Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Anna Árnadóttirfæddist í Reykja-
vík 7. júní 1907. Hún
lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði 14.
október síðastliðinn..
Foreldrar hennar
voru Árni Jónsson, f.
6.1. 1876 , d. 6.3.
1971, og kona hans
Branddís Guð-
mundsdóttir, f. 7.12.
1875, d. 11.8. 1975.
Systur Önnu eru:
Unnur, f. 17.7. 1908,
d. 17.2. 1972, Hlíf, f.
5.10. 1912, d. 18.6.
1936, og Ragnhildur, f. 22.5.
1920.
Unnusti Önnu til margra ára
var Ásberg Breiðfjörð Jóhannes-
son, f. 15.9. 1902, d. 13.9. 1955.
Sonur Önnu er Davíð Atli Ás-
bergsson, f. 22.11.
1938, kvæntur El-
ísabetu Erlingsdótt-
ur, f. 29.8. 1940.
Dætur þeirra eru
Anna Rún , f. 13.10.
1969, og Hrafnhild-
ur, f. 11.9. 1975.
Anna Rún er gift
Agnari Sturlu
Helgasyni, f. 31.7.
1968, og eiga þau
tvö börn, Atla
Snorra, f. 14.12.
1993, og Guðrúnu
Diljá, f. 19.9. 2000.
Lengst starfsævi
sinnar starfaði Anna sem fulltrúi
hjá Happdrætti Háskóla Íslands.
Síðustu tíu árin bjó hún í þjón-
ustuíbúð aldraðra á Dalbraut 27.
Bálför Önnu fór fram í kyrrþey
22. október frá Fossvogskirkju.
Elsku amma Anna er dáin. Mínar
fyrstu minningar af okkar samveru-
stundum tengjast flestar litla húsinu
sem henni þótti svo vænt um við
Þverholt 3, þar sem hún bjó í 57 ár.
Amma passaði mig oft þegar ég
var lítil. Við fórum reglulega niður
að Tjörn að gefa öndunum og á
sumrin þegar gott var veður fórum
við líka stundum með strætó alla
leiðina inn í Hafnarfjörð. Þá höfðum
við með okkur körfu með nesti og
eyddum deginum í Hellisgerði.
Skemmtilegast fannst mér að
mega gista hjá ömmu Önnu. Þá fékk
ég að sofa á rauðum sólbekk við
hliðina á rúminu hennar. Alltaf áður
en við fórum að sofa á kvöldin feng-
um við okkur heitt kakó og fransk-
brauð með smjöri, sem við dýfðum í
kakóið. Það var rosalega gott. Við
eyddum líka löngum stundum í að
spila Marías nú eða þá að ég fékk að
fara í prinsessuleik og gramsa í
skartgripunum hennar og fötum.
Hún amma hafði „græna fingur“
og afskaplega gaman af blómum. Ég
man eftir henni þar sem hún var sí-
fellt að koma laukum til uppi á lofti,
færa niður í kjallara, setja þá niður
og hugsa um litla garðinn sinn. Í
garðinum voru þrjú tré sem hún
hafði gróðursett þegar hún flutti í
húsið. Þau voru orðin risastór, það
fannst mér allavegana. Eitt var fyrir
langömmu Brandísi, eitt fyrir Atla
pabba og eitt fyrir ömmu Önnu, (og
mig eins og hún bætti alltaf við!).
Amma var mikið fyrir söng og
tónlist og sjálf spilaði hún á píanó.
Það voru ófáar stundirnar sem við
sátum hlið við hlið á fína píanó-
bekknum hennar og fórum í gegn-
um Söngvasafnið. Þá vissum við
hvorugar að ég ætti eftir að gera pí-
anóleik að atvinnu minni.
Amma Anna var alltaf fín. Hún
hafði mikla tilfinningu fyrir litasam-
setningum og passaði sig alltaf á því
að hlutirnir færu vel saman. Alveg
undir það síðasta tók hún eftir því
hvernig fólk var klætt og tilhaft.
Hún var samt engin eyðslukló og
það var farið vel með alla hluti. Ég
naut góðs af því þar sem ég fann
ýmislegt skemmtilegt uppi á háa-
lofti hjá henni í gegnum tíðina.
Fyrir rétt tæpum tíu árum flutti
amma Anna úr Þverholtinu inn á
Dalbraut. Hún var alltaf alveg ein-
staklega félagslynd og í fé-
lagsskapnum sem hún fékk þar var
hún hæstánægð. Þótt hún hefði allt-
af unnið í höndunum hina ýmsu
hluti þá lærði hún líka svo margt
nýtt inni á Dalbraut. Hún gerði alls-
konar fallega handavinnu, hluti sem
hún var mjög stolt af. Einu sinni
sem oftar hafði hún gert mjög fínan
púða. Þegar ég kom og sá hann þá
sagðist hún ætla að gefa mér hann,
en ekki fyrr en ég fengi mér fallegri
sófa heldur en þann sem ég ætti
(sem er reyndar ágætis sófi úr
Habitat)! Ég hló nú bara en þetta
lýsti henni vel. Hún hafði mjög
ákveðnar skoðanir á hlutunum og lá
ekkert á þeim. Hún sagði líka alltaf
satt og svo var hún mjög trúuð. Öll
okkar samtöl endaði hún á því að
biðja Guð að geyma mig eða blessa,
sem mér finnst afskaplega falleg
kveðja.
Það er eiginlega alveg merkilegt
hvað mér fannst amma mín alltaf
ung. Hún var ætíð svo hress að mér
fannst hún myndi bara alltaf vera til
staðar. Hún ferðaðist með strætó al-
veg þangað til hún varð 90 ára göm-
ul. Eftir að hún fékk göngugrind þá
vissi hún hvað það var mikilvægt að
hætta ekki að hreyfa sig og fór því á
hverjum degi út, þegar veður leyfði,
og gekk a.m.k. einn hring í kringum
Dalbrautina.
Hún hafði alla tíð haft mjög gam-
an af allri útivist og oft sagði hún
mér sögur af spennandi ferðalögum,
hvort sem var til útlanda eða bara
inn í Þórsmörk þar sem hún reynd-
ar endaði einu sinni uppi á rútuþaki
úti í miðri Krossá.
Hún amma var stolt af sínu fólki
og skenkurinn hennar var hlaðinn
myndum af ættingjum, þó aðallega
af börnunum. Mér finnst gott að
hugsa til þess að sonur minn skyldi
vera svo lánsamur að hafa þekkt
langömmu sína og einnig að hún
skyldi hafa hitt langömmubörnin sín
tvö því fjölskyldan var henni svo
mikilvæg. Sjálf á ég margar dýr-
mætar minningar um ömmu mína
og þann tíma sem ég átti með henni.
Ég vil þakka öllum inni á Dal-
braut fyrir að hafa búið ömmu minni
svo gott heimili í hartnær áratug.
Ég veit henni þótti afskaplega vænt
um ykkur öll og henni leið svo vel
hjá ykkur. Eins þakka ég starfsfólki
St.
Jósepsspítala fyrir að hafa annast
hana af einstakri alúð síðustu vik-
urnar.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Anna Rún.
Elsku amma mín. Nú hefur þú
kvatt þennan heim. Ég á erfitt með
að trúa því. Fjarlægðin á milli okk-
ar, undanfarin ár, var mikil land-
fræðilega séð, en hugur minn var
ætíð nálægt þér. Alltaf hlakkaði ég
til að koma heim og faðma þig að
mér, einsog okkur var einum lagið,
og ég á eftir að sakna þess. En þú
átt langa ævi að baki og áttir auk
þess við veikindi að stríða undir lok-
in. Ég bið og trúi að þú hafir nú öðl-
ast frið og ró. En nú koma minning-
arnar, margar fallegar og
skemmtilegar minningar um þig
upp í huga mínum. Ég minnist sér-
staklega stundanna sem við áttum
saman í Þverholtinu, þegar ég var
lítil stelpa og þú oft að passa mig.
Þá spásseruðum við um bæinn og þú
fræddir mig um fólk, hús, stræti og
styttur. Smábátahöfnin og Tjörnin
voru líka vinsælir viðkomustaðir að
ógleymdum Hljómskálagarðinum,
þar sem þú kunnir öll blómaheitin.
Við upplifðum svo margt gott og
skemmtilegt saman. Strætóferðir,
vöfflur, kandísmolar, kúluspil, söng-
ur, Bláskjár, Faðirvorið, jólin og
óendanlega gæti ég talið upp allt,
sem minnir mig á þig. En nú sendi
ég þér eitt risastórt faðmlag yfir í
annan heim og veit að það kemst til
skila.
