Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
sími 562 6470
Sveitarfélög - verktakar - fyrirtæki
Ýmsir möguleikar við
rýmis- og lagerlausnir.
Kynntu þér möguleikana.
Getum með stuttum
fyrirvara afgreitt
gámahús frá
eftir þínum óskum.
KYNNING
Sólveig Einardóttir verður
með húðgreiningartölvuna
í Lyf og heilsu, Kringlunni,
miðvikudag og fimmtudag
og veitir faglega ráðgjöf.
NORÐLENSKIR nýsveinar í fjórum
iðngreinum fengu afhent sveinsbréf
sín við hátíðlega athöfn á Fiðlaranum
á Akureyri á dögunum. Um er að
ræða 13 húsasmiði, 4 húsamálara, tvo
pípulagningamenn og tvo múrara.
Fimm af húsasmiðunum eru frá
Sauðárkróki og í þeim hópi var Lára
B. Jóhannsdóttir og mun hún vera
fyrsta konan sem fær afhent sveins-
bréf í þeirri iðn á Akureyri. Lára
starfar hjá Trésmiðjunni Borg og
sagði að sér líkaði vel í þessu starfi og
að verkefnastaðan á Sauðárkróki
væri góð um þessar mundir.
Aðrir sem fengu sveinbréf í húsa-
smíði voru; Almar Eggertsson, Ari
Freyr Ólafsson, Birgir H. Jósefsson,
Eyþór Dalmann Sigurðsson, Guð-
mundur Friðriksson, Guðmundur
Pálsson, Hákon Þór Svavarsson, Jón
Sverrir Sigtryggsson, Kristján Ingi
Jóhannsson, Ólafur Örn Þórðarson,
Sveinn Brynjar Friðriksson og Þórður
Ragnar Þórðarson.
Nýsveinar í húsamálun eru; Brynjar
Brynjarsson, Guðmundur Halldórsson,
Stefán Hrólfsson og Viðar Marinósson.
Nýsveinar í pípulögnum eru; Magnús
Bjargarson og Hinrik Þórðarson og í
múrverki þeir Hermann Árni Valdi-
marsson og Viðar Valgeirsson.
Morgunblaðið/Kristján
Nýsveinar, sem mættir voru til að sækja sveinsbréf, ásamt prófnefndarmönnum og fulltrúum fagfélaga.
Lára B. Jóhanns-
dóttir frá Sauðár-
króki er fyrsta kon-
an sem fær afhent
sveinsbréf í húsa-
smíði á Akureyri.
Kona í fyrsta skipti
húsasmiður
Nýsveinar í fjórum iðngreinum fengu afhent sveinsbréf á Akureyri
FISKELDI Eyjafjarðar hefur selt
450 þúsund lúðuseiði til Noregs, en
í lok síðasta árs var gerður samn-
ingur við Hydro Seafood í Roga-
landi um sölu á 1,5 milljónum lúðu-
seiða á fimm ára tímabili.
Áætlanir gera að sögn Ólafs
Halldórssonar framkvæmdastjóra
Fiskeldis Eyjafjarðar ráð fyrir því
að á næsta ári verði seld 300 þús-
und lúðuseiði til Noregs, þá 350 ár-
ið eftir og loks 400 þúsund seiði ár-
ið 2004. Nú í ár voru send utan 250
þúsund seiði og 200 þúsund á síð-
asta ári, eða samtals 1,5 milljónir
lúðuseiða samtals. Verðmæti samn-
ingsins er rúmlega 400 milljónir
króna.
Ólafur sagði að framleiðsla lúðu-
seiðanna hefði gengið ágætlega, en
vissulega væru nokkrir hlutir sem
þyrfti að lagfæra. „Það er hins veg-
ar ekkert sem kemur í veg fyrir að
við munum standa við þessa samn-
inga,“ sagði Ólafur og sagði fleiri í
burðarliðnum. „Við höfum verið að
festa fyrirtækið í sessi á sviði
seiðaframleiðslu, enda teljum við
okkur geta búið til mikinn fjölda
seiða,“ sagði hann.
Um 450 þúsund
lúðuseiði
seld til Noregs
JÓHANN Örn Ólafsson danskenn-
ari verður á Akureyri helgina 27.–28.
október næstkomandi og heldur
námskeið í línudansi á Bjargi,
Bugðusíðu 1.
