Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 27
GEORGE W. Bush Banda-ríkjaforseti skrifaði í síð-asta mánuði undir til-skipun til leyniþjónust-
unnar (CIA) um að hefja umfangs-
mestu og miskunnarlausustu leyni-
aðgerð sem ráðist hefur verið í
síðan leyniþjónustan var sett á
laggirnar 1947, að því er háttsettir
embættismenn greina frá. Er sér-
staklega kveðið á um að Osama bin
Laden og hryðjuverkasamtökum
hans skuli útrýmt.
Þá lagði forsetinn ennfremur
fram rúmlega milljarð dollara til
stríðs leyniþjónustunnar gegn
hryðjuverkamönnum, og á megnið
af þessu framlagi að renna til nýju
leyniaðgerðarinnar. Í henni mun
m.a. felast meiri samhæfing, en áð-
ur hefur þekkst, milli CIA og sér-
sveita og annarra deilda hersins.
Segja embættismenn að forsetinn
muni senda hersveitir út af örkinni í
ljósi nýjustu upplýsinga frá CIA.
Samkvæmt tilskipun Bush á
leyniþjónustan að fylgjast með fjar-
skiptum bin Ladens, öryggismálum
hjá honum og innviðum samtaka
hans, að því er háttsettir embætt-
ismenn segja. Hefur bandaríska
leyniþjónustan komist á snoðir um
nýja og mikilvæga veikleika í sam-
tökum bin Ladens, en þeir eru ekki
á almanna vitorði, og verða þessir
veikleikar meginskotmörkin í nýju
leyniaðgerðinni, segja heimilda-
menn.
„Nú verða engin vettlingatök,“
sagði háttsettur embættismaður.
„Forsetinn hefur gefið leyniþjón-
ustunni grænt ljós á að beita öllum
tiltækum ráðum. Útrýmingarað-
gerðir sem ekki komu til greina fyr-
ir 11. september eru nú hafnar.“
Leyniaðgerð CIA er lykilatriðið í
herför forsetans gegn hryðjuverk-
um, en leyniþjónustan gegnir líka
mikilvægu hlutverki í vörnum gegn
frekari hryðjuverkum.
Til dæmis fá æðstu öryggismála-
og leyniþjónustufulltrúarnir í
stjórn Bush á degi hverjum háleyni-
legt skjal sem kallað er „Threat
Matrix“. Í því eru nýjustu og mik-
ilvægustu upplýsingar um tugi hót-
ana um sprengjutilræði, flugrán og
eitranir. Einungis hótanir sem tald-
ar eru að nokkru marktækar eru
nefndar í skjalinu.
Einn daginn í síðustu viku voru í
skjalinu tilgreindar 100 hótanir
gegn bandarískum mannvirkjum
víðs vegar í heiminum – verslana-
miðstöðvum, tilteknum borgum,
stöðum þar sem þúsundir manna
koma saman, og sendiráðum. Þótt
nærri allar hótanirnar hafi reynst
orðin tóm og 99% þeirra séu út í blá-
inn bætast tugir við í skjalið á degi
hverjum.
Það var „Matrix“-skjalið sem
leiddi til þess að alríkislögreglan
(FBI) gaf út aðvörun um yfirvof-
andi hryðjuverk 11. október. Mark-
miðið með skjalinu er einfalt: Leit
að mynstri og tilteknum smáatrið-
um sem geta komið í veg fyrir að at-
burðirnir 11. september endurtaki
sig.
„Ég held að landið hafi ekki verið
í jafnmikilli hættu síðan í Kúbudeil-
unni,“ sagði háttsettur embættis-
maður.
Í viðtali sem Dick Cheney vara-
forseti veitti á skrifstofu sinni í
Hvíta húsinu sl. föstudagsmorgun
talaði hann um að nýja stríðið gegn
hryðjuverkastarfsemi væri mun
vandasamara og langvinnara en
Persaflóastríðið 1991,
þegar Cheney var varn-
armálaráðherra hjá föð-
ur Bush.