Guð veri með þér og varðveiti þig.
Þín
Hrafnhildur.
Kynni mín af Önnu Árnadóttur
hófust fyrir um ellefu árum þegar
ég kynntist sonardóttur hennar og
nöfnu, sem nú er eiginkona mín.
Amma Anna var reglulegur gestur á
heimili Atla sonar síns í Skeiðarvog-
inum og það varð ég líka. Ég mun
alltaf minnast hinna fjölmörgu laug-
ardagskvöldverðarboða í Skeiðar-
voginum, þar sem Anna sat oftast
sem aldursforsæta. Anna var mikill
sælkeri og iðulega háðum við harða
en drengilega keppni um karamellu-
sósuna sem fylgdi brúnuðu kartöfl-
unum í þessum veislum. Eins og
gengur og gerist snerust umræður
við matarborðið um málefni líðandi
stundar, um pólitík, vísindi, gælu-
dýrahald og margt fleira. Oft hafði
Anna myndað sér ákveðnar skoð-
anir og fór ekki leynt með þær, en
hins vegar hlustaði hún líka gaum-
gæfilega á önnur sjónarmið og tók
tillit til þeirra.
Síðastliðin sjö ár komu fjórir ætt-
liðir saman í matarboðunum í Skeið-
arvoginum og hafði Anna mikinn
áhuga á að heyra um hin ýmsu við-
fangsefni fjölskyldu sinnar. Amma
Anna var stolt af sínu fólki og öllu
því sem það kom nálægt. Ég veit að
henni þóttu það vera mikil forrétt-
indi að hafa langlífi og heilsu til að
sjá og umgangast barnabarnabörn
sín. Víst er að það voru mikil for-
réttindi fyrir barnabarnabörnin að
fá að kynnast langömmu sinni. Anna
var glaðlynd, mannblendin, gjaf-
mild, skarpgreind og mælsk og fólk-
ið hennar fékk vel að njóta þessara
eiginleika hennar, ekki síst barna-
barnabörnin. Anna var fróð um for-
tíðina og ættfræði. Sérstaklega var
gaman að heyra hana lýsa lífinu í
Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu
aldar, þegar hús höfðu nöfn og borg-
arbúar voru nægilega fámennir til
að hægt væri að hafa persónulega
yfirsýn yfir mannlífið. Anna lifði þó
alls ekki í fortíðinni. Hún var fram-
farasinnuð og sá margar jákvæðar
hliðar á þeim öru breytingum sem
einkenna íslenskt samfélag nú á
dögum.
Ævi ömmu Önnu var löng og far-
sæl og hún skilur eftir sig vænan
hóp afkomenda. Að leiðarlokum vil
ég þakka fyrir góðar samverustund-
ir. Blessuð sé minning hennar.
Agnar Helgason.
Fölnar rós og bliknar blað
á birkigreinum.
Húmar eins og haustar að
í hjartans leynum.
(Kristján Jónsson.)
Nú þegar vetur konungur heldur
innreið sína og feykir í burtu haust-
laufum trjánna, fellur að foldu í
hárri elli elskuleg móðursystir mín
Anna Árnadóttir. Með henni er
genginn einn af máttarstólpum fjöl-
skyldunnar, kona sem lét sig allt
varða og mundi tímana tvenna, enda
ANNA
ÁRNADÓTTIR
✝ Stefán ÓlafurBogason fæddist
í Kelduhverfi 2. sept-
ember 1927. Hann
lést á Landspítala við
Hringbraut 16. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar Stefáns voru
Sigurveig Einars-
dóttir húsmóðir, f.
17.6. 1903, d. 11.4.
1979, og Bogi Stef-
ánsson, bóndi og síð-
ar leiktjaldasmiður,
f. 5.10. 1893, d. 29.10.
1981. Systir Stefáns
er Björg Bogadóttir,
f. 31.7. 1929.
Stefán kvæntist 7.4. 1955 eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu
Sigurgeirsdóttur húsmóður, f.
23.11. 1924. Foreldrar hennar
voru Línbjörg Árnadóttir, f. 16.6.
1896, d. 16.10. 1966, og Sigurgeir
Magnússon, f. 26.5. 1896, d. 30.5.
1987. Börn Stefáns og Guðrúnar
eru: 1) Sigurður Bogi læknir, f.
