Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 2
11 milljóna fjárdráttur aðalbókara upplýstur AÐALBÓKARI Flugleiða hef- ur játað á sig meintan fjárdrátt og telst hann að fullu upplýstur. Í fréttatilkynningu frá Flug- leiðum kemur fram að aðalbók- arinn hefur játað að hafa dregið að sér fé sem nemur rúmlega 11 milljónum króna á þessu ári og í fyrra. Málið hefur verið kært til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRosenberg á möguleika/B1 Línurnar að skýrarst í Meistaradeild Evrópu/B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra kynnti nýtt frumvarp til laga um fasteignakaup á ríkisstjórn- arfundi í gær. „Þetta er mjög stórt frumvarp og ég vænti þess að því verði vel tekið á Alþingi. Þetta eru fyrstu lög sinnar tegundar en þau munu eyða réttar- óvissu og efla neytendavernd,“ sagði Sólveig um frumvarpið. Sérstakt mið tekið af norskum lögum Ráðherra segir frumvarpið vel unnið og að leitað hafi verið umsagn- ar hjá fjölmörgum aðilum, meðal annars hjá Arkitektafélagi Íslands, Dómarafélagi Íslands, Neytenda- samtökunum, Félagi fasteignasala og Húseigendafélaginu. Auk þess var gerð könnun á löggjöf Norður- landanna á þessu sviði. Sérstakt mið var tekið af norskum lögum á þessu sviði, að sögn ráðherra. „Þetta eru fyrstu lög sinnar teg- undar,“ sagði ráðherra. „Ef frum- varpinu verður vel tekið á Alþingi, en ég á ekki von á öðru, gengur í fyrsta sinn í gildi heildarlöggjöf um fast- eignaviðskipti. Sá háttur hefur verið hafður á að dómstólar hafa byggt á lögjöfnun, venjum sem hafa myndast á fasteignamarkaði og almennum meginreglum kröfuréttar. Þessu frumvarpi er ætlað að eyða réttar- óvissu,“ sagði hún. Ráðherra segir að í frumvarpinu sé hugtakið „galli“ skilgreint nákvæmar en áður til að draga úr þeirri óvissu sem kann að skapast í sambandi við það hugtak og hefur valdið ágreiningi milli kaupanda og seljanda. „Þannig að vonir standa til þess að þegar frumvarpið verður að lögum dragi úr málaferlum vegna fasteignakaupa en þau eru algeng núna,“ sagði Sólveig. Í frumvarpinu felst líka mikil neyt- endavernd, að sögn Sólveigar. „Leit- ast er við að styrkja réttarstöðu þeirra sem kaupa fasteignir og þeirra sem hafa atvinnu af að byggja og selja fasteignir. Í frumvarpinu eru slík viðskipti skilgreind sem neyt- endakaup og er kaupanda veitt sér- stök vernd við slíkar aðstæður,“ sagði Sólveig. Matsskýrslur um ástand fasteigna Sérstakt nýmæli í frumvarpinu eru matsskýrslur, en það eru sérstakar skýrslur sem gerðar yrðu af sérfróð- um mönnum um ástand fasteignar fyrir sölu. Þetta er úrræði sem selj- andi tekur ákvörðun um og ber kostnað af vegna þess, að sögn ráð- herra. Segir hún matsmenn þurfa að hafa sérstakt leyfi frá ráðuneytinu. Frumvarp til nýrra fasteignalaga kynnt í ríkisstjórn í gær Ætlað að efla neytenda- vernd og eyða réttaróvissu ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út snemma í gærkvöld þegar eld- ur kom upp í gömlu húsi við bæ- inn Lund í Kópavogi neðan við Nýbýlaveg. Eldurinn logaði glatt um tíma og barst mikill reykur yfir Hafnarfjarðarveg og út yfir voginn. Eldurinn kom upp í gömlu húsi sem fyrirtækið Litbolti, Paintball ehf., var með aðsetur í. Óttuðust menn um tíma að eldurinn bærist í stóra skemmu sem áföst er hús- inu en greiðlega gekk að slökkva hann. Ekki er vitað um tildrög eldsins en viðbyggingin er talin ónýt. Einnig er ljóst að nokkurt tjón varð á innanstokksmunum en tækin sem notuð eru til að leika litbolta eru talsvert dýr. Lögreglan lokaði hluta Nýbýla- vegar um tíma vegna sprengju- hættu sem stafaði af þrýstikútum úr litabyssum sem geymdar voru í húsinu. Umferð var þó komin í samt lag um tíuleytið í gærkvöld. Kveikt í rusli fyrir utan Grensáskirkju Slökkviliðið var einnig kallað út í gærkvöld til þess að slökkva eld við Grensáskirkju þar sem hafði verið kveikt í rusli fyrir ut- an kirkjuna. