Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
✝ Haraldur Teits-son fæddist á
Bergsstöðum í
Vatnsnesi í Vestur-
Húnavatnssýslu 1.
mars 1907. Hann lést
á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 14.
október síðastliðinn.
Foreldrar Haraldar
voru hjónin Ingi-
björg Árnadóttir og
Teitur Halldórsson.
Haraldur var yngst-
ur 15 systkina en þau
voru: Davíð f. 1881,
Helga Marsibil f.
1883, Daníel f. 1884, Guðríður
Anna f. 1885, Sigurbjörn f. 1887,
Hólmfríður Margrét f. 1888, Ein-
ar f. 1890, Friðrik f. 1891, Jóhann-
es f. 1893, Pétur f. 1895, Baldvin f.
1896, Guðrún María f. 1900, Jak-
obína Kristín f. 1903 og Karl f.
1905. Þau eru öll látin. Kona Har-
aldar var Sigurbjörg Kristjáns-
dóttir, f. á Krossi í Berufjarðar-
hreppi 14. desember 1907, d. 4.
desember 1991. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðný Eyjólfsdóttir
og Kristján Eiríksson. Fyrri mað-
ur Sigurbjargar var
Karl Eggertsson.
Börn þeirra: 1)
Kristján, lést á
barnsaldri. 2) Katrín
Sesselja, hennar
maður Jón Ólafsson
er látinn. 3) Margrét,
hennar maður Ragn-
ar Þorkelsson er lát-
inn. 4) Eggert, kona
hans er Sigurlaug
Þorleifsdóttir. Sonur
Haraldar og Sigur-
bjargar var Hilmar,
f. 13. júlí 1944, d. 29.
desember 1974.
Kona hans var Margrét Sigríður
Þorláksdóttir. Þeirra börn eru 1)
Haraldur Páll. Kona hans er Arna
Sigrún Viðarsdóttir og eru börn
þeirra tvö. 2) Þorlákur Ingi. Kona
hans er Helga Björg Steingríms-
dóttir og eru börn þeirra þrjú. 3)
Sigurbjörg Kristín. Hennar mað-
ur er Heiðar Axelsson og eru börn
þeirra fjögur. 4) Ingibjörg, er lát-
in.
Útför Haraldar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Haraldur Teitsson föðurbróðir
minn lést 14. október sl. 94 ára að
aldri. Ég talaði við hann í síma
daginn áður og sagðist hann þá
hafa verið lasinn í nokkra daga en
var ekki óhress í tali. Andlát hans
bar því að með sneggri hætti en
ætla mátti. Þrátt fyrir háan aldur
hafði Haraldur gott minni og fylgd-
ist vel með málum. Hann hafði frá
mörgu að segja og kom það vel í
ljós hvað lífshlaup hans tengdi
saman ólík lífsskilyrði og lífsbar-
áttu.
Haraldur ólst upp við almenn
sveitastörf fram yfir tvítugsaldur.
Hann var heima hjá foreldrum sín-
um til ársins 1920 er faðir hans
lést. Haraldur mundi þann tíma
þegar fært var frá ánum til að hafa
mjólk og mun hann hafa verið sá
síðasti í sveitinni sem var smali og
þurfti að sitja yfir kvíaám. Árið
1920 um fermingaraldur varð Har-
aldur að sjá fyrir sér upp á eigin
spýtur. Hann var m.a. nokkur ár
vinnumaður í Stöpum á Vatnsnesi.
Það kom fljótt í ljós að hann var
harðduglegur og þrekmikill svo af
bar. Flest útistörf kröfðust mikils
líkamlegs álags. Á þeim tíma var
ráðist í að girða meginhluta land-
areignarinnar í Stöpum og lá girð-
ingin á köflum á landi sem var erf-
itt yfirferðar og brattlent. Girðing-
arefni varð að bera á sjálfum sér
alllangar vegalengdir, bæði staura
og vír. Var til þess tekið hvað
hraustur Haraldur var þegar hann
bar tvær gaddavírsrúllur í bak og
hina fyrir, upp snarbratta fjalls-
hlíðina.
Haraldur hætti að binda sig í
vinnumennsku og fór að vinna hjá
ýmsum aðilum við tilfallandi störf
til sjós og lands. Á kreppuárunum
var oft lítið um vinnu en Haraldi
lagðist margt til. Hann var fús til
vinnu, tók að sér hvaða verk sem til
féll, hann var velvirkur og sam-
viskusamur, þrekmikill og úthalds-
góður. Þetta skilaði sér í miklum
afköstum og var talið að oft ynni
hann á við tvo meðalmenn og vel
það. Haraldur naut starfshæfni
sinnar og starfsorku og var fenginn
til að taka að sér ýmis erfið störf
eins og að grafa skurði og fleira.
