Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 47
betra en nýtt
Nýr og glæsilegur salur
E.P.Ó.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6. Ísl tal.Sýnd kl. 8 og 10.15.Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 6.
Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og
John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri
gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur
skemmtileg vandamál.
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 10. Vit 269Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.
ÓHT. RÚV
HJ. MBL
Með sama genginu
Ekki missa af skemmtilegustu
grínmynd ársins.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Vit 269
Sýnd kl. 10.
Síðustu sýningar
ÓHT. RÚV
HJ. MBL
www.laugarasbio.is
Kvikmyndir.com RadioX
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Kvikmyndir.com
HK. DV
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 6. Ísl tal.
Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John
Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem
fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.
MAGNAÐ
BÍÓ
Sýnd. 5.30, 8 og 10.30.
Hrikalega flott ævintýramynd með hinum
sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot).
Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar
bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig
undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the
Summer! Rolling Stone Magazine
Hann Rokkar feitt!
Moulin Rouge
er án efa
besta mynd ársins
hingað til...
E.P.Ó.
Kvikmyndir.com
Empire
Rás2
DV
SV Mbl
Sýnd. 5.30, 8 og 10.30.
MOULIN
ROUGE!
BARNA- og fjölskylduleikritið Blíðfinnur
eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýnt á
laugardaginn. Leikstjóri sýningarinnar er
Harpa Arnardóttir en Gunnar Hansson fer
með hlutverk Blíðfinns. Gunnar er flestum
börnum að góðu kunnur því hann hefur
leikið í hverju barnaleikritinu á fætur
öðru, m.a. í Latabæjarsýningunum tveimur
og Ávaxtakörfunni.
Blíðfinnur er ungur vængjaður drengur
með hjartað á réttum stað. Hann hefur
misst foreldra sína yfir í heimkynni Ork-
unnar og býr því með vinum sínum í litlum
garði. Blíðfinnur hættir sér ekki út fyrir
garðinn því þar leynast ókunnug lönd og
hætta á hverju strái. Hann neyðist hins
vegar til þess að hleypa í sig kjarki þegar
hann hefur leit að vini sínum barninu sem
fékk þörf fyrir að víkka sjóndeildarhring-
inn og hvarf út í heiminn.
Auk Gunnars koma níu aðrir leikarar
fram í sýningunni. Leikmynd og búninga
gerði Snorri Freyr Hilmarsson, leikgervi
Sigríður Rósa Bjarnadóttir, lýsingu sá Kári
Gíslason um og tónlist og hljóðstjórn eru
hugarfóstur Hilmars Arnar Hilmarssonar.
Börnin tóku Blíðfinni og vinum hans opn-
um örmum á frumsýningunni og leiklist-
argagnrýnandi Morgunblaðsins, Soffía Auð-
ur Birgisdóttir, segir í umfjöllun sinni um
sýninguna að í heild sé um „afar fallega
leiksýningu að ræða með boðskap sem
höfðar á einfaldan og skýran hátt til
barnanna“.
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt barna- og fjölskylduleikrit
Blíðfinnur
í Borgarleik-
húsinu
Morgunblaðið/Ásdís
Frumsýningargestir klöppuðu þátttakendum í sýningunni lof í lófa.
Blíðfinnur alsæll og faðmar að sér Merlu og
Spekinginn: Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Gunnar Hansson og Jón Hjartarson.
Gunnari og meðleikurum hans var fagnað
innilega að frumsýningu lokinni.
Kamilla, Klara og Viktoria skemmtu sér
konunglega yfir Blíðfinni.
UNGLIST, Listahátíð ungs fólks, hófst á 19.
október og stendur í níu daga. Á vegum hennar
mun dansinn duna á glæsilegri danssýningu í
Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30 þar sem ungt fólk
úr fjórum dansskólum og tveir danshópar munu
sýna listir sínar.
Fjölbreytt sýning
Það eru þær Tanja Rut Ásgeirsdóttir og
Signý Stefánsdóttir sem hafa veg og vanda af
undirbúningi sýningarinnar. Að sögn Tönju
Rutar verður sýningin mjög fjölbreytt og hver
hópur með sjálfstætt atriði: „Þetta er því kjörið
tækifæri til að kynnast ýmsum dansstefnum.“
Til marks um margbreytnina verður sýnt
klassískt verk, djassballett og djassdans með
sálfræðilegu ívafi.
Dansararnir eru flestir í kringum 16 ára ald-
urinn. Heiðursgestur á sýningunni verður Ólöf
Ingólfsdóttir danshöfundur en sýnt verður brot
úr verki hennar Fimm fermetrar sem var sýnt í
Tjarnarbíói fyrir stuttu.
Aðspurð hve lengi danssýningin hafi verið í
undirbúningi segir Tanja að krakkarnir hafi í og
með undirbúið sig allt síðan síðasta Unglist fór
fram. Þau séu meðvituð um að ný Unglistahátíð
verði haldin að ári og markmiðið sé ætíð að geta
boðið upp á gott atriði þar. „Flestir krakkarnir
eru líka að sýna atriði úr nemendasýningum
sinna skóla þannig að þetta er vel æft.“
Kærkomnir Götustrákar
Tanja hefur við þetta að bæta að það sé ekk-
ert sjálfgefið að krakkarnir hafi æft dans lengi.
„Þannig var það til dæmis ekki í fyrra. En núna
er þetta allt fólk sem er búið að æfa frekar
lengi.“
Annar danshópurinn á sýningunni, Götu-
dans, samanstendur einungis af strákum og
segir Tanja að það sé sjaldgæft. „Það er
skemmtilegt að fá þennan hreina strákahóp því
þátttakendur hingað til hafa nær alfarið verið
stelpur. Þeir eru sjálfir höfundar að sínu verki
og voru að dansa saman í sumar. En hjá hinum
hópunum eru oftast einhverjir aðrir danshöf-
undar.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Það verður
tilbreyting að
sjá Götustrák-
ana dansa á
sviði Tjarnar-
bíós í kvöld.
Kjörið tækifæri til að kynn-
ast ýmsum dansstefnum
Danssýning á vegum Unglistar