Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna um snemmtæka íhlutun
Foreldrar spili
stórt hlutverk
SNEMMTÆK íhlut-un – meðferð, þjálf-un og stuðningur
fyrir ung börn með
þroskafrávik og fatlanir og
fjölskyldur þeirra, er yfir-
skrift námstefnu á vegum
Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins sem fram
fór á Grand Hótel fyrir
nokkrum dögum. Aðal-
fyrirlesari á ráðstefnunni
var dr. Mark Sigurjón
Innocenti, sem er virtur
bandarískur vísindamaður
af íslensku bergi brotinn.
Að sögn ráðstefnuhaldara
er Mark í hópi fremstu
fræðimanna í heiminum á
sínu sviði. Morgunblaðið
ræddi aðeins við Mark áð-
ur en hann hélt af landi
brott á dögunum.
Um hvað fjölluðu fyrirlestrar
þínir?
„Ég fjallaði m.a. um hugmynda-
og aðferðafræði snemmtækrar
íhlutunar og rannsóknir á því
sviði. Ég greindi einnig frá því
hvað greinir snemmtæka íhlutun
frá almennu uppeldisstarfi og
gerði grein fyrir áætlunum sem
ætlaðar eru mismunandi hópum
barna með þroskafrávik og fatl-
anir og börnum í áhættuhópum.
Þá fjallaði ég ítarlega um ný við-
horf um samábyrgð fagfólks og
fjölskyldu, hvaða aðferðir auð-
velda góða samvinnu fagfólks og
foreldra og hvaða þættir eru lík-
legir til að hafa áhrif á hana, hjá
fjölskyldunni og barninu. Og,
hvernig markviss snemmtæk
íhlutun er forsenda þess að góður
árangur náist.“
Hvar liggja þínar rannsóknir
helst og beinast þær að einhverj-
um nýjum þáttum?
„Þetta er stór og viðamikil
spurning, því ég hef starfað við
Ríkisháskólann í Utah í næstum
tuttugu ár og seinni árin rann-
sóknarprófessor við skólann að
auki. Þennan tíma hef ég gefið
mig allan í rannsóknir á þessu
sviði, skrifað margar bækur um
málaflokkinn, kennt og haldið fyr-
irlestra. Starf mitt hefur verið
blanda af kennslu, rannsóknum,
þjálfun, mati og þróun. Hvort
rannsóknir mínar beinast að ein-
hverjum nýjum þáttum þá held ég
það, já.
Ég hef t.d. rannsakað mikið
hlutverk og þátt foreldra í með-
ferð og umönnun barna með
þroskafrávik eða fatlanir. Útkom-
an er greinilega sú að foreldrar og
nánir fjölskyldumeðlimir mega og
eiga að koma mjög við sögu og
þegar fram á veginn er litið myndi
það stórbæta árangur af meðferð
þessara barna að fjölskyldur yrðu
treystar á ýmsan hátt.“
Hvernig er þessum málum
háttað í Bandaríkjunum og hvern-
ig stenst Ísland samanburð?
„Í Bandaríkjunum er þátttaka
foreldra vissulega talin mikilvæg
og margt er gert til að greiða fyrir
því. Hins vegar eru áherslur með
ýmsum hætti og hið opinbera
mætti gera meira til að
koma til móts við þessi
viðhorf. Það er hins
vegar erfitt að bera
saman Bandaríkin og
Ísland í þessum skiln-
ingi þar eð fólksfjöld-
inn er svo gríðarlega
mikill í Bandaríkjunum, en Ísland
er fámennt land. Þið eruð með
leikskólakerfið hér á landi sem er
eitt af ýmsu jákvæðu sem ég hef
séð hér á landi. Þar eru eðlilega
þroskuð börn og börn með
þroskafrávik og fatlanir saman
sem er mikilvægt. Við höfum ekki
og gætum aldrei haft slíkt kerfi í
Bandaríkjunum þrátt fyrir kosti
þess vegna ólíkra viðhorfa stjórn-
valda, en í Bandaríkjunum, gagn-
stætt Íslandi, stuðla stjórnvöld
ekki að gæslu 3-5 ára barna þótt
þeim viðhorfum sem styðja slíkt
vaxi fiskur um hrygg. Á móti kem-
ur, að leikskólakerfið á Íslandi
þjónar þörf íslenskra heimila til að
báðir foreldrar geti unnið úti, en
þar mætti vinna markvissara með
meðferð barna með þroskafrávik
og fatlanir. Það má því kannski
segja að eitt kerfi henti einum en
ekki öðrum þótt gott sé. Allt fer
þetta eftir aðstæðum.
