Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 31
HVERJU sætir það
andvaraleysi hjá
stjórnvöldum landsins,
að gengi krónunnar
hefur fallið um þriðjung
eða meir á rúmu ári
gagnvart helstu við-
skiptalöndum þjóðar-
innar?
Kemur ríkisstjórnin
og Seðlabankinn, er nú
virðist hafa tekið við
efnahagsstjórninni með
því að ráða bæði vaxta-
stigi og gengisskrán-
ingu einhliða, ekki auga
á þá gífurlegu verð-
bólgu, sem í vændum er
og á eftir að kollvarpa
öllum kjarabótum undanfarinna ára
á augabragði? Dettur nokkrum heil-
vita manni í hug, að vinnandi stéttir í
landinu láti slíka kjaraskerðingu yfir
sig ganga án mótmæla? Tvö ár eru
liðin síðan þenslan náði hættumörk-
um.
Í stað þess að grípa þá þegar til
hagstjórnaraðgerða til að draga úr
þenslu er fremur kynt undir eyðsl-
unni og reynt að slá ryki í augu al-
mennings með yfirlýsingum um góða
stöðu ríkissjóðs, sem hagnast hefur á
aðflutningsgjöldum og neysluskött-
um, en jafnframt stóraukið viðskipta-
hallann. Fjöldi fyrirtækja er kominn
á barm gjaldþrots vegna erlendra
lána, sem nú verður að greiða með
allt að þriðjungi fleiri krónum, og
sama gildir um sjóð allra lands-
manna, ríkissjóðinn, sem á tímabili
náði umtalsverðum árangri í lækkun
erlendra skulda, en þarf nú að greiða
skuldirnar þriðjungi hærra verði.
Virðing þjóða fer eftir menningar-
stigi, velferðarstigi og stöðugleika
efnahags. Þenslan veldur óróa og
jafnvægisleysi, sem nú gætir í aukn-
um mæli í þjóðarsálinni. Þenslan
skapar ýmis þjóðarvandamál, sem
við máttum síst við í agalausu sam-
félagi. Ísland vekur stöðugt meiri at-
hygli á alþjóðavettvangi vegna þátt-
töku í fjölþjóðlegum samtökum og
samstarfi, þjóðin er ofarlega á listum
í alþjóðlegum samanburði hvað
snertir langlífi, jafn-
rétti og almenn lífs-
gæði, og samanburðar-
hagtölur sýna, að
lífskjör hér eru jafnari
en víðast annars staðar,
þótt enn þurfi að bæta
kjör hinna lægst laun-
uðu. En með sama
áframhaldi, verðfell-
ingu krónunnar og
hraðvaxandi verðbólgu,
munu Íslendingar ekki
halda í horfinu og verða
að nýju láglaunaþjóð,
nema skjótt verði
brugðist við aðsteðj-
andi vanda.
Bólgan er ekki enn
komin inn í vísitöluna nema að litlu
leyti, en þess verður skammt að bíða
að verðlag á innfluttum varningi
hækki um allt að 30–50% nema krón-
an styrkist verulega. Á gamli víta-
hringurinn aftur að taka völdin? Fari
svo hefur þessari ríkisstjórn, sem á
margan hátt hefur komið góðu til
leiðar, samt hrapallega mistekist
meginhlutverk sitt, að standa vörð
um hagsmuni íslensku þjóðarinnar.
Hversu löng er
„snertilending“?
Gengissig íslensku krónunnar er
búið að vera viðvarandi sl. tvö ár.
Þegar hrapið varð mest í maíbyrjun
þessa árs virtist ríkisstjórnin koma af
fjöllum, enda var valdið komið í hend-
ur Seðlabankans. Þá var talað um
bráðabirgðaástand og kallað „snerti-
lending“.
