Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur og fer í
dag, Solborg og Dröfn
koma í dag. Júpiter og
Dettifoss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss fer í dag, Tok-
uju Maru 38 kom og fór í
gær, Ocean Tiger kom í
gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 5514349, flóamark-
aður, fataútlutun og
fatamóttaka s. 552-5277
eru opin miðvikud. kl. 14
til 17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa, postu-
línsmálning.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan, kl. 10 pútt-
völlurinn opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10 banki, kl. 13
spiladagur, kl. 13–16
vefnaður.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 13.30. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ, á Hlaðhömrum
á fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16. Uppl.
um fót-, hand- og and-
litssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8–16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 9–12
aðstoð við böðun, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan
og handavinnustofan
opnar, kl. 10–10.45 leik-
fimi, kl. 14.30 banki.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–16.
Skrifstofan í Gullsmára
9 opin í dag kl 16.30–18.
Akranesferð verður
föstudaginn 26. október.
Þátttökulistar í Gjá-
bakka og Gullsmára.
Skráning sem fyrst.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun,
kl. 10 hársnyrting, kl.
10–12 verslunin opin, kl.
13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Línudans kl. 11, mynd-
list kl. 13, pílukast kl.
13.30. Á morgun verður
opið hús kl. 14, eldri
skátar sjá um skemmti-
atriði. Á föstudag verður
dansleikur kl. 20.30.
Caprí Tríó leikur fyrir
dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Hlemmi
kl. 9.45. Söngfélag FEB,
kóræfing kl. 17. Línu-
danskennsla kl. 19.15.
Námskeið í brids kl.
19.30. Söngvaka kl. kl.
20.45. Skoðunarferð um
Krísuvík 2. nóv. – nýir
hverir og gömul gígja-
svæði við Grænavatn.
Kaffi og meðlæti hjá Ís-
hestum í Hafnarfirði.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni
12,sama símanúmer og
áður. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði
Glæsibæ. Uppl. á skrif-
stofu FEB kl. 10–16 í s.
588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð og opin
vinnustofa, postulín,
mósaík og gifsafsteypur,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
9–16 böðun. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar, frá há-
degi spilasalur opinn. Á
morgun kl. 13.15 fé-
lagsvist í samstarfi við
Hólabrekkuskóla, veg-
leg verðlaun. Allir vel-
komnir.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl. 17
bobb. Ferðafélagar í
Vestfjarðaferð sund-
hópsins, Gjábakka og
Gullsmára 16.–19. júlí sl.,
myndakvöld í Gjábakka í
kvöld kl. 20.30
Gullsmári, Gullsmára
13. Vefnaður kl. 9, leik-
fimi kl. 9.05, keramik-
málun kl. 13, Bún-
aðarbankinn með
þjónustu í Gullsmára kl.
10 boccia kl. 14.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 11 banki,
kl. 13 brids. Föstudaginn
26. október kl. 18 kveðj-
um við sumar og heilsum
vetri. Dagskrá: Matur,
hlaðborð, danssýning,
lukkuvinningur, tísku-
sýning, fjöldasöngur
undir stjórn Ólafs B.
Ólafssonar og dans. Allir
velkomnir. Skráning í
síma 587-2888.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndur, klippi-
myndir, kl. 14 dans-
kennsla, kl. 15 frjáls
dans og 15 teiknun og
málun. Fótsnyrting, hár-
snyrting.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun,
fimmtudag, á Korpúlfs-
stöðum. Púttað kl. 10 og
gönguferð kl. 11. Kaffi-
stofan er opin. Allir vel-
komnir. Upplýsingar
veitir Þráinn Haf-
steinsson s. 5454-500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaaðgerð
og hárgreiðsla, kl. 9.15–
16 postulínsmálun og
myndmennt, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl. 13–
16 tréskurður. Föstu-
daginn 2. nóvember kl.
