Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 19 Heimsferðir bjóða nú ein- stakt tækifæri til að komast í sólina fyrir áramótin á hreint ótrúlegum kjörum. Það er 25 stiga hiti á Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið haustsins við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 49.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 20. nóvember, 23 nætur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 59.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 20. nóvember, 23 nætur. Ferðir til og frá flug- velli, kr. 1800. Út 20. nóvember - Heim 13. des. Aðeins 20 sæti Stökktu til Kanarí 20. nóvember frá kr. 49.905 Gerðu lífið léttara og skemmtilegra með tímaritunum Osta-hv að? Láttu þ rýsta á þig og u pplifðu himnes ka sælu HEILS A • SA MLÍF • SÁLFR ÆÐI • HOLLU R MAT UR • L EIKFIM I • SNY RTIVÖ RUR Skemm tilegar nýjar æ fingaað ferðir Lönguni na aftur eftir að þú hefur e ignast barn 1. TBL. 1. ÁRG . VERÐ Í LAUSA SÖLU 8 90 KR. FREMS T: Nýjunga r sem a uðga líf þitt s trax Finnd u þá s em up pfyllir óskir þínar Serum fyrir hú ðina Þetta g eta drop arnir dý ru Þessi fallegi vandaði bakpoki fylgir með ef þú gerist áskrifandi núna. & BO BEDRE 881-4060 & 881-4062 Áskriftarsími AÐEINS KR. 790 Tvö tímarit á verði eins ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi harðlega afstöðu stjórn- valda til sjónarmiða smábátaeigenda í setningarræðu sinni á aðalfundi sam- bandsins sem hófst í gær. Sagði Arthur að í ljósi nýjasta útspils stjórnvalda benti ekkert til þess að þau hygðust sættast við smábáta- eigendur. „Þessi stífni stjórnvalda er mikið áhyggjuefni. Þróun síðustu ára hefur fært heim sanninn um innri styrk litlu sjávarbyggðanna, sé þeim gefið tæki- færi á borð við það sem þau hafa haft undanfarin ár í gegnum krókakerfin. Byggðin hefur eflst og atvinna aukist og styrkst. Er þetta ekki í samræmi við markmið fiskveiðilaganna? En í stað þess að hlúa að þessari þróun skal hún upprætt. Í stað sátta skal beitt lögþvingunum.“ Arthur sagði að öllum væri ljóst að aldrei gæti orðið sátt um nýlegt frum- varp stjórnvalda um veiðar smábáta. Kvótasetning aukategunda muni hafa í för með sér gríðarlegar búsifjar og framsalsmálum væri þannig fyrir komi að stórútgerðin gæti hakkað í sig krókabátana á augabragði. Stofni eigin sjóð til kvótakaupa Arthur sagði að smábátaeigendur hafi í gegnum tíðina leitað leiða til að verjast þeim höftum og bönnum sem stjórnvöld og hagsmunasamtök í sjávarútvegi hafi viljað setja á útgerð- arflokkinn. Reifaði Arthur í þessu sambandi þá hugmynd að félagsmenn stofnuðu með sér sjóð sem hefði það að markmiði að kaupa aflaheimildir og færa jafnóðum til þeirra sem í sjóðinn legðu. „Ég hef fulla ástæðu til að ætla að öflugir fjárfestar og sjóðir út í heimi hafi áhuga á því verkefni að veiðiheimildir verði færðar af stór- skipaflotanum yfir á strandveiðiflota sem notar kyrrstæð veiðarfæri og er hagstæður strandbyggðinni og því menningar- og mannlífi sem þar þrífst. Þá þarf ekki sérlega fjörugt ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér að sveitarstjórnir gætu fengið fullan áhuga á þátttöku,“ sagði Arthur. Stjórnvöld rufu ekki samkomulag Í ávarpi sínu á fundinum sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að í umræðu um smábátamál að und- anförnu hafi oft verið vísað til sam- komulags sem gert var við ríkis- stjórnina árið 1996 þegar þorsk- aflahámarkið var tekið upp. Margir hafi vitnað til þess að samkomulagið hafi gengið út á að smábátar skyldu vera frjálsir í ýsu, ufsa og steinbít. Árni sagði að þorskaflahámark hefði verið tekið upp árið 1995 og um það hefði ekkert samkomulag verið á þeim tíma. „Ég hef hins vegar skoðað samkomulagið frá 1996, en þá var gert samkomulag, og að því marki sem þar er fjallað um þorskaflahá- mark er eingöngu fjallað um hvernig heildarþorskafli krókabáta verði tengdur hlutfallslega við ákvarðaðan heildarafla þorsks og hvaða skilyrð- um handhöfnin sé háð. Þetta marg- umrædda samkomulag nær alls ekki til veiða á ýsu, ufsa og steinbít. Í greinargerð með frumvarpinu um þorskaflahámarkið frá 1995 er hins vegar fjallað um aukategundir og gerð grein fyrir því að ekki sé nauð- synlegt að takmarka sókn í þær vegna þess hversu lítill hluti af heild- araflanum þær voru á þeim tíma.