Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar S. Hólm,húsgagnabólstr-
ari, fæddist 5. ágúst
1907 á Eysteinseyri í
Tálknafirði. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 9. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Viktoría
Bjarnadóttir og Sig-
urgarður Sturluson
sem bjuggu þá á Ey-
steinseyri. Gunnar
var næstelstur tólf
systkina en þau voru:
Bjarni Eysteinn
Hólm, f. 18. júlí 1906,
Bjarney Jóna Hólm, f. 12. ágúst
1908, Guðrún Fanney Hólm, f. 21.
apríl 1910, Laufey Hólm, f. 21. apr-
íl 1911, Bergþóra Hólm, f. 20. maí
1912, Ásdís Hólm, f. 24. september
1914, Aðalheiður Hólm, f. 20. sept-
ember 1915, Bjarni Hólm, f. 26.
október 1916, Aðalbjörg María
Hólm, f. 8. júní 1918, Þorgeir
Hólm, f. 8. nóvember 1919, og Ás-
geir Björgvin Hólm, f. 3. ágúst
1921. Aðalheiður Hólm Spans er
eina systkinið sem er á lífi en hún
er búsett í Hollandi.
Gunnar kvæntist árið 1931 Guð-
björgu Þorvarðardóttur sem fædd
var 3. júlí 1906 og var frá Bakka á
Kjalarnesi. Guðbjörg dó 24. febr-
úar 1986. Þau eignuðust sex börn
sem eru: 1) Þórhildur, f. 1. desem-
ber 1932, gift Skildi Þorgrímssyni,
f. 8. júní 1928 og eignuðust þau
fjögur börn og er eitt þeirra látið.
2) Garðar, f. 5. febrúar 1934,
kvæntur Kristínu Þórarinsdóttur,
f. 31. maí 1945 og eiga þau fjögur
börn. 3) Viktoría, f. 4. apríl 1935,
var gift Baldri Kristinssyni, f. 22.
desember 1932, d. 4. mars 1982, og
eignuðust þau sex börn. Seinni
maður Viktoríu er Jóhann P. Sím-
onarson, f. 11. apríl 1951. 4) Að-
albjörn, f. 5. mars 1937. 5) Þorkell,
f. 19. ágúst 1938, kvæntur Guð-
laugu Hjaltadóttur, f. 19. mars
1941, og eiga þau
þrjár dætur 6) Mar-
grét, f. 12. nóvember
1939. Afkomendur
Gunnars og Guð-
bjargar eru 63.
Ungur fór Gunnar
að vinna utan heim-
ilisins, fyrst við sjó-
róðra á opnum ára-
bát í Tálknafirði,
síðan var hann í
fimm úthöld á segl-
skipi frá Bíldudal.
Innan við tvítugt
flutti hann suður á
land og vann í nokk-
ur ár við landbúnaðarstörf á Korp-
úlfsstöðum í Mosfellssveit og
Brautarholti á Kjalarnesi. Þá lá
leiðin til Reykjavíkur þar sem
hann hóf störf hjá Landssíma Ís-
lands um skamma hríð þar til hann
hóf nám í húsgagnabólstrun.
Þegar hann hafði lokið verklegu
námi í iðn sinni hóf hann sjálfstæð-
an atvinnurekstur sem húsgagna-
bólstrari og vann við það til ársins
1939 þegar hann flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni að Hurðarbaki í Kjós
þar sem hann var bóndi í sjö ár en
vann alla tíð við bólstrun samhliða
búskapnum. Árið 1946 flutti fjöl-
skyldan austur á Selfoss þar sem
Gunnar starfrækti húgagnavinnu-
stofu í tvö ár. Árið 1948 fluttu þau
að Þóroddsstöðum á Miðnesi þar
sem í átta ár var jöfnum höndum
stundaður landbúnaður og hús-
gagnabólstrun. Árið 1956 flutti
Gunnar til Keflavíkur og vann þar
við bólstrun í örfá ár en flutti þá til
Reykjavíkur og starfrækti þar
vinnustofu á Njálsgötu 5 og síðar
Njálsgötu 3 allt til ársins 1997 er
hann hætti alveg störfum. Árið
1998 flutti hann síðan á Hrafnistu í
Reykjavík og dvaldi þar til dauða-
dags.