Varaforsetinn sagði
hreint út: „Þetta er ólíkt
Persaflóastríðinu að því leyti að
þessu lýkur ef til vill aldrei. Að
minnsta kosti ekki á meðan við lif-
um.“
Með því að gefa út tilskipunina
sem beinist gegn bin Laden hefur
forsetinn mælt fyrir um að hann
vilji að CIA takist á hendur mjög
áhættusamar aðgerðir. Hann hefur
sagt við ráðgjafa sína að hann sé til í
að hætta á að mistakast í tilraunum
til að ná fullnaðarsigri, jafnvel þótt
einstöku aðgerðir leiði til álits-
hnekkis. Á heildina litið er hernað-
ar- og leyniaðgerðunum ætlað að
vera víðtækar og nákvæmar.
„Ef maður setur allt í botn þá
mun eitthvað fara úrskeiðis, og
Bush veit það og skilur áhættu,“
sagði háttsettur embættismaður.
Cheney sagði í viðtalinu: „Ég
held að það sé raunhæft að búast
ekki við því að sigur vinnist áfalla-
laust. Suma daga mun ganga vel og
aðra daga illa.“
Þegar tilteknum mannvirkjum
eða stöðum er hótað, eins og gerst
hefur hvað eftir annað undanfarinn
mánuð, sendir FBI upplýsingar til
lögregluyfirvalda á staðnum eða
þarlendra leyniþjónustumanna
sem eiga þá að auka öryggisgæslu
og gera varúðarráðstafanir.
Í „Matrix“-skjalinu er tekið fram
hvaðan upplýsingar berast. Úr
fjarskiptahlerunum, frá heimilda-
mönnum, í tölvupósti, frá vinsam-
legri leyniþjónustu erlends ríkis, úr
símahótun eða frá útsendurum
CIA eða FBI.
Almenningur er ekki látinn vita
nema hótunin sé talin mjög áreið-
anleg eða nákvæm, líkt og var
raunin þegar FBI gaf út aðvörun í
Bandaríkjunum 11. október.
Cheney sagði í viðtalinu að eitt
erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinn-
ar sé að ákveða hvenær greina
skuli opinberlega frá upplýsingum
um hótun og hvenær skuli halda
þeim leyndum.
„Maður verður að forðast að
þetta verði bara spurning um að
maður passi að enginn geti ásakað
mann eftir á,“ sagði
Cheney. „Ef maður
hræðir fólk of oft, og
ekkert gerist, þá veldur
það líka vandræðum.
Þegar svo loksins kem-
ur að því að manni berst áreiðanleg
hótun og maður varar fólk við en
það tekur ekki eftir því þá er það
alveg jafn slæmt.“
Hann sagði ennfremur: „Ef mað-
ur veldur allsherjarótta þá hafa
hryðjuverkamennirnir sigrað án
þess að lyfta litla fingri. Þannig að
þetta eru erfiðar ákvarðanir.“
Ef einstök atriði í „Matrix“-
skjalinu yrðu gerð opinber gæti
það leitt til ringulreiðar, að sögn
nokkurra embættismanna. Mörg
hundruð staðir, stofnanir og borgir
um öll Bandaríkin hafa verið á list-
anum.
„Það gæti eyðilagt lifibrauð allra
þessara fyrirtækja og stofnana án
þess að sprengju væri varpað eða
einni einustu miltisbrandsbakteríu
dreift,“ sagði annar háttsettur
embættismaður. Hann var spurður
hvað myndi gerast ef stórfellt
hryðjuverk yrði framið og fjöldi
manns drepinn á einum af þeim
stöðum sem eru á listanum án þess
að opinber aðvörun hefði verið gef-
in út.
„Þá yrði hausinn tekinn af okk-
ur,“ svaraði hann.
Í viðtalinu á skrifstofu sinni í
vesturálmu Hvíta hússins, talaði
Cheney, sem er með stórt kort af
Afganistan á trönum við skrifborð-
ið sitt, um lífið eftir 11. september.
„Ég lít á það sem eðlilegt líf með
nýjum hætti,“ sagði hann. „Við
munum þurfa að gera ráðstafanir,
og erum að gera ráðstafanir, sem
verða fastur liður í tilveru okkar.