10.8. 1956. 2) Ragna Hafdís hús-
móðir og bókasafnsfræðingur, f.
9.12. 1961. Sambýlis-
maður hennar er Jón
Logi Sigurbjörnsson
byggingaverkfræð-
ingur, f. 19.5. 1956
og eiga þau tvö börn,
Guðrúnu Völu, f.
11.11. 1986, og Sig-
urbjörn Boga, f.
27.1. 1990.
Stefán ólst upp í
Kelduhverfi. Hann
tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum á
Akureyri 1949 og
embættispróf í lækn-
isfræði frá Háskóla
Íslands 1958. Stefán vann lengi
sem svæfingalæknir og heimilis-
læknir, en síðustu starfsárin vann
hann hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins. Hann gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir Félag heimilis-
lækna, Læknafélag Reykjavíkur,
Læknafélag Íslands og Rauða
kross Íslands.
Útför Stefáns fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Stefán Bogason, mágur okkar, er
látinn.
Á sama tíma og söknuður er sár,
verð ég að segja að við þökkum guði
fyrir að hafa tekið hann til sín eftir
erfiða sjúkdómslegu.
Það er margs að minnast og margt
að þakka eftir um 50 ára kynni eða frá
því að hann giftist elstu systur okkar
og fram á þennan dag. Hann varð
læknir ungur að árum og þar var rétt-
ur maður á réttum stað.
Stefán hefur alla tíð verið fjöl-
skyldu okkar traustur sem klettur og
ávallt fyrstur á staðinn er veikindi eða
önnur áföll hafa dunið yfir. Hann
hafði ekki hátt, var alltaf hlýr og nota-
legur og sáði ljúfmennsku og góðvild,
sem hafði góð áhrif á alla nærstadda.
Það er erfitt að kveðja Stefán, okk-
ur þótti öllum mjög vænt um hann.
Sannkallað góðmenni sem vildi öllum
vel, mönnum og málleysingjum. Hon-
um þótti vænt um sveitina sína og
frændfólkið úr Kelduhverfi. Ávallt
tilbúinn að hjálpa ef með þurfti. Ekki
gleymist heldur hvað hann reyndist
móður okkar vel, hann var henni sem
besti sonur.
Stefán var góður eiginmaður og
heimilisfaðir. Þau hjón eignuðust tvö
mannvænleg börn og tvö barnabörn.
Allt myndarfólk og eru foreldrum sín-
um til sóma. Barnabörnin voru miklir
gleðigjafar, sem léttu afa og ömmu líf-
ið eftir að heilsa þeirra beggja fór
versnandi.
Stefán var aldrei heilsuhraustur
maður. Í menntaskóla á Akureyri
fékk hann hina svokölluðu Akureyr-
arveiki og varð aldrei samur eftir.
Hann hélt samt áfram námi og tókst
að ná því markmiði sem hann hafði
sett sér. Á seinni árum hefur svo
hvert áfallið af öðru riðið yfir.
Stefán var trúaður maður og var
gaman að tala um þau efni við hann,
um ólíkar stefnur og strauma. Eng-
inn þarf að efast um handleiðslu guðs
og þar vorum við svo sannarlega sam-
mála. Hann las mikið um trúmál og
var sjálfum sér samkvæmur í þeim
efnum.
Ein frásögn um hvern dreng Stef-
án hafði að geyma. Fyrir mörgum ár-
um tók Stefán lítinn dreng, sem
skyndilega hafði misst föður sinn, á
hné sér, lék við hann og talaði og fékk
hann til að brosa, en af Stefáni geisl-
aði hlýja og góðvild. Þetta er aðeins
eitt atvik af svo mörgum sem verður
seint þakkað sem skyldi og gleymist
ei. „Það sem þú gerir fyrir minn
minnsta bróður, það gerir þú mér.“
Það er alltaf hægt að brosa gegn-
um tárin. Við höfum margt að þakka.
Stefán gleymist seint. Hann skildi eft-
ir sig fallegar minningar og á ábyggi-
lega góða heimkomu. Við óskum þér
góðrar ferðar, kæri vinur. Systur
okkar, Guðrúnu, Sigurði Boga,
Rögnu Hafdísi, Jóni og barnabörnun-
um, Guðrúnu Völu og Sigurbirni
Boga, vottum við alla okkar samúð.
Einnig Björgu, einkasystur Stefáns,
og Árna, manni hennar, og þeirra fjöl-
skyldu vottum við innilega samúð, svo
og öðrum ástvinum.
