Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 23 DILBERT mbl.is ÁFRAM stelpur gætu verið ein- kunnarorð skemmtikvölds sem hald- ið verður í Salnum í kvöld kl. 20. Um er að ræða nokkurs konar kvenna- kvöldvöku sem haldin er í tilefni af væntanlegri útgáfu hljómdisks Ás- gerðar Júníusdóttur mezzósópran- söngkonu. Hljómdiskurinn heitir „Minn heimur og þinn“ og inniheldur átján lög eftir íslenskar konur við ljóð íslenskra kvenna. Ásgerður seg- ist hafa ákveðið að efna til dagskrár- innar í stað þess að halda hefð- bundna útgáfutónleika. „Mig langaði til að gera eitthvað nýtt, og skipu- lagði því þessa dagskrá sem hefur vaxið og er orðin að nokkurs konar „míní-listahátíð“,“ segir Ásgerður. Flytjendur og höfundar atriðanna á dagskránni eru eingöngu konur, og eru atriðin af ýmsu tagi. Ásgerður mun flytja fimm lög af hljómdisk- num og nýtur þar liðsinnis lista- kvennanna Steinunnar Birnu Ragn- arsdóttur, Bryndísar Höllu Gylfa- dóttur, Auðar Hafsteinsdóttur og Áshildar Haraldsdóttur. „Þá mun Sigrún Eðvaldsdóttir flytja fiðluein- leiksverk eftir Karólínu Eiríksdóttur sem ég heyrði á Skálholtshátíð í sumar og heillaðist af. Ólöf Ingólfs- dóttir hefur samið dansverk við fiðlueinleikinn, sem hún mun frum- flytja við þetta tækifæri. Auk þess mun Gjörningaklúbburinn flytja gjörning, Kristín Ómarsdóttir og Margrét Lóa Jónsdóttir lesa úr nýj- um verkum sínum, Helga Braga Jónsdóttir flytur magadansatriði og Þórunn Lárusdóttir verður kynnir.“ Ásgerður bætir því jafnframt við að í stað blómaskreytinga á sviðinu muni Brynhildur Þorgeirsdóttir sýna tvo skúlptúra, auk þess sem kjólinn sem Ásgerður Júníusdóttir efnir til skemmtikvölds í Salnum Óhefðbundnir útgáfutónleikar Morgunblaðið/Kristinn Ásgerður Júníusdóttir ásamt nokkrum kvennanna sem fram koma á skemmtikvöldinu í Salnum. hún komi fram í sé hannaður af Rögnu Fróða. „Þannig eru allar hlið- ar dagskrárinnar tengdar nýsköpun kvenna að einhverju leyti, og valdi ég kvennafrídaginn, sem er í dag, 24. október, sérstaklega til að halda skemmtidagskrána. Mig langaði sem sagt til að efna til einhvers konar framhalds af því sem ég hef verið að vinna að fyrir hljómdiskinn, fara lengra með það. Fyrir hljómdiskinn hef ég með aðstoð góðs fólks safnað saman ljóðum og tónsmíðum eftir ís- lenskar konur, auk þess er þar að finna nokkur frumsamin lög, m.a. eftir Karólínu Eiríksdóttur,“ segir Ásgerður. Skemmtikvöldið er haldið í sam- vinnu við Smekkleysu, útgefanda hljómdisksins, og Kópavogsbæ, sem styrkt hefur dagskrána. „Ég er satt að segja mjög stolt af þessari fjöl- breyttu dagskrá. En fyrst og fremst á þetta að vera létt og skemmtilegt, nokkurs konar kvöldvaka, og verður boðið upp á kaffi og heimabakaðar kökur á eftir. Fólk getur tekið með sér börnin sín, og vona ég bara að nokkrir karlmenn slæðist með í áhorfendahópinn.