Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 49
Michael Douglas kaupir málverk MICHAEL Douglas mætti á góð- gerðaruppboð sem haldið var í Lundúnum um helgina. Einkum voru boðnar upp eigur og minja- gripir fræga fólksins. Eiginkona Douglas, Catherine Zeta Jones, gaf rausnarlega til uppboðsins, sem haldið var til að safna fé handa börn- um með krabbamein og hvítblæði. Douglas sat ekki með hendur í skauti á uppboðinu heldur tryggði sér einkar sjaldgæfa sjálfsmynd eft- ir söngvarann Phil Collins sem var slegin á lítil 1.000 pund, eða tæpar 150 þúsund krónur. Skartskreyttur stuttermabolur í bandarísku fánalitunum sem Ma- donna klæddist á tónleikum nýverið fór hins vegar fyrir mun hærra verð, 9.500 pund eða tæpar 1,4 millj- ónir króna. Bolurinn var hannaður af Catherine Malandrino og var árit- aður af poppdrottningunni. Ágóða uppboðsins verður að- allega varið í að hjálpa þeim börnum sem þurfa að dveljast langdvölum að heiman vegna sjúkdóms síns en talið er að tæpar 15 milljónir króna hafi safnast. Bee Gees létu af hendi árit- aðan gítar sem fór fyrir 600 þúsund en einnig voru boðin upp sólgler- augu sem höfðu verið í eigu Bonos. Sjálfsmynd Phils Collins AP Dyravörður uppboðshaldarans Christies heldur á stuttermabol Madonnu sem seldur var til styrktar langveikum börnum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 49 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. Vit 281 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 283Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 285 Smellin gamanmynd frá leikstjóra Sleepless in Seattle og You've Got Mail. JOHN TRAVOLTA LISA KUDROW SWORDFISH FRIENDS Sýnd kl. 3.55. Ísl. tal. Vit 265. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 245 Óborganlega fyndin grínmynd frá Farrelly bræðrum með þeim Bill Murray, Chris Rock og Laurence Fishburne í aðalhlutverki.  Hausverk.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 278 Allir vilja þeir sneið af „glæpakökunni“ Sýnd kl. 5.40 og 8.15. B. i. 12. Vit 270  Radíó X  HK DV  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  Mbl Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit 284 Glæpsamleg góð og kraftmikil upplifun. Óskarsverðlaunaleikarinn, Ben Kingsley (Gandhi) leikur algjöran óþokka og skíthæl á eftirminnilegan hátt. Sexy Beast hefur allstaðar fengið skothelda dóma. Það væri glæpur að missa af henni. Stundun er erfitt að segja nei. www.skifan.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. Hollywood í hættu Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.  SV Mbl ÞAÐ VÆRI ekki ónýtt ef fjölbreytni mynda sem frumsýndar eru væri alltaf svo ríkuleg. Ástir og örlög í Hollywood og Hafnarfirði. Teiknuð innsýn í skrautleg- an líkama aumingja Franks þar sem hvítu blóðkornin og vinir þeirra töflurnar berj- ast hetjulegri baráttu gegn kvefinu hvimleiða. Sjóðheit sólarlandaferð hjá breskum glæpon á eftirlaunum og vafasamur veðurfræðingur sem svindlar á lottóinu. Það gefur augaleið hvers vegna America’s Sweet- hearts rataði alla leið á topp- inn. Að baki henni stendur einvalalið stjarna, bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar. Fyrsta skal nefna gullgelluna Juliu Roberts og ef hún er ekki næg ástæða fyrir góðu gengi þá hljóta John Cusack, Catherine Zeta-Jones og Billy Crystal að hafa haft eitthvað að segja. Síðastnefndi samdi hand- ritið að þessari háðulegu úttekt á ástarlífi Hollywood-stjarnanna og leikstjórinn er einn valdamesti ein- staklingurinn í borginni, Joe Roth, fyrrum toppur hjá Disney og 20th Century Fox. Aðsóknin að myndinni frá föstudegi til loka sunnudags telur 3.450 áhorfendur og búast má við því að hún eigi eftir að lifa nokkuð áfram líkt og oft er með rómantískar gam- anmyndir. Moulin Rouge fylgir fast á hæla hennar og minnkaði aðsóknin milli helga einungis um 7% að sögn Guð- mundar Breiðfjörð hjá Norðurljós- um, sem hann segir ótrúlegan stöð- ugleika. Hann segir enn húsfylli á öllum sýningum í lúxussaln- um í Smáralindinni og að myndin sé nú komin með yf- ir 10 þúsund áhorfendur. Með þessu áframhaldi telur Guðmundur að aðsóknin endi í 20–25 þúsund manns. Mávahlátur er fyrsta ís- lenska myndin sem frum- sýnd er um allnokkuð skeið. Myndin er gerð eftir vin- sælli sögu Krístínar Marju Baldursdóttur en leikstjór- inn er Ágúst Guðmundsson sem stýrði m.a. einni allra mest sóttu kvikmynd ís- lenskrar bíósögu, Stuð- mannamyndinni Með allt á hreinu. Mávahlátur var frum- sýnd á laugardaginn og vant- ar því heilan dag upp á að ná yfir allt úrtakstímabil listans. Myndin hefur fengið afbragðs dóma gagnrýnenda og burtséð frá því hversu fáránlegt það kann að vera hjálpar slíkt jafnan aðsókninni. Má því búast við því að hún verði stöðug og góð næstu vikur og jafnvel mánuði eins og oft vill verða með íslenskar myndir sem höfða til eldri aldurshópa. Ástir og örlög í Holly- wood og Hafnarfirði                                                   !    "            #      !        "! $% &                         ! "   !   # $  %   ! &    '$ (# )  *+++    ,  !      %$ !   !- ./.                   & ' ( & ) & * & + (, - & . / (( (' 0 (0 () (.   1 ' ) 1 ' 1 ' 1 ) (, * 1 ) ' (+ . ) (. 0 . 2 34567 34567 47 456 47 34567 46 8   569:7 &; 56 < 5 7 8  7 =3 6456 569:7 < 456 34567 < 4567 45 8  =3 6456 2 34567 34567 456 569:7 564 47 3456 569:7 < 4567 &; 56 < 5 7 8  7   569:7 < 4567 8  7 =3 6456 =3 6456 2 34567 &; 56 <  569:7 &; 56 8   569:7 &; 56 < 5 7 =3 64567   2 34567 47 &; 56 < 5 564 =3 6456 569: =3 64567 < 4567 8   America’s Sweethearts mest sótta mynd helgarinnar skarpi@mbl.is Margrét Vilhjálmsdóttir, Ugla Egilsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir leika hafnfirskar kon- ur með bein í nefinu í Mávahlátri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.