Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KYNNINGARFUNDUR HAFRÓ var haldinn í fyrrakvöld í Ólafsvík og var allfjölmennur og fjölmargar fyr- irspurnir voru bornar fram við frum- mælendur sem svöruðu þeim af ein- urð. Var það álit manna að það framtak stofnunarinnar að efna til þessarar fundaraðar væri þarft og til þess fallið að auka skilning manna á erfiðum en mikilvægum viðfangsefn- um stofnunarinnar. Helsta gagnrýni fundarmanna var sú, að hið svonefnda rall væri ómarkvisst og ósveigjanlegt og næði ekki tilgangi sínum. Framsögumenn voru Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafró, og Einar Hjörleifsson fiskifræðingur. Fjallaði Jóhann um stofnunina og verkefni hennar. Mestum tíma eyddi Jóhann þó í að sýna fram á að „geyma“ mætti þorsk í sjó. Bar hann saman hvernig tveir af sterkustu árgöngum aldar- innar, þeir frá 1922 og 1983, hefðu nýst með mismunandi hætti. Veitt hefði verið hóflega úr þeim fyrri sem entist afburða vel og skilaði miklu en miður hafi tekist til með þann frá 1983. Einar Hjörleifsson fjallaði svo um stofnmat og nákvæmni þess. Jóhann Þorvarðarson spurði hversu áreiðanleg gögnin væru um nýtingu árgangsins frá 1922. Því var svarað þannig, að árgöngunum væri fylgt eftir með því að aldursgreina aflann og síðan væru niðurstöður lagðar saman. Gögnin væru góð, þó gömul væru. Guðbrandur Björgvins- son spurði hve mikið hefði verið veitt umfram ráðgjöf undanfarin ár. Einar Hjörleifsson svaraði því til að það væri 801 þús. tonn frá 1984. Samband milli þorsks og loðnu náið Lúðvík Smárason spurði hvernig menn héldu að árganginum frá 1922 hefði reitt af með einnar og hálfrar milljón tonna veiði á uppsjávarfiski. Jóhann svaraði því til, að árgangurinn hefði þá líklega ekki vaxið svona vel, því sambandið milli þorsks og loðnu væri náið. Núna væru áhrifin minni vegna þess að loðnustofninn væri stór en þorskstofninn smár. Sigurður Páll Jónsson spurði um áhrif hvalsins á stofnstærðina. Svarað var, að reikna mætti með 10–20% minnkun vegna þess að hvalir væru óáreittir. Óskynsamlegt væri í því sambandi að veiða engan hval. Hval- veiðar yrðu þó að vera í hófi. Sigurður Kristjónsson spurði hvort hitastig í sjó og straumar hefðu ekki mikil áhrif á rallið. Sigurður spurði einnig hvort menn ætluðu að klára loðnuna á næstu árum þegar stærri árgangar kæmu. Svarað var að hita- stig hefði mikil áhrif á rallið, til dæmis vegna loðnunnar. Hins vegar væri það ásetningur Hafró að vera alltaf á sömu stöðum með rallið með mögu- legum breytingum í veiðanleika. Sæbjörn Ásgeirsson gagnrýndi rallið og sagði dragnótarbáta hafa mokveitt þegar rallskipið trollaði í gegnum kekkina án þess að verða vart. Gæti slíkt gefið rétta mynd? Einar Hjörleifsson minnti Sæbjörn á að rallblettirnir væru yfir 500 sem togað væri á kringum landið. Rallið snerist fyrst og fremst um að meta ungfisk og ekki væri verið að hringla með hlutina. Það væri styrkur. Hafa 500 til 600 þúsund tonn týnst? Gísli Ólafsson spurði um mat á stofnstærð ýsu. Jóhann svaraði því til að ýsan væri afar flókið viðfangsefni því ekki virtist hægt að fylgja henni eftir þegar stórir árgangar kæmu. Þeir hyrfu með einhverjum hætti. Ýs- an væri viðkvæm skepna á allan hátt. Erlingur Helgason spurði hvers vegna ekki hefði verið veiðistopp sl. vetur. Hann ræddi um að stofnunin hefði „týnt“ 500–600 þús. tonnum og virtist skorta tiltrú á sjálfri sér. Einar Hjörleifsson sagði ekkert hafa týnst, því efri mörk hefðu verið metin af Hafró. Þau hefðu hins vegar verið of- metin og í framsögunni hefði hann getið um líklegar ástæður. Það hefði svo ekki verið ákvörðun Hafró að fella veiðistoppið niður í fyrravetur. Ólafur Rögnvaldsson sagði að talað hefði verið um það í framsögu, að ábyrgir menn í þjóðfélaginu ræddu um brottkast. Hversu ábyrgir eru þeir menn, spurði hann. Ekki könn- uðust menn hér við brottkast. Hann spurði því næst um hvaða fiskstærð stofnunin vildi láta veiða. Er ekki betra að loka svæðum í skamman tíma en að oftrúa á seiðaskiljurnar? Vera bara vel á vakt hvenær hægt væri að opna svæðið. Svör voru þau, að rétt væri að draga til baka orðalag- ið um ábyrga menn sem töluðu um brottkastið. Hins vegar hefði stofn- unin bara áhuga á að fá þær tölur til þess að geta metið af meiri ná- kvæmni. Varðandi hvaða fiskstærð ætti að veiða, þá væri það komið undir verðmæti. Veiða ætti stærsta fiskinn þegar nóg væri af honum en hlífa ella. Stofnunin teldi það spurningu hve skiljurnar væru góðar og álitamál hvort frekar ætti að beita