Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ O rð geta reynst hættu- leg, líka hugtök sem við komumst ekki hjá að nota, skringi- leg orð eins og nýbúi. Við þurfum heiti til að geta talað saman, við getum ekki alltaf notað setninguna „Íslend- ingur sem fæddur er erlendis og af öðru þjóðerni en hefur sest hér að og hyggst sennilega búa hér áfram“ þó að það sé ná- kvæmara. En hvenær hættir nýbúi að vera nýbúi, eftir 50 ára dvöl hérlendis? Frelsi, réttlæti, þjóð, trú, allt er þetta eldfimt. Hugtakið friður er líka varasamt, friður eins er stundum ánauð annars. Friður á svæðum talibana í Afganistan merkir til dæmis að konur sem neita að hylja sig með kufli fá sumar hverj- ar saltsýru- slettu í andlit- ið. Sum orð eru þess eðlis að um leið og þau heyrast eða sjást í frétta- skrifum vakna hik og efasemdir. Stundum bregður fyrir orðinu öfgamaður í fréttum og þá getur verið erfitt að útskýra fyrir sjálf- um sér og öðrum hverjar for- sendurnar séu. Talibanarnir eru í okkar huga svo ofstækisfullir að þeir eru varla með réttu ráði. Innlendum keppinautum þeirra um völdin finnst talibanar vissu- lega öfgafullir en eru ekki endi- lega ósammála þeim Muhammad Omar og félögum um allt. En hverja eigum við að kalla- hryðjuverkamenn? Nýlega var gerð skoðanakönnun meðal Pal- estínumanna og þeir spurðir hvort þeir álitu að árásirnar á Bandaríkin hefðu verið í sam- ræmi við lög íslams. Nær fjórð- ungur svaraði því játandi. Palestínumenn hafa þurft að berjast við fálæti heimsins og ör- væntingu en virðast líka eiga það sameiginlegt með fjendum sín- um, Ísraelum, að forðast að við- urkenna nokkra sök hjá sjálfum sér. Þetta er vond hefð og oft fyrsta skrefið í faðm ofstækis og ofbeldis. Þeim finnst mörgum að kjósendur á Vesturlöndum, sem flestir hafa stutt Ísraela und- anbragðalaust í hálfa öld, séu ef ekki réttdræpir þá að minnsta kosti svívirðilegir hræsnarar. Og fullir fordóma gagnvart aröbum; ekki er víst að það sé alveg rangt. En samt bregður okkur illi- lega í brún. Hvernig getur heil- brigt fólk komist að þeirri nið- urstöðu að það sé í samræmi við rétta siði og trú og lýsi hetjulund að taka með sér í dauðann þús- undir vopnlausra manna og jafn- vel lítil börn? Svar Palestínumanna sem þannig hugsa er að öllum sé sama um þjóðina og þjáningar hennar, hún eigi rétt á að beita hvaða meðali sem er, líka morð- um að yfirlögðu ráði á óbreyttum borgurum. Þess vegna séu liðs- menn bin Ladens, sem krefjast þess meðal annars að Palest- ínumenn fái land sitt aftur og Ísraelar verðir reknir í sjóinn, hetjur sem leggi málstaðnum lið. Nýlega var viðtal í sjónvarps- stöðinni CNN við unga konu sem starfar hjá annarri stöð, Al- Jazeera í Qatar, sem mikið er nú rætt um. Síðarnefnda stöðin er orðin vinsælasta fréttastöð í arabaheiminum eftir að stríðið við talibana hófst. Talsmenn hennar segjast ekki draga taum múslíma heldur reyna eftir megni að láta sjónarmið allra að- ila koma fram. Konan, sem var í útliti og klæðaburði eins vestræn og kyn- systur hennar í Reykjavík, var spurð hvort það væri rétt að í fréttaútsendingunum væru pal- estínskir sjálfsmorðingjar, sem sprengja sjálfan sig og tugi vopnlausra Ísraela fyrirvaralaust yfir í annan heim, kallaðir „písl- arvottar“. Já, þeir eru písl- arvottar og fórna sér fyrir þjóð- ina, var svarið. En Sádi-Arab- arnir sem gerðu árásirnar á New York og Washington? Nei, þeir eru hryðjuverkamenn, sagði hún. Þetta vafðist ekki fyrir henni. Fróðir menn segja reyndar að arabíska orðið sem notað er merki ekki nákvæmlega það sama og hugtakið píslarvottur en varla er sá blæmunur afgerandi. Málið sýnir hins vegar í hnot- skurn það sem fjölmiðlar þurfa oft að kljást við þegar fjallað er um torleystar, alþjóðlegar deilur. Verkefni þeirra sem hafa metnað í starfi er að reyna að vera hlut- lægir, segja eins rétt og satt frá og unnt er. En orðavalið getur sagt allt. Hvað á hann að nefna sprengjumennina palestínsku? Má fjölmiðillinn alls ekki nota orðið hryðjuverkamaður ef um- ræddur drápsmaður segist eða hefur sagt að hann sé að leggja ákveðnum málstað lið? Ísraelar segja að nú hljóti allir að skilja að þeir verði að beita hörku gegn Palestínumönnum. Þetta fólk skilji ekkert annað og verji framferði hryðjuverka- manna annaðhvort með op- inskáum hætti eða styðji þá í hljóði. En ísraelskir sagnfræðingar hafa verið harðir í horn að taka síðustu áratugina og rifjað upp margt óþægilegt. Sumir af for- sætisráðherrum landsins voru virkir hermdarverkamenn á yngri árum. Menn eins og Men- achem Begin og Yitzhak Shamir töldu verjandi að beita slíkum örþrifaráðum þegar enn var bar- ist fyrir réttinum til að stofna Ísraelsríki, nota öll meðul. Og fyrirmæli voru gefin þegar fyrsta stríðið hófst við araba 1948 sem benda til þess að mark- visst hafi verið beitt hryðjuverk- um til að hrekja araba úr mörg- um þorpum og bæjum og gera þá útlæga. Svo mikil var samúðin með gyðingum og áhrif þeirra vestra að virtustu fjölmiðlar í Bandaríkjunum leyfðu sér ekki að kalla Begin fyrrverandi hryðjuverkamenn þegar hann tók við völdum í Ísrael. Um sama leyti var maður að nafni Yasser Arafat farinn að beita sömu aðferðum til að tryggja hagsmuni sinnar þjóðar. Hann varð löngu síðar gestur Bandaríkjaforseta og hlaut frið- arverðlaun Nóbels. Er hægt að ætlast til þess að fréttamiðlar eigi auðvelt með að nota alltaf hugtökin rétt og fylgj- ast með tímanum? Viðeigandi orðalag Má fjölmiðillinn alls ekki nota orðið hryðjuverkamaður ef umræddur dráps- maður segir eða hefur sagt að hann sé að leggja ákveðnum málstað lið? VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BEINÞYNNING er sjúkdómur sem ein- kennist af því að bein- magn og beinþéttni minnkar, sem leiðir síð- an til þess að beinin verða ekki eins sterk og ella. Afleiðingarnar eru aukin hætta á bein- brotum, sérstaklega hryggsúlubrotum, mjaðmarbrotum og framhandleggsbrotum. Fólk sem er með bein- þynningu á háu stigi getur brotnað við venjulegar athafnir í daglegu lífi, við lítið eða ekkert högg, jafnvel við handtak eða faðmlag. Margir ein- staklingar sem eru með beinþynn- ingu vita ekki af því að þeir eru haldnir sjúkdómnum þar til þeir hafa brotnað einu sinni eða oftar og síðan farið í beinþéttnimælingu. Þetta er því dulinn eða þögull sjúkdómur. Hver fær beinþynningu? Talið er að þriðja hver kona eldri en 50 ára sé með beinþynningu. Ungt fólk getur fengið beinþynningu og einnig stór hópur karlmanna. Það er staðreynd að einn af hverjum átta körlum eldri en 50 ára á á hættu að fá þennan sjúkdóm. Helstu áhættu- þættir eru:  Kyn og aldur, algengara hjá kon- um og öldruðu fólki.  