Morgunblaðið - 24.10.2001, Side 37

Morgunblaðið - 24.10.2001, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 37 af aldamótakynslóð þeirri, sem nú er að mestu horfin yfir móðuna miklu. Anna var Reykjavíkurbarn, fædd á Njálsgötunni, elsta dóttir hjónanna Branddísar Guðmunds- dóttur frá Litla-Holti í Dölum og Árna Jónssonar frá Varmá í Mos- fellssveit. Aðrar dætur þeirra hjóna voru Unnur, Hlíf og Ragnhildur, sem nú er ein eftirlifandi þeirra systra. Þessar systur voru mjög samrýndar og ólust upp við leik og störf síns tíma. Amma Branddís stjórnaði heimilinu af röggsemi, en afi Árni dekraði dulítið við dætur sínar og er þessi vísa ort til þeirra á æskuskeiði: Anna heitir ágætt víf, Unnur laus við tildur, beggja systir brosleit Hlíf, blíð og góð Ragnhildur. Anna var fríð kona, dökk á brún og brá, geislandi af lífskrafti og hreif alla í kringum sig með næmri mælskulist sinni og samræðuhæfi- leikum, hvort sem hún talaði við lærða eða leika. Anna var sílesandi bæði sögur og ljóð og hafði stál- minni allt til síðustu stundar. Á æskuheimili hennar var tónlist í há- vegum höfð og ekki hittust fjöl- skyldan og vinir öðruvísi en að sungið væri og spilað. Lék þá Anna undir á píanó – en afi Árni á orgelið áður. Anna var mikill náttúruunn- andi og elskaði fegurð lands síns. Hún kenndi okkur börnunum nöfn fjalla og flóru og undruðumst við allt sem hún vissi og mundi. Og sunnudagsbíltúrarnir okkar, oftast Þingvallahringurinn, eru eins og perlur í ljósi minninganna. Anna giftist ekki, en unnusti hennar til margra ára var Ásberg Jóhannes- son, kennari. Dvöl hans á Vífils- staðaspítala og ytri aðstæður komu í veg fyrir hjónaband, en saman eign- uðust þau soninn Davíð Atla. Atli var líf og yndi móður sinnar. Hann hefur líka reynst henni góður sonur og var kærleikur þeirra hvors til annars fölskvalaus. Varla leið sá dagur að Atli heimsækti ekki móður sína eftir að hafa stofnað sitt eigið heimili, en eiginkona hans er El- ísabet Erlingsdóttir. Dætur þeirra eru Anna Rún og Hrafnhildur. Anna unni fjölskyldu sinni og bar hag hennar mjög fyrir brjósti, hún gat líka glaðst yfir góðum árangri henn- ar í námi og starfi. Anna í Happó – en svo var hún gjarnan nefnd, vann nær allan sinn starfsaldur hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Vinnan hjá Happdrættinu var hennar hálfa líf. Þar eignaðist hún góða vini og kunningja sem hún mat mikils og henni varð tíðrætt um. Anna var líka í eðli sínu afar dugleg og samviskusöm og mikils metin af samstarfsfólki sínu og yf- irmönnum, en þegar tölvuöldin gekk í garð, stóð hún upp úr stóli sínum enda „komin á aldur“ til að eftirláta hann yngra fólki – nýrri kynslóð. Heimili Önnu stóð lengst af í Þverholti 3 hér í borg, en síðustu tíu árin hefur hún dvalist á Dalbraut 27 í þjónustuíbúðum aldraðra. Þar undi hún hag sínum vel. Hún fór í göngu- ferðir, las eða föndraði, en handa- vinna hennar er sérkapítuli út af fyrir sig. Það lék allt í höndunum á henni, hvort sem hún heklaði, prjón- aði eða saumaði út, og var undravert að sjá konu á tíræðisaldri með svo fíngerða handavinnu. Það var engu líkara en Elli kerl- ing hefði gleymt Önnu, svo vel bar hún aldurinn, létt og kvik á fæti og teinrétt í baki. Þar kom þó að henn- ar var vitjað. Hún „bognaði þó aldr- ei, en brotnaði í bylnum stóra sein- ast“. Hlíf Samúelsdóttir. og var vel heima í flestu og ræðinn þegar á annað borð var farið að ræða saman. Æskustöðvarnar í Keldu- hverfi voru honum mjög hugleiknar og kærar og hann heimsótti þær þeg- ar hann fékk því komið við, alveg fram á síðustu ár. Stefán fékk friðsælt andlát í bráða- móttöku Landspítalans að morgni þriðjudagsins 16. október, eftir lang- varandi veikindi. Það er undarleg til- finning að kveðja í síðasta sinn mann sem hefur