Hvað öryggisgæslu varðar, hvað
varðar það hvernig við ferðumst og
notum flugvélar, þessu þurfum við
öllu að fylgja til þess að [...] gera
hryðjuverkamönnunum erfiðara
um vik að ná höggstað á okkur. Og
ég held að þetta verði fastir þættir í
því hvernig við lifum lífinu.“
Þótt nýja leyniþjónustustríðið
gefi CIA tækifæri til að skara
framúr hafa nokkrir embættis-
menn nefnt það að herferðinni fylgi
einnig mikil áhætta.
Leyniþjónustunni hafi verið falið
risastórt verkefni sem
hún hafi hvorki öll tæki
né nauðsynlega þjálfun
til að vinna, sagði fyrr-
verandi starfsmaður
CIA, sem þekkir leyni-
þjónustuna út og inn. Heimilda-
menn á staðnum eru fáir á svæðinu
og hinum íslamska hluta heimsins
yfirleitt. Síðan kalda stríðinu lauk,
fyrir rúmlega áratug, hefur stjórn-
stöð leyniþjónustunnar, sem stýrir
leynilegum aðgerðum, aldrei þurft
að fjármagna og skipuleggja um-
fangsmikla, leynilega útrýmingar-
aðgerð.
Leyniþjónustan er þekkt fyrir að
hafa klúðrað slíkum aðgerðum, al-
veg síðan á sjötta og sjöunda ára-
tugnum, eins og varð hvað frægast
þegar hún lagði árangurslaust á
ráðin um að myrða Fidel Castro.
Síðan í forsetatíð Geralds Fords
hafa allir forsetar undirritað til-
skipun sem bannar CIA og öllum
öðrum bandarískum stjórnarstofn-
unum að taka þátt í því að ráða
stjórnmálamenn af dögum. Lög-
fræðingar stjórnarinnar og CIA
hafa sagt að almennt eigi þetta
bann ekki við á stríðstímum þegar
herinn sé að gera árás á stjórn-
stöðvar eða leiðtoga óvinarins.
Bandaríkin geta einnig nýtt sér
lagalegan rétt til sjálfsvarnar til
þess að réttlæta árás á hryðju-
verkamenn eða leiðtoga þeirra,
sem hafa uppi áform um árás á
Bandaríkin.
Nýjasta tilskipunin frá Bush er
að ýmsu leyti ólík fyrri tilskipunum
er beinst hafa gegn hryðjuverka-
mönnum. Í fyrsta lagi setur hún
meiri herstyrk á bak við leyniað-
gerðirnar gegn hryðjuverkasam-
tökum bin Ladens. Í öðru lagi er
hún betur fjármögnuð. Í þriðja
lagi, segja háttsettir embættis-
menn, nýtur hún algers forgangs
og mun fela í sér betri samhæfingu
allra þátta þjóðaröryggiskerfisins,
Hvíta hússins, þjóðaröryggisráð-
gjafa forsetans, CIA, yfirmanns
heraflans og utanríkis-, varnar- og
dómsmálaráðuneytisins.
„Það þarf að taka margar, erf-
iðar ákvarðanir í þessu sambandi,
og í sumum tilfellum má litlu
muna,“ sagði Cheney. „En ef ég
ætti að kalla saman ákveðinn hóp
fólks ... þá væru það
þessir.“
Varaforsetinn bætti
því við, að stríðið gegn
bin Laden og hryðju-
verkamönnum yfirleitt
yrði einkar erfitt.
„Þeir hafa ekkert að verja,“
sagði hann. „Í fimmtíu ár héldum
við aftur af Sovétmönnum með
ógninni um algera eyðingu Sovét-
ríkjanna. Hvað þykir bin Laden
mest um vert? Það eru engar fast-
eignir. Þetta er ekki venjulegt land
eða ríki. Hugmyndin um ógnun á í
rauninni ekki við í þessu tilfelli. Það
er ekki um neinn sáttmála að ræða,
enginn samningur um vopnaeyð-
ingu sem getur tryggt öryggi okk-
ar. Eina leiðin til að bregðast við
þeim er að eyða þeim.“
CIA beiti „öllum
tiltækum ráðum“
Umfangsmesta leyniaðgerð í rúmlega 50 ára sögu CIA hafin
LA Times. Washington Post.