Síðan eru liðnir sex mánuðir, og
þrátt fyrir smáinngrip Seðlabankans
til styrkingar krónunni hafa áhrifin
að jafnaði aðeins varað daglangt eða
svo. Verkfall sjómanna, erlendar
fjárfestingar og hóflaus innflutning-
ur eru sjálfsagt meðal orsakavalda,
en afurðaverð hefur verið hagstætt,
og óþolandi að þjóðarbúskapurinn
geti ekki brugðist við smááföllum til
skemmri tíma, án þess að allt fari úr
böndunum. Geta Íslendingar aldrei
lært af reynslunni? Kemur ríkis-
stjórnin ekki auga á, að slík geng-
isfelling sem orðin er er í rauninni
verðfelling á öllu sem íslenskt er?
Framtíð Íslands sem sjálfstæðs
ríkis er nýtur virðingar í samfélagi
þjóðanna byggist á stöðugleika, stöð-
ugri viðleitni til að bæta skilyrði þjóð-
arinnar til betra mannlífs í víðasta
skilningi. Við eigum ekki að verðfella
Ísland og það sem íslenskt er, heldur
vinna markvisst að því að bæta allt,
sem íslenskt er, gera afurðir okkar
ekki verðminni heldur verðmeiri sak-
ir gæða þeirra og nýta auðlindirnar
skynsamlega með heildarhagsmuni
þjóðarinnar fyrir augum. Þjóðin er
svo fámenn, að hún hefur engin efni á
að fara niður á lágmenningarplan,
hvorki í lífsháttum sínum né fram-
leiðslu hágæðavöru, þar sem við bú-
um að hreinum orkulindum.
Við erum í tölu smæstu sjálfstæðra
þjóða heims, svo smá, að ekkert
tryggir okkur ævarandi sjálfstæði
annað en sérstaðan og gæði þjóð-
félagsins. Með vaxandi alþjóða-
hyggju munu bestu synir og dætur
þjóðarinnar heldur ekki kjósa að búa
hér áfram í lágkúruþjóðfélagi við lé-
leg lífskjör. Meðal smáþjóða, sem
njóta mikillar virðingar, má nefna
Sviss og Singapúr. Þeir standa dygg-
an vörð um þjóðarhagsmuni og gjald-
miðil sinn. Veit einhver dæmi um, að
þessar þjóðir afskrifi þjóðararf sinn
með því móti, sem nú er gert á Ís-
landi? Hvenær felldu þeir gengið?
Fallandi gengi
Íslands – til frambúðar?
Ingólfur
Guðbrandsson
Efnahagsmál
Kemur ríkisstjórnin
ekki auga á, spyr Ing-
ólfur Guðbrandsson, að
slík gengisfelling sem
orðin er er í rauninni
verðfelling á öllu sem
íslenskt er?
Höfundur er tónlistarmaður og
forstjóri Heimsklúbbsins-Prímu.
ÞAÐ er ekki á hverj-
um degi sem maður
sest niður og virkilega
þakkar sinni lukku-
stjörnu fyrir að hafa
fæðst í landi menntun-
ar, gæða og einni af
ríkustu þjóðum heims.
En af hverju af öllum
þeim sem fæðast á
hverri sekúndu í heim-
inum skyldum við hafa
verið svo heppin að
lenda hér í landi vel-
lystinga og ómengaðr-
ar náttúru? Ungt fólk á
Íslandi tekur þessu því
miður sem allt of sjálf-
sögðum hlut.
Við getum ekki einu sinni reynt að
setja okkur í spor barna sem eru
munaðarlaus og flakka sveita og
bæja á milli í von um vorkunn og eða
fæði. Þegar litlar sálir, sem aldrei
hafa fengið hið minnsta tækifæri til
að gera eitthvað úr sér annað en
betla, fá tækifæri til að læra iðnnám
og fara út í heiminn með sína
saumavél eða verkfæri og sjá fram á
líf sem er þess virði að lifa eigum við
ekki að hika við að hjálpa þeim.
