Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 6
Þessi köttur beið rólegur meðan eigandi hans greiddi feldinn fyrir keppnina. Hann heitir Gold Shadows Orchid og er af tegundinni Exotic svartyrja marmara branda, þótt flestir láti bröndu nægja! ÞRÍR kettir sem fengu húsaskjól í katta- gæslunni í Kattholti, eftir að hafa verið skildir eftir fyrir utan heimilið, voru við- urkenndir sem European Shorter kettir, á Kynjakattasýningu sem fram fór í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Alls fengu fimm kettir þessa viðurkenningu, en Euro- pean Shorter er kattategund sem ekki hef- ur verið til hér á Íslandi hingað til. Að sögn Gunnlaugar Þorvaldsdóttur, formanns Kynjakatta, eru miklar kröfur gerðar til katta sem eru metnir inn í þessa tegund. Kettirnir fá ættartöflu og verður hægt að rækta undan þeim ketti í Europ- ean Shorter tegund. 147 kettir tóku þátt í keppninni, en hún er haldin tvisvar sinnum á ári. Keppt var í mörgum flokkum og var dæmt báða dag- ana innan hvers flokks. Besti kynjaköttur á laugardag var Arnardrangs Midnight Sun, persnesk svartyrja í eigu Harnar Ragnarsdóttur. Þetta er í þriðja sinn sem þessi læða er valin kynjaköttur sýningar. Á sunnudaginn var Árdals-Bjarmi, Orien- tal Lilac Spotted í eigu Helgu Guðnýjar Árdal, valinn kynjaköttur sýningar. Hann fékk einnig Tjúllabikarinn fyrir besta kött af síams, oriental, balí eða java tegund. Einnig var valinn besti köttur innan hverrar tegundar, besta got sýningar, besti kettlingur og besta ungdýr. Í flokk- inum fyrir besta húskött, það er kött sem er blandaður eða ekki með ættarbók, skiptir skapgerð, limaburður, feldurinn og hvernig kötturinn samsvarar sér höf- uðmáli. Einnig var best snyrti kötturinn valinn, þar líta dómarar aðallega á hvern- ig feldurinn lítur út og hversu vel kött- urinn hefur verið baðaður og snyrtur fyrir sýninguna. Kettlingurinn Snæljós Silver Jason, sem hér fylgist einbeittur með keppninni, fékk engin verðlaun að þessu sinni, þó vissulega sé hann fallegur. Hann var sá eini sem skartaði húfu í keppninni. Arnardrangs Midnight Sun, stolt með bikarana sína tvo, en hún var valin kynjaköttur sýningarinnar á fyrri keppnisdegi. Þetta er í þriðja sinn sem hún er valin kynjaköttur sýningar. Morgunblaðið/Ásdís Systkinin Samba og Simbi úr Geysi sem eru Abyssiniu-kettir fylgd- ust gaumgæfilega með öllu sem fram fór úr búri sínu. Þau kepptu í flokki kettlinga en unnu ekki til verðlauna, enda hálfdöpur á svip. Kettir frá Katt- holti metnir inn í nýja kattategund FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA var greint frá því að rannsókn Íslenskr- ar erfðagreiningar á ætt- fræðiskýrslum 117 Ís- lendinga úr 51 fjölskyldu hafi leitt í ljós að Park- insons-veiki eigi m.a. ræt- ur í erfðaefni sameigin- legs forföður. „Það sem við höfum í okkar höndum eru líkur á því að þetta hafi komið frá einum sameiginlegum for- föður vegna þess að form- in á þessum erfðamörkum á þessu svæði eru öll hin sömu sem bendir til þess að hér hafi verið um að ræða einn einstakling sem kom með þetta inn í íslenskt samfélag. Og það er ekkert einsdæmi. Þetta er eitt af því sem við sjáum í mörgum af þeim sjúkdómum sem við erum að líta á. Þetta er það sem er kallað „founder- effect“ á ensku. Að inn í íslenskt sam- félag í upphafi hefur þessi sjúkdómur flust með einum manni eða einum ein- staklingi og náskyldum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. Vita ekki nafn á einum einasta manni sem er í rannsókn Aðspurður um hvort hægt sé að sjá hvenær þessi einstaklingur kom fyrst til landsins segir Kári að því geti ÍE ekki svarað. Enginn hjá fyrirtækinu viti nokkur deili á þessum einstaklingi og jafnvel þó hann gæti nefnt hann myndi hann ekki gera það. „Við vitum aldrei nafn á einum ein- asta manni sem tekur þátt í rann- sóknum hjá okkur, hvort sem hann hefur fæðst í gær eða fyrir mörg hundruð árum. Við viljum ekki vita það. Leyfið sem við höfum til að vinna miðast við það að við reynum að vita sem minnst um það fólk sem við erum að vinna með. Hins vegar er það rétt að þegar sjúklingasamtök koma í heimsókn til okkar, sem þau gera stundum, þá er þetta eitt af því sem þeim finnst ámælis- vert. Það er að segja, þó við séum búin að setja geysilega orku í að búa til aðferð við að dulkóða nöfn og kennitölur og Per- sónuvernd leggi geysilega áherslu á að þetta sé allt saman dulkóðað og við vitum ekki hverjir sjúkling- arnir eru, þá finnst sjúklingunum stund- um eins og það sé ver- ið að svindla á þeim vegna þess að þeir vilja að vísindamenn- irnir viti hverjir þeir eru. Þannig að þegar Persónuvernd og persónuverndarpótintátarnir halda því fram að þeir séu að vinna