Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 33 KRINGLUKAST 20% afsláttur af Kringlukastsvörum Yfirhafnir, bolir, peysur og blússur Opið í Kringlunni til kl. 21.00 í kvöld Kringlunni, sími 588 1680, v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Tilboðið er í gildi í báðum verslunum. SAMTÖK um leikminjasafn voru stofnuð fyrr á þessu ári og hefur á þeim stutta tíma komið sér upp skrif- stofuaðstöðu í húsnæði Reykjavík- urakademíunnar við Hringbraut og hafið skráningu gagna inn á Sarp sem er gagnagrunnur Þjóðminja- safnsins. Að sögn Ólafs J. Engilbertssonar leikmyndahönnuðar er hafinn undir- búningur sýningar sem bera mun yf- irskriftina Laxness og leiklistin og mun hún fjalla um tengsl Halldórs Laxness við íslenska leiklist, leikrit hans sjálfs og sýningar í leikhúsun- um á verkum hans. „Sýningin verður sett upp á 1. hæð Þjóðmenningar- hússins og verður með mjög fjöl- breyttu sniði. Þarna gefur að líta leik- in atriði, kvikmyndabúta og alls kyns muni sem tengjast verkum hans á þessu sviði,“ segir Ólafur og leggur áherslu á að við undirbúninginn verði möguleikar margmiðlunar nýttir eft- ir föngum. „Við höfum þegar fengið Rúnar Guðbrandsson leikstjóra til að sjá um leiklistarflutninginn.“ Ólafur hefur að undanförnu stund- að nám í sagnfræði og ritgerð hans til BA-prófs fjallar um leikmyndlist, leikmyndahönnun og brúðugerð, á Íslandi frá 1950. Hann hlaut nýverið styrk frá Listasafni Háskóla Íslands til útgáfu ritgerðarinnar en kveðst ætla að nýta efni hennar til áfram- haldandi rannsókna á MA-stigi og segist Ólafur hafa notið dyggrar leið- sagnar Eggerts Þórs Bernharðsson- ar við rannsóknirnar. „Okkur hafa borist góðar gjafir að undanförnu og ber sérstaklega að nefna að Penninn gaf okkur veru- legan afslátt við kaup á tölvubúnaði sem nauðsynlegur er til skráningar gagna. Þá hefur Magnús Pálsson fært okkur líkön og teikningar af verkum sínum fyrir leikhúsið og einnig færði Gunnar Bjarnason okk- ur líkön og teikningar eftir Lothar Grund en hann starfaði fyrir Þjóð- leikhúsið á 6. áratugnum og var hér búsettur um 10 ára skeið,“ segir Ólaf- ur sem skipar starfsstjórn Leik- minjasafnsins ásamt þeim Jóni Við- ari Jónssyni, Birni Björnssyni, Jóni Þórissyni og Sveini Einarssyni. Ólafur er á förum til Helsinki ásamt Jóni Viðari á árlegan sam- starfsfund norrænna leiklistarheim- ildasafna en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í slíku sam- starfi. „Það er mjög mikils virði fyrir okkur að komast inn á þennan sam- starfsvettvang. Með því fáum við upplýsingar og aðstoð við skipulagn- ingu og uppbyggingu safnsins og höf- um möguleika á að efna til samstarfs um sýningar og sækja um styrki til þess til Evrópusambandsins.“ Að sögn Ólafs er safnið nú þegar í stakk búið til að taka við munum til geymslu. „Við höfum komið okkur upp eldtraustri geymslu þar sem við getum geymt muni sem okkur ber- ast. Við höfum notið stuðnings menntamálaráðuneytisins til að hleypa þessu starfi af stokkunum en nýlega kom Íslandsbanki til skjal- anna með myndarlegu framlagi. Nú erum við að leita eftir fjármagni til að kosta Laxnesssýninguna. Við von- umst eftir að uppfylla skilyrði sem gerð eru til safna svo Leikminjasafn- ið fái rekstrarstyrk af fjárlögum. Það kemur vonandi fljótlega að því,“ segir Ólafur J. Engilbertsson talsmaður Samtaka um leikminjasafn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Líkön af leikmyndum eru oft völundarsmíð. Líkan Steinþórs Sigurðssonar af Spanskflugunni hjá LR 1993. Sýning um Laxness og leiklistina í undirbúningi Nýstofnað Leikminjasafn með mörg járn í eldinum HALLDÓR Guðmundsson, forstjóri Eddu, heldur fyrirlestur í Goethe- Zentrum á Laugavegi 18 í kvöld kl. 20. Þetta er annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð sem ber titilinn „Sýn mín á Þýskaland“. Halldór, sem bjó í Bonn fram á unglingsár og hefur síðan haldið nánum tengslum við land og þjóð, er gjörkunnugur hinum þýska hugsun- arhætti og miðlar af reynslu sinni í fyrirlestrinum sem fluttur er á ís- lensku. Mun Halldór m.a. tala um upplifun sína af viðskiptamiðstöðinni Frankfurt og bókasýningunni miklu þar í borg sem hann hefur sótt sl. 15 ár. Sýn á Þýskaland FYRSTA kvikmyndin sem hinn kunni rússneski leikstjóri Nikita Mikhalkov leikstýrði verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á laug- ardag kl. 15. Myndin heitir Einn af okkur meðal ókunnugra, ókunnugur okkar á meðal og fjallar um atburði í borgarastríðinu í Rússlandi 1918– 20. Skýringar eru á ensku, aðgangur er ókeypis. Mynd Mikhalkovs sýnd í MÍR ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.