Það eru svo margir staðir og lönd
sem berjast við fátækt, menntunar-
leysi og matarskort, þar sem lítið er
hægt að gera án þess að treysta á
stuðning sterkari ríkja. Við erum án
efa eitt sterkasta ríkið af Vestur-
löndum og með mestu sérstöðuna.
Íslendingar eiga tvímælalaust að
hjálpa þeim sem minna mega sína
og hjálpa þeim að hjálpa sér sjálf-
um. Með 5 milljónum
ísl. kr. sem fóru til Ind-
lands í síðasta verkefni
voru byggðir hvorki
meira né minna en 8
iðnskólar. Þær velta á
milljörðum skólabygg-
ingarnar hér, en í þess-
um skólum er ungu
fólki sem lítillar við-
reisnar á sér von, gefið
tækifæri til að vera
sínir eigin atvinnurek-
endur og hugsanlega
að líta peninga fyrir
verk sitt í stað matar-
leifa.
Iðnnemasamband
Íslands og Félag fram-
haldsskóla hafa verið frumkvöðlar
að þessu verkefni í þau skipti sem
verkefnið hefur verið unnið og
standa heils hugar með framkvæmd
þess.
Fyrir hönd stjórnar, starfsmanna
og velunnara þessara félaga viljum
við hvetja alla þá sem hönd geta lagt
á plóginn og hafa hug á að styrkja
verkefnið með einhverjum hætti að
gera það. Verum þakklát fyrir það
sem við höfum og leyfum öðrum að
njóta góðs af því að eiga erlenda vini
sem styrkja og hvetja þá til dáða í
landi lítilla tækifæra.
Við þökkum þann stuðning sem
okkur hefur verið veittur og viljum
við sérstaklega þakka forseta Ís-
lands, ríkisstjórninni, Flugfélagi Ís-
lands og Búnaðarbankanum. Dags-
verkið kostar hálft 3.000 en heilt
5.000 kr. ísl. og er vonandi að söfn-
unin fari vel af stað.
Frábært framtak
Jónína
Brynjólfsdóttir
Söfnun
Íslendingar eiga
tvímælalaust að hjálpa
þeim sem minna mega
sín, segir Jónína
Brynjólfsdóttir,
og hjálpa þeim að
hjálpa sér sjálfum.
Höfundur er formaður Iðnnema-
sambands Íslands.
SAMEIGINLEG
þingsályktunartillaga
formanna stjórnar-
andstöðuflokkanna um
að afnema gjafakvót-
ann í krafti fyrning-
arleiðar er mikil tíð-
indi í sjávarútvegs-
umræðunni. Hún er
ótvírætt tákn um þá
samstöðu sem er að
myndast hjá andstæð-
ingum þess ranglætis
sem séreignarfyrir-
komulagið á veiðirétt-
inum er.
Samstaðan er um að
sérréttindi þeirra sem
nú stunda útgerð
verði skert og þau afnumin á til-
teknu árabili.
Íslandsmið
úr tröllahöndum
Sjálfstæðisflokkurinn kaus á sín-
um landsfundi að hafna þessari
leið og viðhalda gjafakvótakerfinu
áfram. Forysta flokksins ásamt
voldugum hagsmunahópum knúði
fram þessa niðurstöðu á fundinum.
Flokkurinn virðist þar með ætla að
útiloka alla sáttamöguleika í mál-
inu. Nú er að sjá hvort Framsókn-
arflokkurinn ætlar að læsa málinu
föstu með sama hætti. Verði það
niðurstaðan að báðir stjórnar-
flokkarnir leggi allt að veði til að
viðhalda því óréttlæti sem ríkir
stilla þeir sjálfir kjósendum upp
við vegg í næstu kosningum. Þá
munu þær kosningar snúast um að
endurheimta Íslandsmið úr trölla-
höndum.