Hann var mjög eftirsóttur til slíkra
verka.
Haraldur vann einnig til sjós
heima í sínu byggðarlagi og um
nokkur ár fór hann á vetrarvertíð
til Grindavíkur. Það var því oft
ekki um fasta vinnu að ræða á
þessum árum. En honum gekk bet-
ur en mörgum að hafa vinnu og
vann hann stundum fyrir lítil laun
en heldur valdi hann þann kost en
að vera atvinnulaus, það þoldi hann
illa.
Haraldur fluttist suður snemma
á fimmta áratugnum. Þótt Harald-
ur flytti suður hélt hann upptekn-
um hætti og vann alla sína lífstíð
almenn störf verkamanna og féll
honum sjaldan verk úr hendi. Hann
kunni því betur að verk gengju vel
og var illa við hægagang og frátaf-
ir. Honum þótti oft gott að vera
einn í verki, þá átti hann við sjálfan
sig um það að tryggja sem mest af-
köst.
Eftir að Haraldur flutti suður
stofnaði hann heimili með Sigur-
björgu Kristjánsdóttur. Þá var
mjög erfitt að fá varanlegt húsnæði
og þurftu þau því að skipta um hús-
næði nokkrum sinnum á fyrstu bú-
skaparárum sínum. Það var ekki
fyrr en þau keyptu sér íbúð í
Drápuhlíð 43 að þau höfðu varan-
legt húsnæði. Þar leið þeim vel.
Heimili Sigurbjargar og Harald-
ar var notalegt. Hjónin voru bæði
gestrisin, alúðleg og hlý. Fólki leið
vel í návist þeirra. Í Drápuhlíðinni
var opið hús. Vinir og venslafólk
sem komu til borgarinnar fengu
gistingu. Stundum gat verið nokk-
uð þröngt því íbúðin var lítil en
góður vilji leysti málin og allir
undu vel við sitt. Og margir litu inn
og fengu kaffisopa við eldhúsborðið
og þá gátu kökusortirnar oft verið
á annan tuginn. Já það þótti sjálf-
sagt að koma við í Drápuhlíðinni.
Sigurbjörg lést í desember 1991.
Haraldur bjó þá einn í nokkur ár
og naut hann þá sonarbarna sinna
og Didda fósturdóttir hans fylgdist
með honum dagsdaglega.
Haraldur hélt áfram uppteknum
hætti. Þegar gesti bar að garði var
sest í eldhúshornið, kaffikannan
var sett í samband, borðið varð
hlaðið kaffibrauði og rætt var við
húsbóndann yfir kaffibollanum.
Þegar vetur gekk í garð og
harðnaði í búi hjá fuglunum var
Haraldur iðinn við að gefa þeim og
var hópurinn stór sem fékk vel úti-
látið í gogginn hjá Haraldi. Fugl-
arnir virtust þekkja hann og voru
óhræddir í návist hans.
Fjölskyldan var Haraldi mikils
virði og hann studdi hana eftir
bestu getu. Gleði og mótlæti mætti
hann með jafnaðargeði, hógværð
og staðfestu.
Haraldur var félagslyndur og
glaður í góðum hópi. Hann hafði
mjög gaman af því að spila og var
góður spilamaður. Var því oft tekið
í spil þegar hann var nærstaddur.
Haraldur var mjög bóngóður og
hjálpsamur og var oft til hans leit-
að. Hann var traustur og stóð við
orð sín. Drengur góður er kvaddur.
Löngu og farsælu ævistarfi er lok-
ið. Við kveðjum kæran vin og sam-
ferðamann, þökkum samfylgdina
og biðjum honum farsældar á nýj-
um vegum. Aðstandendum flytjum
við innilegar samúðarkveðjur.
Páll V. Daníelsson.
Elsku afi og tengdafaðir Við sitj-
um hér og okkur langar til að
skrifa svolitla kveðju til afa,
tengdaföður og langafa okkar.
