Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Örfá fátækleg orð til
minningar um yndis-
legan mann sem horf-
inn er á braut og reyndist okkur öll-
um svo vel.
Það er alltaf jafnerfitt að sjá á eft-
ir ættingjum og vinum þegar þeir
hverfa á braut. Guðbrandur Vigfús-
son, eða Guðbrandur frændi eins og
við kölluðum hann, var einskonar afi
í okkar augum. Guðbrandur var
reyndar ekki frændi okkar, heldur
var hann kvæntur Ellu afasystur
okkar en var í okkar augum allra
nánasti ættingi.
GUÐBRANDUR
VIGFÚSSON
✝ Guðbrandur Vig-fússon fæddist á
Kálfárvöllum í Stað-
arsveit á Snæfells-
nesi 27. desember
1906. Hann varð
bráðkvaddur á
Hrafnistu í Reykja-
vík 14. október síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík
23. október.
Hugulsemi hans,
væntumþykja og um-
hyggjusemi í okkar
garð var ómetanleg.
Alltaf að athuga hvort
okkur liði ekki vel, hvar
sem við vorum. Hann
var t.d. alltaf að spyrja
um ættingjana í Sví-
þjóð, hvernig okkur liði
og hvort þær væru ekki
á leið heim. Þegar við
fórum að tínast heim
eitt af öðru varð hann
mjög ánægður. Hann
vildi hafa okkur hér
heima nálægt sér.
Að koma í heimsókn til þeirra
hjóna, hvort sem var í Ólafsvík eða á
Bústaðaveginn, var alltaf jafnyndis-
legt.
Þegar Ella frænka féll frá fyrir
um átta árum hafði hún verið á spít-
ala í tvö ár og bjó þá Guðbrandur
einn á Bústaðaveginum. Þar dundaði
hann sér við að smíða alls konar hluti
úr tré, silfri og fleiru. Við fengum svo
að njóta afraksturs vinnu hans því
gjafmildur var hann með eindæm-
um. Guðbrandur frændi bjó á Bú-
staðaveginum til ársins 2000. Guð-
brandur sem alla tíð var ótrúlega
hress hefði orðið 95 ára í árslok.
Guðbrandur og Elín skilja eftir sig
eina dóttur, Guðrúnu, sem við köll-
um alltaf Gunnu frænku eða Gunnu
ömmu. Gunna frænka og sambýlis-
maður hennar, Guttormur Þormar,
voru stoð og stytta Guðbrands
frænda fram til síðasta dags og þrátt
fyrir háan aldur var hann ótrúlega
duglegur að fara í heimsókn með
Gunnu frænku og Guttormi, hann
kom t.d. austur fyrir fjall í barna-
afmæli í lok september og virtist líka
það mjög vel. Sá dugnaður og kraft-
ur sem Guðbrandur frændi sýndi er
lærdómur fyrir okkur.
Minningin um elsku Guðbrand lif-
ir í hjörtum okkar.
Elsku Gunna frænka (amma) og
Guttormur, ykkar missir er mikill og
við hugsum til ykkar, því frændi er
nú loksins komin til Ellu frænku.
Ég veit að Guð mun þig geyma
þó glitra mér tár á kinn,
við elskum og virðum allt heima
vökum og biðjum um sinn.
Við kveðjumst með klökkva í sinni
er kallinu þú hefur hlýtt,
en lífsstarf lifir í minni
þín leiðsögn og viðmótið blítt.
(Reynir Hjartarson.)
Guð blessi minningu Guðbrands
Vigfússonar.
Eyjólfur, Sigríður, Hulda,
Anna og Ólafur.
Elsku Guðbrandur frændi.
Lítil kveðja til þín.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stef.)
Barnabörn Höllu og Harðar.
Það var mér mikið lán í mínu óláni
að kynnast Guðbrandi, en það var í
janúar 1973 er ég lá í átta vikur á
Borgarspítalanum, ósjálfbjarga
bundinn í rúmi mínu í sex vikur. Þá
birtist í fyrstu viku maður við rúmið
mitt með hljóðláta og traustvekjandi
rödd. Hann sagðist heita Guðbrand-
ur og vera föðurbróðir minn.