verið í nánasta skylduliði á svo langri leið. Láta sér skiljast að hann er horfinn af þessum heimi fyrir fullt og allt. En svo tekur við ný til- finning, þakklæti okkar fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið. Að leiðarlok- um vottum við Björg Guðrúnu, Sigurði Boga og Rögnu Hafdísi, Jóni Loga og barnabörnunum dýpstu samúð. Þau hafa mikið misst. Árni Benediktsson. Við systkinin kölluðum frænda okkar, Stefán Bogason, aldrei annað en Ædda og börnin okkar þekkja hann ekki undir öðru nafni. Gælu- nafnið varð til þegar sú elsta okkar á öðru ári bar orðið ,,frændi“ þannig fram að úr varð æddi. Nafnið var gripið á lofti og festist við nánasta frænda okkar. Æddi var eina systkin mömmu og hann sýndi börnum systur sinnar mikinn áhuga og alúð. Samskipti fjöl- skyldu minnar við litlu kjarnafjöl- skylduna hennar mömmu og stóru stórfjölskylduna móðurmegin voru alltaf mikil. Þetta fólk var ýmist flutt á mölina eða bjó enn í Kelduhverfi eða Húsavík. En allt var það að norðan og bar þess skýr merki. Kelduhverfið með sinni blessaðri veðurblíðu og fjöl- skrúðuga mannlífi í fábreytninni var í augum okkar systkinanna sælureitur þó að við þekktum þann stað aðallega úr sögum og samræðum afa og ömmu, Ædda og mömmu og allra ættingjanna að norðan sem voru ósparir á sögur sínar. Æddi sagði ekki bara sögur heldur festi hann æsku okkar á filmu. Öll tækin hans voru merkileg í okkar augum og við vissum ekki um annan mann sem átti kvikmyndavél og gat sýnt veruleikann bæði afturábak og áfram. Myndir – ekki síst lifandi myndir – hjálpa okkur að muna og minnast. Átta millimetra myndavélin hans Ædda fylgdist með og skjalfesti þroska okkar og útlitsbreytingar og gerði atburði æskunnar eftirminni- legri en ella. Dæmi um lítið atvik sem myndavélaropið hefur gert ódauðlegt í fjölskyldu okkar er þegar amma stóð rjóð og brosandi við steikarpott- inn nýbúin að taka upp úr honum fal- legustu laufaköku þeirrar aðventu. Á meðan Æddi filmaði ömmu með kök- una brotnaði listaverkið af gafflinum og datt með gusugangi í sjóðandi feit- ina á meðan brosið fraus á andliti ömmu. Sjálfsagt hefur Æddi skorið þessa köku sjálfur – hann skar alltaf falleg- ustu kökurnar. Handbragð Ædda var fallegt hvort sem um var að ræða laufaskurð, bókband eða fegrun heimilisins. Æddi og Guðrún voru samtaka um að eiga fallegt heimili og taka á móti gestum af myndarbrag og örlæti. Reyndar voru þau samhent um flesta hluti. Annað sem einkenndi Ædda var fróðleiksfýsnin. Bækurnar sem hann batt inn voru keyptar hjá fornsölum og hann hafði lesið þær spjaldanna á milli, ef svo má að orði komast, áður en hann batt þær inn. Hann sótti námskeið í sænsku og latínu, sögu og bókmenntum og sjálfsagt ýmsu fleiru, oft í félagsskap Sigurður Boga, sonar síns. Eftir að langri starfsævi sem heimilis- og svæfingarlæknir lauk, hóf hann nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, en varð frá að hverfa því heilsan var þá farin að gefa sig. Æddi var bakhjarl í lífi okkar. Hann var rólyndur, en hafði sterka kímnigáfu og smitandi, lágværan hlátur. Í návist hans voru engin vandamál óyfirstíganleg. Þó að hann kynni sjálfsagt betur við sig fyrir aft- an myndavélina en framan hafði hann sterka nærveru og þurfti í raun hvorki að segja neitt né aðhafast til að draga að sér athygli. Með árunum hafa tengsl okkar systkinanna við upprunafjölskylduna minnkað eins og gengur. Afi og amma dóu og við eignuðumst aðrar stórfjöl- skyldur. En nú þegar enn eitt skarðið er höggvið í móðurfjölskyldu okkar að norðan stöldrum við við og hugsum um hve einkennilegt það er að tengsl- in við fólkið sem áður var svo stór hluti af lífinu skuli nú eingöngu vera lifandi um jólin. Á síðasta jóladag upplifðum við sannarlega æskujólin. Þá hittum við Ædda og Guðrúnu