Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í HÚSI við hliðargötu, í litlu her- bergi sem er tómt, nema þar er skökk krítartafla úti í horni og ofin motta á gólfinu, segja tíu eða tólf konur í kór: „Snjórinn ... er ... að ... bráðna.“ Þessar stúlkur og konur, allar afg- anskt flóttafólk, eru að gera nokkuð sem þær hefðu ekki getað gert í heimalandi sínu nema eiga dauða- refsingu yfir höfði sér. Þær eru að læra. Ógnarstjórn talibana, sárasta fá- tækt eða íhaldssamar ættflokka- hefðir útilokuðu þær frá skólastofum heima í Afganistan. Margar koma úr fjölskyldum sem hafa misst allar eig- ur – en hér í Pakistan fá þær að minnsta kosti annað tækifæri til að læra. Mjósleginn og líflegur kennari þeirra, Aziza Khari, er líka landflótta – hún var skólastýra heima í Afgan- istan, áður en talibanar gáfu út þá tilskipun að konur skyldu ekki leng- ur kenna eða læra. „Þá grétu nemendur mínir sáran, þegar skólanum okkar í Afganistan var lokað,“ sagði Khari á meðan nemendur hennar leystu stærð- fræðidæmi, höfuð þeirra sveipuð blæjum á kafi í rytjulegum stílabók- um. „Það var skelfilegt að horfa upp á það. Þannig að þegar ég sé þessa nemendur sem vilja óðir og uppvæg- ir læra, svo hamingjusamir, það bæt- ir að nokkru upp þann harm.“ Meðal nemendanna eru Gulnisa, 12 ára, sumar konurnar eru á fer- tugsaldri og í þeirra hópi er Hafiza, sem skarar fram úr. „Hún leggur langharðast að sér – alveg óstöðv- andi,“ segir kennarinn stoltur. Gulnisa var búin að vera næstum því eitt ár í skóla þegar tilskipanir talibana gegn menntun tóku gildi. Þá var hún bara sjö ára. „Ég man smávegis – eins og eitthvað úr draumi,“ sagði hún feimnislega og laut höfði. Aðrar, eins og til dæmis Hafiza, höfðu aldrei gengið í skóla. „Ég er úr mjög íhaldssamri fjölskyldu – það fannst engum að konur þyrftu menntun,“ sagði hún. Hún á átta börn á aldrinum níu mánaða til 16 ára. Fimm þeirra eru dætur sem hafa heldur aldrei gengið í skóla. Þau eldri eru þegar farin að vinna í teppaverksmiðju til að hjálpa við að sjá fjölskyldunni farborða. Hafiza hefur bara eitt markmið, að læra að lesa og kenna síðan öllum börnunum sínum. Eiginmaður hennar, verkamaður sem hefur litla menntun sjálfur, styður hana heilshugar. Heima fyrir vildi hann ekki ganga gegn vilja sér eldri manna og hefðinni en hérna horfir málið öðru vísi við. „Við viljum að öllum börnunum okkar farnist betur og til að það megi verða verðum við að læra,“ seg- ir hún með staðfestu í röddinni. Dag hvern koma áttatíu nemend- ur í tveggja tíma kennslustundir í þessa litlu skólastofu. Þeir sitja ber- fættir með krosslagða fætur á hörðu gólfinu, hlusta einbeittir og sumir naga blýantinn sinn. Námsefnið er hefðbundið efni fyr- ir fyrsta bekk og nemendur læra ein- faldar setningar, samlagningu og frádrátt. Khari kennari fær feimna táningsstúlku, sem er klædd í lang- ar, svartar slæður, til að koma upp að töflu. Khari bendir á setningu á persnesku, sem er töluð víða, beggja vegna landamæranna. „Björninn ... hefur svartan feld,“ segir stúlkan lágt. „Alveg rétt,“ seg- ir kennarinn. Námið er ókeypis og einfaldar skólabækur eru lagðar til og það er þess vegna sem nemendurnir geta sótt skólann. Enginn á fjölskyldu sem hefði efni á að greiða skólagjöld eða kaupa bækur. Hópur sem kallar sig Byltingar- samband afganskra kvenna leggur skólanum til peninga. Reksturinn er allur hinn knappasti: Leigan er um 600 rúpíur á mánuði (um eitt þúsund krónur) fyrir skólastofuna, og laun kennaranna, sem eru fjórir, eru um 500 rúpíur á mánuði (um 800 krón- ur). Jafnvel þessi litlu útgjöld eru sam- bandinu næstum ofviða. Konurnar vonast til að hafa efni á borðum og stærri skólastofum í framtíðinni og að geta tekið fleiri nemendur – skól- inn hefur verið starfræktur í þrjá mánuði og biðlistinn er þegar orðinn langur. Í Afganistan rekur Byltingarsam- bandið leynilega skóla fyrir stúlkur og konur og er það stórhættulegt. Kennararnir, og