Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VerkefnastjórnunarfélagÍslands stóð fyrir mál-þingi í gær um opinber-ar framkvæmdir, sem hátt í hundrað manns, aðallega arkitektar, verkfræðingar og verk- takar, sóttu. Blásið var til málþings- ins í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðl- um fyrr á þessu ári sem fóru óhóflega fram úr kostnaðaráætlun, eins og t.d. skrifstofur Alþingis, Listasafn Reykjavíkur og Þjóð- menningarhúsið. Ætlunin var að staldra við, nú nokkru síðar, og skoða málin í ljósi þessarar um- ræðu og sjá hvað hægt er að læra af mistökunum. Þorvaldur K. Árnason, verkefna- stjóri hjá Ístaki, og Gunnlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Íslenskum aðal- verktökum, voru fulltrúar verktaka á málþinginu. Þeir voru sammála um að helstu vandræði verktaka í tengslum við opinberar fram- kvæmdir væru að tilboðstími sé of stuttur, fyrirtækin hafi lítinn tíma til að yfirfara útboðsgögn og einnig fari mikill tími í að afla gagnanna og afhenda undirverktökum þau. Einnig komi það fyrir að útboðs- gögnum sé breytt á tilboðsstigi. Sömuleiðis væri undirbúningstími sem verktakar fá áður en fram- kvæmdir hefjast of knappur, jafn- framt því sem verktími væri of stuttur. Þeir sögðu einnig aðkomu hönn- uða á framkvæmdatímanum vera af hinu slæma sem og flókin skipurit. Boðleiðir yrðu að vera stuttar og samskipti á verkstað megi ekki ein- kennast af baráttu milli verktaka, hönnuða og eftirlits. Þeir verði að eiga samvinnu um hagkvæmustu leið fyrir verkkaupann og forsend- ur fyrir því séu traust milli aðila og sanngjörn skipting þeirrar áhættu sem framkvæmdinni fylgi. Ný reglugerð skerpir valdsvið og ábyrgð Eftir þá umræðu um framúr- keyrslu, sem vísað var í hér á und- an, var ráðist í gerð nýrrar reglu- gerðar um skipulag opinberra framkvæmda og tók hún gildi í september síðastliðnum. Í henni er skerpt á ýmsum atriðum er varða valdsvið og ábyrgð þeirra aðila er koma að opinberum framkvæmd- um. Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, sagði reglugerðina kveða á um ítarlegri undirbúning opinberra fram- kvæmda og aukin þátt frumathug- unar í kerfinu. Í reglugerðinni er jafnframt kveðið á um skýrari áfangaskiptingu og formlegri ákvarðanatöku jafnframt því að samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir eru settar starfsregl- ur. Fyrst skal gerð frumathugun á framkvæmdinni og er það fagráðu- neyti sem ber ábyrgð á slíkri fram- kvæmd. Þannig mun menntamála- ráðuneytið sjá um frumathugun fyrir menningar- og menntastofn- anir svo dæmi sé tekið. Formlegt leyfi þarf frá fjármálaráðuneytinu til að hægt verði að fara yfir á næsta þrep, það er áætlanagerð. Áætlunin er síðan send fjármálaráðuneytinu til yfirferðar og samþykktar og gef- ur Framkvæmdasýslan umsögn um gögnin. Þá er veitt leyfi til að hefja verklega framkvæmd og ber Fram- kvæmdasýslan ábyrgð á því að hún sé í samræmi við útboðsgögn. Ef útlit er fyrir að kostnaður við framkvæmd verði meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir er það hlutverk Framkvæmdasýslunnar að upplýsa fagráðuneyti um það. Ef ráðuneytið hefur fjárveitingu fyrir viðbótar- kostnaði og kýs að nota hana er málið leyst, en annars skal annað- hvort minnka framkvæmdina eða leita til fjármálaráðuneytis. Ef hvorugt gengur skulu framkvæmd- ir tafarlaust stöðvaðar. Þannig munu fulltrúar verkkaupa á verk- stað ekki hafa vald til ákvarðana- töku nema í smæstu málum. Óskar sagði kosti þessarar að- ferðafræðar að skipting ábyrgðar verður mjög skýr og að hún hvetji menn til að vanda undirbúning framkvæmda. Gallinn sé aftur á móti sá að boðleiðir eru langar og ákvarðanataka getur orðið seinvirk. Einnig var bent á að gífurlegur kostnaður hlýst af því að stöðva framkvæmdir tímabundið. Hönnun lokið fyr útboð og skert vald bygginganefnda