“ Árni sagði þannig alveg kristaltært að margumrætt samkomulag sem gert var 1996, ekki 1995, hafi gengið út á að binda hlutdeildina í þorski en ekki að tryggja óhefta sókn í ýsu, ufsa og steinbít. Árni benti á að í skýrslu nefndar sem fjallaði um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða komi fram að 10% smábáta veiði helming ýsuafla smá- bátanna eða yfir 4.000 tonn. Þetta þýði að á nokkrum árum gæti smá- bátaflotinn eflst með þeim hætti að ef öll leyfi til veiða í þorskaflamarki hefðu verið nýtt með sama hætti hefði heildarafli í ýsu, ufsa og steinbít geta orðið á annað hundrað þúsund tonn. „Kerfi sem hefur slíkan innbyggðan hvata getur hvorki gengið út frá fisk- verndarsjónarmiði né heldur út frá jafnræðisreglunni þar sem ein tegund fiskiskipa fær að auka stöðugt við sig meðan aðrir þurfa að draga saman,“ sagði Árni. Aðalfundi LS lýkur í dag. Morgunblaðið/Ásdís Frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem hófst í gær. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda Engin sátt í sjónmáli LYFJAVERSLUN Íslands hf. og Delta hf. hafa undirritað samning um aukið samstarf. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að þar sé kveðið á um að dreifing- arsamningur fyrirtækjanna, sem verið hefur í gildi frá ársbyrjun 2000, verði framlengdur til ársloka 2006 en samkvæmt honum dreifir Lyfja- verslun Íslands hf. lyfjum Delta hf. á innlandsmarkaði. Jafnframt þessu munu félögin kanna samstarfsmöguleika vegna útrásar á önnur markaðssvæði og aðra samstarfsmöguleika þar sem hagsmunir félaganna fara saman. Þannig er gert ráð fyrir samstarfi Lyfjaverslunar Íslands og Delta varðandi sókn á lyfjamarkaði í Aust- ur-Evrópu og verða þeir möguleikar kannaðir á næstu misserum. Lyfjaverslun Íslands hf. og Delta hf. hafa átt náið samstarf undanfarin ár sem hófst með samvinnu um þró- unarverkefni varðandi útflutning. Það leiddi til þess að framleiðslu- og þróunarsvið Lyfjaverslunar voru sameinuð Delta í lok árs 1998 og varð Lyfjaverslun í framhaldinu stór hluthafi í Delta hf. Delta kaupir eigin bréf Hlutur Lyfjaverslunar í Delta var seldur í fyrradag til Íslandsbanka og Búnaðarbanka, en þar var um að ræða rúmar 34 milljónir hluta og rúmar 13 milljónir hluta í framvirk- um samningum. Gengi bréfanna var 34,5 krónur á hlut og samtals var söluverðmætið því rúmir 1,6 millj- arðar króna. Í gær keypti Delta svo eigin bréf að nafnverði 12 milljónir króna á genginu 34,5, en Búnaðar- bankinn seldi þá bréf í Delta fyrir sömu upphæð og er eignarhlutur bankans í félaginu nú rúm 8,68%. Aukið samstarf Lyfjaverslunar Íslands og Delta EISCH Holding SA hefur á tíma- bilinu 1. til 23. október síðastliðins keypt hlutabréf í Keflavíkurverktök- um hf. að nafnverði 84.425.441 krón- ur og er atkvæðisréttur og eignar- hlutur Eisch Holding SA eftir viðskiptin 76,85% eða kr. 244.172.131 að nafnvirði. Áður var eignarhlutur Eisch Holding SA 50,3% eða 159.746.690 krónur að nafnvirði. Eigandi Eisch Holding SA er Bjarni Pálsson. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Kaupþing fyr- ir hönd Eisch Holding S.A. gert hlut- höfum í Keflavíkurverktökum tilboð um kaup á hlut þeirra í félaginu á genginu 4,6 og rennur tilboðið út 1. nóvember næstkomandi. Í yfirtöku- tilboðinu kemur fram að gert er ráð fyrir að Keflavíkurverktakar hf. muni starfa áfram á vettvangi alhliða verktakastarfsemi og ekki sé fyrir- hugað að gera neinar breytingar á tilgangi félagsins. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á samþykktum fé- lagsins meðan það er skráð á Til- boðsmarkaði Verðbréfaþings Ís- lands en tilboðsgjafi hyggst hlutast til um að félagið verði afskráð. Eisch Holding með 77% í Keflavíkurverktökum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.