Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 45 DAGBÓK Árnað heilla VILHJÁLMUR Sigurðs- son, oft nefndur „júníor“ til aðgreiningar frá eldri al- nafna sínum í hópi brids- manna, vann Íslandsmótið í einmenningi um síðustu helgi. Áttatíu spilarar mættu til leiks og var keppnin spennandi fram í síðasta slag í síðasta spili. Helstu keppinautar Vil- hjálms voru Þorsteinn Jo- ensen, sem varð annar, og Sverrir Þórisson, sem varð þriðji. Í næstu sætum urðu Sigurjón Tryggvason, Björn Friðriksson og Bjarni H. Einarsson. Fyrir síðasta spilið munaði aðeins einu stigi á Vilhjálmi og Þor- steini. Það leit þannig út: Austur gefur. Norður ♠ ÁK853 ♥ K753 ♦ 4 ♣G62 Vestur Austur ♠ D2 ♠ G1074 ♥ Á ♥ D862 ♦ KG86 ♦ 1075 ♣K109754 ♣83 Suður ♠ 96 ♥ G1094 ♦ ÁD932 ♣ÁD Vilhjálmur var í suður, en Þorsteinn í vestur. Félagi Vilhjálms var Sigurður Bjögvinsson, en á móti Þor- steini var Sigurbjörn Har- aldsson: Vestur Norður Austur Suður Þorsteinn Sigurður Sigurbjörn Vilhjálmur -- -- Pass 1 tígull 2 lauf Dobl * Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur á ekki auðvelt með útspil og Þorsteinn valdi lítið lauf upp í gaff- alinn. Vilhjálmur spilaði hjartagosa í öðrum slag á ás Þorsteins, sem aftur kom með lauf. Eftir nokkra um- hugsun ákvað Vilhjálmur að fara í spaðann, tók ÁK og trompaði spaða með fjark- anum heima. Þegar Þor- steinn henti laufi í þann slag var ljóst hvernig í hjartanu lægi, og Vilhjálm- ur skipti lét hjartað eiga sig og fór út í víxltrompun. Með réttri tímasetningu hefði verið hægt að ná 11 slögum með framhjáhlaupi, en eins og spilið þróaðist gat austur trompað með drottningu, trompað út og fellt saman kóng og gosa. En 10 slagir gáfu Vilhjálmi vel, því á flestum öðrum borðum hafði norður verið sagnhafi í hjartasamningi og fengið út lauf í gegnum ÁD. Sú byrjun breytir miklu. Þar höfðu norður- spilararnir sagt tvo spaða við tveimur laufum, fengið tvö grönd á móti og sagt þá frá hjartanu. Sú ákvörðun Sigurðar í norður að dobla neikvætt reyndist því Vil- hjálmi happadrjúg. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 24. október, er níræð Ingunn Júlíusdóttir, Kleifarhrauni 2b, Vestmannaeyjum. Af því tilefni ætlar hún að taka á móti gestum laugardaginn 27. október í sal Eyjabú- staða frá kl. 15–18. 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 24. október, er áttræð Skarp- heiður Gunnlaugsdóttir, Háholti 20, Akranesi. Hún tekur á móti vinum og ætt- ingjum laugardaginn 27. október frá kl. 15-18 í veit- ingastofunni Barbró, Kirkjubraut 11, Akranesi. 60 ÁRA afmæli. Nk.föstudag, 26. októ- ber, er sextugur Runólfur Haraldsson frá Syðri- Rauðalæk, nú búsettur á Birkivöllum 28, Selfossi. Eiginkona hans er Elsie Júníusdóttir. Þau taka á móti gestum nk. föstudag á heimili sínu frá kl. 14. 50 ÁRA afmæli. Í dag,24. október, er fimm- tugur Ragnar Gíslason, skólastjóri Foldaskóla í Reykjavík. Eiginkona hans, Ingibjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri Hæðarbóls í Garðabæ, varð fimmtug 11. mars sl. Af þessu tilefni efna þau til gestakomu á heimili sínu, Efstalundi 4 í Garðabæ, 26. okt. frá kl. 17.30–20.30. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. Bd3 c5 5. e5 Rfd7 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 Db6 9. Rf3 f6 10. exf6 Rxf6 11. O-O Bd6 12. Rc3 O-O 13. He1 Bd7 14. Bg5 Hae8 15. a3 Rd8 16. b4 Rf7 17. Bh4 Bb8 18. Re5 Hd8 Skákmeistarar af eldri kynslóðinni hafa að undan- förnu tekið oftar þátt í opin- berum skákmótum en áður. Þessi þróun er mikið gleði- efni og ber t.d. minningarmót Jóhanns Þóris, sem nú stend- ur yfir í Ráðhúsi Reykjavík- ur, vitnisburð um hana. Björn Þorsteinsson (2240) tók þátt í Haustmóti TR sem lauk fyrir stuttu. Hann varð skákmeistari félagsins í fimmta sinn en í stöðunni hafði hann hvítt gegn Guð- jóni Heiðari Valgarðs- syni (1985). 19. Bxf6! gxf6 20. Bxh7+ Kxh7 Þetta leiðir rakleiðis til máts. Eftir 20...Kg7 21. Dg4+ Rg5 22. Bd3 verður því seint haldið fram að staða svarts sé björguleg. 21. Dh5+ Kg7 22. Dg6+ Kh8 23. Dxf6+ Kg8 24. Dg6+ og svartur gafst upp enda óverjandi mát eftir 24...Kh8 25. He3. Fyrra hluta Íslandsmóts skák- félaga er að mestu lokið en fresta varð nokkrum skákum vegna samgönguerf- iðleika. Staðan í efstu deild, Jórvíkurdeild, er þessi: 1. Taflfélag Reykjavíkur a- sveit 24½ v. af 32 mögu- legum. 2. Taflfélagið Hrók- urinn 23½ v. af 29 mögu- legum. 3. Taflfélagið Hellir a-sveit 21 v. af 31 mögu- legum. 4. TR b-sveit 18 v. 5. Skákfélag Akureyrar 12½ v af 29 mögulegum. 6. Tafl- félag Bolungarvíkur 11½ v. 7. Taflfélag Kópavogs 7 v. 8. Taflfélagið Hellir b-sveit 5½ v. af 31 mögulegum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með tilliti til mikil- vægis þíns hér hjá okkur hef ég gefið gjaldkeranum fyrir- mæli um að pakka launaseðlinum þínum inn í gjafapappír. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert ötull og lætur fátt standa í vegi fyrir því að þú náir takmarki þínu. Temdu þér hógværð. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að valda ekki öðr- um armæðu með framkomu þinni. Sérstaklega þarftu að íhuga vandlega hvernig þú umgengst eldri borgarana. Naut (20. apríl - 20. maí)  Stattu á rétti þínum gegn hvers slags yfirgangi. Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir svo þú skalt fara þér hægt í að opna hug þinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Veltu því vandlega fyrir þér hvort nú sé rétti tíminn til umskipta. Og íhugaðu hvort þú getur ekki brotið blað án þess að setja allt á hvolf. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sýndu varkárni í samskiptum við ókunnuga. Leyfðu þeim að sýna sínar réttu hliðar áð- ur en þú ákveður, hvort þú treystir þeim eða ekki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ekki allt fengið með útlitinu. Meira máli skiptir að innrætið sé gott og að við- komandi sé treystandi í sam- skiptum við annað fólk. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samstarfsmenn þínir hafa sínar meiningar um það hvernig þú átt að framkvæma hlutina. Veltu þeim fyrir þér, kannski ganga þær og kannski ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að leggja áherslu á að veita sköpunarþrá þinni útrás í hvaða mynd sem það nú er. Öll list er af hinu góða og léttir þér daginn og lífið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér er vandi á höndum varð- andi viðkvæmt mál sem er komið upp í fjölskyldunni. Reyndu að fara bil beggja þótt erfitt sé. Vertu því þol- inmóður. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki skella skollaeyrum við því sem vinir þínir segja varð- andi atvinnu þína. Enginn er friðhelgur og jákvæð gagn- rýni getur verið mjög upp- byggileg. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kemst ekki hjá því að leita út fyrir vinnustað þinn að heppilegum samstarfsmanni. Þér liggur hins vegar ekki svo mjög á svo farðu þér hægt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ýmsum spurningum er beint til þín og þér finnst þú eiga í vök að verjast varðandi svör- in. Reyndu samt ekki að slá ryki í augu þeirra sem spyrja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ekki allt fengið með peningum þótt þeir skipti verulegu máli. Athugaðu fyrst hvað þú getur gert þér til góða án mikilla fjárútláta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT VIÐLÖG Fagrar heyrða eg raddirnar við Niflungaheim. Eg gat ekki sofið fyrir söngunum þeim. Stríðir straumar falla. Stundum er flóð. Förum í nafni drottins á fiskanna slóð. Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 16. október spiluðu 26 pör Mitchell-tvímenning og loka- staða efstu para í N/S varð þessi: Jón Pálmason – Ólafur Ingimundars. 393 Lárus Hermannss. – Rúnar Láruss. 375 Sigríður Pálsd. – Eyvindur Valdimarss. 356 Hæsta skor í A/V: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 416 Kristján Ólafss. – Þorleifur Þórarinss. 372 Jón Andrésson – Þórður Jörundss. 362 Lakari þátttaka var á föstudag en þá mættu 18 pör. Þá varð lokastaðan þessi í N/S: Anton Sigurðss. – Hannes Ingibergss. 263 Þórarinn Árnason – Ólafur Ingvarss. 259 Eysteinn Einarss. – Sigurður Pálss.243 Hæsta skor í A/V: Helga Helgad. – Sigrún Pálsd. 253 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 234 Alfreð Kristjánss. – Bragi Björnss. 231 Meðalskor á þriðjudag var 312 en 216 á föstudag. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið barómeter 2001. Röð efstu para var eftirfarandi: Sigurður Steingr. – Vilhjálmur Sig. jr. 156 Björn Árnason – Andrés Ásgeirsson 125 Guðrún Jóhannesd. – Kristjana Steingr. 91 Unnar A. Guðmundss. – Viðar Jónss. 85 Jón Stefánsson – Torfi Ásgeirsson 55 Bestu skor 18. okt. sl.: Guðrún Jóhannesd. – Kristjana Steingr. 48 Guðlaugur Sveinss. – Guðrún Jörgensen 45 Björn Árnason – Andrés Ásgeirss. 41 Fimmtudaginn 25. okt. nk. verður spilaður eins kvölds tvímenningur Mitchell. Skráning á spilastað í Hreyfilshúsi en mætt er stundvíslega kl. 19.30 á fimmtudögum. Fimmtudaginn 1. nóv. nk. fer af stað hraðsveitakeppni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Randver Ragnarsson og Svala Pálsdóttir fengu fljúgandi start í haustbarómeter. Fjögur efstur pör urðu: Randver R. – Svala Pálsdóttir +22 Gísli Torfason – Svavar Jensen +17 Karl Einarsson – Guðjón Óskarsson +17 Arnór Ragnarss. – Karl Hermannss. +16 Tvö kvöld eru eftir af þessari keppni. 12. nóvember hefst svo hrað- sveitakeppni. Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is Markmiðið með þessu námskeiði er að undirbúa nemendur til kröfumeiri starfa á nútímaskrifstofu. Námið er ætlað nemendum sem lokið hafa almennu Skrifstofu- og tölvunámi eða almennu tölvunámi og bókhaldsnámi. Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Word framhald - 24 stundir Excel framhald - 24 stundir Navision Financials - Sölu-, birgða og viðskiptakerfi - 42 stundir Myndvinnsla með Photoshop - 36 stundir Lotus Notes notkun - 12 stundir Helstu námsgreinar n t v .i s nt v. is n t v .i s K la p p a ð & k lá rt / ij Örfá sætilausFramhald í skrifstofu- og tölvunámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.