Atvikin höguðu því þannig að ég
þekkti ekkert af mínu föðurfólki
nema Guðrúnu Guðbrandsdóttur.
Það kom til af því að konan mín, Her-
dís (Dísa), og Guðrún unnu saman og
heimurinn er ekki stór þegar fólk fer
að tala saman. Svo var mál með vexti
að ég var að koma heim eftir nokk-
urra vikna fjarveru og Guðrún spyr
Dísu hvort ekki yrði veisla. Dísa ját-
aði því og sagði að ég vildi helst
plokkfisk og rúgbrauð eða mjólkur-
graut með súru slátri. Þá sagði Guð-
rún að við hlytum að vera skyld því
þetta væri hennar uppáhaldsmatur.
Þá kom næst fram nafn föður míns,
Sigurður Vigfússon, og hvaðan hann
var ættaður og þá varð ljóst að við
Guðrún værum bræðrabörn.
Guðbrandur hélt lengi í hönd mína
á sjúkrahúsinu og ég spurði um hans
fólk og hann um mína fjölskyldu og
hvaðan rætur þeirra lægju. Ég
gleymi því aldrei þegar hann stóð
upp frá mér og sagði: Þig vantar les-
lampa og borð. Hann sagðist koma
með það fljótlega því hann ynni þar á
spítalanum við margs konar viðhald
á ýmsum tækjum. Ég komst fljót-
lega að því að hann var hvers manns
hugljúfi á spítalanum og handverks-
maður góður, eins og ég á átti svo
sannarlega eftir að fá að sjá. Við
hjónin heimsóttum Guðbrand og El-
ínu á Bústaðaveginn. Þar ríkti mikill
kærleikur og samheldni þeirra á
milli, sem fór ekki framhjá þeim sem
sóttu þau heim. Hann sýndi okkur
kompuna sína þar sem hann geymdi
verkfærin sín, rennibekkinn og
smíðagripina. Hann ljómaði þegar
hann sýndi og talaði um þá gripi sem
hann gerði í sínum afþreyingar-
stundum enda voru þeir haganlega
gerðir og vandaðir. Við hittumst oft
á heimilum hvor annars. Hlýhugur
og kærleikur var Elínu ekki síður í
blóð borinn en Guðbrandi og var því
mannbætandi að hitta þau hjónin. Af
þeim munum sem Guðbrandur smíð-
aði eignaðist konan mín kleinujárn
og laufabrauðsskurðarjárn og dóttir
mín haganlegan kertastjaka. Síðast
en ekki síðst smíðaði hann líkan af
áttæringi með árum og austurstrogi,
en saumur og annað smíðað úr járni.
Útsjónarsemi og frábært handbragð
einkenndi smíðina frá kili upp í mast-
urstopp.
Það er svo margt sem kemur upp í
huga minn er minningarnar hrann-
ast upp en ég læt það óskrifað því
gott er að eiga minningar fyrir sig í
hljóði.
Eftir fráfall Elínar setti vin minn
mikið niður og sá söknuður hvarf
aldrei frá honum. Verst þykir mér að
síðustu fimm árin gátum við lítið
heimsótt hann vegna heimilisað-
stæðna okkar hjóna. En á Hrafnistu
kom ég til hans og var þá þrek hans
farið að dvína mikið en sáttur var
hann þar með sinn bekk og verkfæri.
Nú ert þú horfinn, vinur minn, og
varst nýbúinn að fara á þinn kæra
stað Ólafsvík. Það er Guðs þakkar
vert að þú hafðir fótavist fram á síð-
asta dag.
Guð einn getur blessað þig, Guð-
rún mín, fyrir þína miklu umhyggju
til foreldra þinna og einnig þig, Gutt-
ormur minn. Kveðja frá okkur hjón-
unum og börnum okkar og fjölskyld-
um þeirra.
Gunnar P. Sigurðsson.