“ Dagskráin, sem hefur yfirskriftina Minn heimur og þinn, hefst sem fyrr segir kl. 20 í kvöld. JAZZTRÍÓ Björns Thoroddsen leik- ur á Múlanum á morgun, fimmtu- dag. Leikin verður blanda af ballöðum, t.d. My One and Only Love sem Sting söng í myndinni Leaving Las Vegas, Yesterdays, „Up-tempo“ lög- Morgunblaðið/Kristinn Jón Rafnsson, Björn Thoroddsen og Ingvi R. Ingvason. Tríó á Múlanum um, t.d. Giant Steps, I got Rhythm og frumsömdu efni eftir meðlimi tríósins í fusion, latin og fleiri stíl- um. Meðlimir eru: Björn Thoroddssen, gítar, Jón Rafnsson, kontrabassi, og Ingvi R. Ingvason, trommur. Í DAG hefjast sýn- ingar Stopp-leik- hópsins í grunn- skólum og leikskólum á leik- ritinu Ævintýrum Kuggs og Málfríð- ar. Verkið er byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn, en leik- hópurinn vann leik- gerðina sjálfur. Kuggur og Málfríð- ur lenda í ýmsum ævintýrum þegar þau fara í hugsana- blöðruleik. Þau hoppa inn í ævin- týri þar sem þau hitta dreka og prins, en með að- stoð barnanna tekst þeim að bjarga prinsinum frá ævintýradrekanum ógurlega, sem hefur haldið prins- inum föngnum í 60 ár. Í hugs- anablöðrunni þarf maður að láta sér detta eitthvað í hug sem mann langar til að vita og svo á maður að loka augunum og hugsa stíft um það. Með hjálp barnanna í salnum tekst þetta. Sýna fyrir börn og unglinga Stopp-leikhópurinn er atvinnu- leikhópur sem hefur starfað í fimm ár. Hópurinn sýnir eingöngu ný ís- lensk verk fyrir börn og unglinga, og ævintýrið um Kugg og Málfríði er áttunda verk hópsins. Hópurinn starfar á eigin vegum, en stundum með aðstoð frá ríki og borg. Egg- ert Kaaber er annar leikaranna í sýningunni: „Vissulega mætti setja meiri pening í þennan geira,“ segir Eggert, „því það eru margir sjálf- stæðir hópar að sinna leikstarfi. Við erum eingöngu með verk fyrir börn og unglinga, og manni finnst stundum sá hópur verða útundan þegar verið er að veita styrki. Það er synd, því það er yfirleitt mjög öflugt og frjótt starf sem þess konar hópar standa fyrir.“ Sýningar Stopp-leikhópsins fara fram í skólum og í leikskólum og segir Eggert það kost. „Við eigum ekki húsnæði, en leggjum áherslu á að vera farandleikhópur, sem kemur með sýningarnar til krakk- anna. Þetta er oft miklu skemmti- legra, því það skapast meira návígi við krakkana á þeirra heimaslóð- um og skemmtilegt samspil.“ Egg- ert segir skóla og skólayfirvöld taka þeim mjög vel. „Skólastjórar, kennarar og for- eldrar hafa verið mjög spenntir fyrir þessu starfi. Við höfum til dæmis verið að höfða tals- vert til unglinga, með fræðslusýning- um sem snúa að málefnum eins og reykingum, kyn- fræðslu, eiturlyfjum og áfengi, en við viljum líka vera með listrænar sýn- ingar með þessu. Aðalatriðið er að metnaðurinn sé fyr- ir hendi. Í þessari sýningu viljum við leggja áherslu á ímyndunaraflið. Við erum ekki með mikla leik- mynd, en sagan og ævintýrið eru í aðalhlutverki, og í gegnum það viljum við ná til barnanna.“ Sýn- ingar hefjast á Akureyri, þar sem hópurinn verður með þrettán sýn- ingar í átta af ellefu leikskólum bæjarins. Þaðan verður farið til Vestmannaeyja, á Snæfellsnes og víðar, áður en sýnt verður á höf- uðborgarsvæðinu. Sýningum lýkur síðan í vor. Auk Eggerts leikur Katrín Þor- kelsdóttir í sýningunni; Valgeir Skagfjörð er leikstjóri og semur jafnframt tónlist við sýninguna. Súsanna Magnúsdóttir hannaði búninga, en leikmyndin er unnin af hópnum í sameiningu. Kuggur og Mál- fríður fara á kreik Málfríður og Kuggur skoða bréfið frá prinsinum. Katrín Þor- kelsdóttir og Eggert Kaaber í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.