jafnvel nemendur líka, gætu átt yfir höfði sér dauða- dóm ef talibanarnir hefðu uppi á þeim. Hér í Pakistan starfar sambandið óáreitt en stjórnendur þess láta lítið á starfseminni bera vegna morðhót- ana sem borist hafa frá fylgismönn- um talibana og bókstafstrúarhópum. Andstaðan við starfsemi samtak- anna í Pakistan – rekstur skóla, læknamiðstöðva og athvarfs fyrir afganskar konur – er að mestu bund- in við landamærabæi á borð við Peshawar í norðurhluta landsins, og Quetta, sem er sú borg í Pakistan sem er næst höfuðvígi talibana í Afg- anistan, borginni Kandahar. Þegar kennslustund dagsins lýkur hópast nemendurnir að kennaranum og spyrja hann spjörunum úr og vilja ekki sleppa honum. Fyrir utan bíður næsti nemendahópur þolin- móður. „Ég vil læra,“ segir Sharifa, 15 ára, sem bíður eftir að komast inn í kennslustofuna. „Það finnst mér skemmtilegast af öllu.“ Ólæsar konur frá Afganist- an fá tækifæri til að læra Afgönsku konurnar sitja á gólfi skólastofunnar þar sem þær læra lestur og reikning. AP Aziza Khari kennir afgönskum flóttakonum í skóla Byltingarsam- bands afganskra kvenna í Quetta í Pakistan. Quetta í Pakistan. AP. STOFNANDI Afganska kvenna- ráðsins (AWC) Fatana Gillani tel- ur að staða afganskra kvenna muni ekki endilega batna ef ný ríkisstjórn tæki við af talibönum. Hún styður þó fyrrverandi kon- ung landsins, hinn 86 ára gamla Mohammad Zahir Shah. „Konungurinn er góður og heiðarlegur maður. Hættan er sú að í kringum hann flykkist ein- staklingar og hópar sem haldi áfram að berjast innbyrðis,“ segir hún í viðtali við blaðið The Fin- ancial Times. „Afganskar konur hafa þurft að þola mikið í landi þar sem þær fá enga menntun, enga heilbrigð- isþjónustu, enga vinnu og ekkert öryggi,“ segir Gillani. Hún segir að líkamlegt öryggi kvennanna sé algjört skilyrði fyrir því að hægt sé að bæta kjör þeirra. „Ef ný stjórn getur tryggt þeim öryggi er það góð byrjun,“ segir hún. Gillani býr í borginni Peshawar í Pakistan sem er rétt við afg- önsku landamærin. Hún fór frá Kabúl árið 1979 eftir að hafa lok- ið menntaskóla og er með við- skiptagráðu frá háskóla í Pak- istan. „Afganistan er nú gjörbreytt land. Þegar ég bjó þar fór ég með strætisvagni í skólann án þess að nokkur kippti sér upp við það en nú er allt breytt,“ seg- ir hún. Mikil öryggisgæsla er við hús Gillani en þangað koma mennta- ðar konur sem taka þátt í starfi Afganska kvennaráðsins. Ráðið gefur m.a. út kvenréttindablaðið Zan Afghan (Afganskar konur) sem kemur út mánaðarlega. Gill- ani á marga óvini en þrátt fyrir hættuna ætlar hún að halda starf- semi kvennaráðsins áfram. „Ég er skotmark vegna þess að ég styð og tjái mig opinberlega um mannréttindi, réttindi kvenna og lýðræði,“ segir hún. „And- stæðingar mínir virðast því miður ekki geta tjáð sig nema í gegnum byssuhlaup.“ Afganskar konur von- daufar um framtíðina Reuters Afganskar konur flýja yfir landamærin til Pakistans skammt frá borginni Quetta. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, kvaðst á mánudag vera and- vígur því að talibanar tækju þátt í að mynda nýja ríkisstjórn í Afgan- istan og lýsti yfir fullum stuðningi við Norðurbandalagið. Pútín sagði að talibanar gætu ekki tekið þátt í stjórnarmyndun- inni vegna þess að þeir hefðu „fyr- irgert mannorði sínu með alþjóð- legri hryðjuverkastarfsemi“. Ræddi við fyrrverandi forseta Afganistans Pútín lét þessi orð falla eftir fund í Tadjikistan með Burhan- uddin Rabbani, sem talibanar steyptu af stóli af stóli forseta Afganistans árið 1996. Þeir undirrituðu yfirlýsingu um „þörfina á að finna pólitíska lausn á vanda Afganistans“. Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, hvatti hins vegar til þess að mynduð yrði þjóðstjórn í Afganist- an með aðild „hófsamra talibana“ og kvaðst vera andvígur því að Norðurbandalagið yrði eitt við völd. Stjórnar- þátttöku talibana hafnað Dúshanbe. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.