Jóhann Örn kom reglulega norður
fyrir nokkrum árum.
Um næstu helgi verður kennt
laugardag og sunnudag, kl. 14.30
tími fyrir lengra komna, kl. 16 tími
fyrir byrjendur og kl. 17 annar tími
fyrir byrjendur (ef fyrri tíminn fyll-
ist).
Skráning í tímana er á Bjargi og
einnig er hægt að senda tölvupóst á
joidans@simnet.is.
Námskeið í línudansi
ÁRLEGUR haustfundur Fiskmiðl-
unar Norðurlands með framleið-
endum sem fyrirtækið sér um sölu-
mál fyrir var haldinn fyrir
nokkrum dögum.
Á þessum fundum er upplýst um-
markaðsstöðu og horfur í sölu-
málum, auk þess sem eitt aðalmál
er tekið fyrir, gjarnan eitthvað sem
lýtur að vinnslu og þurrkun á fiski.
Að þessu sinni var brugðið út af
vananum og segir Hilmar að það
hafi m.a. verið gert vegna þess að
Fiskmiðlun Norðurlands er búin að
eiga farsæl og góð viðskipti við
Nígeríu í 10 ár, án nokkurra áfalla.
Hilmar segist jafnframt hafa
kynnst af eigin raun í ferðum sínum
þangað hversu mikil fátækt er í
Nígeríu og því hafi sú hugmynd
vaknað hvort ekki væri hægt að
láta eitthvað af hendi rakna til að
hjálpa fólki þar. Eitt af þeim fyr-
irtækjum sem Fiskmiðlun á í við-
skiptum við, ríflega aldargamalt,
traust fyrirtæki, rekur styrkt-
arstjóð sem vinnur að mann-
úðarmálum í landinu. Því var feng-
inn fyrirlesari frá þessu fyrirtæki,
sem kynnti land og þjóð,efnahags-
ástand og ýmislegt það sem áð-
urnefndur styrktarsjóður lætur til
sín taka. Má þar nefna heilsugæslu
o.fl.
Stjórn Fiskmiðlunar Norður-
lands hafði áður samþykkt að koma
að einhverju verkefni gegnum
þennan sjóð, verkefni sem yrði
merkt þeim. Hilmar segir að
ástæðan fyrir því að sú leið var
farin væri sú, að þá væri öruggt
að fjármunirnir skiluðu sér til
góðra verka. Framleiðendum var
síðan gefinn kostur á að taka þátt
í þessu verkefni með fjár-
framlögum.
Styrkir mannúðarmál í Nígeríu
Dalvík
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Hilmar Daníelsson framkvæmdastjóri fer yfir málin.
ÞRJÚ tilboð bárust í rekstur Gríms-
eyjarferjunnar Sæfara sem Vega-
gerðin auglýsti í ágúst síðastliðnum.
Tilboð Samskipa sem getið var í frétt
í Morgunblaðinu í gær var töluvert
hærra en tilboð frá hinum bjóðend-
unum tveimur, Jóni Magnússyni og
Eysteini Ingvasyni. Skýringin er að
hluta sú að Samskip reikna með að
þurfa að fjármagna breytingar á
búnaði skipsins vegna tilskipana frá
Evrópusambandinu. Að sögn Gunn-
ars Gunnarssonar hjá Vegagerðinni
er hins vegar búist við að kostnaður
við umræddar breytingar á skipinu
falli á Vegagerðina. Frávikstilboð
Samskipa þar sem ekki er gert ráð
fyrir breytingunum hljóða upp á
104,3 milljónir, 104,5 milljónir og
106,3 milljónir króna. Um er að ræða
rekstur ferjunnar á tímabilinu frá
upphafi árs 2002 til loka árs 2004.
Áætlaður verktakakostnaður var
á bilinu frá 78 milljónum til 83,6
milljóna króna. Tilboð frá Jóni og
Eysteini voru einnig hærri en áætl-
aður kostnaður við rekstur ferjunn-
ar. Jón bauð 79,2–102,3 milljónir
króna og Eysteinn 87,1 til 117,6
milljónir.
Tilboð Samskipa í rekstur Grímseyjarferju
Ráðgera að fjár-
magna breytingarnar