Útför Gunnars fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Lífið er óútreiknanlegt. Það að
setjast niður og skrifa minninga-
grein um afa sinn og finna mest
fyrir þakklæti yfir að hann hafi
fengið að deyja er eitthvað sem við
héldum að myndi aldrei gerast. En
þegar 94 ára gamall maður kveður
saddur lífdaga er ekki annað hægt
en að vera sáttur við dauðann. Við
dætur Þórhildar, elstu dóttur afa
og ömmu, fengum oft að gista hjá
þeim á Njálsgötunni. Afi var með
verkstæðið sitt í næsta húsi og var
þá farið með honum út. Þar sett-
umst við upp á búkka og horfðum á
hann breyta ljótum og að okkur
fannst ónýtum stólum í falleg hús-
gögn sem hæfðu hefðarsetrum. Á
meðan sagði afi okkur sögur um
kónga og drottningar, álfa og tröll,
sem hann samdi jafnóðum og er
synd að hann skyldi aldrei hafa
skrifað neitt niður af þessum
heillandi ævintýrum.
Afi var mikill bókamaður og átti
margar bækur mjög skemmtilegar
sem hann var óspar á að lána okk-
ur. Árlegar ferðir á bókamarkaðinn
lifa í minningunni. Og á hann mik-
inn þátt í því að bækur skipta okk-
ur miklu máli og að við lesum fyrir
okkar börn og barnabörn.
En afi var ekki einn, hún amma
var líka til staðar. Hún sá um heim-
ilið og reglufestan var mikil. Afi
vildi hafa matinn á réttum tíma og
þá kom hann líka inn á réttum tíma.
Og hann hafði þann sið að leggja
sig alltaf eftir matinn. Þá var verk-
stæðinu lokað, skilti var út í glugga
að lokað væri milli 12 og 14. En
hann var líka kominn upp fyrir all-
ar aldir og þegar þurfti að skila af
sér húsgögnum var oft unnið alla
nóttina.
Njálsgatan varð miðstöð ættingj-
anna. Við hittum svo mörg afa- og
ömmusystkini, þeirra börn og okk-
ar móðursystkini. Og fyrir bragðið
þekktum við svo miklu fleiri en
annars hefði orðið af fjarskyldari
ættingjum. Desembermánuður var
einstaklega ljúfur, það var svo
notalegt að koma inn í hlýjuna til
afa og ömmu eftir verslunarferð á
Laugaveginum og sýna ömmu hvað
við höfðum keypt í jólagjöf, hjálpa
henni að pakka inn hennar gjöfum
til allra sinna og njóta góðra veit-
inga sem yljuðu manni svo vel þeg-
ar frostið hafði bitið í kinnar.
Afi missti ömmu 1986, en áður
var hún orðin mikið veik og þurfti
mikla umönnun og þá kom alveg ný
hlið upp hjá afa. Afi gat eldað, sett í
þvottavél og hugsað dável um heim-
ilið, nokkuð sem manni hafði ekki
dottið í hug að hann kynni eða
myndi nokkru sinni gera. Og eftir
að hún dó sá hann um sig sjálfur á
meðan heilsan leyfði, hann hafði
alltaf nóg fyrir stafni, kom sér upp
litlu verkstæði inn af íbúðinni,
bólstraði litla stóla fyrir flest lang-
afabörnin sín, en þegar svo var
komið að hann gat ekki lengur ver-
ið einn fór hann á Hrafnistu í
Reykjavík.
Elsku mamma, Garðar, Viktoría,
Alli, Keli og Gréta, við vottum ykk-
ur samúð okkar.
Ásthildur, Guðbjörg og
Guðrún Viktoría.
GUNNAR S.
HÓLM
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina
KIRKJUSTARF
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag
kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gam-
anmál. Gestur Lára V. Júlíusdóttir.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt-
ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr-
irbænaefnum í síma 562-2755.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12. Samverustund aldraðra kl. 14. Skoð-
unarferð í Fella- og Hólakirkju. Kaffiveiting-
ar. Komið til baka fyrir kl. 16.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára
börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl.
17.30.
Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri
hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir
eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir
kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur.
Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk.
Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 und-
ir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætl-
aður börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl.
18.
Langholtskirkja. Heilsuhópurinn hittist kl.
11–12 í Litla sal. Kaffispjall, heilsupistill,
létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund í kirkjunni kl. 12–12.30.
Bænaefnum má koma til sóknarprests og
djákna í síma 520-1300. Kærleiksmáltíð
kl. 12.30. Matarmikil súpa, brauð og álegg
kr. 500. Samvera eldri borgara kl. 13–16.
