið þorp skammt frá Cluny í austurhluta Frakklands og þaðan berst hefðin út um allan heim, meðal annars í Háteigskirkju. lagsráðgjöf og uppeldisfræðum til kennsluréttinda frá sama skóla. Síðan lauk hann embættisprófi í sálfræði við Lundar-háskóla og sérnámi í fjölskyldumeðferð á veg- um Endurmenntunarstofnunar HÍ. Dagskrá námskeiðsins verður sem hér segir: Kl. 10.15-11: Mann- leg samskipti, t.d. á vinnustað og í skóla. Fyrirlestur og umræður. Kl. 11.15: Sjálfsímynd og sjálfsöryggi. Fyrirlestur og umræður. Léttur málsverður verður í hádegi og síð- an samantekt og umræður kl. 13- 14. Allir eru velkomnir og nám- skeiðið er þátttakendum að kostn- aðarlausu, en vægt gjald, 300 kr., verður tekið fyrir veitingar. Hjónakvöld í Akraneskirkju Akraneskirkja Mannleg samskipti, sjálfsímynd og sjálfstraust SÆMUNDUR Hafsteinsson, sál- fræðingur, heldur námskeið um mannleg samskipti, sjalfsímynd og sjálfstraust í Kirkjulundi, safn- aðarheimili Keflavíkurkirkju, laugardaginn 20. okt. kl. 10-14. Sæmundur er Suðurnesjamönnum að góðu kunnur. Hann starfaði á sínum tíma sem sálfræðingur Reykjanesbæjar, en er nú fé- lagsmálastjóri í Hafnarfirði. Sæ- mundur lauk BA-prófi í sálfræði frá HÍ og embættisprófi í fé-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.