Bandaríkjaforseti hefur gefið leyniþjónustunni grænt ljós á að
beita öllum hugsanlegum aðferðum til að koma Osama bin Laden
og hryðjuverkasamtökum hans fyrir kattarnef, skrifar Bob
Woodward. Þá hefur hann eftir varaforsetanum að eina aðferðin
sem dugi gegn mönnum á borð við bin Laden sé að „eyða þeim“.
AP
Stuðningsmenn Osamas bin Ladens í Pakistan halda á lofti mynd af honum á útifundi í Karachi í gær.
„Þá yrði haus-
inn tekinn af
okkur“
„Þeir hafa
ekkert að
verja“
rir
dsvið
a
geta arki-
ekki kom-
til verk-
til þessa.
kið þegar
bygging-
n á fram-
ð. Óskar
st hingað
getið um
a í lögun-
rf Fram-
ktaka.
r Fram-
þar sem
kst miðað
ynslutölur
sjónar við
ærilegum
r sagði að
em reglu-
rið í gildi,
hafi innan við 50 skilamöt verið
gerð, þrátt fyrir að lögin hafi kveðið
á um það. Þau nýmæli eru einnig í
reglugerðinni að verkefnastjóri er
skipaður hjá Framkvæmdasýslunni
við upphaf verksins og ber hann
ábyrgð á verkinu allan ferilinn.
Arkitektar og verkfræðingar
sem sátu fundinn sögðu margir að
erfitt gæti orðið að ljúka við alla
hönnun áður en framkvæmdir hefj-
ast, en benti Þorvaldur hjá Ístaki á
að þetta hefur tíðkast hér á landi í
öllum framkvæmdum hjá varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli. Einnig
bentu verktakar á að það yrði tíma-
frekt að þurfa endalaust að fá
grænt ljós frá fjármálaráðuneytinu
til að halda framkvæmdum áfram
komi í ljós atriði sem ekki varð séð
fyrir. Óskar sagði að eftirlitsaðilar
með framkvæmdinni muni hafa
takmarkað umboð til ákvarðana-
töku, þannig að hver einasta króna
þurfi ekki að vera samþykkt af
ráðuneytinu. Þó væri verið að
minnka valdsvið eftirlitsaðila veru-
lega.
Stefnt að vottun
gæðakerfis 2002
Jóhanna Björg Hansen, gæða-
stjóri hjá Framkvæmdasýslunni,
sagði frá því að stofnunin stefni að
vottun gæðakerfis í árslok 2002 og
þannig að því að vera fyrst allra rík-
isstofnana til að fá slíka vottun. Í
gæðastefnu stofnunarinnar væri
gerð krafa um að þeir aðilar sem
stofnunin á viðskipti við hafi gæða-
kerfi, þar með taldir verktakar.
Einnig að hönnunarhópar, arki-
tektar og verkfræðingar hafi sam-
ræmt gæðakerfi.
Jóhanna sagði áhrif gæðakerfis á
framkvæmdir vera að vinnubrögð
verði betri og útboðsgögn batni.
Þannig sé stefnt að því að allar op-
inberar framkvæmdir fái gæða-
stimpil. Mörg þeirra vandamála
sem hrjáð hafa framkvæmdir hins
opinbera muni hverfa við innleið-
ingu gæðastjórnunar. Komið verði í
veg fyrir afskipti „of margra aðila“
með skilgreiningu hlutverka og
boðleiða. Einnig muni skýrari af-
mörkun hönnunar og framkvæmda
auðvelda ferlið, jafnframt því að
rýni útboðsgagna verði strangari.
Því muni gæðastjórnun lágmarka
leiðréttingar og breytingar í hönn-
unargögnum á framkvæmdatíma.
inberar framkvæmdir
að sam-
kostnað
Morgunblaðið/Kristinn
æðingar, arkitektar, verktakar og aðrir sem
á einn eða annan hátt.
dimars-
tjóri
dasýslu
ns.
rktaka,
na hag-
nað sé útlit fyrir að opinber
stefnu um opinberar fram-
takar of stuttan tilboðstíma,
helsta akkilesarhælinn.
ninabjork@mbl.is