Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
MIKLIR vatnavextir og hlaupvatn
hafa verið í Múlakvísl vestast á Mýr-
dalssandi og áin náð að brjóta mikið
af grónu landi á um tveggja kíló-
metra kafla við brúna sunnan undir
Háfelli. Rigningartíð og hlýindi að
undanförnu hafa aukið vatnsmagnið
í ánni svo mjög að nú eru ljósleiðari
og raflína í hættu við brúna. Í gær
voru aðeins sex metrar í ljósleiðar-
ann og um þrjátíu metrar í þjóðveg
eitt þar sem landbrotið er hvað öfl-
ugast. Kvíslin hefur einnig hlaðist
upp og ekki náð að ryðja sér fram
þannig að mjög lágt er orðið undir
brúargólfið.
RARIK hefur þurft að hlaða
grjóti að raflínustæðu til að verja
hana fyrir landbrotinu. Múlakvíslin
er líka farin að nálgast harpaða mal-
arhauga sem eru skammt vestan
brúarinnar. Talið er að frá því í
haust hafi nokkrir hektarar af grónu
landi horfið í kvíslina.
Til marks um landbrotið má nefna
að fréttaritari Morgunblaðsins var á
svæðinu á mánudagskvöld og þegar
hann kom þangað aftur í gærmorg-
un voru hjólför eftir bíl hans frá því
kvöldið áður að hluta til horfin.
Starfsmenn Vegagerðarinnar,
Símans og RARIK, ásamt Land-
græðslunni og landeigendum, hafa
fylgst vel með Múlakvíslinni á þess-
um stað. Hafa menn vonast til að
vatnavextirnir fari að minnka en
landbrot á þessum árstíma þykir af-
ar sjaldgæft. Vegagerðin og Land-
græðslan hafa síðustu árin unnið
saman að uppgræðslu Mýrdals-
sands til að hindra sandfok yfir veg-
inn.
Steingrímur Ingvarsson, um-
dæmisverkfræðingur Vegagerðar-
innar á Selfossi, hefur verið í sam-
bandi við sína menn í Vík. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ef kvíslin héldi áfram að hamast
svona þá gæti þurft að grípa til þess
ráðs að lengja og hækka varnargarð
sem er neðan við brúna. Beðið væri
átekta og ekki talið að sjálfur varn-
argarðurinn væri í hættu.
Hefur misst
talsvert land
Örlygur Jónasson hjá RARIK á
Hvolsvelli sagði raflínustæðuna,
sem hefði verið í hættu, vera hluta af
tengilínu yfir Mýrdalssand milli
Víkur og Kirkjubæjarklausturs.
Þótt stæðan færi í kvíslina yrði eng-
inn rafmagnslaus. Unnið var að því í
gær að hlaða grjóti að stæðunni og
til þess þurfti eina sex vörubíls-
farma af stórgrýti.
Jóhannes Kristjánsson, bóndi á
Höfðabrekku, segist hafa misst tals-
vert land vegna Múlakvíslarinnar.
Hann telur varnargarða Vega-
gerðarinnar ekki hafa gert sitt gagn
sem skyldi. Graslendi við ána sé að
hverfa og stutt sé í að hún renni
austan við sandhóla við Litla-Jökul.
„Með tilkomu nýju brúarinnar
hefur áin hlaðist upp og ekki rutt sig
fram eins og hún gerði. Árstæðið
hækkar stöðugt og farvegurinn
breytist um leið,“ segir Jóhannes
sem hefur gefist upp á að benda
Vegagerðinni og Landgræðslunni á
þennan vanda. Enginn hafi hlustað á
kröfur sínar um að fá landið bætt
sem hefur horfið vegna árinnar.
Ljósleiðari og raflína í hættu vegna landbrots við Múlakvísl á Mýrdalssandi
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Landbrotið vestan við brúna yfir Múlakvísl. Eins og sjá má er skammt í þjóðveginn undir Háfelli og í bakgrunni eru tveir harpaðir og verðmætir mal-
arhaugar sem eru taldir í hættu. Andrés Pálmason verktaki virti fyrir sér aðstæður áður en hann fór að keyra grjóti að raflínustæðu fyrir Rarik í gær.
Aðeins um þrjátíu metrar
eru eftir að þjóðveginum
HÆTT er við að íslensk verktaka-
fyrirtæki geti ekki boðið í stærri
verkefni hér á landi, nema í sam-
vinnu við erlend fyrirtæki, eftir að
flokkun verktaka á vegum Evr-
ópusambandsins tekur gildi.
Frumdrög þessarar flokkunar
verða gefin út í maí á næsta ári og
mun staðallinn þá taka gildi. Þetta
kom fram á málþingi um opinber-
ar framkvæmdir á vegum Verk-
efnastjórnunarfélags Íslands.
