Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 22
ÞILFARSTURN rússneska kjarn- orkukafbátsins Kúrsk kemur upp á yfirborðið í flotkví í höfninni í Rosljakovo, skammt frá Múr- mansk, í gær. Björgunarpramm- inn, sem notaður var til að lyfta flaki kafbátsins af hafsbotni og draga það að landi, fór frá Rosljakovo í gær. Er nú hafin rannsókn á flakinu til þess að reyna að komast að því hvað olli því að báturinn sökk í Barents- hafi í ágúst í fyrra. Rússneskir hermenn mældu geislunarstig í björgunarprammanum eftir að flakið hafði verið tekið úr honum. Reuters Kúrsk í flotkví ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ sögn embættismanna IOM, alþjóð- legrar stofnunar sem fylgist með ferðum flóttafólks. „Úr 21 manns fjöl- skyldu komst átta ára gamalt barn eitt af. Þetta er hryllilegt,“ sagði að Richard Danziger, yfirmaður IOM. Ronnie Bala, sem starfar einnig fyrir IOM, sagði að fyrri fregnir í þá veru að hluti farþeganna hefði farið frá borði við eyju eina ættu ekki við rök að styðjast. Hið rétta væri að 24 sem átt hefðu far með skipinu hefðu neitað að sigla með því sökum þess að þeir hefðu óttast um öryggi sitt. „Báturinn gat í mesta lagi borið 150 manns,“ sagði hinn íraski Musa í sam- tali við AFP-fréttastofuna. Smyglar- arnir hefðu hins vegar haldið því fram að 400 manns kæmust fyrir í honum. Hann hefði hins vegar ekki getað neitað því að fara um borð. „Hefðum við hætt við hefðu smyglararnir hvort eð er tekið peningana okkar og við áttum ekki meiri peninga.“ „Dreymdi um að fá að borða“ Behram, 46 ára, sagði með aðstoð túlks að hann væri eini Afganinn sem lifað hefði slysið af. Þrír frændur hans og fjórir bræður hefðu drukknað. „Þegar leki kom að bátnum notuð- um við dæluna en síðan hætti hún að virka. Við reyndum að gera við hana en það tókst ekki. Báturinn hélt sífellt verr vatninu og svo fór að drapst á vélinni. Báturinn lagðist bakborðs- megin. Við flýttum okkur yfir á hina hliðina en báturinn sökk á auga- bragði. Hann brotnaði í sundur og all- ir reyndu að ná sér í brak til að halda í,“ sagði þessi viðmælandi. Hann var 20 klukkustundir í sjón- um áður en honum var bjargað. „Þetta er smyglurunum að kenna. Þeir hugsa bara um peningana. Þeim er alveg sama um líf fólksins. Það eina sem ég vildi var að komast til lands þar sem ég get fengið að borða. Afg- anar vilja komast til friðsæls lands þar sem þeir geta fengið mat,“ bætti hann við. Amal Hasan, 47 ára kona frá Írak, var á leið til Ástralíu ásamt syni sín- um en maður hennar hefur búið þar í þrjú ár sem ólöglegur innflytjandi. „Ég er dauðuppgefin en ég get ekki farið aftur til Írak. Ef ég fer heim mun Saddam drepa mig,“ sagði hún og vísaði þar til Saddams Hússeins, forseta Íraks. „Ég lét smyglarann fá alla peningana mína. En hvað á ég nú að gera? Hvert get ég farið? Ekki get ég verið hér. Von mín og allra sem um borð voru, var að komast til Ástralíu.“ Sonur hennar, Amjid sem er 19 ára, sagði að hann og móðir hans hefðu greitt smyglurunum um 210.00 krón- ur fyrir aðstoð við að komast til Ástr- alíu. „Ég sagði öllum um borð að þetta væri trébátur. En þeir sögðu mér að þegja því allir vildu komast til Ástr- alíu,“ sagði móðir hans. Fólkið dvelst nú í þorpinu Gunung Putri í Indónesíu. Talsmenn yfirvalda sögðu í gær að örlög fólksins myndu ráðast í viðræðum Indónesa og stjórnvalda í nágrannaríkjum sem beðin yrðu um að taka við hluta flótta- fólksins. FÓLK, sem komst lífs af er trébátur með tæplega 400 flóttamenn innan- borðs fórst undan ströndum Indóne- síu, lýsti því í gær hvernig það barðist fyrir lífi sínu í sjónum. Alls fórust 350 manns í slysinu en flóttafólkið hugðist komast