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Morgunblaðið/Júlíus Eldur í Litbolta við Lund Skrifstofur Borgarendurskoðunar væntanlega opnaðar í dag Ólíklegt að þetta sé miltisbrandur BÚIST er við að skrifstofur Borg- arendurskoðunar verði opnaðar í dag en þær voru innsiglaðar á mánu- dag eftir að torkennilegt hvítt duft fannst í umbúðum utan af tímaritinu The Economist. Ólafur Steingrímsson, yfirlæknir á sýklafræðideild, segir ólíklegt að duftið innihaldi miltisbrand. „Það óx ekkert fyrsta sólarhringinn og þá eru litlar líkur á að það gerist en við útskrifum þetta eftir tvo sólar- hringa.“ Endanlegar niðurstöður verða því ljósar í dag, miðvikudag. Í Morgunblaðinu í gær var rætt við dreifingarstjóra The Economist sem sagði að duftið væri að öllum lík- indum meinlaust en það væri notað til að auðvelda pökkun á tímaritinu. Starfsemi Borgarendurskoðunar hefur að sjálfsögðu raskast enda skrifstofur stofnunarinnar öllum lokaðar. Símon Hallsson borgarend- urskoðandi sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að starfsfólkið hefði í gær farið í vettvangsferðir í stofn- anir og fyrirtæki borgarinnar og því hefði starfsemin ekki alveg stöðvast. Þær tafir sem hefðu orðið á vinnu Borgarendurskoðunar yrðu væntan- lega unnar upp á næstu dögum. Sím- on segir að full ástæða hafi verið til að taka það alvarlega þegar hvítt duft féll úr umbúðum tímaritsins. „Ég lét hringja strax í lögregluna og hringdi sjálfur í Harald Briem.“ Hann bendir á að tímaritið The Economist berist vikulega til Borg- arendurskoðunar og það hafi því ver- ið opnað mörg hundruð sinnum án þess að nokkurt duft kæmi út úr um- búðunum. Aðspurður segir Símon að það sé nokkuð misjafnt hvort starfsfólkið hafi jafnað sig. „Það hafa allir haldið ró sinni en það myndast einhver spenna.“ Hann segir að eitthvað hljóti að draga úr starfsþreki og af- köstum við svona aðstæður „Fólk er með þetta í huga sem upplifir þetta.“ SAMNINGAFUNDIR með tónlist- arkennurum og sjúkraliðum í húsa- kynnum ríkissáttasemjara í gær báru engan árangur. Tónlistarkennarar, sem eru í verkfalli, komu til fundar á hádegi en sáttasemjari sleit fundi um fjögurleytið án þess að nokkuð hefði þokast í samkomulagsátt. Sáttasemj- ari hefur boðað tónlistarkennara til nýs sáttafundar kl. 14 í dag. Síðdegis í gær hittust á stuttum fundi fulltrúar sjúkraliða og Reykja- víkurborgar, án afskipta ríkissátta- semjara, en missagt var í blaðinu í gær að þeir hópar ætluðu að hittast á föstudag. Hið rétta er að þá munu sjúkraliðar hitta samninganefnd rík- isins og síðan launanefnd sveitarfé- laga næstkomandi þriðjudag. Hafi samningar ekki tekist munu sjúkra- liðar hjá ríkinu og tveimur sjálfseign- arstofnunum fara í þriggja daga verk- fall í næstu viku, eða frá aðfaranótt mánudags til miðvikudagskvölds. Óbreytt hjá sjúkraliðum og tónlistarkennurum Harpa VE strandaði við Grindavík NÓTASKIPIÐ Harpa VE 25 strandaði austan til í innsiglingunni til Grindavíkur um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Skipið sat fast í rúma klukkustund en björgunarmönnnum á björgunarbátnum Oddi V. Gísla- syni tókst að toga í skipið og koma því á flot þegar sjór féll að í gær- kvöld, enda sat skipið ekki mjög fast. Björgunarsveitin Þorbjörn var í við- bragðsstöðu en ekki reyndist þörf á að kalla björgunarsveitarmenn út. Engin slys urðu á mönnum og ekki var vitað til þess í gærkvöld að skipið hefði skemmst. Harpa VE er 445 brúttótonna og 53 metra langt skip. Samkvæmt upp- lýsingum frá Grindavíkurhöfn mun skipið ekki hafa verið með rétt hafn- arkort í tölvunni og það truflaði væntanlega skipstjórann með þeim afleiðingum að skipið hélt sig ekki nægilega vel í rennunni inn í höfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.