Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVÆR armenskar konur á fimmtugsaldri sem vísað var úr landi í desember í fyrra fóru af landi brott í gærmorg- un. Þórir Oddsson vararíkislög- reglustjóri segir að konurnar hafi verið handteknar á þriðju- dagsmorgun til þess að tryggja að þær væru til taks þegar kæmi að brottför. Þessa handtöku kærði lögmaður kvennanna og krafðist þess að þær yrðu leystar úr haldi. Þór- ir segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi hafnað því en vísað öðrum kröfum frá dómi. Ekki var hægt að fá þennan úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem um rannsóknarúrskurð var að ræða. Lögmaður kvennanna mun hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Þórir segir að í lögum sé kveðið á um að lögreglunni beri að tryggja að þeir sem vísað hefur verið úr landi séu viðstaddir þegar kemur að brottför. „Þetta hefur viðgeng- ist alla tíð. Það eru kannski sumir sem eru ekki mjög áfjáðir í að fara. Ef þeir vita að það á að fara að flytja þá [úr landi] þá láta þeir sig hverfa.“ Úrskurður dómsmálaráðu- neytisins féll í desember í fyrra en um 8–9 mánuði tók að útvega konunum ferðaskilríki og tafðist brottför þeirra af þeim sökum, að sögn Þóris. Komu í atvinnuleit Björn Friðfinnsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, segir að konurnar hafi komið til landsins hinn 18. október í fyrra og haft leyfi til að dvelja hér til 25. október. Þremur dögum eftir að þær komu til landsins hafi lögregla haft afskipti af þeim þar sem þær virtust ekki hafa fé til eig- in framfærslu. Konurnar hafi þá tjáð lögreglu að þær væru hingað komnar til að leita sér að atvinnu. Þegar þeim var sagt að slíkt bryti gegn reglum um dvalar- og atvinnuleyfi út- lendinga fóru þær fram á hæli sem flóttamenn. Björn segir að önnur þeirra hafi haldið því fram að eig- inmaður hennar beitti hana of- beldi en hann hafi aftur á móti orðið geðveikur í kjölfar póli- tískra ofsókna. Konurnar kváðust jafnframt hafa fleygt vegabréfum sínum og farseðl- um. Útlendingaeftirlitið úrskurð- aði að vísa skyldi konunum úr landi enda hefðu þær hvorki dvalar- né atvinnuleyfi hér á landi né heldur uppfylltu þær skilyrði til að teljast flótta- menn. Þennan úrskurð kærðu konurnar til dómsmálaráðu- neytisins sem staðfesti hann í desember í fyrra. Þá munu þær ennfremur hafa kært málsmeðferðina til umboðsmanns Alþingis en úr- skurður hans er ekki fallinn. Aðspurður segir Björn að ríkissjóður beri kostnað af far- gjaldi kvennanna til Armeníu enda eigi þær ekki möguleika á að greiða fyrir það. Fyrstu þrjá mánuðina sem þær dvöldu á Íslandi stóð Rauði kross Íslands straum af uppi- haldi þeirra en síðan þá hefur ríkissjóður borið kostnaðinn. Tveimur arm- enskum konum vísað úr landi Erfitt að útvega ferða- skilríki Á FÖSTUDAGINN var varð rjúpnaskytta fyrir haglaskoti fé- laga síns þegar þeir voru á veiðum í Gjástykki á Þeistareykjasvæð- inu. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigurður Hálfdánarson, sem fékk höglin í sig, að félagi hans hefði skotið á rjúpu sem flaug á milli þeirra þar sem hann varð Sigurðar ekki var. Aðspurður hvort e.k. umferðar- reglur gildi á veiðum, segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiði- félags Íslands, að veiðimenn þurfi að fara eftir ýmsum sjálfsögðum reglum til að forðast slys. Þær eru helstar að ganga ekki með hlaðin vopn og alls ekki með gikkinn spenntan. Hafi menn vopnin hlað- in verði þeir að tryggja að ekki sé skothylki í hlaupinu. Sigmar bend- ir á að flest slysin á veiðum hafi orðið með þeim hætti að menn missa vopnið og skot hleypur af eða þeir reka sig í gikkinn fyrir slysni. „Síðan skýtur maður aldrei á bráð ef eitthvað ber í milli svo sem trjágreinar, gras eða annað sem byrgir sýn,“ segir Sigmar. Í þessu tilfelli sýnist honum að- fuglinn hafi verið skotinn á flugi en félagi mannsins var fyrir neðan hann í brekkunni. „Þetta er að vísu svolítið sérstök staða en á svona veiðum er nú sú vinnuregla að ef tveir eru á veiðum verða menn að vita hvor af öðr- um.