Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 18
Neytendurnir eru versluninni mikilvægastir Morgunblaðið/Kristinn John Dawson prófessor segir að nýir verslunarhættir snúist um hvernig brugðist sé við sífellt auknum kröfum neytenda. SKJÓT viðbrögð verslana við breyttum aðstæðum eru forsenda þess að þær standist samkeppnina. Þá er aukin þekking, bæði á sam- keppninni og á þörfum neytenda, og ný tækni, lykilþættirnir í aukinni framleiðni og bættri þjónustu við neytendur, sem gera sífellt meiri kröfur til verslana. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindum tveggja breskra prófessora á ráð- stefnu sem Samtök verslunar og þjónustu og Aflvaki hf. gengust fyrir í gær um verslun og svæðisskipulag. Þeir sögðu að miklar breytingar hefðu orðið í verslunarháttum á síð- astu árum og áratugum og að svo verði áfram. Ein helsta breytingin sé sú að áður hafi framleiðslan verið mikilvægasti þáttur verslunarfyr- irtækja en nú séu neytendurnir mik- ilvægastir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði í erindi sem hún flutti á ráðstefnuninni, að sterkt borgarsvæði væri forsenda öflugs efnhags- og atvinnulífs í sérhverju nútímasamfélagi. Þessi veruleiki verði að endurspeglast í öllu sam- starfi stjórnvalda, almennri stefnu- mótun hins opinbera, grunngerð samfélagsins, hinu landfræðilega skipulagi og aðgerðum í efnahags- málum. Borgarstjóri taldi nokkuð skorta á skilning á þessum gildum hér á landi. Þyngd fílsins og hraði hlébarðans John A. Dawson, prófessor við Edinborgarháskóla í Skotlandi, sagði í erindi sínu að nýir versl- unarhættir snúist um fleira en net- viðskipti, sem mest hefði verið talað um. Samkeppnin sé að breytast og verða hraðari og hinir nýju versl- unarhættir snúist um hvernig brugðist sé við sífellt auknum kröf- um neytenda. Fyrirtæki í verslun séu að stækka, þeim fækki hratt og verslunin sé alþjóðleg. Hann notaði samlíkingu úr dýra- ríkinu til að lýsa því hvernig versl- unarfyrirtæki þyrftu að vera í dag. Þau þyrftu að hafa þyngd eða styrk- leika fílsins en jafnframt að eiga möguleika á að bregðast við breyt- ingum með hraða hlébarðans. Fram kom í erindi Ian Clarke, sem er prófessor við Lancasterhá- skóla í Englandi, að verslunin væri stöðugt að breytast með neytend- unum. Áhrif og völd verslunarfyr- irtækja væru að aukast sem hefði meðal annars verið til sérstakrar skoðunar í Bretlandi. Ýmsum finnist þau vera farin að ráða of miklu í sambandi við skipulagsmál. Sam- hæfa þurfi stefnumótun sem nái bæði til skipulags- og samkeppn- ismála auk þess sem regluverkið í þessum málum verði að taka mið af verslunarháttum í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði að versl- unarmiðstöðvar væru alls staðar eins en miðborgirnar og náttúruleg sérkenni segðu til um hvar fólk væri statt í veröldinni. Í framtíðinni þurfi að líta á borgargæði, í víðtækri merkingu þess orðs, sem atvinnu- pólitískt tæki. Borgargæðin muni verða efnahagslegur þáttur í at- vinnu- og samfélagsþróuninni og forsenda þekkingarsamfélagsins, sem stefnt sé að. Borgarstjóri vék að nýju svæð- isskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið og sagðist binda vonir við að með því sé verið að taka stórt skref fram á við. Stefnumótun nýja svæð- isskipulagsins sé í samræmi við þær nýju áherslur og tillögur um stefnu- mótun um þróun borga sem komið hafi fram í nágrannalöndunum á síð- ustu fimm til tíu árum. Þessi