Stefán minn. Farðu heill á guðs
vegum.
Steinunn Sigurgeirsdóttir.
Ekki veit ég hvort Stefán Ólafur
Bogason, mágur minn, valdi sér
læknisstarfið að lífsstarfi vegna þess
ljóma sem stafaði af persónu og störf-
um afabróður hans, Valdimars Er-
lendssonar, læknis í Friðrikshöfn í
Danmörku, enda spurði ég aldrei.
Valdimar hélt tryggð við æskuslóðir
sínar í Kelduhverfi og sótti þær heim
um langan veg og það var eins og
hann kæmi af öðru tilverustigi. Það
hafði djúp áhrif á ungan dreng. En
ekki þarf þó að vera að Stefán hafi
valið læknisfræðina af neinum slíkum
ástæðum. Hann var fæddur til þess
hlutverks og hafði allt til að bera sem
prýðir góðan lækni.
Að loknu stúdentspófi hóf hann
nám í læknisfræði við Háskóla Ís-
lands, en stundaði jafnframt stunda-
kennslu í stærðfræði við Samvinnu-
skólann um sinn og starfaði á
Pósthúsinu. Fyrir tíma námslána
þurfti að hafa mörg spjót úti. Kandi-
datsárið starfaði hann við Héraðs-
sjúkrahúsið á Blönduósi og um skeið
var hann læknir á Reykjalundi. Að
öðru leyti starfaði hann lengst af sem
heimilislæknir í Reykjavík. Jafnframt
lagði hann svæfingalækningar fyrir
sig sem sérgrein og var svæfinga-
læknir á nokkrum sjúkrahúsum jafn-
framt starfi sínu sem heimilislæknir.
Viðbrugðið var hvað Stefán var
nærgætinn læknir og þolinmóður,
hvað sem á bjátaði. Það var gjarnan
fært í þann orðbúning að hann þyrfti
aldrei að svæfa sjúklinga sína, allir
yrðu strax rólegir og afslappaðir í ná-
vist hans. Enda var nærvera hans
sterk og hann þurfti ekki að láta bera
á sér til þess að eftir honum væri tek-
ið. Á þeim árum sem hann var heim-
ilislæknir var vinnudagur hans lang-
ur. Hann ræddi ekki um læknisstörf
sín við aðra en ekki varð hjá því kom-
ist, þegar komið var til hans að kvöld-
lagi, að verða þess var að sjúklingar
leituðu til hans utan vinnutíma í síma.
Það mátti líka heyra að þá var hann
ekki endilega í hlutverki læknis, hann
var ekki síður sálusorgari.
Stefán kom sér upp bókasafni, sem
um skeið var meðal þeirra stærstu
hér á landi. Þær bækur sem hann
sóttist eftir voru oft ekki vel með
farnar, en það var honum fjarri skapi
að láta skáldaða bók upp í bókahillu.
Þess vegna lærði hann bókband og
það voru ófáar stundirnar sem hann
eyddi í að fegra og prýða bókasafnið,
binda inn og gylla. Þegar heilsunni
hrakaði lét hann meirihluta bóka-
safnsins frá sér, enda honum ekki að
skapi að geta ekki sinnt því þannig að
óaðfinnanlegt væri. Það var ættar-
fylgja að láta sér ekki verk úr hendi
sleppa, hvíld frá einu verki var að
vinna annað verk. En það var fleira en
bókasafnið sem naut þess. Ásamt
Guðrúnu bjó hann óaðfinnanlegt
heimili, sem þó verður best lýst með
því að þangað var notalegt að koma.
Stefán hafði yndi af tónlist. Hann
lærði í æsku að leika á orgel en stund-
aði það aldrei á fullorðinsárum, en
hlustaði þeim mun meira á tónlist.
Þegar Stefán fór að þreytast á
heimilislæknisstörfum bauðst honum
að gerast aðstoðartryggingayfir-
læknir og þáði hann það og varð það
hans síðasta starf. Hann hafði aldrei
verið heilsuhraustur og á þessum ár-
um fór heilsunni mjög að hraka. Síð-
ustu árin voru honum dauflegri en
fyrri tímar og hann bryddaði sjaldan
upp á umræðuefni að fyrra bragði, en
engu að síður fylgdist hann vel með
STEFÁN
BOGASON