“ Á námskeiðum hjá Skotveiði- félaginu sé mönnum kennt, þegar þeir séu á veiðum í kjarri eða skógi ásamt félögum sínum, að skjóta þá fram fyrir sig en ekki til hliðar. Sigmar segir þó að aðstæður hér á landi séu yfirleitt þannig að veiðimenn sjái hver annan mjög vel. Hann bendir ennfremur á að um 5–6.000 manns stundi skotveiðar og slys af völdum haglavopna séu fátíð og valdi sjaldnast mjög alvar- legum skaða. Skyttur þurfa að vita hver af annarri FLUGRÁÐ hefur ákveðið að fram- vegis verði almennar umræður á fundum ráðsins aðeins bókaðar ef flugráðsmenn óska sérstaklega eftir því. Ákvörðun þar að lútandi var tek- in á fundi ráðsins 27. september sl. og voru þeir Árni Johnsen, Óli Jón Gunnarsson og Hilmar B. Baldurs- son, formaður Flugráðs, fylgjandi breytingunni en þeir Karvel Pálma- son og Gunnar Hilmarsson á móti. Framvegis mun því aðeins koma fram í fundargerðum Flugráðs hvaða mál voru á dagskrá, hvaða gögn voru lögð fram, hvaða sam- þykktir eða ákvarðanir voru teknar, og svo það sem flugráðsmenn biðja sérstaklega um að sé fært til bókar. Áður verið ákveðið að einfalda fundargerðir Formaður Flugráðs segir þessa breytingu hafa verið gerða vegna þess að mönnum hafi þótt formið hafa verið orðið of þungt í vinnslu. Sagðist Hilmar í samtali við Morg- unblaðið sjálfur hafa talið að annað- hvort ættu allar umræður að koma fram í fundargerðum og þá að fullu, eða að sleppa ætti því með öllu að bóka skoðanir og viðhorf. „Að mínu viti er verið að færa þetta til nútíma- horfs,“ sagði hann. Hilmar sagði af og frá að þessi ákvörðun tengdist einhverjum til- teknum málum sem komið hefðu til kasta Flugráðs. Raunar hefði áður verið ákveðið að einfalda fundar- gerðir en bara ekki tekist að fylgja þeirri ákvörðun eftir sem skyldi. Aðspurður sagði Hilmar þó að því væri ekki hægt að neita að það hefði haft áhrif hvernig fundargerðir hafa verið meðhöndlaðar á opinberum vettvangi en sem kunnugt er kveða upplýsingalög á um að afhenda skuli fundargerðir ráða og nefnda ríkisins þeim sem þess óska. Því færi þó fjarri að það væri meginhvatinn að þessari breytingu. Flugráð ákveður breytt fundaform Umræður bókað- ar sé þess óskað HRÓLFUR Jónsson slökkviliðs- stjóri Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins telur nauðsynlegt að komast út úr þeim vítahring sem skapast hefur í tengslum við ör- yggismál í Hvalfjarðargöngunum. Hann segir það aðeins tímaspurs- mál hvenær eldsvoði brýst út í göngunum og að enginn hafi tekið að sér að leiða vinnu við að yfirfara viðbragðsáætlanir í kjölfar bens- ínleka úr flutningabíl í göngunum í sumar. Þá eigi Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins ekki reykköfun- artæki sem dugi til að fara niður í göngin ef þar brýst út eldur. Þetta kom fram á morgunverð- arfundi Brunamálastofnunar og Brunatæknifélags Íslands um brunavarnir í veggöngum í gær. Á fundinum sagði dr. Haukur Ingason verkfræðingur hjá Bruna- rannsóknastofnun sænska ríkisins frá því að bruni í veggöngum þyrfti ekki endilega að vera hættu- legur, en í sumum tilfellum yrði ekki við neitt ráðið. Hættan fælist m.a. í brunaálaginu, þ.e. umferð- arþunga í göngum þegar eldur brýst út. Ein aðalhættan felst í því þegar kviknar í stórum flutninga- bílum sem ekki er vitað hvers kon- ar farmur er í. Hann sagði reykinn frá bruna í göngum vera stærsta vandamálið og því þyrfti að leita leiða til að ná reyknum út sem fyrst. „Það er mikilvægt að losna við reykinn eins fljótt og unnt er í stað þess að fylla göngin af reyk. Fólk verður að komast út úr reyknum áður en hætta stafar af honum,“ sagði Haukur í samtali við Morgunblaðið. Víða í Evrópu er útloftunarkerfi í jarðgöngum sem hleypir reyknum út um op innan í göngunum í stað þess að honum sé ýtt eftir göngunum út um annaðhvort gangaopið. Í Hval- fjarðargöngunum er útloftunar- kerfið með þeim hætti. „Ef maður er óheppinn og lendir röngu megin við reykinn er óvíst að maður kom- ist út,“ sagði Haukur. Hann sagði að úðunarkerfi í göngum með mik- ið brunaálag væri gagnlegt að því leytinu að koma í veg fyrir að eld- ur læsti sig í hvern bílinn á fætur öðrum þótt kviknaði í á einum stað. Slökkvilið ráða ekki við 2–3 brennandi flutningabíla Haukur sagði að bílabruni í göngum gæti haft misalvarlegar afleiðingar, allt eftir því hversu stór bíllinn væri. Sem dæmi er bruni frá einum fólksbíl 5 mega- wött og 30 mw af brennandi rútu. Brennandi flutningabíll getur framkallað frá 50 upp í rúmlega 100 mw eld. „Það hefur sýnt sig að slökkvilið ráða ekki við 2–3 brenn- andi flutningabíla í göngum. Það er ekki hægt að komast að eldinum vegna of mikillar hitageislunar. Brunaöryggismál Hval- fjarðarganga í vítahring Morgunblaðið/Júlíus Haukur Ingason, verkfræðingur hjá Brunarannsóknastofnun sænska ríkisins, segir reyk frá bruna í göngum stærsta vandamálið. Hins vegar eiga slökkvilið að ráða við einn brennandi flutningabíl ef loftræsting er rétt. Það er því höfuðatriði að æfa viðbragðsáætl- un áður en eldsvoði verður í göng- um.“ Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri sagði í erindi sínu á fundinum í gær, að Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin, ætti samkvæmt lögfræðiáliti, sem unnið var fyrir stjórn slökkviliðsins, að standa straum af kostnaði af endurbótum á brunavörnum og vegna aukins útkalls. „Þessi niðurstaða var send stjórn Spalar sem svaraði á þann veg að það má skilja það svo að þeir fallist á lögfræðiálitið,“ sagði hann. „Í kjölfar þess svars skrifum við síðan bréf og óskum upplýsinga um hvað Spölur sé að gera til að bæta öryggið í göngunum. Fáum svar og þar má skilja svarið svo að Spölur fallist ekki á álit lögfræð- inga Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins. Þannig stendur málið nú. Það er mitt mat að við getum hald- ið áfram að skrifast svona á í það óendanlega því málið fer bara í hring í þeirri stöðu sem það er nú.“ Aðspurður sagði Hrólfur við Morgunblaðið að þau reykköfunar- tæki sem Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins hefði yfir að ráða dygðu í 30–40 mínútur og ekki væri hægt að fara með þau lengra inn í göng- in en 100 metra. „Það er mjög vafasamt fyrir okkur að fara niður í göngin við núverandi aðstæður og með þann tækjabúnað sem við höfum,“ sagði hann og bætti við að fjarskiptamál í göngunum væri í molum. Sem dæmi segir hann slökkviliðið nota Tetra-kerfi sem virkar ekki í göng- unum. Í höndum Alþingis að ákveða brunaeftirlitið Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar sagði stjórn fyritækisins lýsa yfir áhyggjum sínum yfir skorti á búnaði slökkviliðsins til að ráða við eld í göngunum. Hvað varðaði erindi slökkviliðsins til Spalar um brunaeftirlit í göngun- um sagði hann: „Í sjálfu sér tekur Spölur ekki afstöðu til þess hvaða aðila ríkið felur að fara með bruna- eftirlit í göngunum. Það er að sjálfsögðu í höndum Alþingis að ákveða með hvaða hætti slíku eft- irliti skuli sinnt.“ Hann sagði að hérlendis væru ekki sérstakir staðlar um brunavarnir í göngum og því ættu almennar reglur ekki við vegna eðli slíkra mannvirkja. „Hvað Spöl varðar, eru í gildi ákveðnar reglur og samningar sem fyrirtækinu ber að uppfylla og það höfum við gert. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á fyrirbyggjandi að- gerðir með því að halda vegfar- endum m.a. á löglegum hraða.“ BRUNAÆFING í Hvalfjarðargöng- unum hefur aldrei verið haldin eftir að göngin voru opnuð fyrir rúmum þremur árum. Nú er hins vegar stefnt að því að halda þar æfingu innan 3–4 mánaða að undangeng- inni vinnu við að endurskoða bruna- varnarkafla viðbragðsáætlunar vegna slysa eða eldsvoða í göng- unum. Þetta var ákveðið í gær á fundi Brunamálastofnunar, Spalar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins og Akraness. Spölur mun hafa frumkvæði að því að halda næsta fund þar sem hafist verður handa við skipulagn- ingu á endurskoðun brunavarna- kaflans. Brunaæfing var haldin í göng- Stefnt að fyrstu brunaæfingunni í Hvalfjarðargöngum eftir opnun unum nóttina fyrir opnun þeirra og að sögn dr. Björns Karlssonar brunamálastjóra er löngu kominn tími til að halda æfingu að nýju. „Mér finnst það ekki nógu gott að ekki skuli hafa verið haldin æfing í göngunum,“ segir Björn þegar hann er spurður um álit. „Hið laga- lega umhverfi, þ.e. hver ber ábyrgð á hverju, er loðið. Slökkviliðsstjóri getur ekki beint farið fram á það að eigandi mannvirkisins uppfylli þær kröfur sem hann telur nægjanlegar. Tilgangur þessa fundar var ein- mitt að koma af stað vinnu sem ger- ir ábyrgðina mun skýrari, þ.e. ábyrgð Brunamálastofnunar, og slökkviliðanna og eiganda mann- virkisins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.