Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNDIRGÖNG undir Vífilsstaðaveg við Sjávargrund verða tilbúin til notkunar á næstu vikum. Ár er liðið frá gerð ganganna en þau hafa ekki verið í notkun þar sem tengingu hef- ur vantað við gönguleiðir hingað til. Að sögn Eiríks Bjarnasonar, bæj- arverkfræðings í Garðabæ, eru nokkur ár síðan ákveðið var að gera umrædd göng. „Þegar við gerðum aðalskipulag Garðabæjar 1997 kom athugasemd frá íbúum við Sjávar- grund um að það vantaði gönguleið fyrir skólabörn. Því var ákveðið að setja þessi göng á aðalskipulagið og í fyrra, þegar við gerðum Vífilsstaða- veg til vesturs frá Hafnarfjarðar- vegi, var ákveðið að setja þetta í framkvæmd.“ Göngin voru gerð í fyrrahaust en að sögn Eiríks hefur þröng aðkoma hindrað frágang við þau. „Við þurf- um að komast inn á lóð Sjávargrund- arinnar þar sem Alviðrublokkin er og höfum verið að reyna að ná samn- ingum við húsfélagið þar um. Hug- myndin er að fá smáskika af lóðinni og láta þá fá annað í staðinn til þess að við getum gert gönguleiðir til og frá göngunum. Göngin hafa ekki ver- ið í notkun en við erum að gera bráðabirgðatengingar að þeim núna til þess að þau verði virk og því verð- ur lokið á næstu vikum.“ Eiríkur segir göngin nýtast börn- um í Flataskóla og Garðaskóla auk þess sem þau tengist íþróttasvæðinu og raunar öllum miðbæ Garðabæjar. Kostnaður við framkvæmdina er á bilinu 10-15 milljónir króna. Undirgöng tilbúin á næstunni                         !     % & $ "%&  '    ($  )      Garðabær FORELDRAFÉLAG Víðistaða- skóla telur húsnæði skólans og að- búnað nemenda óviðunandi og hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryf- irvöld vegna þessa. Framkvæmda- stjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins segir ljóst að viðhaldi skól- ans hafi verið verulega ábótavant. Í bréfi til bæjarráðs Hafnarfjarð- ar segir varaformaður félagsins að húsnæði skólans sé gamalt og úr sér gengið auk þess sem aðstöðu vanti til kennslu í hinum ýmsu námsgreinum, s.s. heimilisfræði, tölvu- og tónlistarkennslu. „Skólinn lekur, salerni í eldri hluta skólans eru gömul og brýn nauðsyn á end- urnýjun þeirra, endurnýjun hús- gagna gengur hægt og matarað- staða nemenda í 1. til 7. bekk er engin,“ segir í bréfinu. Er vísað til ákvæðis grunnskólalaga um að hið síðasttalda skuli vera fyrir hendi. Þá er tíundað að félagsaðstaða nem- enda í barnadeild sé lítil sem engin þar sem sú aðstaða sem fyrir var hafi verið tekin undir tölvukennslu í vetur. Sagt er að skólalóðin sé vægast sagt í ömurlegu ástandi. „Leiktæki eru fá, aðstaða til bolta- og útileikja lítil, lýsing alls ekki nóg umhverfis skólann og lagfæring á tröppum vestan megin við skólann er enn ekki hafin.“ Þá er aðstaða félagsmiðstöðvar- innar Vitans gerð að umtalsefni en þetta er annað starfsár miðstöðv- arinnar í skólanum. Er þess getið að starfsemin hafi farið vel af stað og að almenn ánægja sé meðal nem- enda, kennara og foreldra með að fá félagsmiðstöðina inn í skólann. Hins vegar er bent á að aðstaða hennar í skólanum sé alls ekki við hæfi og sú minnsta í Hafnarfirði miðað við nemendafjölda. Bent er á að stólar og borð séu gólfföst sem rýri nota- gildi salarins og myrkvunartjöld vanti auk þess sem loftræsting sé ónóg og mataraðstaða of lítil. Loks er gagnrýnt að fjármagn til Vitans sé mun minna en til annarra félagsmiðstöðva þrátt fyrir að ung- lingadeild skólans sé ein sú fjöl- mennasta í bænum. Í niðurlagi bréfsins segir að for- eldrafélaginu sé kunnugt um að stækkun skólans og endurbætur séu á áætlun árið 2004. „Við viljum fyrir hönd barna okkar gera þá kröfu á bæjaryfirvöld að sofa ekki á verðinum fram að þeim tíma því úr- bóta er þörf á ofangreindum atrið- um hið fyrsta,“ segir í bréfinu og er óskað eftir fundi með bæjaryfirvöld- um vegna málsins. „Bæði tímafrekt og kostnaðarsamt“ Að sögn Halldórs