Guðbrandur Vigfússon lifði mikla
breytingatíma á langri ævi. Móðir
hans fæddist 1858 og faðir hans 1860
og hann lifði nær alla 20. öldina og
gekk sín síðustu spor á 21. öldinni.
Og hann fylgdist með framvindu
samfélagsins og tók afstöðu til
manna og málefna allt til síðasta
dags er hann varð bráðkvaddur í
hárri elli. Guðbrandur og eiginkona
hans, Elín Snæbjörnsdóttir, sem
einnig er látin, voru vinir foreldra
minna og góðir samferðamenn í
Ólafsvík auk þess sem Guðbrandur
var bróðir föðurömmu minnar. Ég
kynntist Guðbrandi því vel í æsku og
fylgdist með framgöngu hans og
samstarfi við föður minn, en þeir
frændurnir unnu mjög náið saman
að hreppsmálum og ýmsum atvinnu-
og framfaramálum.
Guðbrandur var yngstur tólf
barna Sólveigar Bjarnadóttur sem
fædd var í Neðri-Lág í Eyrarsveit.
Eiginmaður hennar var Vigfús Jón
Vigfússon sem fæddist á Hraunhafn-
arbakka í Staðarsveit. Sólveig og
Vigfús áttu heimili að Kálfárvöllum í
Staðarsveit á Snæfellsnesi. Guð-
brandur missti Sólveigu móður sína
þegar hann var á sjötta ári. Eins og
títt var á þeirri tíð um unga menn
stundaði Guðbrandur sveitastörf og
sjómennsku framan af ævi og síðan
smíðar, en hann var smiður góður af
guðsnáð og lék allt í höndum hans
hvort sem um var að ræða tré- eða
járnsmíðar. Vann hann árum saman
við járnsmíðar og vélaviðgerðir í
Vélsmiðjunni Sindra í Ólafsvík hjá
þeim bræðrum Guðjóni og Bjarna
Sigurðssonum sem voru annálaðir
hagleiksmenn. Eftir að Guðbrandur
flutti til Reykjavíkur 1965 vann hann
m.a. á Borgarspítalanum við við-
gerðir og viðhald tækja á spítalan-
um.
Guðbrandur var hæglátur maður,
viðræðugóður og fylginn sér í orð-
ræðum. Hann var einstaklega
traustur og hollráður þeim sem hann
átti samstarf við og var ekki talið
ráðlegt að ganga gegn vilja hans
þegar hann hafði tekið stefnuna. Var
hann óragur við að lýsa skoðunum
sínum á mönnum og málefnum og
hugsaði lítt um stundarvinsældir
þegar um mikilsverð mál var að
ræða. Kom það vel fram í störfum
hans sem hreppsnefndarmanns og
oddvita hreppsnefndar Ólafsvíkur.
Hann sat í hreppsnefnd Ólafsvíkur-
hrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn
fyrst kjörtímabilin 1950 til 1958 og
um tíma sem oddviti. Hann var kjör-
inn í sýslunefnd Snæf. og Hnapp.
tímabilið 1958 til 1962. Á miklum
umbrotatímum í Ólafsvík var hann
aftur kjörinn í hreppsnefnd árið 1962
og sem oddviti hreppsnefndar á sam-
eiginlegum lista allra flokka sem var
einsdæmi. Þorpsbúar treystu þess-
um einbeitta en hægláta manni til
þess að leiða sveitarfélagið á erfiðum
tíma. Á því kjörtímabili hófst mikið
uppgangsskeið í Ólafsvík. Undir for-
ystu Guðbrands sem oddvita var haf-
ist handa við miklar hafnarfram-
kvæmdir og lagningu vatnsveitu o.fl.
Þrátt fyrir flokkadrætti tókst að efla
samfélagið til sóknar og var það ekki
síst fyrir einbeitta og trausta forystu
Guðbrands Vigfússonar sem laðaði
menn til samstarfs úr öllum flokk-
um.
Heimili Guðbrands og Elínar stóð
opið vinum þeirra og ættingjum.
