Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 1
243. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. OKTÓBER 2001 ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) kvaðst í gær hafa hafið afvopnun í fyrsta sinn til að bjarga friðarsamn- ingnum á Norður-Írlandi frá 1998. Alþjóðleg afvopnunarnefnd stað- festi í gærkvöldi að IRA hefði eyði- lagt ótiltekinn fjölda vopna auk skotfæra og sprengjuefnis. David Trimble, fyrrverandi for- sætisráðherra n-írsku heimastjórn- arinnar, lýsti yfir ánægju með þetta skref og kvaðst myndu hvetja flokk sinn, Sambandsflokk Ulster, til að taka aftur upp stjórnarsamstarf við Sinn Fein, stjórnmálaarm IRA. Sagði Trimble að upp væri runninn dagur sem margir hefðu haldið fram að menn myndu aldrei líta. IRA sagðist hafa komið í fram- kvæmd áætlun sem alþjóðleg af- vopnunarnefnd samþykkti í ágúst. Samkvæmt áætluninni á IRA að taka vopn sín „algjörlega og sann- anlega úr notkun“ en ekki var í gær skýrt frá því hvernig það hefði verið gert. Mótmælendur vilja að vopnin verði eyðilögð en einnig hefur verið rætt um að loka vopnabúrum IRA, hugsanlega með því að steypa fyrir innganga þeirra. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, bar í gærkvöldi lof á IRA og sagði þessa ákvörðun marka „mikilvæg þáttaskil“ fyrir Írland, Norður-Írland, Bretland og raunar heiminn allan. Enn væri þó mikið starf óunnið og hvatti hann mót- mælendur og aðra hópa til að slíðra nú sverðin og afvopnast. IRA sagði ekkert um hversu mörg vopn hefðu verið tekin úr notkun. „Markmið okkar er skýrt. Þessari fordæmislausu ákvörðun er ætlað að bjarga friðarsamningnum og sannfæra aðra um einlægan vilja okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá IRA. Daginn áður hafði Sinn Fein ósk- að formlega eftir því að afvopnunin yrði hafin til að bjarga friðarsamn- ingnum. Breska dagblaðið Guardian sagði að óbeit almennings á hryðjuverk- um eftir árásina á Bandaríkin 11. september hefði stuðlað að ákvörð- un IRA. „Lýðveldissinnar vissu þá að ef þeir gæfu ekki eftir bráðlega færu ekki aðeins friðarumleitanirn- ar út um þúfur, heldur myndi Sinn Fein missa þann velvilja sem flokk- urinn hefur notið, einkum meðal írskra Bandaríkjamanna,“ hafði blaðið eftir bandarískum heimildar- manni. Martin McGuinness, aðalsamn- ingamaður Sinn Fein, neitaði þessu þó í gær og sagði að ákvörðun IRA snerist aðeins um friðarsamninginn. IRA hefur afvopn- un í fyrsta sinn Belfast. AP, AFP. AP N-írskar skólastúlkur að leik fyrir framan veggmynd af liðs- manni IRA í Belfast í gær. LEYNIÞJÓNUSTA Saddams Huss- eins, forseta Íraks, hefur komið út- sendurum sínum fyrir í Hollandi, Danmörku og Svíþjóð og þar safna þeir m.a. upplýsingum um banda- rísk skotmörk fyrir hryðjuverka- menn í Evrópu, að sögn Nabeel Musauui, fulltrúa útlægra samtaka andstæðinga Saddams, Íraska þjóð- arflokksins (INC), í London. Politik- en hefur eftir honum að þau viti nöfn á 11 virkum liðsmönnum Sadd- ams í Danmörku og átta í Svíþjóð. Musaaui segir innflytjendalög- gjöf þægilega viðfangs í þessum löndum en útsendararnir þykjast að jafnaði vera flóttamenn. Sænska ör- yggislögreglan segir að stofnunin hafi oft varað yfirvöld við og þau síðan hafnað umsóknum um land- vist. Politiken segir að margir Írakar og íraskir Kúrdar í Danmörku hafi sagt blaðinu frá ofsóknum af hálfu útsendaranna en enginn þori að gera það undir nafni af ótta við að kalla yfir sig hefndaraðgerðir ír- askra stjórnvalda. Allir viti um til- vist flugumanna Saddams og séu smeykir við að gagnrýna stjórn hans. „Hvar sem Írakar búa hafa þeir á tilfinningunni að útsendarar Sadd- ams Husseins nái til þeirra,“ sagði Osama Hamza hjá félagi Dana af íröskum uppruna. Íraskir út- sendarar í Danmörku ÍSRAELAR höfnuðu í gær ítrekaðri kröfu Bandaríkjamanna um að ísra- elskar hersveitir færu tafarlaust á brott frá öllum palestínskum land- svæðum. Sagði Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, að herir sínir myndu hvergi fara fyrr en Palest- ínumenn framseldu þá sem bæru ábyrgð á morðinu á ísraelskum ráð- herra, Rehavam Zeevi, sem skotinn var til bana fyrir viku. Krafa Bandaríkjamanna er sögð vera sú afdráttarlausasta sem þeir hafa gert til Ísraela um að