nýja stefnumótun byggðist á því að draga úr útþenslu borgarsvæða, auka þétt- leika byggðar, styrkja miðborgir og efla almenningssamgöngur. Margir tali um að gera borgirnar mennskar aftur, fegra og styrkja umgjörð markaðstorgsins í stað þess að stækka bílastæðin. „Í sjálfu sér má segja að tilkoma Smáralindar sé í mikilli mótsögn við allar þessar áherslur, en við því er bara ekkert að segja. Hún er orðinn hlutur en vonandi verða mótsagnirnar ekki mikið fleiri í bráð,“ sagði borg- arstjóri. Samkeppni við erlendar verslanir Áhrif upplýsingatækninnar á verslunina var umfjöllunarefni In- gjalds Hannibalssons, prófessors við Háskóla Íslands, í erindi hans á ráð- stefnunni. Hann sagði að allir hefðu aðgang að upplýsingatækninni og ekkert benti til þess að Íslendingar væru fremri öðrum á því sviði. Upp- lýsingatæknin bæti þannig hvorki samkeppnisstöðu Reykjavíkur né landsbyggðarinnar. Samkeppnin í versluninni væri að aukast og hún væri ekki eingöngu milli verslana innanlands heldur í auknum mæli við verslanir erlendis. Hann nefndi sem dæmi að forsvarsmenn Bóksölu stúdenta teldu að helsti samkeppn- isaðili þeirrar verslunar væri ama- zon.com en ekki bókaverslanir hér á landi. Ráðstefna Samtaka verslunar og þjónustu og Aflvaka hf. um verslun og svæðisskipulag VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÁR Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, telur að botni efnahagssveiflunnar sé ekki náð en ekki sé þó ástæða til of mik- illar svartsýni. Þetta kom fram í er- indi hans á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær um hvað sé fram- undan í efnahagmálum þjóðarinnar. Már sagði að þrátt fyrir samdrátt eftirspurnar í hagkerfinu sé eftir- spurnin enn of mikil. Framleiðslu- spenna hefði verið mikil á fyrri hluta ársins enda hagvöxtur 4–4,5% á fyrri hluta ársins, eða rúmlega 6% á fyrsta ársfjórðungi og 3% á öðrum ársfjórð- ungi. Sagði hann hagkerfið vera farið að sigla niður úr þeirri spennu og á næsta ári megi vænta þess að fram- leiðsluspennan hverfi. Útlánavöxtur hafi hins vegar hjaðnað verulega og spenna á vinnumarkaði sé farin að minnka þótt hún sé enn mikil. „Heildarspenna er enn of mikil, ekki of lítil. Hagkerfið er með hærra eftirspurnarstig en það ræður við. Eftirspurnarstigið verður að minnka og þess vegna er það mín niðurstaða að botni hagsveiflunnar sé ekki náð. Samdrátturinn er framundan. Hann mun birtast á næsta ári, sérstaklega á fyrri hluta ársins.“ Ekki ástæða til svartsýni Hann sagði samdráttinn óhjá- kvæmilegan og um væri að ræða nauðsynlega aðlögun á eftirspurn sem ekki mætti sporna of mikið við. Mikil óvissa ríki hins vegar um hvort samdráttarskeiðið muni ganga hratt eða fljótt yfir. Már sagði ekki ástæðu til svart- sýni. Aðlögunin væri nauðsynleg, verðbólgumarkmið Seðlabankans muni nást og ekki sé ástæða til ann- ars en að ætla að fjármálastofnanir muni ráða við aukin vanskil. Þá sagði hann marga grunnþætti hagkerfisins sterka, atvinnulífið sé mun sterkara en oft áður og afgangur af ríkissjóði. Þetta geri hagkerfið betur í stakk bú- ið til að takast á við erfiðleika. Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins, sagði þáttaskil hafa orðið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Í stað þenslu gæti nú slaka og jafnvel sam- dráttar í sumum greinum. Hann sagði gengislækkunina hafa hert mjög á samdrættinum og gert hann snarpari en ella. Samt sem áður væru engir óvæntir atburðir á ferð- inni, viðbrögð hagkerfisins hefðu verið mjög svipuð og búast mátti við. Hann sagði ljóst að ástandið í efna- hagsmálum síðustu ára hefði verið mjög óeðlilegt, hagvöxtur hafi verið 4–5% ári. Þetta hagvaxtarskeið hafi óhjákvæmilega skapað óraunhæfar væntingar sem ekki reyndist inn- stæða fyrir til langframa. Þetta hafi kynt undir ýmiss konar fjárfesting- um og neyslu fyrirtækja og heimila, sem hafi verið fjármögnuð að stórum hluta með lánum. Bolli sagði enn- fremur að alltaf hafi verið ljóst að ástandið yrði tímabundið og fyrr eða síðar hlyti að koma að skuldadögum, eftirspurn tæki að hjaðna og við- skiptahallinn að minnka á nýjan leik. Efnahagslífið leitar jafnvægis „Niðurstöðurnar eru þær að það hafa orðið þáttaskil, þjóðarútgjöld og hagvöxtur eru að minnka. Hins vegar er efnahagslífið ennþá í töluvert traustum farvegi og fjarri því að það sé kreppa. Efnahagslífið er að leita jafnvægis eftir þá kröftugu upp- sveiflu sem hefur orðið hér á síðustu árum og er eitthvert mesta hagvaxt- arskeið sem íslenskt efnahagslíf hef- ur gengið í gegnum. Þrátt fyrir ákveðið hlé í hagvexti og þjóðarút- gjöldum eru þjóðartekjurnar enn mjög háar og með því hæsta sem ger- ist í sögulegu samhengi. Það segir okkur að hagkerfið er tilbúið til að taka á sig áhrif sam- dráttar. Það er skipulagslega miklu betur á sig komið en það hefur verið mörg undanfarin ár. Ríkisfjármálin eru líka tilbúin til að mæta tíma- bundnum samdrætti. Í raun gott bet- ur en það því ríkið er líka að grípa til ákveðinna aðgerða í skattamálum sem munu hafa mjög jákvæð áhrif, jafnvel þegar á næsta ári. Það ætti að geta stuðlað að auknum hagvexti og strekari stöðu heimilanna,“ sagði Bolli. Hvað er framundan í efnahagsmálum? Samdráttur- inn nauðsyn- leg aðlögun FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Tal hyggst hleypa af stokkunum nýrri þjónustu, Hóptali, þar sem fyrirtæki með fimm GSM-áskriftir eða fleiri hjá Tali geta látið starfsmenn sína hringja ókeypis sín á milli innanlands. Þjónustan er ótímabundin og tekur gildi 1. nóvember. Ekkert hámark er á fjölda þeirra GSM-númera innan fyrirtækis sem hægt er að skrá í þjón- ustuna. Ekkert hámark er heldur á ókeypis notkun hvers númers, en not- endur geta hringt óháð stað og stund innanlands. Ekki verður í boði ókeyp- is SMS-þjónusta innan Hóptals. Guðjón K. Reynisson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs Tals, sagði á blaðamannafundi þess í gær að um 200 fyrirtæki væru nú þegar í við- skiptum hjá Tali og að önnur þyrftu að sjá sér hag í því að færa viðskipti sín þangað. Hann sagði að með Hóp- tali væri hægt að bjóða fyrirtækjum nýjan valkost og taldi það ánægjulegt ef fjarskiptafyrirtæki gætu svarað sókn Tals á fyrirtækjamarkaðinn, enda tryggði það lækkun símakostn- aðar. Sókn á fyrirtækjamarkaði Liv Bergþórsdóttir, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Tals, segir að fyr- irtækið hafi frá fyrstu tíð lagt áherslu á það að einskorða sig við fleiri svið en einstaklingsmarkaði. 60 þúsund ein- staklingar séu nú í GSM-áskrift hjá því og það telji sig í stakk búið að hefja sókn á fyrirtækjamarkaði. „Við höfum staðið okkur vel á einstaklings- markaði og ætlum okkur að gera það áfram en við viljum líka fóta okkur á fyrirtækamarkaði.