15 syngur Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir lög eftir
föður sinn, Ágúst Pét-
ursson, af nýútkomnum
geisladiski. Dansað við
lagaval Halldóru, pönnu-
kökur með rjóma í kaffi-
tímanum.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 10 fóta-
aðgerðir, morgunstund,
bókband og bútasaumur,
kl. 12.30 verslunarferð,
kl. 13 handmennt og
kóræfing, kl. 13.30
bókband, kl. 15.30 kór-
æfing.
Bústaðakirkja, eldri
borgarar, opið hús í dag
kl. 13–16.30, gestur verð-
ur Lára V. Júlíusdóttir
hrl., handavinna, spilað
og föndrað. Bílferð fyrir
þá sem óska. Uppl. í s.
553 8500 og 864 1448.
Álftanes. For-
eldramorgnar í Hauks-
húsum kl. 10–12 í dag
Barðstrendingafélagið
Félagsvist í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, kl.
20.30 í kvöld.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 19.30
félagsvist.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík. Vetrarfagn-
aðurinn sem halda átti í
Húnabúð laugardags-
kvöldið 27. okt. fellur
niður af óviðráðanlegum
ástæðum.
ITC-Melkorka, heldur
kynningarfund í Gerðu-
bergi í kvöld kl. 20. Uppl.
veita Herdís s. 554-6985
eða Jóhanna s. 553-1762.
Hana-nú Kópavogi
Fundur er í Bókmennta-
klúbbi Hana-nú kl. 20 í
kvöld á Lesstofu Bóka-
safns Kópavogs. Verið er
að lesa verk skáldsins
Tómasar Guðmunds-
sonar.
Rangæingar. Aðalfund-
urinn verður haldinn í
Skaftfellingabúð í kvöld
kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Hraunprýðiskonur.
Fundur verður í Hauka-
húsinu, Ásvöllum, föstu-
daginn 26. október kl.
20.30 Þórhallur Guð-
mundsson miðill verður
með skyggnilýsingu. All-
ir velkomnir.
Tómstundastarf eldri
borgara í Reykjanesbæ,
boðið verður upp á
spönskunámskeið,
skráning í s. 861-2085.
Kennari Guðrún
Sveinsdóttir, námskeiðið
byrjar þriðjudaginn 6.
nóv. ef næg þátttaka
fæst.
Í dag er miðvikudagur 24. október,
297. dagur ársins 2001. Orð
dagsins: Vér vitum, að þeim, sem
Guð elska, samverkar allt til
góðs, þeim sem kallaðir eru
samkvæmt ákvörðun Guðs.
(Rómv. 8, 28.)
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 slagbrandurinn, 4
rakka, 7 horskur, 8 fisk-
inn, 9 gegnsær, 22 úr-
gangur, 13 reiða, 14
styrkir, 15 stöng, 17 bára,
20 bókstafur, 22 smáseið-
ið, 23 grenjar, 24 vitlausi,
25 sigar.
LÓÐRÉTT:
1 slóttugur, 2 hnífar, 3
gefinn matur, 4 heitur, 5
bola, 6 búa til, 10 áform,
12 smávaxinn maður, 13
trylla, 15 situr á hækjum
sér, 16 glerið, 18 bætir,
19 peningar, 20 náttúra,
21 brúka.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 galvaskur, 8 kasti, 9 magna, 10 nem, 11 parts,
13 armur, 15 spöng, 18 smári, 21 ryk, 22 gróði, 23 apana,
24 gildismat.
Lóðrétt: 2 ansar, 3 veins, 4 summa, 5 ungum, 6 skip, 7
gaur, 12 tin, 14 Róm, 15 segl, 16 ölóði, 17 grind, 18 skass,
19 ásaka, 20 iðan.
Blaðburður
ekki borgaður
DÓTTIR mín bar út Frétta-
blaðið í september í Lauf-
rima. Hún hefur ekki fengið
launin borguð en fékk send-
an launaseðil 1. okt. þar sem
sagt er að launin hafi verið
lögð inn á reikning hennar,
en það var aldrei gert.
Er ég margbúin að
hringja í Fréttablaðið
vegna þessa en engin svör
fengið.
Ég skora á aðra foreldra
að láta heyra í sér og vil ég
hvetja fólk til að fara ekki að
bera út Fréttablaðið.