til Ástralíu og hafði greitt smyglurum fyrir aðstoðina. Segja þeir sem komust lífs af að báturinn hafi verið ofhlaðinn og lélegur. „Ég sá á að giska 14 manns reyna að halda dauðahaldi í sama tré- plankann,“ sagði Musa, 41 árs Íraki. „Einn af öðrum misstu þeir takið og sukku. Ég saup mikinn sjó og olíu en ég var alls um 20 tíma á floti. Við átt- um okkur enga von um björgun og ákölluðum Guð um að koma okkur til hjálpar,“ bætti hann við. Algengt er að flóttafólk frá Mið- Austurlöndum fari um Indónesíu á leið sinni til Ástralíu með hjálp sam- taka manna, sem taka að sér slíka smyglstarfsemi. Smyglarar nota iðu- lega ónýta báta og oftar en ekki er fólksfjöldinn um borð í engu sam- ræmi við stærð þeirra eða ástand. Báturinn fór frá Lampung á Sú- mötru á fimmtudag. Daginn eftir hvolfdi honum undan strönd Jövu. Fólkið var tæpan sólarhring í sjónum áður en tveir fiskibátar frá Indónesíu komu til hjálpar. Alls drukknuðu 350 manns, flestir þeirra Írakar, en 44 komust lífs af, að Flóttafólk lýsir því hvernig það barðist fyrir lífi sínu er bátur þess fórst „Einn af öðrum misstu þeir takið og sukku“ Gunung Putri í Indónesíu. AFP. Reuters Sadeeq Razak frá Írak faðmar dóttur sína að sér í gær. Þau komust lífs af úr slysinu við Jövu en eiginkona Razaks og eins árs gamalt barn þeirra drukknuðu. NORSKIR stjórnarandstæð- ingar hafa gagnrýnt Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráð- herra nýju stjórnarinnar í Noregi, fyrir að ganga ekki úr frímúrarareglunni og segja aðild hans að reglunni vekja efasemdir um hæfi hans sem ráðherra. Kjell Magne Bonde- vik, forsætisráðherra, kveðst hins vegar virða það mat sjáv- arútvegsráðherrans að hann sé ekki vanhæfur þótt hann sé í frímúrarareglunni. Ågot Valle, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins og formaður stjórnarskrárnefnd- ar norska þingsins, er á önd- verðum meiði og segir að Ludvigsen hafi átt að ganga úr reglunni. Hann kveðst ætla að kanna hvort hægt verði að taka málið fyrir í nefndinni. Aftaka í Banda- ríkjunum MAÐUR, sem verið hefur næstum hálfa ævi sína í dauðadeild, var tekinn af lífi í Huntsville í Texas í fyrra- kvöld. Hafði hann verið dæmdur fyrir morð, sem hann framdi er hann var 17 ára. Lögfræðingar Mitchells, tals- menn nokkurra geðheilbrigð- issamtaka og andstæðingar dauðarefsingar fóru fram á það við hæstarétt Bandaríkj- anna, að hann kæmi í veg fyr- ir aftökuna þar sem alþjóða- lög bönnuðu dauðadóm yfir unglingum, en hann hafnaði því sl. mánudag. Börnum ekki hlíft í morðæðinu AÐ minnsta kosti 30 manns lágu í valnum eftir morðæði vinstrisinnaðra skæruliða og hægrisinnaðra stríðssveita í Kólombíu um síðustu helgi. Meðal hinna látnu eru fimm börn. Mikil sprenging varð í pylsuvagni fyrir utan íbúða- blokk í bænum Penol í Norð- vestur-Kólombíu og varð hún fimm manns að bana, þar á meðal níu mánaða gömlu barni. Í blokkinni bjuggu nokkrar fjölskyldur lögreglu- manna og talið er, að Þjóð- frelsisherinn, næststærstu samtök vinstrisinnaðra skæruliða, hafi staðið að ódæðinu. Liðsmenn hægrisinnaðra stríðssveita létu heldur ekki sitt eftir liggja. Myrtu þeir 10 bændur í bænum Alejandria á laugardag en þeir sökuðu þá um samstarf við Byltingar- herinn, FARC, helstu samtök vinstrisinnaðra skæruliða. Hann er aftur sakaður um að hafa sprengt upp gasleiðslu á sunnudag með þeim afleiðing- um, að fjórir bræður á aldr- inum fimm til níu ára biðu bana. Þá er byltingarherinn sagð- ur hafa myrt fimm karlmenn og eina konu í bænum El Habra og í bænum Valle del Cauca skutu þeir fjóra karl- menn og eina konu. STUTT Frímúr- arinn sagður vanhæfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.