“ Fram kemur í tilkynningu hjá Tali að þarfir fyrirtækja séu mismunandi og að ekkert styðji þá fullyrðingu að heildarlausnir í fjarskiptum komi þeim best. Liv sagði að Tal vildi frem- ur sérhæfa sig í þráðlausum sam- skiptum enda væri þörf fyrir sérhæf- ingu. „Markmiðið er ekki endilega að gera vel fyrir alla heldur að gera vel þar sem við erum sterkust fyrir.“ Spurður hvernig Tali tækist að bjóða viðskiptavinum sínum þann möguleika að hringja ókeypis innan kerfis sagði Jóakim Reynisson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Tals, að fyr- irtækið hefði á undanförnum árum styrkt farsímakerfi sitt, fjölgað send- um og eflt afkastagetu kerfisins, með- al annars með GPRS-þráðlausum gagnaflutningum um GSM-kerfi. „Við teljum okkur hafa í dag það gott kerfi að við getum tryggt þessa þjónustu.“ Aukinn hagnaður verði af reglulegri starfsemi Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði að tímasetningin fyrir kynningu á Hóptali væri engin tilviljun, heldur væri hún löngu fyrirfram ákveðin. Hann sagði að rekstur Tals hefði gengið vel, þær 550 milljónir sem voru í hlutafé hefðu nægt og að fyr- irtækið þyrfti ekki á hlutafjáraukn- ingu að halda. Hagnaður af reglulegri starfsemi Tals var um 300 milljónir á liðnu ári og velta þess nam 2,3 milljörðum króna. Gylfi Rútsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Tals, sagði að gert væri ráð fyrir að tekjur á þessu ári næmu um 2,7 milljörðum króna og að hagnaður af reglulegri starfsemi mundi líklega nema um 600 milljón- um (EBITDA), en rauntölur fyrir fyrstu níu mánuði ársins bentu til þess að það gengi eftir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsvarsmenn Tals kynna Hóptal, sem gerir starfsmönnum fyrirtækja í viðskiptum hjá Tali kleift að hringja sín á milli ókeypis GSM-símtöl. Býður ókeypis GSM-símtöl Sala Símans til kjölfestufjárfestis Lengri frestur gefinn EINKAVÆÐINGARNEFND var í London í gær og fyrradag á fundi með ráðgjöfum sínum hjá Price- waterhouseCoopers. Tilgangur fundarins var meðal annars að fara yfir tilboð kjölfestufjárfesta í Landssíma Íslands hf., en sam- kvæmt útboðslýsingu áttu þeir sem höfðu áhuga á að gerast kjölfestu- fjárfestar að senda inn óbindandi verðtilboð eigi síðar en á mánudag- inn í þessari viku. Í sam- tali við Sturlu Böð- varsson, samgöngu- ráðherra, í gær kom fram að þessi frestur hefði verið framlengdur um nokkra daga. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir að engar upplýsingar verði gefnar um tilboðin eða tilboðsgjafana fyrr en eftir að bindandi lokatilboð hafa verið gerð í lok nóvember. Hreinn segir þó að það sem nú hafi komið fram staðfesti að sá góði áhugi sem fram hafi verið kominn sé til staðar. Einkavæðing Landsbanka Ís- lands hf. var einnig til umræðu hjá einkavæðinganefnd í London, en sömu sögu er að segja um þá sölu og sölu Landssímans, verið er að vinna að henni en engar upplýs- ingar verðar gefnar um stöðu mála að sinni. Segir skýrslu S&P áfellisdóm KAUPÞING telur að umfjöllun bandaríska matsfyrirtækisins Standard & Poor’s um íslensk efna- hagsmál sem greint var frá í Morg- unblaðinu í gær sé áfellisdómur yfir íslensku fjármálakerfi. Í Morgun- punktum Kaupþings í gær segir að stöðugt og traust fjármálakerfi hvers lands sé forsenda þess að efna- hagslífið nái sér á strik eftir sam- dráttarskeið. Það verði því að segj- ast eins og er að skýrsla Standard og Poor’s um íslenska fjármálakerfið feli í sér mikinn áfellisdóm yfir þróun síðustu missera. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.