Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG ER sveitamaður í húð og hár,
ég bý á Akureyri, já þessum pínu-
litla stað þarna norður undir heim-
skautsbaug sem gerðist svo kræfur
að biðja menntamálaráðherra um
það að taka nú svæðisútvarpið okk-
ar ekki frá okkur. Og hvað gerði
ráðherra? Hann lagði til að við
tækjum útvarpsstöðina í heilu lagi,
jú hann bauð okkur einu útvarps-
stöðina á Íslandi sem gerir ekki
upp á milli aldurshópa, þau reyna
ekki að vera yfirgengilega flott eða
fyndin, nei þau eru bara þau sjálf.
En það er eitt sem að ég átta
mig ekki á, af hverju, ef útvarps-
stöðin flytur, þyrfti það að skemma
fyrir höfuðborgarsvæðinu, útvarp-
ið næst út um land allt, það er
sama hvaðan útsendingarnar eru.
Ég las grein í Morgunblaðinu
föstudaginn 19. október, eftir Jak-
ob „Stuðmann“ Magnússon tónlist-
armann og flokksbróðir minn, og
honum fannst það hræðilegt að ís-
lensku tónlistarlífi væri stefnt
svona í voða með þessum hug-
myndum, gróskan í íslensku tón-
listarlífi væri öll á suðvesturhorn-
inu og það myndi skemma fyrir
ungum og upprennandi „Björkum“
ef Rás 2 yrði tekin í burtu, já auð-
vitað allir sem kunna að syngja eða
spila nútímatónlist eru á suðvest-
urhorninu. Við landsbyggðarfólk
sitjum heima á kvöldin, öll saman í
baðstofunni og spilum á langspil og
kveðumst á, svo þegar líða tekur á
kveldið kveikjum við á viðtækinu
og hlýðum á fréttirnar, en aðeins í
smástund, því ekki er rafmagnið
mikið úti á landi þar eru of margar
náttúruperlur sem ekki mega
blotna.
Nei, þetta er ekki svona og ég er
alls ekki að segja það að við eigum
að flytja Rás 2 – útvarp allra lands-
manna algjörlega til Akureyrar,
Ísafjarðar eða Egilsstaða en við
verðum að passa okkur á því að
ríkisrekin stofnun eins og Rás 2,
verði ekki alfarið höfuðborgar-
stofnum. Þegar fulltrúar umferð-
arráðs koma fram í útvarpinu og
láta fólk vita af því hvernig um-
ferðin gangi tala þeir endalaust um
hálku á Miklubraut eða óhapp við
Gullinbrú en aðeins sárasjaldan
segja þeir hvernig ástand sé á fjall-
vegum.
Svo eru margir góðir kvöldþætt-
ir á Rás 2 fyrir ungt fólk, þar sem
„Bjarkir, Sigurrósir og Emilíön-
ur“, eins og hann Jakob orðaði það,
geta komið fram. Hvernig væri að
senda út einn svona þátt á viku eða
bara mánuði frá landsbyggðinni og
segja aðeins frá því hvaða hljóm-
sveitir eru að gera góða hluti hér
úti á landi?
Ef Rás2 verður enn þá með höf-
uðstöðvar í höfuðborginni er það
svo sem ásættanlegt, hjá þessum
íhaldsmönnum má hvort sem er
ekki breyta neinu, nema þá að
einkavæða eitthvað.
En það sem er ekki ásættanlegt
er það að hér á Akureyri sé nægur
tækjabúnaður og aðstaða fyrir 15
starfsmenn nánast ónotuð. Það
þarf að efla svæðisútvarpið í öllum
fjórðungum og nýta þá hæfu menn
sem þar starfa og þær milljónir
sem liggja í þessum tækjum. Ef
þetta liggur bara ónotað eins og
það hefur gert, má alveg eins selja
það fólki sem hefur einhvern áhuga
á því að starfa á litlu skrítnu stöðn-
um sem eru á víð og dreif um land-
ið.
LÁRUS HEIÐAR
ÁSGEIRSSON,
nemi, Akureyri.
Rás 2 og
landsbyggðin
Frá Lárusi Heiðari Ásgeirssyni:
HAFRANNSÓKNASTOFNUN
hefur boðað til funda víða um land
til að kynna almenningi rannsóknir
sínar. Yfirleitt þykir góðra gjalda
vert, að fræðimenn kynni almenn-
ingi störf sín. Nú vill svo til, að
beðið er þríþættrar kynningar á ís-
lenskum hafrannsóknum, sem sjáv-
arútvegsráðherra stofnaði til í vor,
rétt eftir að Hafrannsóknastofnun
hafði lýst mistökum sínum.
Það þrennt, sem ráðherrann
vildi, að yrði kynnt, var í fyrsta
lagi, að stofnunin útskýrði mistök
sín og segði, hvernig hún þættist
geta bætt sig. Þá var fenginn er-
lendur líffræðingur til að leggja
mat á fiskveiðiráðgjöf stofnunar-
innar. Í þriðja lagi var stjórnandi
Sjávarútvegsskóla Sameinuðu
þjóðanna, sem er í sama húsi og
Hafrannsóknastofnun, fenginn til
að leggja dóm á gagnrýni, sem
fram hefði komið á fiskifræði stofn-
unarinnar. Ekkert af þessu hefur
verið birt almenningi. Á meðan svo
er er ruglandi að boða almenning á
kynningarfundi. Þegar hin þrí-
þættu svör hafa verið birt þarf að
gefa Hafrannsóknastofnun og
þeim, sem sett hafa fram gagnrýni
á hana, og öðrum ráðrúm til að
meta svörin og bregðast við þeim.
Þá fyrst fer að nálgast efni til
ályktunar.
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
Kleppsvegi 40, Reykjavík.
Hafrannsóknir
kynntar
Frá Birni S. Stefánssyni: