Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 13 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Háholt, Hf. - 4ra herb. m. bílskúr Vorum að fá skemmtilega ca 100 fm 3-4ra herb. íbúð auk 26 fm bíl- skúrs á efstu hæð í nýju fjölbýli. Íbúðin afhendist fullbúin án gólf- efna með sérlega vönduðum inn- réttingum, sérinngangur. Frábært útsýni. Áhv. 7,7 millj. Afhending í nóv. 2001. Verð 13,8 millj. 81611 FRAMKVÆMDUM við færslu Njarðargötu að hluta og endurnýjun yfirlags lýkur væntanlega í næstu viku. Að sögn Haralds B. Alfreðs- sonar verður í kjölfarið lokið við Sturlugötu sem liggur meðfram ný- byggingu Íslenskrar erfðagreining- ar. Unnið hefur verið að færslu Njarðargötunnar suður fyrir hús ÍE sem nú er að rísa en að auki er gatan malbikuð. Hún mun svo tengjast Eggertsgötu sunnan við bækistöð gatnamálastjóra. „Síðan er verið að ljúka við götu sem heitir Sturlugata en hún liggur nánast í norður með- fram ÍE og upp að Norræna húsinu,“ segir Harald. Hann segir að hluti Njarðargöt- unnar verði væntanlega tekinn í notkun í næstu viku en ekki sé end- anlega búið að ákveða hvernig geng- ið verði frá götunni þar sem hún nálgast Hringbraut. Framkvæmdir við Sturlugötu muni síðan halda áfram framundir mánaðamót nóv- ember og desember. Að sögn Haralds er kostnaður við framkvæmdirnar um 35 milljónir króna. Morgunblaðið/RAX Hluti Njarðargötunnar verður væntanlega tekinn í notkun í næstu viku. Njarðargata færð suður fyrir ÍE Vatnsmýrin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.