Eftir að útboð hefst g tektar og verkfræðingar e ið með nýjar teikningar taka, eins og tíðkast hefur Hönnun verður að vera lok útboð hefst. Einnig geta arnefndir ekki komið inn kvæmdasviðið eftir útboð sagði það hafa mikið tíðka til, þótt ekki hafi verið g valdsvið byggingarnefnda um. Þetta hafi truflað stö kvæmdasýslunnar og verk Að verki loknu gerir kvæmdasýslan skilamat, kemur fram hvernig til tók við áætlanir og verða rey úr skilamati hafðar til hliðs frumathuganir á sambæ verkum síðar meir. Óskar síðustu 30 ár sem lögin se gerðin er byggð á hafa ver Málþing Verkefnastjórnunarfélags Íslands um opi Ráðuneytið þarf þykkja óvæntan k Hátt í hundrað manns sótti málþingið í gær, aðallega verkfr koma að opinberum framkvæmdum á Óskar Vald son, forst Framkvæmd ríkisin Jóhanna Björg Hansen, gæðastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Þorvaldur K. Árnason, verkefnastjóri hjá Ístaki, sagði ve hönnuði og eftirlitsmenn verða að vinna saman að því að finn kvæmustu lausnina fyrir verkkaupann. Gunnlaugur Krist- jánsson, fram- kvæmdastjóri Þró- unarsviðs ÍAV. Fjármálaráðuneytið þarf að samþykkja allan óvæntan kostn framkvæmd verði kostnaðarsamari en ráðgert var. Á ráðs kvæmdir, sem Nína Björk Jónsdóttir sat í gær, sögðu verkt skort á undirbúningsvinnu og samskiptaerfiðleika vera ÍSLENSKT SENDIRÁÐ OPNAÐ Í TÓKÝÓ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-herra boðar nýjan kafla í sam-skiptum Íslands og Japans í Morgunblaðinu í gær. Ráðherrann er nú staddur í Japan og á morgun verður hann viðstaddur þegar sendiráð Íslands í Tók- ýó verður formlega opnað. Atburðarásin hefur verið hröð í sam- skiptum þessara fjarlægu ríkja undanfar- ið og hófst þegar Keizo Obuchi heitinn, fyrrverandi forsætisráðherra, kom hing- að til lands í júní 1999 og gefin voru gagn- kvæm fyrirheit um opnun sendiráða. Sendiráð Japans í Reykjavík var opnað í maí og hefur sendiherrann aðsetur í Ósló. Halldór Ásgrímsson hitti í gær Makiko Tanaka, utanríkisráðherra Japans, og lýsti þar áhuga Íslands og annarra ríkja EFTA á því að gera fríverslunarsamning við Japan. Sagði hann að ræddar hefðu verið leiðir til að efla viðskipti ríkjanna og koma á frekari tollaívilnunum í því skyni. Einnig ræddu þau baráttuna gegn hryðjuverkum og var einhugur með þeim um mikilvægi samstöðu í þeim efnum. Halldór kvaðst hafa lýst yfir stuðningi við óskir Japana um fast sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna, en Íslending- ar hafa einmitt sóst eftir því að fá tíma- bundið sæti í öryggisráðinu. Masao Kawai, sendiherra Japans á Ís- landi, sagði í samtali við Morgunblaðið þegar japanska sendiráðið var opnað hér í maí að opnun sendiráðanna stuðlaði ekki aðeins að auknum viðskiptum, heldur jafnframt að því að efla samstarf þjóð- anna á alþjóðlegum vettvangi. Nefndi hann sérstaklega öryggisráðið og að Jap- anar kynnu að meta stuðning Íslendinga á þeim vettvangi. Mikil áhersla er lögð á viðskipti í sam- skiptum Íslands og Japans á þessu ári. Með utanríkisráðherra eru í för um 50 fulltrúar íslenskra fyrirtækja og sagði Halldór Ásgrímsson að þegar væri mikill áhugi á því, sem þeir hefðu að bjóða. Í upphafi þessa mánaðar voru haldnir hér japanskir dagar og í tengslum við þá jap- önsk-íslensk viðskiptaráðstefna, þar sem meðal annars voru viðstaddir fulltrúar frá útflutningsráði Japans. Þó nokkur viðskiptahalli er milli Jap- ans og Íslands og er hann hinum fyrr- nefndu nokkuð hagstæður, eins og sjá má á því hversu stór hluti af bílaflota lands- manna er japanskur að uppruna og jap- önskum rafmagnstækjum á nánast hverju einasta heimili á Íslandi. Ítök Ís- lendinga á Japansmarkaði eru ekki eins augljós, en þau blasa þó við þegar komið er á stærsta fiskmarkað heims í Tsukiji í Tókýó. Það er hins vegar engin furða að tollar á sjávarafurðir