Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Með sama genginu.  ÞÞ stri k.is SÁND Konugur glæpanna er kominn!l i Sýnd kl. 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 269 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 283 Sýnd í Lúxus VIP kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.10 B. i. 16. Vit nr. 284 Glæpsamleg góð og kraftmikil upplifun. Óskarsverðlauna leikarinn, Ben Kingsley (Gandhi) leikur algjöran óþokka og skíthæl á eftirminnilegan hátt. Sexy Beast hefur allstaðar fengið skothelda dóma. Það væri glæpur að missa af henni. Stundun er erfitt að segja nei. Óborganlega fyndin grínmynd frá Farrelly bræðrum með þeim Bill Murray, Chris Rock og Laurence Fishburne í aðalhlutverki. Frá höfundum Dumb and Dumber og There´s something about Mary ´ Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16. Vit 280. Ekki missa af skemmtilegustu grínmynd ársins. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 265. Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal. Vit 245 Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 245  Hausverk.is HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Stærsti salur landsins með 220 fm tjaldi. Sýnd kl. 6, 8 og 10.15 B. i. 12 ára. Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal Smellin gamanmynd frá leikstjóra Sleepless in Seattle og You've Got Mail. JOHN TRAVOLTA LISA KUDROW SWORDFISH FRIENDS Stærsta mynd ársins yfir 50.000 áhorfendur Sýnd kl. 6 og 10. (2 fyrir 1) Tilboð 2 fyrir 1 Margrét Vilhjálmsdóttir Kristbjörg Kjeld Hilmir Snær Guðnason Ugla Egilsdóttir Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 SÁND  ÞÞ strik. is  ÓHT. RÚV  HJ. MBL eða sérfræðingar. „Markmiðið er að einbeita sér fremur að lausnum fremur en vandamálum. Þetta á að vera jákvæður og uppbyggjandi þáttur fyrst og fremst.“ María segir engar sérstakar fyr- irmyndir vera að þættinum. Fáa kvennaþætti sé yfir höfuð að finna og óhjákvæmilega séu allir slíkir bornir saman við hinn frægasta og kannski besta, daglegan þátt Opruh Winfrey. „Það er náttúrlega frábær þáttur og hún kafar djúpt ofan í við- fangsefni sín. Við reynum að vera á svipuðum slóðum hvað það varðar.“ femin sker sig frá mörgum öðr- um kvennaþáttum á þann veg að hver þáttur er ekki helgaður einu málefni heldur verði fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi: „Þetta verður kannski svipað og að fara inn á fem- in.is þar sem maður velur einn flokk og dvelur þar í einhvern tíma og kíkir svo á aðra.“ Fluga á vegg í saumaklúbb María þvertekur fyrir að þátt- urinn muni eingöngu höfða til ann- ars kynsins þótt hann fjalli aðallega um það: „Aðaláhugamál karla er „ÞETTA er nýr þáttur í fleiri en einum skilningi. Hann er nefnilega sá fyrsti í íslensku sjónvarpi sem á rætur sínar að rekja til Netsíðu. Hann er beintengdur femin.is og í raun næsti kafli í sögu síðunnar,“ segir María Ellingsen um rætur þáttarins femin sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Hún segir þetta um margt gera þáttinn „þrí- víðan“ því þær konur sem leggi leið sína á hinn ársgamla vef, alls 4.500 dag hvern að meðaltali, muni hafa áhrif á umræðuefni hans og hjálpi til við að móta hann. Þannig muni femin.is hafa mótandi áhrif á þátt- inn og svo öfugt. Stutt í blaðamanninn María er kunnust sem leikkona og hefur gert það gott á því sviðinu bæði heima og heiman en eins og glöggir muna fór hún með stórt hlutverk í bandarísku sápuóperunni Santa Barbara um nokkurt skeið. „Ég hef aldrei verið við eina fjöl- ina felld,“ segir María. „Þótt aðal- starfið sé enn á leiksviðinu þá finnst mér gaman að gera fleira. Ég var blaðamaður á Morgunblaðinu þeg- ar ég var 18 ára gömul og hef í raun aldrei hætt að skrifa. Mér fannst blaðamennskan á sínum tíma skila sér sterkt inn í leiklistina. Leiklistin skilar sér sterkt inn í sjónvarps- þáttagerðina og ég efast ekki um að sú reynsla eigi eftir að skila sér aft- ur í leiklistina.“ Uppbyggjandi þáttur María segist stefna að því að gera femin að mjög fjölbreyttum og skemmtilegum þætti „um málefni sem koma konum við og koma við konur“. Bæði verði tekið á mál- efnum sem eru í brennideplinum hverju sinni og einnig almennari málefnum sem eigi alltaf erindi við konur. Efnistök þáttarins taka mið af uppbyggingu femin.is að því marki að hann skiptist í sjö eftirfarandi efnisflokka; Útlit, Heilsa og megr- un, Sjálfstæðar konur, Sambönd, Börn og unglingar, Kynlíf og Gott í gogginn. Þannig verður farið í hvern þessara efnisflokka í þátt- unum með föstum ráðgjöfum sem einnig koma við sögu á Netsíðunni. María bendir þó á að þessir föstu þættir verði einungis útgangs- punktar, að farið verði um víðari völl. Í femin tekur María á móti gest- um sem á einn eða annan hátt koma að viðfangsefnunum, eru ráðgjafar vonandi konur þannig að þátturinn ætti að gefa þeim sérstakt tækifæri til að kynnast konum betur. Ég held að alla karla hafi dreymt um að vera fluga á vegg í saumaklúbb. Sá draumur rætist við að horfa á fem- in.“ María bætir við þetta að fastur hópur karla muni ætíð verða við- staddur þannig að þeirra álit fái einnig hljómgrunn: „Ég er nokkuð viss um að karlar hafi fullan áhuga á málefnum eins og samböndum og kynlífi.“ Karlar ættu þannig að vera spenntir yfir viðfangsefni fyrsta þáttarins í kvöld því þá segist María ætla að dvelja framar öðru við kyn- lífið og nánar tiltekið frjálsar ástir en nokkuð hafi borið á að slík bylgja hafi verið í gangi undanfarið hér á landi. Þátturinn verður sem fyrr segir á Stöð 2, vikulega á mið- vikudögum, en þáttur kvöldsins hefst kl. 21.00. femin er „þrívíður“ sjónvarpsþáttur í umsjón Maríu Ellingsen Þáttur um konur fyrir konur … og karla Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir María Ellingsen segir að femin sé ferskur og fjölbreyttur þáttur „um málefni sem koma konum við og koma við konur“. skarpi@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.femin.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.