Kaffi og smákökur, söngstund með Jóni
Stefánssyni, tekið í spil, málað á dúka og
keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar
Guðmundssonar (kl. 13.30–15.15) á Bör
Börsson í Guðbrandsstofu í anddyri kirkj-
unnar. Boðið er upp á akstur heiman og
heim fyrir þá sem komast ekki að öðrum
kosti til kirkju. Verið öll hjartanlega velkom-
in.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10–
15.30 ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Ferm-
ingartími kl. 19.15. Unglingakvöld Laugar-
neskirkju og Þróttheima kl. 20. (Sjá síðu
650 í Textavarpi).
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kaffi
og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7
ára starf kl. 14. Öll börn í 2. bekk velkomin.
Skráning í síma 511-1560. Opið hús kl.
16. Spjallað yfir kaffi og meðlæti. Fræðsla
um Davíðssálmana kl. 17 í umsjón sr.
Franks M. Halldórssonar. Bænamessa kl.
18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Fé-
lagsstarf aldraðra laugardaginn 27. okt. kl.
14. Jónína Benediktsdóttir, forstjóri Planet
Puls keðjunnar, kynnir bók sína Dömufrí.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel-
spil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmál-
tíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á
eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldr-
aða frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl.
1718.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Foreldrar eru velkomnir að koma og taka
þátt í samveru fram undir hádegi með börn-
um sínum. Helgistund kl. 11. Unglinga-
deild Digraneskirkju og KFUM&K, 13–16
ára kl. 20. Teiknimyndasamkeppni.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið
er upp á léttan hádegisverð á vægu verði
að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM
fyrir drengi 9–12 ára kl. 17.30–18.30.
Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9
ára kl. 18–19. Æskulýðsfélag Engjaskóla
fyrir börn 8.–9. bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT-
starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir lærisvein-
ar í Lindaskóla kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn-
um TTT á sama stað kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir.
Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í
síma 567-0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir
foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðar-
heimilinu.
Álftanes. Foreldramorgnar í Haukshúsum
kl. 10–12 í dag. Heitt á könnunni. Hlökkum
til að sjá ykkur.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir
eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil
og kaffiveitingar
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága-
fellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–
14.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl.
12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl.
12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði.
Allir aldurshópar. Umsjón Ólafur Oddur
Jónsson. Æfing Barnakórs Keflavíkurkirkju
kl. 16 og Kórs Keflavíkurkirkju frá kl.
19.30–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson.
Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í
kirkjunni um kl. 22.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar fimmtu-
dag kl. 20 í umsjá Ástríðar Helgu Sig-
urðardóttur guðfræðins. Farið verður í Jó-
hannesarguðspjall. Fyrirbænasamvera
fimmtud. kl. 19. Fyrirbænaefnum er hægt
að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins
milli kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Spila-
kvöld aldraðra fimmtud. kl. 20.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík). Foreldra-
morgunn í safnaðarheimilinu í dag miðviku-
dag frá kl. 10.30–11.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 18 æf-
ing hjá Litlum lærisveinum. Kl. 20 opið hús
í KFUM&K húsinu við Vestmannabraut.
Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund
kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Fjölskyldu-
samvera kl. 18 sem hefst með léttri máltíð
á vægu verði. Kl. 19 er kennsla og þá er
skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur
fyrir krakka 2–12 ára, unglingafræðsla fyrir
13–15 ára unglinga, fræðsla fyrir ungt fólk
á aldrinum 16–20 ára. Þá er grunnfræðsla
en þar eru kennd undirstöðuatriði kristinn-
ar trúar. Síðan er kennsla á ensku. Einnig
eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og
vitnisburðarstundir. Það eru allir hjartan-
lega velkomnir að koma og vera með okk-
ur.
Kristniboðssalurinn. Samkoma í kvöld kl.
20.30. Hjónin Margrét Hróbjartsdóttir og
Benedikt Jasonarson sjá um efni samkom-
unnar. Allir velkomnir.
Safnaðarstarf
Á ÞESSU hausti er fjölbreytt hóp-
astarf í Hallgrímskirkju. Í fjóra mið-
vikudaga er opinn leshópur um
Hirðisbréf biskups, sem hittist í
safnaðarsal kirkjunnar kl. 20.00.
Hirðisbréf biskups kom út í snemma
á þessu ári og er þar margt athygl-
isvert, sem áhugavert er að ræða.
Sr. Sigurður Pálsson leiðir hópinn.