Þangað var gott að koma. Var ég
einn þeirra sem naut þess sem barn
að heimsækja þau á Ennisbrautina
og síðar bæði á Laugarásveginn og
Bústaðaveg 105 í Reykjavík. Glað-
lyndi Elínar og hlýtt viðmót þeirra
hjóna var einstakt og laðaði að unga
sem eldri. Eftir lát Elínar bjó Guð-
brandur einn og naut einstakrar um-
hyggju dóttur sinnar, Guðrúnar,
sem gerði honum það mögulegt að
dvelja heima svo lengi sem raunin
varð. Síðustu misserin dvaldi Guð-
brandur á Hrafnistu. Hann hafði
með sér smíðatólin sem hann undi
sér við. Hann spurði frétta þegar ég
átti leið hjá og hann gaf frænda sín-
um góð ráð af hjartans einlægni. Um
leið og ég vil heiðra minningu Guð-
brands sendi ég Guðrúnu dóttur
hans og Guttormi manni hennar
samúðarkveðjur.
Sturla Böðvarsson.
„Guðbrandur frændi minn er dá-
inn, og ég sakna hans rosalega mik-
ið“.
Þegar mamma sagði mér að þú
værir dáinn fór ég að hugsa um þeg-
ar ég var lítil og við vorum í heim-
sókn hjá þér, þá gafst þú okkur
nammi sem var í litlum kassa með
ferköntuðum pokum í. Ég man ekki
hvað það hét en það var gott.
Þú varst alltaf að dunda við að
smíða. Þú gerðir svo fallega báta
með svo mörgum smáatriðum að það
var með ólíkindum hvernig hægt er
að smíða svona hluti, þegar maður er
orðinn svona gamall.
Mér þykir vænt um hlutina sem
þú gafst okkur systkinunum. Sér-
staklega litla sæta kertastjakann,
það er svo gaman að eiga hluti eftir
þig sjálfan. En ég veit að þér líður
vel núna og ert laus við veikindin.
Elísabet Ýr, Kálfárvöllum.
Með fáeinum orðum langar okkur
að kveðja góðan gamlan frænda sem
var virtur og dáður af fjölskyldunni,
ekki síst krökkunum, það var nefni-
lega þannig að ef Guðbrandur kom í
heimsókn var hann ævinlega með
eitthvað gott í gogginn á litla frænd-
fólkinu sínu, eða eitthvern fallegan
heimasmíðaðan hlut, sem bæði var
skemmtilegt og ómetanlegt, því að
ábyggilega endast þessir hlutir
mann fram af manni og verða alltaf
verðmætari. Það var líka þannig að
Guðbrandur var hinn mesti hagleiks-
smiður og átti margar stundirnar í
smíðaherberginu sínu á Bústaðaveg-
inum þótt stórt væri það ekki, þar
urðu til hinir ólíklegustu hlutir sem
allir áttu það sameiginlegt að um þá
var höndum farið af ást og umhyggju
og sérhvert smáatriði á sínum stað.
Eftirminnilegt er þegar við hitt-
umst, hve frásagnagleðin var mikil
hjá Guðbrandi, er hann rifjaði upp
gamla tíma heima í Staðarsveitinni.
Æskuárin voru ekki alltaf dans á
rósum, en aðeins sex ára gamall
missir hann mömmu sína, svo ein-
hvertíma hefur verið erfitt með stóra
barnahópinn.
Að lokum viljum við þakka Guð-
brandi fyrir allt, og biðjum góðan
Guð að geyma hann.
Elsku Guðrún og Guttormur, inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigrún og Bjarni.
! "# $
%
!"#! !$
"
"
&
%
&'(
! "# ) *#"
) )(+#),+# "
#), +) *"
'- !+. ) *
/ 0* ) *"
'11 2"+ +#) "
#!*# +
2"+ +"
, "$
'
( '3#+ 4
+5 * 6-
(
)*! "#!
$
"
&+&
" ,
!
-
+
"
.(*
/
%
!
+ - 05*
7
" ) $)
+ - *
"$
8 '2'( ) )#) +5
-
, -&
! "#!
0 ,
-&
*! "# !)1! !
+)$