Bestu minningar okkar eru þeg-
ar afi og amma áttu heima í Drápu-
hlíðinni. Við fengum alltaf góðar og
hlýlegar móttökur, það var alltaf
tekið á móti okkur opnum örmum,
sett kaffi og kökur á borðið, sest
niður og talað um ýmislegt. Við
vissum alltaf að þið fylgdust vel
með okkur öllum og hvað við tókum
okkur fyrir hendur. Jóladagur er
mjög minnisstæður þá kom öll fjöl-
skyldan saman í Drápuhlíðinni og
við áttum góðar stundir saman.
Á veturna þegar snjór var yfir
öllu gaf afi smáfuglunum brauð eða
annað góðgæti. Fuglarnir voru
farnir að þekkja afa það vel að þeir
fylgdu honum út í búð, og þar biðu
þeir eftir honum og flugu með hon-
um til baka.
Elsku afi, tengdafaðir og langafi,
það er mikill missir að hafa þig
ekki lengur hjá okkur, því að það
var svo gott að koma til þín eða
heyra í þér. En núna ert þú kominn
til ömmu, Hilmars sonar þíns og
Ingibjargar sonardóttur þinnar.
Við vitum að þau hafa tekið á móti
þér með opnum örmum.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita
þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Elsku afi, tengdafaðir og langafi,
guð geymi þig og varðveiti þig, hvíl
þú í friði.
Haraldur Páll, Þorlákur
Ingi, Sigurbjörg Kristín,
Margrét Þorláksdóttir
og fjölskyldur.
HARALDUR
TEITSSON
✝ Valgerður Sig-þóra Þórðardótt-
ir fæddist í Reykjavík
10. september 1941.
Hún lést á Vífils-
staðaspítala miðviku-
daginn 17. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Sig-
urveig Ásgrímsdóttir
og Þórður Guð-
mundsson. Bræður
Valgerðar: Sigurður
Valgeir Þórðarson, f.
2.1. 1939, d. í apríl
1940, og Guðmundur
Þórðarson, f. 26.4.
1930.Valgerður giftist 15. október
1960 eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Runólfi Ísakssyni rafvirkja
frá Bjargi á Seltjarnarnesi. Börn
þeirra eru fjögur: 1)
Sigurveig, f. 12.1.
1961, gift Jónasi
Friðgeirssyni og
eiga þau tvo syni. 2)
Jóhanna, f. 28.8.
1962, gift Steinari
Guðnasyni og eiga
þau tvo syni. 3)
Helga Sigríður, f.
2.9. 1963, gift Gunn-
laugi Bjarnasyni og
eiga þau þrjú börn.
4) Ísak Þórður, f.
15.2. 1972, kvæntur
Andreu Þóru Ás-
geirsdóttur og eiga
þau þrjú börn.
Útför Valgerðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Til þín, elsku mamma.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldarblómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Stgr. Thorst.)
Góða nótt.
Jóhanna.
Miðvikudaginn 17. þessa mánaðar
lést tengdamamma mín, Valgerður
Þórðardóttir eða Vala eins og hún
var alltaf kölluð.
Kynni okkar hófust fyrir um það
bil 25 árum þegar við vinirnir fórum
að venja komur okkar á Barða-
strönd 31 þar sem Ronný og Vala
búa. Þar var oft glatt á hjalla eins og
sagt er. Nokkrum árum seinna varð
hún síðan tengdamamma mín.
Sem tengdamamma reyndist hún
mér og fjölskyldu minni vel. Hún
Vala var mikil fjölskyldumanneskja
og var fjölskyldan henni alltaf efst í
huga.
Með þessum fátæklegum orðum
vil ég þakka henni fyrir samfylgdina
sem var bæði ánægjuleg og dýr-
mæt.
Ronný tengdapabba og öllum öðr-
um aðstendum sendi ég mína
dýpstu samúð. Hvíli hún í friði.
Þinn tengdasonur,
Gunnlaugur Bjarnason.
Elskuleg mágkona mín er fallin
frá á besta aldri. Hún rétt náði því
að verða sextug og mánuði betur.
Ég man þegar Ronný bróðir kom
með Völu til að sýna mér konuefnið
sitt. Hún var há og grönn, dökk-
hærð, glæsileg ung stúlka. Hún var
brosmild og stutt í hláturinn.
Það var mikill samgangur á milli
okkar eftir að eiginmenn okkar
stofnuðu saman rafmagnsverkstæði
enda báðir rafvirkjar.
Ronný og Vala eignuðust fjögur
mannvænleg börn. Barnabörnin eru
orðin tíu, það yngsta fæddist nokkr-
um dögum áður en Vala lést. Barna-
börnin hændust mikið að henni enda
var hún mjög blíð og góð amma.