Ingibjörg Birgisdóttir,
Laufrima 18.
Friðsæla fósturjörðin
mín Ísland
MINNSTA heimili í fjöl-
skyldu þjóðanna var vélað
inn í manndráparasam-
kundu stríðsóðra menning-
areigenda. Þeir sem ráða
ríkjum og lögfesta sinn
skilning á tilveru og al-
menningur er dæmdur til
að trúa því að þeir hafi rétt
fyrir sér. En ég spyr: Hvaða
munur er á þeim og því ill-
þýði sem nefndir eru
hryðjuverkamenn? Hver er
munurinn spyr ég aftur á
þeim sem köstuðu sprengj-
um á Hirosima og Nakasaki
og þeim sem hafa sett heim-
inn í það ástand sem hann
er núna?
VILJA þeir háu herrar,
Halldór og Davíð, skil-
greina hvað er hryðjuverk?
Frá mínum skilningi er
manndráp hryðjuverk.
Það má deila um það hvað
er mikið og lítið. En hatrið
bar engan til himna/til hel-
vítis margan það dró.
Halldór og Davíð eiga eft-
ir að svara fyrir það að
draga þessa fámennu þjóð
sína inní þennan stríðsóða
félagsskap sem Nató er.
Helga Bærings,
Bergstaðastræti 25b, R.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
TVÍSKIPT sjóngleraugu
(Gucci) týndust fyrir rúm-
um 2 vikum líklega á leið
upp Laugaveg. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
551-7314.
Blátt hjól týndist
BRONCO Pro Shock blátt
drengjahjól með gulum
stöfum og depurum, týndist
frá Stangarholti í septem-
ber sl. Ef einhver veit um
hjólið vinsamlegast hafið
samband í síma 698-6802
eða 562-3073.
Giftingarhringur
týndist
Giftingarhringur týndist í
miðbænum um síðustu
helgi. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 569-2500.
Sjónauki týndist
SJÓNAUKI týndist í Norð-
urenda Lönguhlíðar 15. okt.
sl. Skilvís finnandi hringi í
síma 895-7626.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG LAS í DV í dag 19.
október að verðbólgan
var 8,8% hér á landi síð-
ustu 12 mánuðina og hef-
ur verðbólgan í engu öðru
EES-ríki verið meiri á
þessum tíma. Erfitt var
nú hjá láglaunafólki og
öryrkjum og fleirum sem
lítið hafa en nú hefur
ástandið svo versnað að
það ríkir neyðarástand
hjá fjölmörgum. Og meira
að segja fólki, sem hafði
það þokkalegt áður, er
farið að þrengja að núna.
Með sífelldum niðurskurði
undanfarin ár hefur verið
unnið ötullega að því að
þrengja svo að fólki að fá-
tækt hefur aukist hér
mjög mikið. Skuldasöfnun
heimilanna hefur aukist
mikið og margir eru þeir
sem ekki sjá út úr augum.
Það hefur ætíð verið frek-
ar lítið gert fyrir öryrkja
en nú getur þetta fólk alls
ekki lifað af þessum lús-
arbótum sem það fær.
Þegar fólk getur ekki
veitt sér neitt sem sjálf-
sagt þykir né heldur haft
nóg að borða verður lífið
ákaflega dapurlegt. Það
eina sem þetta fólk á er
nægur tími sem er lengi
að líða. Það þarf að efla
endurþjálfun og menntun
þeirra sem verða öryrkjar
ungir og reyna að hjálpa
þeim að komast aftur út í
samfélagið ef kostur er.
Sé það ekki hægt á að
búa svo vel að þessu fólki
að það hafi nóg. Það er
nógu erfitt að vera öryrki
þó að fólkið þurfi ekki að
líða fyrir fátækt.
Samtök gegn fátækt
vilja mótmæla þeirri
stefnu stjórnvalda að
þrengja svo mikið að
þeim efnaminni að þeir
verði sífellt fátækari í
verlferðarþjóðfélagi, því
allir eiga rétt á því að lifa
með mannlegri reisn.