Á undanförnum árum hefur það
verið ógæfa þeirra sem hafa verið
að berjast gegn gjafakvótanum að
vera með mismunandi skoðanir á
því hvaða leiðir ætti að fara við
stjórn sjálfra veiðanna. Sumir
hafa viljað viðhalda aflamarks-
kerfinu en koma á jafnræði til að
nýta auðlindina. Aðrir hafa viljað
koma á sóknarstýrðu kerfi sem
tæki umsvifalítið við af því sem
fyrir er.
Þingsályktunartillaga formann-
anna er hins vegar til marks um
það að fleiri og fleiri eru nú að
sameinast um þá skoðun að hvort
sem menn vilja hafa aflamarks-
kerfið áfram við lýði eða taka upp
veiðistýringu af öðru
tagi þá verði fyrst að
vinna sigur hvað
varðar eignarhaldið á
auðlindinni sjálfri.
Þessi sameiginlega
afstaða er nú að gjör-
breyta möguleikunum
til að ná árangri. Nú
er hægt að einbeita
sameiginlegum kröft-
um að því að knýja
það fram að fyrning-
arleiðin verði farin.
Þetta er þess vegna
gífurlega mikilvægur
áfangi í baráttunni
gegn því óréttlæti
sem einkaeinokunin
er á fiskveiðum við Ísland.
Útfærsla fyrningar
En þessi áfangi kallar á umræðu
um það hvernig eigi að útfæra
fyrninguna. Hve langan tíma á hún
að taka? Hvaða reglur eiga að
gilda á meðan? Á öll aðlögunin að
vera í formi fyrningar eða má
bæta útgerðinni á annan hátt missi
veiðiréttar? Til hvað langs tíma á
að leigja veiðiheimildirnar út í
senn?
Allir viðurkenna að þeir sem nú
eru í útgerð eigi að fá raunhæfan
kost á að aðlaga sig þeim breyt-
ingum sem gerðar verða. Flestir
eru nú komnir á þá skoðun að með
því að innkalla hluta veiðiheimilda
á hverju ári sé tryggt að ekki komi
upp mikill vandi hjá þeim fyrir-
tækjum sem fjárfest hafa í veiði-
rétti á undanförnum árum.
En verði sú aðferð eingöngu
notuð gæti niðurstaðan orðið sú að
breytingin tæki of langan tíma.
Það er afleitt að hafa kerfið eins
og það er nú, sem er blanda af
þeim sem hafa mikinn kvóta eða
engan og allt þar á milli. Á meðan
innköllunin stendur yfir verður
þetta svona áfram þótt það dragi
auðvitað úr aðstöðumuninum því
lengra sem líður á innköllunar-
tímabilið.
Ég lagði til sem fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í endurskoðunar-
nefndinni að þegar leiga þeirra
heimilda sem innkallaðar verða
verður hafin færu allir þeir fjár-
munir sem koma inn við fyrstu
leigu hverrar einingar til handhafa
kvótans. Þessi aðferð gefur færi á
að stytta aðlögunartímann (fyrn-
inguna) verulega. Ég óska öllum
sem styðja baráttuna gegn rang-
lætinu á Íslandsmiðum til ham-
ingju með mikilvægan áfanga. Ég
hvet til málefnalegrar umræðu um
þau viðfangsefni sem ég nefndi hér
á undan. Sú umræða er tímabær
nú þegar samstaða hefur myndast
með andstæðingum gjafakvótans
um fyrningu veiðiréttar.
Samstaða gegn
séreignar-
kvótanum
Jóhann
Ársælsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Kvótinn
Nú er hægt að einbeita
sameiginlegum kröftum
að því, segir Jóhann
Ársælsson, að knýja það
fram að fyrningarleiðin
verði farin.
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Bjórglös
kr. 1.650
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
BROSTE - HAUST 2001
Blómastofa Friðfinns
Huggulegt
heima....
er heitast
í dag