að hagsmunum sjúklinga, þá eru sjúk- lingarnir ekki alltaf sammála þeim. Fyrir okkur er mikið betra að vita ekki hvert fólkið er." Kári bendir á að Parkinsons-veiki hafi ekki greinst fyrr en seint á 19. öld og auk þess sé ekki hægt að reiða sig á sjúkdómsgreiningar sem eru eldri en 50 ára. „Þú þarft ekkert að vita sjúkdóms- greininguna nema í tveimur ættlið- um. Síðan notar þú reikningslegar að- ferðir til að leiða fólk saman aftur í tímann. Það eina sem þú þarft að vita er að greiningin sé rétt í þessum tveimur kynslóðum. Síðan verður þú að geta sýnt fram á að einstakling- arnir sem þú er að vinna með séu skyldir á ákveðinn hátt,“ segir Kári. „Þú verður að vita hvernig þeir eru skyldir aftur í tímann og þá getur þú með því að nota reikningslegar að- ferðir sýnt fram á líkurnar á því að þessir menn hafi fengið þennan sjúk- dóm út af sömu breytingunum í erfða- menginu og getur þá staðfest þessa breytingu mjög nákvæmlega. Eftir því sem menn eru fjarskyldari þeim mun nákvæmari verður staðsetningin á erfðavísunum sem þú kortleggur með því að nota þessa einstaklinga. Þannig að það er geysilega mikill akk- ur fyrir okkur að geta farið langt aft- ur í tímann og sýnt fram á að menn séu skyldir mjög margar kynslóðir aftur í tímann vegna þess að það hjálpar við að þrengja það svæði þar sem erfðavísirinn er og er með stökk- breytingunni sem þeir hafa báðir erft. Þetta er lykillinn skal ég segja þér. Lykillinn liggur ekki í því að geta fengið sjúkdómsgreiningar langt aft- ur í tímann heldur að fá nákvæmar sjúkdómsgreiningar í tveimur kyn- slóðum eða svo. Og geta síðan sýnt fram á, á nákvæman hátt, hvernig menn eru skyldir.“ Næsta skrefið í rannsókninni, segir Kári, sé að draga út erfðavísinn sjálf- an og nota hann til að greina og með- höndla Parkinsons-veiki. Góð greiningarvinna að baki Kári segir greiningarvinnuna á bak við rannsóknina mjög góða en hún var að mestu leyti unnin af Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur, taugasjúkdóma- lækni. Töluvert var einnig unnið af Kjartani Guðmundssyni taugasjúk- dómalækni á Landspítalanum en hann lést fyrir nokkrum árum. „Það er dálítið spennandi við ætt- fræðina okkar sem fer margar aldir aftur í tímann að við höfum sýnt fram á að nákvæmnin í henni er 99,3%,“ segir Kári. Aðspurður um hvort þesssar niður- stöður varpi á einhvern hátt ljósi á langlífar sögusagnir um að talsverður hluti Íslendinga sé rangfeðraður segir Kári að svo sé ekki. „Hins vegar ef við lítum á daginn í dag og spyrjum hversu margir Íslendingar eru rangfeðraðir þá er það mjög lítill hundraðshluti. Í Evrópu er venjulega gefið upp að í kringum 6–9% fólks sé rangfeðrað. Á Íslandi er það innan við 1,5%. Þannig að ef að íslenskar konur eru eins laus- látar og sagan segir þá halda þær að minnsta kosti gott bókhald.“ Parkinsons-veiki rakin til sameiginlegs forföður Sjúkdómsgreining hjá tveimur ættliðum dugar Kári Stefánsson MAGNÚS Örn Úlfarsson gerði jafn- tefli við stórmeistarann Jaan Ehlvest og Arnar Gunnarsson gerði jafntefli við Jan Timman í fyrstu umferð minningarmóts um Jóhann Þóri Jóns- son sem hófst í Ráðhúsinu í Reykja- vík í gær, en þátttakendur eru fjöru- tíu talsins, þar af tólf stórmeistarar. Meðal annarra úrslita má nefna að Ivan Sokolov vann Guðmund Gísla- son, Peter Heine Nielsen vann Sævar Bjarnason, Hannes Stefánsson vann Gylfa Þórhallsson, Lars Schandorff vann Áskel Örn Kárason, Henrik Danielsen vann Kristján Eðvarðsson, Friðrik Ólafsson og Tómas Björnsson gerðu jafntefli, Jonni Hector vann Lenka Ptacnikova, Helgi Ólafsson vann Davíð Kjartansson, Þröstur Þórhallsson vann Olav Simonsen, Tomi Nyback vann Sigurð P. Stein- dórsson, Murray Chandler vann Björn Þorfinnsson o. fl. Önnur umferð á mótinu verður tefld í kvöld og hefst klukkan 17. Þá tefla saman meðal annarra Helgi Ólafsson og Sokolov, Timman og Magnús Örn og Ehlvest og Arnar Gunnarsson. Morgunblaðið/Golli Sigríður Vilhjálmsdóttir, ekkja Jóhanns Þóris Jónssonar, lék fyrsta leiknum í skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Tómasar Björnssonar á minningarmótinu sem hófst í gær í Ráðhúsinu í Reykjavík. Íslendingar gerðu jafntefli við Ehlvest og Timman Fyrsta umferð minningarmóts um Jóhann Þóri Jónsson VEGAGERÐIN hefur opnað tilboð í framkvæmdir við gerð hringtorgs við Skarhólabraut á Hringvegi. Alls bárust 11 tilboð í verkið en áætlaður verktaka- kostnaður var rúmar 37,7 millj- ónir króna. Lægsta tilboðið var frá Arnarverki ehf. frá Kópa- vogi og nam rúmum 26,5 millj- ónum króna. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á rúmar 45,2 millj- ónir króna. Tilboð í hringtorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.