Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 15 Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur TOSHIBA DVD • SD 100 er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14“-61“ 29“-33“ eða 37“ 100HZ DIGITAL SCAN TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar SÉRA Hjörtur Hjartarson sókn- arprestur sá um húsblessun nú á dögunum, réttum mánuði eftir að fyrstu íbúarnir fluttu inn í nýtt og glæsilegt sambýli við Túngötu í Grindavík. „Þetta er nú með því skemmti- legra sem maður gerir en skemmti- legast er þó að skíra lítil börn. Það skemmir heldur ekki fyrir að boðið er í mikið veislukaffi í tilefni dags- ins. Það er mjög ánægjulegt að sjá þegar búið er svona vel að fólki. Þetta er fín fyrirmynd sem Grind- víkingar hafa sett hér á laggirnar og til eftirbreytni fyrir önnur sveit- arfélög í landinu,“ sagði Hjörtur þegar hann var að gæða sér á veit- ingunum hjá einum af íbúunum, Kristrúnu Bogadóttur. „Ég er alveg æðislega ánægð og mér líður vel hérna. Við fluttum hér inn 13. september og þetta er einmitt sú íbúð sem mér leist best á,“ sagði Kristrún. Mikill hlýhugur til sambýlisins Guðrún Inga Bragadóttir, for- stöðumaður sambýlisins, sagði að þessi dagur hefði verið valinn til þess að hleypa inn góðum öndum og til að fá tækifæri til að þakka fyrir allar þær góðu gjafir sem sambýlinu hefðu borist og þann hlý- hug sem íbúarnir fyndu fyrir frá bæjarbúum. „Það hafa komið hérna sjómenn með fulla poka af fiski að færa okkur, Kvenfélag Grindavíkur gaf okkur gluggatjöld í sameig- inlegt rými, Rauðakrossdeildin gaf okkur uppþvottavél og örbylgjuofn. Þá hafa ýmsir velunnarar sambýlis- ins komið hér færandi hendi og gef- ið okkur ýmislegt, meðal annars sófasett, sjónvarp og myndbands- tæki,“ sagði Guðrún Inga. Húsblessun í sambýlinu við Túngötu Mér líður vel hérna Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Kristrún Bogadóttir bauð gestum upp á kaffi og með því, f.v. Sigrún Eir Einarsdóttir, Kristrún, Bogi Hallgrímsson og séra Hjörtur Hjartarson. Grindavík SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á tillögu Hitaveitu Suðurnesja að matsáætlun fyrir framkvæmd til nýtingar á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Þarf Hitaveitan þó að taka tillit til nokkurra athugasemda sem stofnunin gerir. Hitaveita Suðurnesja kynnti í sumar matsáætlunina. Um er að ræða annan og þriðja áfanga nýting- ar svæðisins en heimild er fyrir bor- un á iðnaðarsvæðinu. Gert er ráð fyrir borun allt að þriggja holna til viðbótar, á niðurdælingarsvæðinu, til að koma jarðhitavökvanum aftur niður í jörðina. Síðar er gert ráð fyrir borun þriggja rannsóknaholna utan núverandi iðnaðarsvæðis og verði þær hannaðar og fóðraðar sem vinnsluholur. Í tillögunni er fram- kvæmdasvæðið skilgreint nánar en gert var í umhverfismati fyrir borun á iðnaðarsvæðinu. Fram koma upp- lýsingar um fyrirhugaðar fram- kvæmdir og starfsemi sem þeim fylgir, upplýsingar um fram- kvæmdasvæði, umhverfisþætti, áhrifasvæði, matsaðferðir, kynningu og samráð vegna vinnu við matið. Athugasemdir gerðar Skipulagsstofnun sendi tillöguna til umsagnar sveitarfélaga og fleiri hagsmunaaðila og aflaði frekari upp- lýsinga hjá Hitaveitunni. Athugasemdir Skipulagsstofnun- ar og ábendingar snúa meðal annars að valkostum við skáborun, afmörk- un áhrifasvæðis og skipulag svæð- isins. Fallist á matsáætlun vegna jarðhitanýtingar Reykjanes STJÓRNENDUR Reykjanesbæjar geta töluvert lært um framkvæmd stjórnsýslu af félögum sínum í