Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 21 STAÐFEST var í gær að tveir starfsmenn póstþjónustunnar í Washington, höfuðborg Bandaríkj- anna, hefðu látist eftir að hafa andað að sér miltisbrandsgróum. Þúsundir manna fengu sýklalyf gegn hugsan- legri sýkingu og hafist var handa við að afla sýna úr starfsfólki 36 póst- húsa í borginni. Ivan Walks, borgarlæknir Wash- ington, sagði í gær að tveir póst- starfsmenn, sem andað hefðu að sér miltisbrandi, væru á sjúkrahúsi. Ástand þeirra væri alvarlegt. Um þá tvo sem létust á sunnudag og mánu- dag sagði Walks: „Dánarorsökin, það hvernig andlát þessa fólks bar að, gerir að verkum að við teljum nánast fullvíst að viðkomandi hafi andað að sér miltisbrandi og við göngum út frá því vegna þess að það er nauðsynlegt til að verja heilsu al- mennings.“ Síðdegis var síðan stað- fest að dánarorsökin hefði verið milt- isbrandssýking. Eru þar með þrír látnir vestra eftir að hafa andað að sér miltisbrandsgróum. Walks sagði að fylgst væri grannt með tólf manns, sem sýnt hefðu merki sýkingar. Þar ræddi ekki ein- vörðungu um starfsmenn póstþjón- ustunnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings tók að nýju til starfa í gær en skrif- stofubyggingar beggja þingdeilda voru áfram lokaðar. Walks gat þess að hugsanlegt væri að fleiri bréf með miltisbrandi en það, sem barst skrif- stofu Toms Daschles, leiðtoga meiri- hlutans í öldungadeildinni, hefðu far- ið í gegnum umrætt pósthús. Enn er þó bréfið til Daschle það eina, sem vitað er að fór um umrædda póst- flokkunarstöð í Brentwood í Wash- ington. Alls komust 28 manns á skrifstofu Daschle í snertingu við miltisbrandsgróin, sem það bréf hafði að geyma. Feykti hreinsibúnaður upp miltisbrandsgróum? Dauði mannanna tveggja og nýju tilfellin hafa fyllt menn miklum óhug vestra. Þar sem bréfin, sem inni- héldu miltisbrandsgróin, voru ekki opnuð í póstmiðstöðinni, þykir mörg- um sem hættan á smiti sé mun meiri en af hefur verið látið. Sú skýring hefur verið sett fram að hugsanlega hafi blásarar, sem notaðir eru til að hreinsa tækjabúnað í pósthúsinu í Brentwood og víðar, megnað að feykja upp miltisbrandsgróum. Póst- urinn er flokkaður í vélum og telja sérfróðir að miltisbrandsgró á eða í bréfunum hafi orðið eftir í þeim bún- aði og þau síðan feykst upp er hann var blásinn. Í gær var í athugun að breyta því vinnulagi auk þess sem í ráði var að taka í notkun geislatæki, sem megna eiga að drepa þá sýkla, er í pósti kunna að leynast. Dauði tveggja póststarfsmanna eykur enn á ótta fólks í Bandaríkjunum Staðfest að dánarorsök var miltisbrandur Washington. AP. The Washington Post. ÍRAKAR hafa að undanförnu verið að flytja eitthvað af efna- vopnum sínum í neðanjarðar- byrgi. Er það haft eftir heim- ildum í Bandaríkjastjórn. James Woolsey, fyrrverandi yf- irmaður CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, telur mjög lík- legt, að Írakar hafi átt aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkj- unum og því verði ekki hjá því komist að beina spjótunum að Saddam Hussein Íraksforseta. Talið er, að geta Íraka til að framleiða efnavopn hafi aukist mjög á síðari árum eftir áföllin í Persaflóastríðinu og nú séu þeir færir um að framleiða slík vopn með stuttum fyrirvara. Kemur það fram í skýrslu, sem bandaríska varnarmálaráðu- neytið birti í janúar sl. Segir þar, að Saddam hafi gert margt til að fela þessa framleiðslugetu fyrir umheiminum en vitað sé, að hann eigi birgðir af sinneps- gasi, tabún, sarín og VX-efnum. Sumt af þessum vopnum var notað í stríðinu við Íran og gegn Kúrdum í Norður-Írak. Vopnaeftirlitsmenn Samein- uðu þjóðanna fundu á sínum tíma skjöl, sem bentu til, að Írakar hefðu falið um 6.000 efnavopnahleðslur, en Írakar tóku þessi skjöl aftur í sína vörslu. Þeir viðurkenndu hins vegar 1995, að þeir hefðu fram- leitt nærri 30.000 lítra af ýms- um efnum, til dæmis miltis- brunasýklum, bótúlíni og aflatoxíni. Vopnaeftirlitsmenn SÞ telja, að framleiðslan hafi í raun verið þrisvar eða fjórum sinnum meiri. Ef rétt er, að Írakar séu nú að reyna að fela sýkla- og efna- vopnin í neðanjarðarbyrgjum, þá er tilgangurinn vafalaust sá að koma í veg fyrir, að þeim verði eytt. Bandaríkjaher ræð- ur hins vegar yfir geysiöflugum sprengjum, sem er sérstaklega ætlað að eyða neðanjarðar- byrgjum. Margar vísbendingar „Vísbendingarnar eru of margar, of mörg dæmi um menn, sem flagga skilríkjum annarra, um kænlega skjala- fölsun og skipulega samhæf- ingu landa og heimsálfa á milli, til að unnt sé að álykta annað en að baki hryðjuverkunum standi ríki og vel rekin leyni- þjónusta,“ sagði Woolsey, fyrr- verandi yfirmaður CIA, sl. mánudag. Hann benti einnig á, að hryðjuverkin hefðu verið lengi í undirbúningi og vitað væri, að íraskir leyniþjónustu- menn hefðu verið í sambandi al- Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Woolsey lagði áherslu á, að enn hefði ekki tekist að sanna aðild Íraka að hryðjuverkunum en taldi líklegt, að að því kæmi. Írakar sagðir reyna að fela efna- vopnin Washington. AP. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.