Smábeinótt líkamsbygging  Fjölskyldusaga um mjaðmarbrot  Lækkað estrógen  Reykingar  Óhófleg áfengisneysla  Ákveðnir sjúkdómar og langtíma- notkun á bólgueyðandi lyfjum  Hreyfingarleysi  Lítil kalkneysla Brot af völdum beinþynningar valda ómældum þjáningum og geta leitt til langvarandi líkamlegrar hömlunar. Margir sem þjást af bein- þynningu upplifa endurtekin hrygg- súlubrot. Þessi brot eru ekki einungis þján- ingarfull og líkamlega hamlandi, heldur valda þau einnig smám sam- an líkamlegum breyt- ingum, s.s. líkamshæð lækkar og líkaminn bognar. Mjaðmarbrot- in eru alvarlegust. Allt að 20% þeirra sem mjaðmarbrotna deyja innan árs og einungis helmingur þeirra sem lifa lengur endur- heimta hreyfanleika sinn. Þetta fólk getur ekki lengur lifað sjálf- stæðu lífi heldur verður að treysta á umönnunaraðila, ann- aðhvort innan fjölskyldu sinnar eða á sjúkrastofnunum. Hægt er að greina beinþynningu tiltölulega auðveldlega með bein- þéttnimælingu en hún er besta að- ferðin til að segja til um hve miklar líkur eru á því að viðkomandi sé í hættu á að brotna af völdum bein- þynningar. Beinþéttnimæling gefur þannig til kynna hættuna á beinbrot- um af völdum beinþynningar á sam- bærilegan hátt og blóðþrýstings- mæling getur sagt til um líkur á að einstaklingur fái heilablóðfall. Mik- ilvægt er að beinþynning greinist snemma til að koma í veg fyrir bein- brotin því rannsóknir hafa sýnt að hættan á brotum eykst eftir því sem beinþéttnin er minni. Fyrir hvert staðalfrávik í lækkun á beinþéttni eykst brotahættan um u.þ.b. 50% til 100%. Samkvæmt WHO – Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni – er ein- staklingur með beinþynningu ef beinþéttnin er 2,5 staðalfrávikum eða meira undir meðalbeinþéttni fyr- ir unga heilbrigða einstaklinga af sama kyni. Ertu í hættu á að fá beinþynn- ingu? Taktu einnar mínútu áhættu- próf. 1. Hafa foreldrar þínir, annar eða báðir, mjaðmarbrotnað við lítið eða ekkert högg? 2. Hefur þú beinbrotnað eftir lítið eða ekkert högg? 3. Fyrir konur: Hófust tíðahvörf fyrir 45 ára aldur? 4. Fyrir konur: Hafa blæðingar stöðvast samfleytt í 12 mánuði eða meira (af öðrum ástæðum en þungun)? 5. Fyrir karla: Hefur þú einhvern tíma þjáðst af getuleysi, minnk- aðri kynorku, eða öðrum ein- kennum tengdum lágu magni testósteróns (karlkynshormóns)? 6. Hefur þú tekið bólgueyðandi lyf (cortison, prednison, o.s.frv.) lengur en 6 mánuði samfleytt? 7. Hefur líkamshæð þín lækkað meira en um 5 cm? 8. Drekkur þú áfenga drykki í óhófi? 9. Reykir þú meira en einn pakka á dag? 10. Þjáist þú oft af niðurgangi? Ef þú svarar „já“ við einhverri þessara spurninga hér að ofan get- urðu átt á hættu að fá beinþynningu og mælt er með því að þú talir við lækni, sem mun ráðleggja þér um hvort frekari rannsókna er þörf. Upplýsingarnar eru teknar saman úr ársskýrslu Alþjóðabeinverndar- samtakanna, IOF. Beinþynning – hinn þögli faraldur Halldóra Björnsdóttir Beinvernd Margir einstaklingar sem eru með beinþynn- ingu, segir Halldóra Björnsdóttir, vita ekki af því að þeir eru haldnir sjúkdómnum. Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar. Borgaryfirvöld reyna enn að skjóta sér undan ábyrgð á fjölgun nektarbúlla í Reykjavík, sem hafa stjórnlaust vaxið upp og þrifist í miðborg- inni. Þvert á yfirlýs- ingar borgaryfirvalda um annað hafa þau yf- ir að ráða nægilegum úrræðum til að stemma stigu við starfsemi slíkra staða. Ný úrræði Á vorþingi 2000 gerði Alþingi breyt- ingar á lögum um veit- inga- og gististaði sem fólu í sér frekari flokkun veitingastaða, þar sem næturklúbbar eru skilgreindir sem skemmtistaðir þar sem aðal- áhersla er lögð á áfengisveitingar og nektarsýningar í atvinnuskyni. Einnig voru hertar kröfur til rekstraraðila veitinga- og gisti- húsa. Lagabreytingin kom í kjölfar starfs nefndar sem hafði það hlut- verk að sporna gegn starfsemi svo- nefndra erótískra veitingastaða. Í nefndinni sátu fulltrúi Reykjavík- urborgar, auk fulltrúa frá dóms-, félagsmála- og samgönguráðuneyt- um. Borgaryfirvöldum ætti því að vera fullkunnugt um úrræði sem Alþingi færði þeim til að koma skikki á stjórnleysið sem ríkir í skipulagsmálum borgarinnar um rekstur erótískra veit- ingastaða. Geta hafnað nektarstöðum Með lagabreyting- unni var sveitarfélög- um fengið nauðsynlegt tæki í hendur til að hafa áhrif staðsetn- ingu og starfsemi nektarstaða. Þau geta á grundvelli aðal- og deiliskipulags ákvarð- að hvar heimilt sé – eða ekki heimilt – að reka erótíska veitinga- staði. Jafnframt geta þau sett nánari skil- yrði um skemmtanahald sem fer fram á slíkum stöðum, m.a. um opn- unar- og lokunartíma þeirra. Eig- endur nektarstaða sem nú eru í rekstri þurfa að endurnýja starfs- leyfi sín á 4 ára fresti. Sveitarfélög- um er heimilt að setja fram ný skil- yrði fyrir áframhaldandi rekstri. Bannað í Hafnarfirði Í þessu sambandi má benda á að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hikaði ekki við að banna nektarstaði í miðbæ staðarins með sérstakri samþykkt í apríl sl. skv. tillögu skipulagsnefndar og með tilvísan í hin nýju ákvæði laganna. Annar ósómi Nektarstaðir hafa óneitanlega mikil áhrif á umhverfi sitt, enda þrífst oft alls kyns annar ófögnuður í skjóli þeirra, svo sem vændi og eiturlyfjasala. Með breytingu á lög- um um veitinga- og gististaði geta sveitarfélög sett hömlur á starf- semi sem almenn siðferðissjónar- mið telja óæskilega. Ráðaleysi borgaryfirvalda Lausnin felst ekki í að banna starfsemi nektarstaða. Ég tek und- ir með Þórunni Sveinbjörnsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, í umræðu á Alþingi um þessi mál, að með því væri verið að senda slíka starfsemi neðanjarðar. Þá væri betra heima setið, en af stað farið. Borgaryfirvöld eiga að setja reglur um staðsetningu og starfsemi nekt- arstaða og nota þau úrræði og vald sem þau hafa yfir að ráða. Ráða- leysi borgaryfirvalda að stemma stigu við þessari óheillaþróun er óskiljanleg. Það er þeim til van- sæmdar að láta kvenfyrirlitningu á nektarstöðum þrífast og vaxa í skjóli sínu. Þau ættu að vita betur. R-listinn og nektarstaðirnir Ásta Möller Súlustaðir Nektarstaðir hafa óneitanlega mikil áhrif á umhverfi sitt, segir Ásta Möller, enda þrífst oft alls kyns annar ófögnuður í skjóli þeirra, svo sem vændi og eiturlyfjasala. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.