skuli hafa verið ræddir. Við fyrstu sýn kann að virðast að Jap- anar og Íslendingar eigi fátt sameigin- legt. Það mótast hins vegar ávallt sér- stakt hugarfar meðal þeirra, sem byggja eyríki og það eitt skapar ákveðin tengsl. Japanar eru mikil bókmenntaþjóð. Sagan af Genji nefnist hápunktur þeirra forn- bókmennta. Hana skrifaði Murasaki Shi- kibu, sem var við japönsku hirðina, á 11. öld og hefur því verið haldið fram að þar sé á ferð fyrsta eiginlega skáldsaga mannkynssögunnar. Líkt og á Íslandi rík- ir mikil gróska í japönskum nútímabók- menntum og nægir þar að benda á rithöf- undinn Haruki Murakami, sem þó nokkuð er lesinn hér á landi um þessar mundir. Það ber að fagna hinum auknu sam- skiptum Japans og Íslands og vona að hinn nýi kafli í samskiptum ríkjanna færi ekki aðeins aukin viðskiptatengsl, heldur einnig samstarf í alþjóðamálum og á sviði menningar. ÞÁTTASKIL Á NORÐUR-ÍRLANDI Yfirlýsing Írska lýðveldishersins(IRA) á Norður-Írlandi um að samtökin séu byrjuð að afvopnast markar þáttaskil í friðarumleitunum þar. Þrjú og hálft ár eru liðin síðan gert var að skilyrði í friðarsamningunum, sem kenndir voru við föstudaginn langa, að IRA afvopnaðist. Hver frest- urinn eftir annan hefur runnið út án þess að það gengi eftir og hafa IRA og stjórnmálaarmur samtakanna, Sinn Féin, jafnan borið því við að öðrum skil- yrðum hafi ekki verið fullnægt. Nú hefur hins vegar ýmislegt breytzt. Tveir viðburðir hafa veikt mjög bakland IRA og Sinn Féin; annars veg- ar hryðjuverkaárásin á Bandaríkin 11. september og hins vegar að uppvíst varð um tengsl IRA við hryðjuverka- samtök og fíkniefnasmyglara í Kólumb- íu. Hvort tveggja hefur gert það að verkum að mjög hefur dregið úr stuðn- ingi við samtökin og málstað þeirra á meðal írskættaðra Bandaríkjamanna. Stuðningur við vopnaða baráttu IRA hefur jafnframt farið dvínandi á meðal Íra. Hryðjuverk sem tæki til að ná póli- tískum markmiðum eiga almennt ákaf- lega litlu fylgi að fagna á Vesturlöndum eftir árásina á Bandaríkin. Það var því engin tilviljun að á sama tíma og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, flutti ræðu í Belfast, þar sem hann greindi frá „beiðni“ sinni til IRA um að hefja af- vopnun, hélt Martin McGuinnes, menntamálaráðherra Norður-Írlands, sem jafnframt er talinn einn helzti for- ingi IRA, blaðamannafund í New York. Sinn Féin og IRA hafa aukinheldur verið undir miklum þrýstingi að sýna nú friðarvilja sinn í verki eftir að ráð- herrar sambandssinna í norður-írsku heimastjórninni sögðu af sér í síðustu viku til að knýja á um afvopnun. Hefði IRA ekki aðhafzt neitt, hefðu heima- stjórnin og þing héraðsins að öllum lík- indum verið leyst upp í lok vikunnar. Þar með hefði sá árangur, sem lýðveld- issinnar hafa náð í samningum um áhrif á stjórn Norður-Írlands verið úr sög- unni, a.m.k. í bili. Hófsamari öfl innan IRA og Sinn Fein virðast því hafa náð yfirhöndinni. Vitanlega munu brezk stjórnvöld og fulltrúar sambandssinna á Norður-Ír- landi taka yfirlýsingum IRA með ákveðnum fyrirvara og krefjast óyggj- andi sannana fyrir því að vopnum hafi verið eytt eða þau gerð óvirk. Þar kem- ur til kasta hinnar alþjóðlegu afvopn- unarnefndar sem John de Chastelain stýrir. Sennilega verður aldrei hægt að ganga endanlega úr skugga um að IRA eða aðrir hryðjuverkahópar í héraðinu hafi afvopnazt, en það er kannski ekki heldur aðalatriðið. Yfirlýsing IRA hef- ur fyrst og fremst táknræna merkingu; í henni felst í raun að hófsamari öfl meðal lýðveldissinna hafa knúið í gegn ákvörðun um að sætta sig við að deila völdum í héraðinu með sambandssinn- um í stað þess að gera óraunhæfar kröf- ur um fullnaðarsigur og sameiningu við írska lýðveldið. Það vekur vonir um að náðst geti haldbært samkomulag um frið á Norður-Írlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.