Óskar Valdimarsson, forstjóri
Framkvæmdasýslu ríkisins, sagði
í samtali við Morgunblaðið eftir
fundinn að staðallinn væri með um
100 flokka þar sem fyrirtækin eru
flokkuð eftir reynslu, veltu og
starfsmannafjölda. Þar sem ís-
lensk fyrirtæki, jafnvel þau
stærstu, séu af allt annarri stærð-
argráðu en fyrirtæki í Evrópu,
lendi þau óhjákvæmilega alltaf í
neðsta flokknum, sem útiloki þau
frá því að bjóða í stærri verk á
evrópska efnahagssvæðinu, nema í
samstarfi við erlend fyrirtæki.
„Hættan er sú að ef við vöktum
ekki þennan staðal vel útiloki
flokkunarkerfið íslenska verk-
taka,“ sagði Óskar.
Ísland á aðila í undirbúnings-
nefndinni og segir Óskar að reynt
hafi verið að hafa áhrif í þessa átt.
Íslenskir
verktakar
útilokaðir
Fjármálaráðuneyti þarf/26
Stærri framkvæmdir
BRUNAMÁLASTOFNUN hefur
ítrekað gert athugasemdir við frá-
gang Ólafsfjarðarganga sem eru
fóðruð að hluta með eldfimu plast-
efni. Brunamálastofnun telur ófor-
svaranlegt að umrætt efni, sem
kallast polyethylen, sé notað í
göngunum óvarið og mun Vega-
gerðin hafa vilja til að gera úrbæt-
ur og verja efnið með sprautu-
steypu.
Að sögn Guðmundar Gunnars-
sonar, yfirverkfræðings hjá
Brunamálastofnun, heyrðu göngin
ekki með óyggjandi hætti undir
stofnunina þegar þau voru grafin
og fór Vegagerðin eftir norskum
stöðlum við framkvæmd þeirra, en
efnið uppfyllti þá staðla.
„Mér skilst að það sé vilji til
þess hjá Vegagerðinni að uppfæra
göngin á sama hátt og Norðmenn
eru að uppfæra hliðstæð göng með
þetta miklu plasti,“ segir Guð-
mundur.
Hann segir að efnið sé það eld-
fimt að ekki fengist leyfi til að
nota það óvarið í venjulegum
byggingum.
Eldur frá brennandi bifreið
myndi nægja til að kveikja í efn-
inu, en þess má geta að sá bíll sem
mælst hefur á mestum hraða í
göngunum var á yfir 170 km
hraða.
Eldfimt
efni notað
í fóðrun
Brunaöryggismál/10
Ólafsfjarðargöng
♦ ♦ ♦
TÖLUR um ávöxtun lífeyrissjóðanna
á fyrstu mánuðum þessa árs benda til
þess að ákvöxtun sjóðanna verði verri
á þessu ári en á síðasta ári, en þá var
meðalraunávöxtun sjóðanna neikvæð
um 0,7%. Ástæðan fyrir þessu er ekki
síst lækkandi verð á hlutabréfum
bæði hér á landi og erlendis.
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur al-
mennt verið mjög góð á síðustu árum.
Meðalraunávöxtun 1995–1999 var
8,8%. Á síðasta ári urðu hins vegar
mikil umskipti og meðalávöxtunin var
neikvæð um 0,7%. Tölur um ávöxtun
á þessu ári benda til þess að ávöxt-
unin geti orðið verri en í fyrra. Raun-
ávöxtun stærsta lífeyrissjóðs lands-
ins, Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
var t.d. aðeins 0,1% á fyrstu sex mán-
uðum ársins en var 1,1% í fyrra. Líf-
eyrissjóðurinn Framsýn skilaði 0,6%
neikvæðri ávöxtun í fyrra, en á fyrstu
sex mánuðum þessa árs var ávöxtun
sjóðsins neikvæð um 3,55%.
Í lok september hafði vísitala að-
allista Verðbréfaþings lækkað um
20% á árinu og heimsvísitala um 17% í
íslenskum krónum. Veiking krónunn-
ar hefur að nokkru leyti vegið upp
lækkun á verði erlendra hlutabréfa.
Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur
verið nokkuð mismunandi á síðustu
árum. Lífeyrissjóðurinn Hlíf skilaði
bestri meðalraunávöxtun á árunum
1996–2000 eða 11,9%, en sjóðurinn
sem var með versta ávöxtun var með
3,1% meðalávöxtun. Hlíf skilaði einn-
ig þokkalegri ávöxtun í fyrra eða 3,9%
raunávöxtun. Sjóðurinn reiknar hins
vegar með verri ávöxtun á þessu ári.
Afkoma lífeyrissjóðanna á fyrstu mánuðum ársins
Líkur á verri ávöxt-
un í ár en í fyrra
Ávöxtun sjóðanna/11