sveigjan- legum lokunum. Þráinn Sigtryggsson gagnrýndi stofnunina og spurði hvers vegna ekki væri tekið mið af því sem gerðist á miðunum og tillögum breytt eins og gert væri með loðnuveiðina eftir því sem upplýsingar bærust. Það væri aldrei hlustað á sjómenn. Jóhann svaraði að aðferðirnar væru aðrar við þorskinn og tækju mið af samfelldari upplýsingum frá lengri tíma en loðn- an væri metin með bergmálsmæling- um. Hún dræpist fljótt og ákvarðanir þyrfti að taka í samræmi við það. Kristinn Jón Friðþjófsson spurði hvort stofnunin gæti verið sátt við 500–600 þús. tonna stofn. Það gengi ekki betur en þetta að koma stærð- inni upp. Hefur sóknarmynstrið ekki breyst og veiðarfærin raskað um- hverfinu? Jóhann sagði menn ekki sátta og að bent hefði verið á ástæður, svo sem loftslag síðari ára, umhverfið og of mikla sókn. Það vantar til dæm- is alveg Grænlandsrekið nú í mörg ár, sagði hann. 300 þúsund tonna veiðitillaga alls ekki á næsta ári Gunnlaugur Árnason sagði mikil vonbrigði hafa verið með stöðuna þegar ráðgjöfin kom í vor. Verðum við bara að una þessu? spurði hann. Þarf ekki að hleypa fleirum en Hafró að með ráðgjöf? Jóhann svaraði því að vonandi lifði Gunnlaugur það að sjá 300 þús. tonna veiðitillögu. Það yrði þó alls ekki á næsta ári. Jóhann minnti á að stofnunin fengi utanað- komandi aðila til þess að gera úttekt á tillögum sínum. Hann sagði einnig vel koma til greina að sjómenn kæmu á skip stofnunarinnar til þess að kynn- ast starfseminni. Björgvin Guðmundsson taldi rétt að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ekki væri víst að betur væri komið þó kvótar hefðu verið stærri. Hann spurði svo hvað stofnuninni fyndist um níu tommu netariðilinn. Jóhann Sigurjónsson svaraði Björgvini því að þetta með níu tommu riðilinn væri í skoðun rétt eins og möskvastærð fiskitrolla og dragnóta, en Aðalsteinn Snæbjörnsson hafði deilt á að verið væri að hringla með möskvastærðina. Sæbjörn Ásgeirsson taldi að ráð- gjöf um veiði á kola væri afar ómark- viss. Það vantaði sveigjanleika í þá ráðgjöf, því kolinn virtist rokka miklu örar upp og niður en menn hefðu tal- ið. Einar Hjörleifsson svaraði að veidd hefðu verið 10 þús. tonn á ári síðan 1985. Nú væri sýnt að það hefði verið of mikið og nú væri stofninn ekki nema fjórðungur af því sem hann var 1987. Að lokum kom fyrirspurn frá Guð- brandi Björgvinssyni um það hvort Hafró myndi fara að leggja til með hvaða veiðarfærum yrði veitt í fram- tíðinni. Jóhann Sigurjónsson sagði að fram að þessu hefði Hafró veitt ráðgjöf um heildarafla og í annan stað um veiði- svæði, s.s. lokanir. Nú yrði farið að rannsaka hvort beita skyldi veiðarfærastýringu. Segja rallið ómarkvisst og ósveigjanlegt Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, og Sigurður Kristjónsson, útgerðarmaður og fyrrverandi aflakóngur. Morgunblaðið/Helgi Fáar konur voru á fundinum, en hér er Kristín Vigfúsdóttir ásamt nokkrum fundarmönnum frá Stykkishólmi. Ólafsvík Líflegar umræður spunnust á kynning- arfundi HAFRÓ í Ólafsvík á mánudags- kvöldið. Helgi Ólafsson fylgdist með og komst m.a. að því að frá 1984 hefur verið veitt sem nemur 801 þúsundi tonna umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. FUNDIST hefur gömul steinþró undir grunni þeim sem gamla kirkj- an í Reykholti stóð á. Ekki var vitað um byggingarleifar á þessu svæði, en það verður rannsakað nánar næstu daga. Steinþróin liggur utan við gamlan kirkjugarðsvegg úr torfi sem einnig lá undir kirkjunni, en ekki var grafið niður á fast þeg- ar hún var byggð á sínum tíma. Fornleifafræðingarnir Agnes Stefánsdóttir og Kristinn Magn- ússon frá Þjóðminjasafni grafa nú niður úr þessum fornleifum og rannsaka svæðið áður en byrjað verður á nýjum grunni. Í og um- hverfis þróna eru kolaleifar og segja fornleifafræðingarnir að þarna gæti hafa verið smiðja, a.m.k. nokkur hundruð ára gömul. Svipaðar þrær hafa yfirleitt fundist við smiðjur, t.d. við bæinn Stöng. Leifar af vegghleðslum eru um- hverfis þróna, en ekki mjög heil- legar. Sunnan við torfvegginn hafa fundist mannabein úr þremur gröf- um, sem einnig hafa legið undir gömlu kirkjunni. Fornleifafræðingarnir segja ólík- legt að framkvæmdir við gömlu kirkjuna tefjist að ráði vegna þess- ara rannsókna. Morgunblaðið/Sigríður Örfá brot úr munum hafa fundist og hér heldur Kristinn á heillegum tréhæl, en slíkir hælar eru þekktir frá mismunandi tímum. Kirkja reist á smiðju? Fornleifar í grunni gömlu kirkjunnar Reykholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.