og afkomendur þeirra. Við sungum og gengum í kringum jólatréð, borðuð- um kalt hangikjöt og laufabrauð, spil- uðum bingó og púkk og síðast en ekki síst horfðum við á gömlu átta milli- metra upptökurnar sem nú voru komnar á nútímalegra myndbands- form. Þarna sátu þrjár kynslóðir af- komenda afa og ömmu og horfðu á sameiginlega fortíð á meðan yngsta kynslóðin var frædd um fjölskyldu- tengsl og henni sagðar ódauðlegar sögur af afa og ömmu. Enda þótt ætt- fræði og ættrækni séu yfirleitt ekki aðaláhugamál unglinga blundar þessi fræðsla örugglega með þeim alla ævi og hjálpar þeim í hinni eilífu leit að sjálfum sér. Missir Guðrúnar, Sigurðar Boga, Rögnu Hafdísar, Jóns Loga, Guðrún- ar Völu og Sigurbjarnar Boga er mestur. Við samhryggjumst þeim innilega. Margrét, Björg og Benedikt. Nú er hún Steina farin. Hún var barnfóstran mín, kom fljótlega eft- ir að hún var fermd. Hún kom með Laxfossi frá Akranesi, það var mikið ferðalag fyrir stúlku vart af barnsaldri, þannig var það þá. Bernska hennar náði fram að þeim tíma, vinnuævin tók við. Hún var manneskja, sem gaf svo undur mikið af sjálfri sér. Hún var al- þýðukona, hlý og góð. Bernskuminningar mínar um hana eru mér dýrmætar, þær hrannast upp hver af annarri. Ég STEINUNN ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Steinunn Ásta Guðmundsdótt-ir fæddist á Akranesi 5. nóv- ember 1929. Hún lést 16. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einars- son í Nýborg og Marta Jónsdóttir. Steinunn giftist Guðmundi Þ. Guðbjörnssyni, f. 27. mars 1922, d. 23. október 1995. Börn þeirra eru: Sigurbjörn Þór, f. 9. desember 1952; Marta Jóns, f. 23. mars 1955; Halldóra, f. 12. janúar 1957; drengur, f. 26. desember 1958, d. 18. apríl 1959; Guðmundur Smári, f. 21. mars 1960, og Sigurlaug Guðbjörg, f. 20. september 1961. Útför Steinunnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. man, þegar við láugum saman í grasinu, ég pínulítil og hún stærri, já miklu stærri, og hún sagði okkur hvað blómin hétu, kenndi okkur um náttúruna. Þá skein sólin, allt var bjart og hlýtt hið ytra og sem innra. Hún var Borgfirðingur og elskaði sveitina sína og systkina- hópinn sinn stóra. Ég skildi það svo að berin í Borgarfirðinum væru alveg sérstök, safaríkari og eftir- sóknarverðari en gerist og gengur, og réttardagarnir þar væru hátíð- isdagar, sem ættu hvergi sinn líka. Tíminn leið og ég varð líka stór. Ég fór að heilmsækja hana þar sem hún var gift og búsett á Akra- nesi. Nú var það Akraborgin, sem flutti mig. Ilmandi kökulyktin tók á móti mér á myndarheimilinu, sem hún hafði búið sér. Þar ól hún upp börnin sín fimm, verk móðurinnar og húsmóðurinnar voru mörg eins og alltaf hefur verið en það var hennar hlutverk, matseld, prjóna- skapur, umhyggja. Hugðarefnin voru heimilið, fjölskyldan, vinnan. Ég kveð nú konu, sem var mér kær, var mér og mínum góð. Ég er þakklát fyrir hana. Ég votta ykkur öllum, fjölskyldu hennar, mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Steinu. Erla Hallgrímsdóttir. >    "   "      & % (,  8H 8  ( O ##   + P  33 -#I@ DM*  6-      ? (@      1! "#!)1! !  #5##) #" -" -  2) # ,+! &   0* 2 " / 0+#1 &  " / 0+#1 ) 1)" 2/   # "#,+ ) 1)>) "#!  !$ " -  -%  8   A           7B3A3CDB3$!AEF7E@:-:GDDE3     1! "# !)5! ! )1 )-+ 6- $  "    "   &  ' 8<H8 8H 8  ( " 6"#4; +5 * 6-      );! "#      ,     9! "#!) !5 ! ) 1))2) "  0  (   #/+ ))  7#) " 0+#  #    6- $$) 1)" ) - )'$) 1) . # ) 1)$ '           < ( & 1 ) )1  J 3 6"#         ( 4! "#!)4! ! 05--  ( )- " 8) # ) - )-  1 >1)" "!-  -L " #1 - " ##+ )"  --         !  !"#!  !  !$ / ,      %      ,    " 78. ( .!+#" "#* 5 $ H   +   &  %   ,%( ,          "   "     % 8H 8  ( 0 1 /- =:$ '- , )6+" E"       !  !"#!  !  !$

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.