Sigrún Ármanns
Reynisdóttir.
Með mannlegri reisn
Víkverji skrifar...
VINIR bílsins er nafn á regnhlíf-arsamtökum sem Bílgreina-
sambandið hefur haft forgöngu um
að koma á fót og fengið til liðs við sig
tryggingafélög, lánafyrirtæki og bíla-
umboðin. Er ætlun samtakanna að
auka vegsemd bílsins í landinu þar
sem forráðamönnum þessara aðila
finnst hafa verið komið óorði á bílinn.
Hafa þau þegar komið ýmsum boð-
skap á framfæri til að benda á mik-
ilvægi bílsins í samfélaginu og hversu
margt gagn og gaman má hafa af
þessum farartækjum.
Víkverji hefur löngum haft marg-
háttaða ánægju af bílum. Fyrst sem
leikföng og síðar brúkunartæki en þó
kannski miklu frekar áfram sem leik-
föng þegar nánar er að gáð. Enda
hefur oft verið bent á að munurinn á
leikföngum stráka og karla sé aðeins
verð þeirra og stærð.
Bent hefur verið á í þessum um-
ræðum um bílinn að oft sé hann hafð-
ur fyrir rangri sök. Menn úthúði hon-
um og kenni honum um allt sem illa
fer, verðbólgu, eyðslusemi, mengun,
slys og þar fram eftir götunum. Það
er mikið rétt að vissulega hefur bíll-
inn ýmsa galla, frá honum er meng-
un, rekstur hans kostar helling, það
þarf að reisa honum ýmis mannvirki
og hann getur verið hættulegur. En
hann sjálfur veldur ekki slysum og
gerir ekki af sér önnur skammarstrik
en þau sem bílstjórinn grípur til.
Þannig er það líka með flesta hluti í
daglegu lífi, þeir geta bæði verið góð-
ir og slæmir. En Víkverji er sammála
því sem forráðamenn Bílgreinasam-
bandsins hafa bent á að kostirnir eru
miklu fleiri en gallarnir. Og ef við um-
göngumst bílinn og umferðina með
hæfilegum aga getum við gert mikið
til að halda göllunum í lágmarki.
x x x
SÖFNUN til handa þeim sem illaeru staddir í Afganistan hefur
staðið síðustu daga og geta flestir
verið sammála um að þörf er á að þeir
sem einhvers mega sín leggi fram
skerf. Jafnvel héðan frá Íslandi. Með
því yrði unnt að kaupa hjálpargögn,
tæki og matvæli til að hjálpa bág-
stöddum. Íslendingar hafa oftlega
sýnt raunarskap sinn í slíkum söfn-
unum og ekki er að efa að hér leggja
þeir hönd á plóg. Við gerum okkur
ekki alltaf grein fyrir því að þótt
skerfurinn sé kannski ekki stór héð-
an verður hann drjúgur þegar hann
skilar sér í formi matvæla eða ann-
arrar aðstoðar í fjarlægu landi, hvort
sem greitt hefur verið fyrir hjálpar-
gögnin sjálf eða flutning þeirra á
vettvang.
x x x
NÝLEGA komu fram tölur umvinnuslys á Íslandi og virðast
dauðsföll heldur fleiri hér í hópi vinn-
andi manna en víða í öðrum löndum
Evrópu. Þetta hlýtur að kalla á við-
brögð og í framhaldi af sérstakri
vinnuverndarviku er ætlunin að taka
slysavarnir á vinnustöðum fastari
tökum en verið hefur. Reyndar hefur
mikið áunnist í þeim efnum þar sem
ýmsar reglur hafa verið settar um
notkun hlífarbúnaðar og ýmsa form-
lega aðgæslu sem ber að viðhafa við
varasamar aðstæður á vinnusvæðum.
Slíkum framförum ber að fagna og
hljóta fyrirtækin að fagna þessu ekki
síður en starfsmann. Vinnuslys eru
líka dýr rétt eins og önnur slys sem
leiða til meiðsla og fjarveru fyrir utan
kannski enn alvarlegri afleiðingar og
sálarkreppu.