Árnasonar, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, hefur þetta mál verið lengi til um- ræðu. Elsti hluti Víðistaðaskóla er 30 ára gamall en ástand bygging- arinnar er verra en aldur hennar gefur til kynna. Hann segir að undanfarið hafi verið reynt að gera nauðsynlegustu úrbætur. „Hins vegar er þetta allt bæði tímafrekt og kostnaðarsamt og á sama tíma höfum við verið að einsetja grunnskólana í Hafnarfirði. Röðin er ekki enn komin að Víði- staðaskóla og því er ekki óeðlilegt að foreldrarnir kvarti og geri at- hugasemdir við aðbúnaðinn,“ segir hann. Þegar hann er spurður um hvort skólinn hafi dregist afturúr varð- andi viðhald segir Halldór: „Miðað við aldur hússins og í ljósi þess að elsti hlutinn er þó hvað best farinn held ég að það sé nokkuð ljóst að viðhaldi skólans hefur verið veru- lega ábótavant.“ Eins og fram kemur í bréfi for- eldrafélagsins er gert ráð fyrir stækkun og endurbótum á skólan- um árið 2004. Halldór segir ekki sjáanlegt að einsetningu skólans verði flýtt. „Aftur á móti höfum við reynt að bregðast við þannig að forða megi enn frekari skemmdum með því að gera við lekaskemmdir og annað því um líkt. Eins höfum við gert átak í að bæta brunavarnir,“ segir hann og bætir við að næsta skref sé að ræða við fulltrúa foreldra og fá fram sjónarmið þeirra. Síðan verði kannað hvað bæjaryfirvöld geta gert til þess að koma til móts við þær athugasemdir. Húsnæði Víðistaða- skóla úr sér gengið Viðhaldi ábótavant, segir fulltrúi bæjarins Hafnarfjörður Morgunblaðið/Þorkell Foreldrar í Víðistaðaskóla segja húsnæði skólans gamalt og úr sér gengið og skólalóðina í slæmu ástandi. KIRKJUÞING, sem lýkur störfum í dag, samþykkti í gær að mótmæla einhliða sölu ríkisins á jörðum sem tengjast og tilheyra prestssetrum. Samkomulag hefur ekki náðst um sölu og ráðstöfun þessara eigna en kirkjuþing lýsti jafnframt yfir ánægju með jákvæða afstöðu kirkjumálaráðherra, Sólveigar Pét- ursdóttur, til þessa samningaferils. Einnig var í gær ítrekuð samþykkt fyrri kirkjuþinga um að prestssetur verði áfram á Þingvöllum. Átta mál hlutu afgreiðslu á þinginu í gær, en alls hafa 25 mál verið til umfjöllunar. Samþykkt hef- ur verið stofnun nýrrar sóknar og prestakalls í Kópavogi, Lindasóknar og Lindaprestakalls, sem taka á gildi 1. júlí á næsta ári. Önnur mál sem afgreidd voru í gær fjölluðu m.a. um rekstrarkostn- að prestsembætta, niðurlagningu kirkjubyggingarsjóðs, fjármál þjóð- kirkjunnar, skýrslu Prestssetra- sjóðs og breytingu á starfsreglum vígslubiskupa þannig að prófasts- dæmin á Austurlandi falli undir vígslubiskupinn á Hólum í stað Skálholts áður. Einnig var sam- þykkt í gær að greiða fyrir sam- skiptum við svonefndar fríkirkjur innan Þjóðkirkjunnar, þ.e. Fríkirkj- una í Reykjavík, Óháða söfnuðinn og Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Máli er fjallar um starfsreglur prests- embætta var vísað til biskups til frekari athugunar. Á kirkjuþingi hefur einnig verið samþykkt að skipa nefnd til að kanna fyrirkomulag um val á sókn- arprestum og prestum frá árinu 1987 til þessa dags. Enn fremur á nefndin að skilgreina hvernig áhrif safnaðanna „og sanngirni gagnvart prestastéttinni verði tryggð í reglum um val á presti“, eins og segir í samþykktri tillögu. Nefnd- inni er ætlað að leggja niðurstöður sínar og tillögur að breytingum ásamt greinargerð fyrir kirkjuþing 2002. Einhliða sölu ríkisins á kirkjujörðum mótmælt UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhildur Líndal, segir úrræði vanta sárlega fyrir heimilislausa unglinga eða ung- linga á götunni, m.a. í Reykjavík. Hún fagnar því hins vegar ef borgaryfir- völd ætla að fjölga úrræðum fyrir börn, samkvæmt því sem fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þór- hildur hefur líkt og Barnaverndar- stofa áhyggjur af réttarstöðu þeirra barna á landsbyggðinni sem koma af