Ronný og Vala nutu þess að
ferðast. Þau áttu sinn glæsilega
húsbíl, sem þau höfðu unun af að
ferðast á bæði innanlands og utan.
Ég held að það séu fáir þeir staðir
hér á landi sem þau höfðu ekki kom-
ið til.
Elsku Ronný, við eigum öll eftir
að sakna hennar Völu þinnar, sökn-
uðurinn verður samt mestur hjá þér
og þinni fjölskyldu. Ég og mín fjöl-
skylda sendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Helga Valgerður.
Það er alltaf erfitt að kveðja
hinstu kveðju nána vini og vanda-
menn. Vala mágkona mín, sem hér
er kvödd, var ein af þessum hljóð-
látu blíðu konum. Hún var ung er
hún kom með Runólfi bróðir í fjöl-
skylduna. Falleg, há og grönn og
stutt var í blíða brosið hennar.
Þau eignuðust dæturnar þrjár
með stuttu millibili. Síðan kom son-
urinn. Vala var mikil mamma og
ekki síður amma. En lítil Ísaksdótt-
ir leit dagsins ljós í sömu viku og
amma kvaddi. Svona er lífið, engin
veit hvenær annan grefur. Vala var
yngst af þeim eldri í fjölskyldunni.
Bið ég svo góðan guð að styrkja
bróður minn, börn og barnabörn og
ekki síst Guðmund bróður hennar.
Öll hafa þau misst mikið.
Ástarkveðja til ykkar allra.
Björg Ísaksdóttir.
Nú er elskuleg vinkona okkar,
hún Vala, horfin yfir móðuna miklu.
Okkur langar til að minnast henn-
ar í örfáum orðum, að þakka henni
fyrir samveruna í þessu jarðlífi. Við
efumst ekki um það að við eigum
eftir að hittast aftur, og þá verða
spilin tekin upp og haldið áfram þar
sem frá var horfið.
Það er varla hægt að tala um ann-
að hjónanna, það var alltaf Ronný
og Vala. Minningarnar hrannast
upp. Á barneignarárunum fylgd-
umst við að. Ronný og Vala eign-
uðust fjögur börn og við Örn eign-
uðumst líka fjögur börn, svo að
umræðuefnið var nóg, skipst var á
prjónauppskriftum og matarupp-
skriftum og hlegið að þeim ráðum
sem mæður okkar gáfu okkur og við
kölluðum gamlar kerlingabækur, en
ég held að þau heilræði hafi haldið
áfram til barna okkar og barna-
barna.
Við fórum að byggja á svipuðum
tíma yfir okkur húsnæði og þá var
Ronný sjálfkjörinn rafvirkjameist-
ari í okkar húsi, en Örn hélt bílnum
hans gangandi. Þannig var sam-
vinna á öllum sviðum.
Á fyrstu búskaparárunum var lít-
ið farið nema í sunnudagsbíltúra og
þá komið í kaffi á annað hvort heim-
ilinu, en seinna var farið í útilegur
og lengri ferðir og þá var oft fjör.
Allar ferðirnar í sumarbústaðinn
þar sem var spiluð „canasta“ langt
fram eftir nóttu og byrjað aftur
strax og búið var að fá sér morg-
unkaffið daginn eftir.
Ferðalagið á Sóla, stóra og flotta
ferðabílnum þeirra, þar sem við Örn
fengum sérherbergi og aldrei slett-
ist upp á vinskapinn og var það ekki
síst henni Völu að þakka með sitt
góða skap þar sem við hin erum
frekar skapstór.
Vala hafði einstaklega góða lund
og aldrei heyrði ég hana hnýta í
nokkra manneskju, hún átti þessa
innri ró og það að geta séð björtu
hliðarnar á tilverunni.
Stundum liðu margir mánuðir án
þess að við hittumst, en vinskap-
urinn var alltaf sá sami, hlýr og
mannlegur.
Því sendi ég þessa kveðju.
Þá vináttunnar rauða rós,
er rétt að konu og manni.
Kyrrlát stundin kveikir ljós
í hverjum hjartaranni.
(Páll Janus Þórðarson.)
Við Örn og börnin okkar sendum
hlýjar kveðjur til Ronný og Guð-
mundar bróður Völu og barna og
barnabarna og biðjum Guð að vera
með ykkur í sorg ykkar.
Viktoría og Örn Sævar.
VALGERÐUR SIGÞÓRA
ÞÓRÐARDÓTTIR