N.k. fimmtudag kl. 17.30 verður
kynning á sorgarhóp, sem verður
starfræktur í kirkjunni næstu mán-
uði, en hann er haldinn í samvinnu
við Nýja dögun, samtök um sorg-
arviðbrögð. Sr. Jón Bjarman leiðir
hópinn.
Næstu þrjú mánudagskvöld verð-
ur svo kynning á 12 spora hópum,
sem mjög hafa rutt sér til rúms í
kirkjustarfinu í Reykjavík og víða
um land. En hópastarfið verður svo
hvert mánudagskvöld í vetur. Geng-
ið er út frá bókinni: Tólf sporin, and-
legt ferðalag, - vinnubók til að
lækna skaddaðar tilfinningar.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
Ást og hamingja
í Hafnar-
fjarðarkirkju
ANNA Valdimarsdóttir sálfræð-
ingur mun koma í Strandberg, safn-
aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, í
kvöld kl. 20 og fjalla þar á fundi um
ást og hamingju, einkum innan fjöl-
skyldunnnar, og í samskiptum milli
barna, unglinga og foreldra. Anna
mun svara fyrirspurnum en hún hef-
ur mikið fram að færa á þessu sviði
og hefur skrifað vinsæla bók sem
nefnist „Leggðu rækt við sjálfan
þig“ en sú bók kom út fyrir tveimur
árum.
Fundurinn er einkum ætlaður for-
eldrum fermingarbarna en er öllum
opinn.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Hópastarf í
Hallgrímskirkju
Hafnarfjarðarkirkja
INNLENT
Í TILEFNI af 20 ára afmæli Fjöl-
brautaskóla Suðurlands verður opið
hús og efnt til hátíðar í skólanum
laugardaginn 27. október, fyrsta
vetrardag. Þá verður hvoru tveggja í
senn; varpað ljósi á sögu skólans
jafnframt því að kynna starf skólans
eins og hún er nú.
Dagskráin verður fjölbreytt;
söngur, leiklist, ljósmynda- og
myndlistarsýning, svo eitthvað sé
nefnt, og munu fyrrverandi og nú-
verandi nemendur leggja þar tals-
vert til. Á hátíðinni verður opið net-
kaffihús og þróunarstarf skólans í
upplýsingatækni kynnt. Opnuð hef-
ur verið heimasíða í tilefni hátíðar-
innar og er slóðin www.fsu.is/20ara.
Fyrrverandi starfsmenn skólans
eru boðnir velkomnir auk annarra
velunnara skólans, en hátíðin er öll-
um opin. Dagskráin stendur yfir frá
kl. 14 til 17, en í lok hennar er stefnt
að stofnfundi hollvinasamtaka skól-
ans.
Afmælishátíð í
Fjölbrautaskóla
Suðurlands
REKTOR Háskóla Íslands boðar til
almenns fundar um þekkingarþorp
og vísindagarða í hátíðarsal í aðal-
byggingu Háskóla Íslands föstudag-
inn 26. október kl. 12–13.
Dr. Olli Niemi, framkvæmdastjóri
Hermia-vísindagarðsins í Tammer-
fors í Finnlandi, flytur erindi sem
nefnist: „Vísindagarðar og nýja hag-
kerfið: Reynsla Finna“.
Dr. Olli Niemi er einn af ráðgjöf-
um Háskóla Íslands vegna undir-
búnings byggingar þekkingarþorps
á háskólasvæðinu, sem nú stendur
yfir. Fundurinn er öllum opinn og
aðgangur ókeypis, segir í fréttatil-
kynningu.
Fundur um
þekkingarþorp
og vísindagarða
GÁSKI – vinnuvernd verður með
námskeið í vetur sem er opið al-
menningi. Fyrsta námskeiðið,
Hættu að reykja í síðasta skipti,
verður haldið í Gáska, Bolholti 6–8,
laugardaginn 27. október kl. 10. Guð-
jón Bergmann mun hafa umsjón með
námskeiðinu. Kennt verður í fjögur
skipti, tvo tíma í senn.
Skráning fer fram hjá Gáska.
Námskeið til að
hætta að reykja
NÁMSKEIÐ í capoeira, fornri bar-
dagalist, verður í Kramhúsinu föstu-
daginn 26. október. Kennari verður
Clayton Fonseca sem hefur stundað
capoeira og öðlast kennsluréttindi í
greininni, segir í fréttatilkynningu.
Námskeið
í Kramhúsinu