Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 43 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla. DEILDIR Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu hafa fært Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bangsa til þess að gefa börnum sem flutt eru í sjúkrabílum SHS. Bangs- arnir eru í búningum sjúkraflutn- ingamanna og með merki Rauða kross Íslands. Jón Viðar Matth- íasson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir ánægjulegt að geta fært börn- um bangsana að gjöf til þess að létta þeim lundina á erfiðum stund- um og börnin eru þessu mjög þakk- lát. Sigurveig H. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar, afhenti Jóni Viðari Matthíassyni Rauðakrossbangsana að viðstöddum Arnari Jónssyni og Hildi Ólafsdóttur. Gleðigjafi handa börnum í sjúkrabílum SHS FORELDRA- og styrktarfélag Greiningarstöðvar heldur aðalfund í dag miðvikudag 24. október kl. 20.30 í húsi Greiningarstöðvarinnar á 4. hæð. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum ræðir Stefán J. Hreiðars- son um fjárhagsvanda Greiningar- stöðvar og takmarkanir á þjónustu. Fundargestum gefst kostur á að koma með fyrirspurninr. Kaffiveit- ingar verða á fundinum. Aðalfundur foreldra- og styrktarfélags ÁTTHAGAFÉLAG Þórshafnar & nágrennis heldur sinn árlega vetr- arfagnað, fyrsta vetrardag, laugar- daginn 27. október frá kl. 19.30–3.00 í sal Skútunnar, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði. „Það er árviss viðburður fyrsta vetrardag að hittast og skemmta okkur saman sem brottflutt erum frá Þórshöfn og nágrannasveitum,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Fagnaður Átthaga- félags Þórshafnar JÓNAS Þór, sagnfræðingur heldur fyrirlestur á vegum Ættfræðifélags- ins í fundarsal Þjóðskjalasafns Ís- lands á Laugavegi 162, fimmtudag- inn 25. október kl. 20.30. Fyrir- lesturinn nefnir hann „Landnám Íslendinga í Vesturheimi“. „Jónas hefur að undanförnu staðið fyrir námskeiði um Landnám Ís- lendinga í Vesturheimi, en áhugi Kanadamanna og Bandaríkjamanna af íslenskum ættum á uppruna sín- um fer vaxandi,“ segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur um landnám Íslendinga í Vesturheimi TVÖ eins dags námskeið Reykjavík- urdeildar Rauða krossins, um áföll, sálræna skyndihjálp, kreppu, sorg og sorg barna eru fyrirhuguð. Fyrra námskeiðið verður föstu- daginn 26. október kl. 8.30 – 17 og hið síðara laugardaginn 27. október kl. 8.30 – 17. Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Fákafeni 11, 2. hæð. Leiðbeinandi er Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur. Innifalið í þátt- tökugjaldi er bók og bæklingur um efnið. Skráning er hjá Reykjavíkur- deildinni. Námskeið í sálrænni skyndihjálp KVÖLDFUNDUR Sagnfræðinga- félagsins í ReykjavíkurAkademíu fer fram í aðalfundarsal hennar á fjórðu hæð í JL-húsinu, Hringbraut 121, í kvöld kl. 20.30. Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í miðaustur- landafræðum við Hofstra-háskólann í New York, verður gestur á fund- inum. „Hann mun fyrst fara nokkr- um orðum um stöðu miðausturlanda- fræða í fræðaheiminum, ræða um bakgrunn fræðimanna, bæði fræði- legan og pólitískan, aðstöðu til rann- sókna, aðgang að heimildum og þess háttar. Þá mun hann í lengra máli víkja að eigin rannsóknum sem hafa einkum beinst að þjóðerni og þjóð- ernishreyfingum í þessum heims- hluta. Í lokin mun hann fjalla um þróun mála í Miðausturlöndum á undanförnum árum, einnig í ljósi nýliðinna atburða,“ segir í fréttatil- kynningu. Heimur Miðausturlanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.