þeir hafi sig á brott með herafla sinn frá sex bæjum á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna á Vesturbakkanum og fari ekki þangað aftur. Sagði banda- ríska utanríkisráðuneytið að aðgerð- ir Ísraela hefðu orðið til þess að auka verulega spennu og óeirðir fyrir botni Miðjarðarhafs. George W. Bush Bandaríkjafor- seti kom í gær að máli við Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sem átti fund með þjóðaröryggisráð- gjafa Bandaríkjanna í Washington. Eftir fundinn sagði Peres að Bush hefði sagt að óeirðirnar í Mið-Austurlöndum gerðu Banda- ríkjamönnum erfiðara um vik að halda saman alþjóðafylkingu í bar- áttunni við hryðjuverk. „Honum er mikið í mun að eld- arnir verði slökktir,“ sagði Peres um fund sinn með Bush. „Ég sagði að við myndum gera hvað við gætum til að bæla þá.“ Hörðustu aðgerðir síðan 1994 Tveir Palestínumenn féllu í gær þegar skotið var á þá frá ísraelskum skriðdrekum í bænum Tulkarem á Vesturbakkanum. Síðan Zeevi var myrtur sl. miðvikudag hafa ísra- elskar hersveitir fellt 30 Palestínu- menn í hörðustu aðgerðum sínum á Vesturbakkanum síðan Palestínu- menn fengu heimastjórn árið 1994. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í gær undir kröfur Bandaríkjamanna á hendur Ísraelum. Fulltrúar Evrópusambandsins, Rússlands og Bandaríkjanna áttu allir fundi með ísraelskum embættis- mönnum í gær eftir að hafa hitt Yasser Arafat, forseta heimastjórn- ar Palestínumanna. Hafna kröfu Bandaríkjanna Jerúsalem, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. Ísraelar segja herinn ekki hörfa BRETAR fullyrtu í gær að banda- mönnum hefði tekist að eyðileggja allar níu þjálfunarbúðir al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, í Afganistan. Bandaríkjaher hélt áfram loftárásum á skotmörk í landinu í gær og talsmenn Norður- bandalagsins kváðust hafa hafið nýja sókn gegn talibanahernum við borg- ina Mazar-e-Sharif. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að talið væri að al-Qaeda-samtökin hefðu starf- rækt níu þjálfunarbúðir fyrir hryðju- verkamenn í Afganistan áður en loft- árásirnar hófust, en nú hefði þeim öllum verið eytt. Hoon sagði einnig að árásir hefðu verið gerðar á níu herflugvelli talibana, sem væru nú að mestu óstarfhæfir, sem og 24 bæki- stöðvar talibanahersins. Viðurkenna mistök í Kabúl og Herat Bandaríska varnarmálaráðuneytið viðurkenndi í gær að þrjár sprengjur Bandaríkjahers hefðu villst af leið í Afganistan um síðustu helgi. Victoria Clarke, talsmaður ráðuneytisins, sagði að tvær 225 kg sprengjur hefðu hafnað á íbúðabyggð norðvestur af Kabúl á laugardag, en þeim hefði verið beint að herflutningabifreiðum í 0,8 km fjarlægð. Auk þess hefði 450 kg sprengja hafnað nærri elliheimili í borginni Herat í norðvesturhluta landsins á sunnudag, en henni hefði verið beint að hergagnageymslu í 90 m fjarlægð. Ekki væri vitað um mannfall af völdum þessara mistaka. Fyrr í gærdag hafði Stephanie Bunker, talsmaður Sameinuðu þjóð- anna í Pakistan, haft eftir starfs- mönnum SÞ í Afganistan að sprengja hefði hæft hersjúkrahús innan veggja herbúða talibana í Herat, en ekki væri vitað til þess að neinn hefði farist. Clarke sagði ekki ljóst hvort um væri að ræða sömu bygginguna. Talibanar fullyrtu á mánudag að herþotur bandamanna hefðu gert árás á sjúkrahús í Herat og orðið yfir 100 manns að bana, en Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug. Gefin út viðvörun Bandaríkjastjórn endurnýjaði í gærkvöldi viðvörun til bandarískra borgara erlendis um hættu á hryðju- verkum, þ.á m. sýklavopnaárásum. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, staðfesti í gærkvöldi að miltisbrandsgró hefðu fundist á póst- vél í miðstöð sem tekur við pósti til Hvíta hússins. Póstmiðstöðin er þó ekki í Hvíta húsinu sjálfu, heldur í herstöð í margra km fjarlægð. Fleischer sagði að miltisbrandur hefði hvorki greinst í Hvíta húsinu, né á bréfum í póstmiðstöðinni. Allar búðir al-Qaeda í Afg- anistan sagðar eyðilagðar Bandaríkjamenn viðurkenna að sprengjur hafi villst af leið Reuters Afganskt flóttafólk fer yfir landamærin til Pakistans við Chaman-landamærastöðina í gær.  Sjá bls. 20–21, 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.