Af því að spurt var um saman-
burð þá vil ég nefna þó ég sé ekki
beinlínis að bera saman með því,
að ég hef hrifist af elju og áhuga
þeirra Íslendinga sem ég hef
kynnst og starfa með misþroska
og einhverfum börnum. Þetta fólk
leggur afar hart að sér og vill
stöðugt vera að bæta hæfni sína.
Það er opið fyrir hugmyndum og
nýjungum, leitar beinlínis af
krafti eftir þeim. Ég held að þetta
litla samknýtta þjóðfélag spili þar
stóra rullu.“
Þú hverfur þá kannski héðan
með góðar hugmyndir í kollinum?
„Já, tvímælalaust geri ég það,
en eins og ég gat um áðan er ekki
þar með sagt að ég fari heim og
sjái slíkar hugmyndir ganga eftir í
Bandaríkjunum. En þið eruð yfir
höfuð með gott kerfi á Íslandi og
frábært fagfólk til að stýra því.“
Þú ert af íslensku bergi, hver
eru tengslin?
„Móðir mín var ís-
lensk, fædd á Lindar-
götunni. Faðir minn
var í bandaríska sjó-
hernum og þau gengu í
hjónaband á Íslandi,
fluttu síðan til Banda-
ríkjanna. Stuttu eftir það fæddist
ég. Ég á marga ættingja á Íslandi
og fram á unglingsárin komum við
hingað annað hvert ár eða svo.
Svo lögðust þær ferðir af í nokkur
ár, þangað til fyrir fjórum árum,
að ég kom aftur til Íslands og síð-
an aftur núna. Ég er ákveðinn í að
halda tengslunum í framtíðinni.“
Mark Sigurjón Innocenti
Mark Sigurjón Innocenti er
fæddur í Beverly í Massachusetts
í Bandaríkjunum 11.apríl 1954.
Hann er nú búsettur og starfar í
Utah. Hann er annar forstöðu-
manna Early Intervention Re-
search Institute og aðstoðar-
forstöðumaður rannsóknar- og
matsdeildar við Center for Per-
sons with Disabilities. Hann er
jafnframt aðstoðarprófessor við
ríkisháskólann í Utah og hefur
skrifað fjölda bóka og greina.
Mark er af íslenskum ættum eins
og nafnið gefur til kynna. Hann á
börnin Ian Sigurjón og Ariel
Florindu.
Það sem hent-
ar kannski
einum hentar
ekki endilega
öðrum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann í 18 mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn
dóttur sinni. Hann var einnig
dæmdur til að greiða ¾ hluta sak-
arkostnaðar. Maðurinn var dæmd-
ur fyrir að hafa árið 1990 á heimili
sínu sett fingur sinn í leggöng dótt-
ur sinnar, sem er fædd árið 1983, og
fyrir að hafa 2–3 vikum síðar sleikt
kynfæri stúlkunnar.
Maðurinn var hins vegar sýkn-
aður af ákæru um kynferðisbrot
gegn systur sambýliskonu sinnar
sökum fyrningar, brotið átti sér lík-
lega stað árið 1983 þegar stúlkan
var sjö ára. Í dómnum segir að
sannað þyki að maðurinn hafi gerst
sekur um þá háttsemi sem hann var
ákærður fyrir, að stinga getnaðar-
lim sínum í munn stúlkunnar og
hafa sáðlát í munn hennar. Vitn-
isburður stúlkunnar og þriggja
annarra vitna, auk annarra gagna
málsins, þóttu sanna það. Sök fyrir
slík brot fyrnist á 15 árum og þar
sem regla um að fyrningarfrestur
teljist ekki fyrr en frá þeim degi er
brotaþoli nær 14 ára aldri var ekki
lögleidd fyrr en löngu eftir að
ákærði framdi brotið var henni ekki
beitt. Vegna fyrningar var maður-
inn einnig sýknaður af miskabóta-
kröfu stúlknanna en slíkar kröfur
fyrnast á 10 árum. Dóttirin krafðist
2 milljóna króna auk vaxta og systir
sambýliskonu hans 1 milljónar auk
vaxta.
Dóminn kváðu upp héraðsdóm-
ararnir Guðjón St. Marteinsson,
Jón Finnbjörnsson og Páll Þor-
steinsson. Sigríður J. Friðjónsdótt-
ir flutti málið fyrir ákæruvaldið og
var Sigmundur Hannesson verjandi
ákærða.
Dæmdur í 18 mán. fangelsi
Það er eðlilegt að sjómenn vilji fá svör við því hvernig fiskarnir í sjónum fara að því að
gabba Hafró um fimm hundruð þúsund til milljónar tonna í plús eða mínus.