bágstöddum heimilum. „Ég hef meira komið að málum þar sem unglingar eiga í hlut, unglingar sem orðið hafa að flýja að heiman eða geta ekki búið heima hjá sér vegna vanda sem þar er fyrir. Mér sýnist þau úrræði sem Reykjavíkurborg hefur fyrir ung börn sem búa við erf- iðar aðstæður á heimilum vera í rétta átt og stefnan í samræmi við Barna- sáttmálann, með því að reyna að styðja sem mest við fjölskyldurnar þegar börnin eru ung að árum. Með því að loka öðru vistheimilinu get ég þó ekki ímyndað mér að það dugi að vera einungis með tvö einkaheimili en mér virðist af frásögn Morgunblaðs- ins að svo verði. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta dugar. En það er afar brýnt verkefni að leysa vanda unglinganna, sem er ekki vært heima fyrir. Ég er ekki eingöngu að tala um unglinga sem eru sjálfir í vímuefna- neyslu heldur þá sem hafa gefist upp vegna vandræðaástands heima fyrir og eru þar af leiðandi í mikilli hættu á að fara út af sporinu,“ segir Þórhild- ur. Heimilislausir unglingar hafa að- allega leitað í Rauðakross-húsið en á síðasta ári komu þangað 32 unglingar sem bjuggu við erfiðleika á sínum heimilum, þar af 14 stelpur og 18 strákar. Flest voru þau á aldrinum 14–17 ára. Fyrstu fimm mánuði þessa árs komu fimmtíu börn og unglingar til Rauða krossins, að sögn Þórhildar, þar af voru tólf án heimilis og sex þeirra fóru aftur á götuna án þess að einhver úrræði væru í boði. Þórhildur segist hafa bent á vanda þessara unglinga sl. sumar og þá hefðu barnaverndaryfirvöld ekki vilj- að viðurkenna að eitthvað væri að. Séu sömu yfirvöld að viðurkenna vandann núna þá fagni hún því. Umboðsmaður barna hefur fengið nokkur mál til umfjöllunar sem tengj- ast börnum og unglingum sem eiga bágstadda foreldra. Þórhildur segir hverju máli vera ofaukið, Ísland sé það lítið samfélag að það eigi að geta hlúð að hverjum einstaklingi. Börn á landsbyggðinni njóta ekki lögbundinna réttinda Varðandi stöðu barna á lands- byggðinni segist Þórhildur hafa bent á vanda þeirra á síðustu árum og lýst yfir áhyggjum sínum. Að hennar mati má ætla að börn á landsbyggðinni njóti ekki til fulls þeirra réttinda sem barnaverndarlög kveða á um. Þau þurfi að búa við sömu skilyrði og börn í þéttbýlinu ef eitthvað bjáti á heima fyrir. „Upplýsingar benda til þess að ekkert sé að gerast hjá mörgum barnaverndarnefndum úti á lands- byggðinni sem fær varla staðist. Þarna þarf meira eftirlit með störfum þessara nefnda að koma til. Í árs- skýrslu minni fyrir árið 2000 birtust upplýsingar frá Barnaverndarráði sem sýndu að ekkert málskot barst frá nefndum sem ætlað er að þjóna alls 128 þúsund íbúum á árunum 1995 til 1999. Aðeins ellefu barnaverndar- nefndir stóðu að baki þeim málum sem fjallað var um. Ég hef vakið athygli félagsmálar- áðherra á þessari staðreynd, en ekki fengið formleg viðbrögð frá honum. Ég veit ekki til þess að hafin sé könn- un á þessu en ég tel fulla þörf á að hún fari fram sem fyrst. Þá er það mín skoðun að það þurfi að stækka barna- verndarumdæmin til muna og gera sveitarfélögunum betur kleift að tak- ast á við þau vandamál sem upp koma og tengjast börnum. Í hverjum lands- hluta þyrfti að vera ein öflug skrif- stofa með sérhæfðu starfsfólki sem sveitarfélögin stæðu þá sameiginlega að,“ segir Þórhildur en þess má geta að árið 1999 var kosið í 62 barna- verndarnefndir hjá sveitarfélögunum og árið 1995 voru nefndirnar 104. Umboðsmaður barna segir tíma til kominn að sveitarfélögin setji barna- verndarmálin í forgang hjá sér og nú sé lag til þess fyrir kosningarnar næsta vor. Börnin séu framtíðaríbúar sveitarfélaganna sem þurfi að hugsa vel um. Þórhildur segir mikilvægt að auka samvinnu sveitarfélaganna á þessu sviði. Umboðsmaður barna fagnar fleiri úrræðum fyrir heimilislaus börn Úrræði vantar fyrir heimilis- lausa unglinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.