vina- bæjunum á Norðurlöndunum. Þeir fá áberandi lægri einkunn en nor- rænir vinabæir í nokkrum þáttum Bertelsmanns-prófs sem allir tóku, einkum þó í starfsmannastjórnun, eftirliti, upplýsingagjöf og valddreif- ingu. Stjórnendur sveitarfélaga í vina- bæjarkeðju sem Reykjanesbær og áður Keflavíkurbær hafa myndað í nærri fjóra áratugi ákváðu að gefa vinabæjasamstarfinu nýja vídd með því að setja upp sameiginlegt verk- efni sem nefnist: Bætt stjórnsýsla í fimm norrænum bæjum. Hefur þetta verkefni vakið athygli á Norð- urlöndunum því vinabæjasamskiptin hafa meira snúist um vinabæjamót og veisluhöld sem skilja mismikið eftir. Liggja neðar en vinabæirnir Svokallað Bertelsmann-próf er notað sem mælikvarði á árangur stjórnenda bæjarfélaganna í ýmsum málum. Niðurstaða úr fyrsta Bertels- manns-prófinu sem Reykjanesbær tekur er sú að bærinn fær 351 stig af 700 mögulegum, eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu, en vina- bæirnir á hinum Norðurlöndunum eru með á bilinu 400–500 stig. Vina- bæirnir eru Kerava í Finnlandi, Hjörring í Danmörku, Kristiansand í Noregi og Trollhättan í Svíþjóð. Í þessum sveitarfélögum eru á bilinu 30 til 72 þúsund íbúar en í Reykja- nesbæ búa tæplega 11 þúsund manns. Sérfræðingarnir sem önnuðust prófið, svokallaðir prófdómarar, láta í ljós það álit að Reykjanesbær standi sig vel í fyrsta og öðrum lið prófsins, það er að segja í gagnsæi og lýðræðislegu eftirliti og aðgengi íbúa að stjórnsýslunni. Einnig sé samvinna sveitarstjórnarmanna og embættismanna í góðu lagi. Hins vegar geti stjórnendur bæjarins bætt sig mjög við starfsmanna- stjórnun, eftirlit og upplýsingagjöf. Þá hafi þeir möguleika á að ná betri árangri með meiri valddreifingu og nýsköpunarstefnu. Í skýrslu um prófið er hver ein- kunn fyrir sig nánar rökstudd. Ell- ert Eiríksson bæjarstjóri segist ekki vera sammála öllum viðmiðunum og að raunar sé viðurkennt að með þátttöku íslensks sveitarfélags þurfi að laga þær að þeim aðstæðum sem ríki í stjórnsýslu hér á landi. Vita hvert á að sækja þekkingu Ellert segir að þessi samanburður sé gerður í þeim tilgangi að sýna mönnum hvar þeir standi og hvert sé best að leita eftir upplýsingum til að bæta stjórnsýsluna. „Við lærum af þessum og sækja þekkingu til vinabæjanna,“ segir Ellert. Hann vekur athygli á því að Reykjanesbær sé tiltölulega ungt bæjarfélag, hafi orðið til fyrir sjö ár- um með sameiningu þriggja sveitar- félaga. Hafi verið unnið að uppbygg- ingu stjórnsýslu þess og stefnumörkun. Þátttaka í norræna verkefninu skapi tækifæri til að bæta ýmsa þætti í stjórnsýslunni á næstu árum. „Markmiðið er ekki endilega að fá tíu í öllum liðum prófsins heldur að vinna þannig að bæjarstjórn og bæjarbúar séu ánægðir,“ segir bæjarstjóri. Telur Ellert nauðsynlegt að mæla viðhorf bæjarbúa með einhverjum hætti til þess að athuga hvort breyt- ingar séu nauðsynlegar. „Mér finnst eðlilegt að stefna að því að á árinu 2006 verði Reykjanesbær kominn í fremstu röð í framkvæmd stjórn- sýslu sveitarfélga,“ segir Ellert Ei- ríksson. Reykjanesbær með lakari stjórnsýslu en vinabæirnir samkvæmt Bertelsmanns-prófi Má bæta starfs- mannastjórnun og upplýsingagjöf Reykjanesbær                                           !! "    # $"!   %& '  ! " # $ % & ' ( )   *+   , %% % $- #$ # "" #- "$ . /   0+ 1  2 3 4  5 / 1  *  6*    7 8 & %# 9! &$ &- $$ &$ $9 $9 && - %- % #$ %$ #$% &" $ %# $$ % "- & #! %- $ $% %" $$ $& $% #$   0 D   ' D.  '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.